Morgunblaðið - 27.09.1983, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983
Hjettu cub -tcrm\c\.st cx „ já, jó. •'
|?u erfc sv/dra.ma^urÍKn^.."
... að hlusta á
hann Jœðast inn
um útidyrnar.
TM Reg U S Pat Off —all rights reserved
© 1983 Los Angeles Times Syndicate
Nú, þetta eru náttfotin! — En á
daginn, hvaða föt þá?
Kg er á móti því að verið sé að tala
saman meðan á skák stendur, en
nú höfum við setið hér í tvo tíma
og leyfist mér að spyrja hvor á
næsta leik?
Garðurinn við Hnitbjörg: „Ekki hefði þurft mikið hugvit til að forðast þennan vanda; hefði bara dugað að hafa
aflíðandi halla upp í gegnum minna hliðið, svo að hver sem er gæti ekið hjólastól upp í garðinn.“
Stakk mig illa að
sjá þennan vankant
á nýju mannvirki
W ashington-minnisvarðinn.
Gestur Sturluson skrifar:
„Nýlega fór ég að skoða garðinn
við listasafn Einars Jónssonar,
Hnitbjörg, á Skólavörðuholti. Ég
hafði mikla ánægju af að koma á
þennan stað, stað sem ég hef aldr-
ei komið á áður, þó að í hjarta
borgarinnar sé, heldur aðeins séð
bregða fyrir út um bílglugga.
Mér er það óljós bernskuminn-
ing, þegar ég dvaldist fyrst í
Reykjavík, þá sjö ára. Þá var eng-
in byggð uppi á Skólavörðuholti
nema Hnitbjörg Einars Jónsson-
ar, sem gnæfðu þarna eins og
voldugur kastali. Og svo má ekki
gleyma Skólavörðunni, sem þá var
enn uppistandandi þarna rétt hjá,
ég held þar sem Hallgrímskirkja
er nú. Leifs-styttan kom ekki fyrr
en 1930.
Eins og skýrt hefur verið frá í
fjölmiðlum hefur garðurinn við
Hnitbjörg verið endurskipulagður
og afsteypum margra af frægustu
listaverkum Einars Jónssonar
komið þar fyrir. Ég álít að þau
njóti sín mörg betur úti en inni.
En eitt verð ég þó að fetta fingur
út í: Stytturnar eru flestar
ómerktar og hvergi hægt að fá
nafnaskrá yfir þær.
Mér virðist endurnýjun garðsins
hafa tekist vel að flestu leyti, og
gott samræmi sé milli grasflata,
gangstíga og trjágróðurs. En að
einu leyti hefur hönnuðum þessa
garðs orðið illilega á í messunni.
Þannig er, að tvö hlið eru á garð-
inum og í báðum hiiðunum eru
tröppur, sex í stærra hliðinu,
þrjár í því minna. Þetta þýðir það,
að fólk í hjólastólum kemst ekki
inn í garðinn nema með hjálp fíl-
efldra karlmanna. Hefði ég ekki
komist þangað í þetta sinn nema
af því að ég var í fylgd með ágæt-
um bílstjórum frá Ferðaþjónustu
fatlaðra, en þeir eru manna van-
astir að koma hjólastólum upp
tröppur.
„HtAUPru !"
vet- AF SÉfZ
VIKI6>/ "
Sextán leikarar
samtímis í útvarpi
J.Á.G. skrifar:
„Fimmtudaginn 22. sept. sl. var
leikritið Nashyrningarnir flutt í
hljóðvarpi. Leikrit þetta er samið
fyrir svið en ekki hljóðvarp enda
leikarar sextán. Leiksvið og út-
varp eru svo gjörólík að allri gerð
að með öllu er vonlaust að flytja
sum stykki af sviði í útvarpi. Sér-
staklega ef leikarar eru jafn fjöl-
mennir og í þessu tilfelli. Af nokk-
urri reynslu þykist ég dómbær um
að trauðla þýði að bjóða leikrit í
útvarpi með öllu fleiri en svo sem
fimm leikurum eigi hlustendur að
hafa full not af, hvað þá með sex-
tán, enda varð þetta rómaða leik-
rit að óskapnaði í eyrum hlust-
enda og virkaði sem óþægilegur
hávaði.
Ekki skal fjölyrt um örlæti
Ríkisútvarpsins til þessara sextán
leikara, þeir eru alls góðs makleg-
ir. Gott er til þess að vita að Ríkis-
útvarpið þarf ekki að skera út-
gjöld sín við nögl þegar allar aðrar
stofnanir berja lóminn og lepja
dauðann úr skel.“
GÆTUM TUNGUNNAR
Á íslensku er „þú“ aðeins sagt um þann sem talað er við,
en alls ekki þann sem talað er um, þó að enska fornafnið
„you“ sé stundum notað á þann hátt.
Þessir hringdu . . .
Eins og maður sé
sjálfur viðstaddur
Kristbjörg Arnarsdóttir hringdi
og hafði eftirfarandi að segja: —
Mig langar til að þakka Arnþrúði
Karlsdóttur fyrir frábæra út-
varpsþætti. Hún á ákaflega létt
með að fá fólk til að tala frjálslega
og eðlilega og þess vegna eru þætt-
ir hennar svo lifandi. Manni finnst
eins og maður sé sjálfur viðstadd-
ur og taki þátt i viðtalinu. Þar að
auki hefur hún skemmtilegan
húmor. Sérstakar þakkir færi ég
henni fyrir viðtalið við Valla I
Stuðmönnum, og ég veit ég mæli
fyrir munn margra, þegar ég fer