Morgunblaðið - 27.09.1983, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983
31
„Aldrei aftur“
— heimsækja Grundarfjörð,
Stykkishólm og Búðardal
„ALDREI aftur“, söngsveit skipuö
þeim Bergþóru Árnadóttur, Pálma
Gunnarssyni og Tryggva Htibner,
hefur fengiö norska fíðlarann Sven
Nymo í lið með sér og mun hann
leika með sveitinni á tónleikum úti á
landi næstu daga.
Sven Nymo er þekktur fiðlari í
sínu heimalandi, og flokkast sú
tónlist sem hann flytur einna
helst undir vísnatónlist. Hann
hefur komið fram á fjölda
hljómplatna, auk þess sem hann
hefur unnið með leikhópum og
fyrir útvarp og sjónvarp.
Sven Nymo og „Aldrei aftur"
hafa þegar haldið tvenna tónleika
í Norræna húsinu í Reykjavík, en i
dag, þriðjudag, verða þau með
hljómleika á Grundarfirði, mið-
vikudag á Stykkishólmi og
fimmtudag í Búðardal.
Á Grundarfirði og Stykkishólmi
heimsækja þau vinnustaði í boði
verkalýðsfélaganna þar og taka
lagið.
Háskólabíó frumsýnir:
Countryman
HÁSKOLABÍÓ frumsýnir myndina
Countryman. Er það „sérkennileg og
seiðmögnuð mynd frá Jamaica um
nútíma ævintýr og forna töfra“, seg-
ir í kynningu myndarinnar.
Leikstjóri og höfundur handrits
er Dickie Jobson og með aðalhlut-
verk fara Hiram Keller og Krist-
ina St. Clair. Tónlist er eftir Bob
Marley og fleiri.
Fiskimaður verður vitni að
flugslysi og tekst með snarræði að
bjarga tveim ungmennum, sem í
flugvélinni voru. En fleiri hafa
orðið slyssins varir og Sinclair
lögregluofursti tekur þá ákvörðun
að nota slysið til að beita blekk-
ingum í yfirvofandi kosningabar-
áttu á Jaimaca.
DEKK SEM GILDA
ALLT ARIÐ
FYRIR STÆRRI BIFREIÐAR
Td. vörubfla og langferöabfla
Hinar sex köntuðu Radlal-blokkir eru ílangar Blokkirnar eru ískornar og veita þar af leið-
og liggja þvert, til aukinnar spymu. andi meira grip og stöðugleika.
Hin opna brún grefur sig i gegnum lausan snjó Hlð þétta mynstur á miðju dekkslns gefur
og aur, niður á fast og veitir meira öryggi á aukinn snertlflöt.
votum vegum.
GOODfÝEAR
GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ
Akureyri:
Fundur um stór-
iðju við Eyjafjörð
Stóriðja við Eyjafjörð er yfir-
skrift fundar, sem sjálfstæðisfé-
lögin á Akureyri efna til í kvöld
klukkan 20.30 í Sjálfstæðishúsinu.
Frummælendur á fundinum verða
þeir Sverrir Hermannsson iðnað-
arráðherra og Lárus Jónsson og
Halldór Blöndal alþingismenn.
Sömu aðilar eru frummælendur
á fundi sjálfstæðismanna á Dalvík
annað kvöld, miðvikudagskvöld,
og í Félagsheimilinu á Húsavík á
fimmtudagskvöld klukkan 20.30.
Reykjavík — Garöabær
Garöabær — innanbæjar
Strætisvagnaferðir
Frá og meö mánudeginum 26. september veröa
breytingar á feröum innanbæjar í Garöabæ og fjölg-
un feröa í Arnarnes og um Marargrund og Lyngás.
Vagn 1.
Reykjavík — Garðabær / Garðabær — innanbæjar.
Brottför frá Reykjavík 5 mm. fyrir heilan tima.
Brottför frá Ásgaröi 15. mín. yfir heilan tíma.
Þá ekiö hring um Garðabæ, um Vífilsstaöaveg að Vífilsstööum,
brottför þaöan 18 mín. yfir heilan tíma, ekiö Karlabraut og
Bæjarbraut aö Ásgaröi. Brottför frá Ásgaröi til Reykjavíkur 25
mín. yfir heilan tíma. I báöum leiöum er ekiö i Arnarnes. í leið til
Reykjavíkur veröur ekiö um Hamrahlíö (í staö Reykjanesbraut-
ar áöur).
