Morgunblaðið - 27.09.1983, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.09.1983, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983 STEFÁN FRIÐBJARNARSON AFINNLENDUM VETTVANGI Síöastliðinn laugardag féll niður seinni hluti innlends vettvangs, sem fjallaði um bráða- birgðasamkomulag íslenzkra stjórnvalda við svissneska álfélagið. Af þeim sökum er vettvang- urinn birtur í heild í dag. Bráðabirgðasamkomulag við svissneska álfélagið: Verðmætur áfangi eða uppgjöf? BRÁÐABIRGÐASAMKOMULAGIALVIÐRÆÐUM: Orkuverð hækkar um 10 milliónirá mánuði Bráðabirgðasamkomulag íslenzkra stjórnvalda við Swiss Aluminium Ltd. er eitt helzta umræðuefni manna á meðaí þessa dagana. — „Ég tel þetta geysilega verðmætan áfanga,“ sagði Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, á fundi með fréttamönnum. — „Hér er á ferðinni ótrúleg uppgjöf ríkisstjórnarinnar," sagði Hjörleifur Guttormsson, fyrrv. iðnaðar- ráðherra, sem hafði opinbera forsjá samskipta við Alusuisse 1978—1983. Mörg hundruð millj- óna í glatkistuna Hjörleifur Guttormsson, fyrrv. iðnaðarráðherra, kemst svo að orði um bráða- birgðasamkomulag íslenzkra stjórnvalda og svissneska álfé- lagsins í forsíðuviðtali við Þjóð- viljann 14. september sl.: „Það er rétt, að það hefur allt- af verið hægt að ná samkomulagi á þessum nótum ...“ Hér er m.a. átt við áfangahækkun orkuverðs til ÍSAL úr 6,5 í 10,0 mill. Dagblaðið Tíminn sagði í for- ystugrein sama dag: „Þetta (þ.e. áfangahækkunin) þýðir 10 milljón krónur á mánuði til Landsvirkjunar. Ef sæmilega hefði verið að málum staðið hefði verið hægt að ná þessari hækkun fram þegar árið 1980, ef fyrrv. iðnaðarráðherra hefði einbeitt sér að samningum um hækkun orkuverðs ... Vegna þessa er Landsvirkjun a.m.k. 350 milljón- um króna fátækari, og mætti hækka þá upphæð mikið, ef tekið er með í reikninginn að í kjölfar samkomulags af þessu tagi hefðu náðst samningar um mun hærra orkuverð." Hér er því í stuttu máli haldið fram að Landsvirkjun hafi ekki einungis misst af 350 m.kr. tekj- um, vegna eintrjáningsháttar fyrrv. iðnaðarráðherra, heldur mun hærri fjárhæð, þar eð nýr samningur, sem fylgt hefði í kjölfar áfangahækkunar, hefði falið í sér enn hærra orkuverð. Hjörleifi Guttormssyni hefur verið tíðrætt um „niðurgreidda raforku" til álversins. Engu að síður kaus hann fremur að mæta tekjuþörf Landsvirkjunar með hækkun orkuverðs til almenn- ings og skuldasöfnun, sem við- skiptavinir Landsvirkjunar verða endanlega að greiða, en umræddri hækkun á orkuverði til ÍSAL, sem „alltaf var hægt að ná“ að hans eigin dómi. Lausn gamalia deilumála Bráðabirgðasamkomulagið fjallar um þríþætt efni: 1) hvern veg farið skuli með lausn eldri deilumála, 2) hvern veg skuli staðið að endurskoðun og breyt- ingum á gildandi samningi og 3) áfangahækkun orkuverðs til ál- versins. Um þriggja ára skeið hafa staðið yfir deilur milli íslenzkra stjórnvalda og Alusuisse um skattamál félagsins. Alusuisse vísaði þeim deilum til alþjóðlegs gerðardóms til að verjast hótun um lögtak, sem fyrrv. fjármála- ráðherra setti fyrst fram að loknum síðustu þingkosningum (þegar sýnt var að Alþýðubanda- lagið myndi hrökklast úr ríkis- stjórn). Sú hótun var ekki fram sett til að auðvelda