Morgunblaðið - 05.10.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.1983, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1983 Nær orkuframleiðsla heimsins að fæða mannkynið árið 2020? Kjarnorkunotkun mun minni en áætlað var Rætt við Halldór Jónatansson, for- stjóra Landsvirkjunar, um Alþjóða orkumálaráðstefnuna á Indlandi „ÍBÚAR jarðar eru í dag um fjórir og hálfur milljarður og er áætlað að íbúafjöldinn verði kominn í sex milljarða um alda- mótin. 1‘essi fjölgun felur í sér, að á næstu 20—30 árum tvöfald- ast íbúatalan í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku, þar sem fólks- fjöldi er mikill en þjóðartekjur tiltölulega lágar. Það sem menn voru hvað mest uggandi um á ráðstefnunni varðandi þcssa fjöigun er hin mikla viðbótarorka, sem þarf til að fæða og klæða þær 90 milljónir manna er bætast við árlega. Þessi orkuþörf er svo mikil, að lítið verður eftir til að stuðla jafnframt að bættum lífskjörum í þróunarlöndunum, eins og svo brýn þörf er á.“ Þetta segir Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, um Alþjóða orkumálaráðstefnuna, sem haldin var í Nýju Delhí á Indlandi fyrir skömmu og átta íslendingar sóttu, þeirra á meðal Halldór. Hann varð fyrstur Indlandsfaranna til að koma heim aftur og var fús til að segja frá helstu málum á þessari ráðstefnu. Halldór sagði að af hálfu ís- lensku fulltrúanna hefði verið lagt fram eitt erindi af 160 (frá 50 löndum) og hefði það verið samið af Jóhannesi Nordal, stjórnarformanni Landsvirkjun- ar, sér sjálfum og Jóhanni Má Maríussyni, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar. „Þetta erindi fjallaði um nýtingu vatnsorku á Islandi sem grundvöll aukins hagvaxtar fyrir tilstilli orku- freks iðnaðar," sagði Halldór. „í erindinu gerðum við grein fyrir þróun atvinnuvega á fslandi og nýtingu auðlinda til lands og sjávar, svo og mikilvægi þess að renna fleiri stoðum undir efna- hagslíf íslendinga með aukinni nýtingu vatnsorku og jarðhita. Það er einkum í ljósi þeirrar staðreyndar, að ekki verður gengið nær fiskstofnunum við landið en orðið er, og með hlið- sjón af því hve vel verður að gæta þess að ekki komi til ofveiði með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. I erindinu var gerð grein fyrir þróun orkumála á ís- landi og áætlunum fram í tím- ann í því efni, átaki landsmanna í uppbyggingu orkufreks iðnaðar og samhengi í aukningu þjóðar- framleiðslu og orkunotkunar. Þetta erindi vakti sérstaka at- hygli, ekki síst meðal fulltrúa þeirra þjóða, sem búa yfir mik- illi óbeislaðri vatnsorku, sem bíður nýtingar í þágu nýrra og fjölbreyttari atvinnuvega, efna- hagslífinu til framdráttar," sagði hann. Eins og fram hefur komið í Mbl. tóku um 3000 fulltrúar þátt í ráðstefnunni og voru þeir frá flestum löndum heims, þ.