Sérstaklega skal bent á, aö byrjunarferö þessa vagns úr Hafn-
arfiröi kl. 7.15 fellur út, en fólk sem áöur notaöi þann vagn til
Vífilsstaöa getur nú tekiö Hafnarfjaröavagn kl. 7.00 og síöan
tekið þennan vagn frá Ásgaröi til Vífilsstaöa.
Vagn II.
Garöabær — innanbæjar.
Þessi vagn fer sérstakar feröir fyrir skólabörn milli kl. 7 og 8 á
morgnana. Frá kl. 8 og til kl. 17.30 fer vagninn reglubundnar
ferðir innanbæjar.
Aðalleiö um Austurbæ
Frá Ásgaröi 15 mín. fyrir heilan tíma.
yagninn ekur sömu leið um bæinn og vajjn I.
Ásgaröur — Marargrund — Lyngás — Asgaröur
Brottför 5 mín. yfir heilan tíma.
Ásgaröur — Arnarnes — Ásgaröur. (Ekið um Hafnarfjaröar-
veg).
Brottför frá Ásgaröi 38 mín. yfir heilan tíma, til baka úr Arnar-
nesi 41 mín. yfir heilan tíma.
Úr öllum jjessum feröum á fólk kost á aö fá skiptimiða og halda
ferö áfram meö Hafnarfjaröarvögnunum til Reykjavíkur eöa
Hafnarfjaröar. Einnig þeir sem ferðast meö vagni I. Skiptistöö
meö góöu biöskýli er viö Ásgarö.
Landleiöir Hf.
Goodyear G124
^ ‘ Leitið ekki langt yfir skammt vetrarfríið |
35^
HVÍLD — MEGRUN
— LÍKAMSRÆKT
— ÚTIVERA
ÞARFTU AÐ MISSA NOKKUR
AUKAKÍLÓ?
ÞARFNASTU HVÍLDAR?
VILTU LOSNA FRÁ AMSTRI
HVERSDAGSINS?
■ ■
VIÐ HOFUM LAUSNINA
Sérhæft starfsfólk svo sem læknir, íþróttakennarar, sjúkraþjálfi, leiðsögumenn
og lipurt hótelstarfsfólk mun sjá til þess að þér líði sem best.
Dagskrá: Dagskrá: ÁRDEGI: SÍDDEGI:
Kl. 08.00 Vakið gegnum hátalarakerfi húss- Kl. 13.00 Hvild.
ins með léttri tónlist og líkams- Kl. 14.00 Gönguferö meö
teygjum. fararstjóra.
Kl. 08.15 Boriö á herbergi heitt sítrónuvatn, Kl. 15.00 Létt miödagskaffi.
drukkið meðan klæöst er (íþrótta- Kl. 15.30 Nudd.
galli). Kl. 17.00 Frjáls tími.
Kl. 08.30 Morgunleikfimi i sal, mál og vog. Kl. 19.00 Kvöldveröur.
Kl. 09.30 Morgunveröur. KVÖLD:
Kl. 10.30 Sund — gufa — heitur pottur.
Kl. 11.00 Frjáls timi. Kl. 20.30. Kvöldvaka.
Kl. 12.00 Hádegisverður Stutt ganga fyrir svefn.
Verð pr. mann á viku:
Kr. 9.750 í 2 m m/baði.
Kr. 10.350 í 1m m/baöi.
Innifaliö í þessu veröi er:
Glsting, allar máltíöir, læknisskoöun, sund, gufa, heitur pottur, leik-
fimi, nudd, gönguferðir meö fararstjórn, fræðileg erindi, flug og
transfer flugvöllur — hótel — flugvöllur.
Ath. Hámarksfjöldi í hópi er 20 manns. Áskilinn er róttur til breytinga
á ofangreindu verði.
Til áramóta:
1. vika 02/10—09/10 ’83
2. vika 16/10—23/10 '83
3. vika 06/11—13/11 '83
4. vika 20/11—27/11 ’83
Söluaðilar:
Hótel Húsavík,
Ferðaskrifstofa ríkisins,
Ferðaskrifstofan Úrval,
Ferðaskrifstofan Útsýn,
og feröaskrifstofur víöa
um land.
' I ,
Vertu
..velkominn
Húswrtk
Skni 96-41220