samninga. Bráðabirgðasamkomulagið fel- ur hins vegar í sér að þessar deil- ur skuli leysa með einfaldari og fljótvirkari hætti. Skipaðar skulu þrjár dómnefndir. f hinni fyrstu, sem fjalla á um lagaleg ágreiningsefni varðandi túlkun samninga um viðskipti milli óháðra aðila, skal skipuð þremur lögfræðingum, einum frá hvorum aðila og hinum þriðja er full- trúar aðila komi sér saman um. Önnur nefndin, sem fást á við skattatæknileg atriði, skal skip- uð þremur íslenzkum skattasér- fræðingum. Aðilar tilnefni sinn hvorn sérfræðinginn er síðan komi sér saman um oddamann. Þriðja nefndin, sem úrskurða á um endurreikning á framleiðslu- gjaldi ef tilefni gefst til í niður- stöðum fyrri nefnda, skal skipuð ríkisendurskoðanda, endurskoð- endum ÍSAL (með eitt atkvæði) og óháðum endurskoðanda, er aðilar sættist á. Meðferð þessara deilumála verður því að verulegu leyti í höndum íslenzkra sérfræðinga, sem er betri kostur en alþjóðleg- ur gerðardómur. Lágmarks- kostnaður við alþjóðlegan gerð- ardóm er talinn ein milljón doll- ara — og umfjöllunartími tvö ár hið stytzta. Umsamið fyrirkomu- lag sparar bæði tíma og fjár- muni. Ráðgjafarfyrirtækið Coop- er & Lybrand taldi og heppilegra fyrir Islendinga að leysa þessi mál með öðrum hætti en alþjóð- legum gerðardómi. Verðtryggður orkusölusamningur Meginatriði bráðabirgðasam- komulagsins eru efnislega þessi: • 1) Gildandi orkusölusamning- ur skal endurskoðaður með hliðsjón af orkuverði til álvera í Evrópu og Ameríku, sem og sam- keppnisstöðu ÍSAL. Gert er ráð fyrir að orkuverð skv. endurskoð- uöum samningi verði fullverð- tryggt, miðað við umsaminn grundvöll. • 2) Skattaákvæði gildandi aðal- samnings verði endurskoðuð og gerð einfaldari og öruggari, m.a. til að fyrirbyggja árekstra milli samningsaðila í framtíðinni. • 3) Teknir verði upp samningar um stækkun álbræðslunnar, sem framkvæmd yrði í tveimur áföngum. Fyrri áfanginn kæmi til framkvæmda 1987 og 1988. Heimild til stækkunar er þó háð frekara samkomulagi aðila, m.a. um framtíðarorkuverð. • 4) Gert er ráð fyrir að Alu- suisse fái heimild til þess að selja þriðja aðila, sem ríkisstjórn fs- lands þarf þó að samþykkja, 50% hlutafjár síns. Ennfremur að hlutafé Alusuisse megi vera í höndum dótturfyrirtækja í þess eigu. Báðar þessar breytingar eru háðar samþykki Alþingis og koma ekki til framkvæmda nema samningar takist um heildarend- urskoðun gildandi samninga. • 5) Þá skal og leita samninga um rétt íslenzka ríkisins til þess að eignast hlutafé í ÍSAL. Áfangahækkun orku- verðs, afturvirk að hluta Til að greiða fyrir viðræðum um endurskoðun samninga hafa aðil- ar komið sér saman um áfanga- hækkun orkuverðs úr 6,4 í 9,5 mill. Þar af er 1,1 mills afturvirkt frá 1. júlí sl. Þessi áfangahækkun er þegar komin til framkvæmda. Auk þess bætist við hálft mill (þannig að verðið verður 10 mill) þegar álverð á málmmarkaði í Lundúnum hefur náð 78 sentum í 20 daga samfellt. Þetta jafngildir 54% hækkun á núgildandi orku- verði. Til samanburðar má nefna að meðalverð ríkisrafveitna í Noregi á orku til álvera er nú 9,5 mill, en Bladburóarfólk óskast! Vesturbær Austurbær Faxaskjól Flókagata 1—51 Háahlíð Bergstaðastræti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.