á m. Kína, sem nú var með í fyrsta sinn en þetta var 12. ráðstefnan af þessu tagi. Þátttakendur í ráðstefnunni voru fulltrúar ým- issa fyrirtækja og stofnana á orkusviði aðildarríkjanna, svo og ýmissa alþjóðastofnana. Má þar nefna Alþjóðabankann, Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, EBE, Alþjóða kjarnorkumálastofnunina, OPEC og Sameinuðu þjóðirnar. „Aðalefni ráðstefnunnar var ástand og horfur í orkumálum heimsins almennt og hvernig orkan gæti haldið áfram að vera lyftistöng framfara og velmeg- unar og undirstaða lífsgæða á sem hagkvæmastan hátt,“ sagði Halldór Jónatansson. „Með tilliti til þessa voru einkunnarorð ráðstefnunnar „Orka - Framfar- ir - Lífsgæði". Af einstökum málaflokkum, sem voru til um- fjöllunar, má nefna tæknilegar framfarir og nýjungar í bættri nýtingu orkulinda; auðlindir og markviss nýting orku og fjár- magns; orka og lífsgæði - þjóð- félagsleg áhrif orkunýtingar og alþjóðleg samvinna á sviði orkumála og framlög til alþjóð- legrar orkustefnu." Halldór sagði að mikið hefði verið rætt um nýja og endurnýj- anlega orkugjafa, þ.e. orkugjafa, sem þurfa að taka við af olíu á næstu öld þegar olíulindir jarð- arinnar verða þurrausnar. „I þeirri umræðu voru m.a. flutt framsöguerindi um stöðu og framtíðarhorfur hinna ýmsu nýju eða endurnýjanlegu orku- gjafa," sagði hann. „Einn eða tveir sérfræðingar voru fengnir til að fjalla um hvern orkugjafa, svo sem kjarnorku, sólarorku, vatnsafl, jarðhita, vindorku, virkjun sjávarfalla og elds- neytisframleiðslu úr lífrænum úrgangsefnum. Dr. Ingvar Birgir Friðleifsson, forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla SÞ á ís- landi, flutti framsöguerindi um jarðhita í heiminum. Það felst mikil viðurkenning í því fyrir jarðhitarannsóknir og jarðhita- nýtingu á íslandi, að íslendingi skuli boðið að flytja slíkt yfir- litserindi um þessa mikilvægu orkulind." Staða orkubúskapar heimsins og þróun orkumála var að sjálf- sögðu þungamiðja ráðstefnunn- ar, sagði Halldór. „Það lá fyrir að orkunotkun í heiminum hefur aukist um 23% á árunum 1972-1982, eða úr 7,4 Gtce í 9,1 Gcte en eitt Gcte er orkuinni- hald eins milljarðs tonna af kol- um. Kolanotkun hefur aukist úr 2,1 Gtce í 2,8 Gtce, sem er mun minni aukning en vonast hafði verið til. Hlutur þróunarríkj- anna í heildarnotkuninni jókst úr 8% í aðeins 10% á sama tíma- bili. Hlutur jarðolíu hefur minnkað í 37% úr 43% en hlutur Halldór Jónatansson, forstjóri » Landsvirkjunar: Mikil viðurkenning fyrir ís- lenskar jarðhitarannsóknir og jarðhitanýtingu að íslendingi skyldi boðið að flytja yfirlitser- indið. kjarnorku aukist lítillega, eða úr einu prósenti í þrjú prósent af heildarorkunotkuninni." Halldór Jónatansson sagði að olía og gas sæju heiminum í dag fyrir um 60% af orkuþörfinni en kol um 30%. „Mismunurinn er brúaður með vatnsorku, kjarn- orku og öðrum orkugjöfum. Til hliðsjónar er athyglisvert að nú- verandi jarðefnaorkuforði heimsins er að mestu leyti kol, eða 80%, en olía og gas aðeins 20%. Af þeim olíuforða, sem nú er nýtanlegur á fjárhagslega hagkvæman hátt, eru um % í OPEC-löndunum en aðeins tí- undi hluti í hinum vestrænu iðnríkjum. Olíulindir Mexíkó vega á sama hátt aðeins 8% og olíulindir Norðursjávarsvæð- isins aðeins 3% af heildar- forðanum." Um kjarnorku sagði Halldór að hún væri um 3% af heildarnotkuninni en hlutdeild kjarnorku í heildarrafmagns- framleiðslu væri um 9%. „Þetta er helmingi minni hlutdeild en Alþjóða kjarnorkumálastofnun- in áætlaði á sínum tíma að verða mundi á fyrstu árum áttunda áratugarins. Kjarnorka er talin eiga fyrst og fremst erindi til rafmagnsframleiðslu í háþróuð- um iðnríkjum með stöðuga og mikla orkueftirspurn. Þannig er hlutur kjarnorku í rafmagns- framleiðslu í Frakklandi, Finn- landi og Svíþjóð um 40%. í V-Þýskalandi er þetta hlutfall um 20% og í hinum iðnvædda hluta Sovétríkjanna 30—40%,“ sagði Halldór. Forstjóri Landsvirkjunar sagði að í lok ráðstefnunnar hefðu verið dregnar saman helstu niðurstöður almennra umræðna og athugana. Sér hefði þótt einna athyglisverðast, að sýnt þætti að orkuþörf mann- kyns muni allt að þrefaldast fram til ársins 2020 frá því sem nú er, og jafnvel enn meir, nái efnahagsþróunin í þriðja heim- inum sér á strik. „Þessari auk- ningu verður að mæta á mis- munandi hátt eftir heimshlut- um, en einkum er treyst á kol, kjarnorku og jarðgas í þessu efni, svo og vatnsorkuna ásamt nýjum orkugjöfum, sólarorku, jarðvarma, vindorku og lífrænan massa,“ sagði hann. „Er þá eink- um haft í huga, að um og eftir 2020 verði mikilvægasti orku- gjafinn í dag, olían, uppurin meira og minna og því verða að- rir orkugjafar smátt og smátt að koma í staðinn. En til þess þarf meiri háttar átak þjóða á meðal á sviði vísinda og tækni. Þannig er hlutur olíunnar í orkunotkun- inni í dag um 40% en áætlað er að hún verði komin niður í um 20% árið 2020. Það kom að sjálfsögðu fram ánægja yfir lækkun olíuverðs undanfarið í það, sem raunhæft má teljast. I því sambandi var ítrekuð nauð- syn þess að vera ekki lengur of háður olíu, né neinum öðrum einstökum orkugjafa, svo forðast megi óeðlilegar orkuverðssveifl- ur á borð við þær, sem olíuverðið tók á síðasta áratug." Halldór Jónatansson sagði að lokum að í niðurstöðum ráð- stefnunnar hefði einnig komið fram, að gert væri ráð fyrir að kolanotkun í heiminum muni tvöfaldast á næstu 20—30 árum. „Því munu fylgja aukin mengun- arvandamál, sem leysa verður með ærnum tilkostnaði og sá kostnaður gæti hæglega orðið til að hækka kostnaðarverð raforku framleiddrar með kolum um helming," sagði hann. Frumsýna Lokaæf- ingu á Litla sviðinu FYRSTA frumsýningin á Litla sviði Þjóðleikhússins á þessum vetri verður næstkomandi fimmtudagskvöld, þann 6. október. Verður þá frumsýnt nýtt íslenskt leikrit, Lokaæfing, eftir Svövu Jakobsdóttur. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir, leikmynd og bún- inga gerir Birgir Engilberts, en Ásmundur Karlsson annast lýs- inguna. Þrír leikarar fara með hlutverkin á sýningunni, þau Edda Þórarinsdóttir, Sigurður Karlsson og Sigrún Edda Björns- dóttir, segir í frétt frá Þjóðleikhúsinu. „Þjóðleikhúsið hefur reyndar þegar sýnt þetta verk tvisvar sinn- um í Færeyjum, eins og komið hefur fram í fréttum, og hlaut sýningin lofsamlega dóma þar og þótti leiklistarviðburður. Um efni leiksins er rétt að segja sem minnst, en í sem stystu máli má segja að Lokaæfing fjalli um ung og vel stæð hjón í Reykjavík og mjög ákveðnar og óvenjulegar áætlanir þeirra fyrir óvissa fram- tíð. Atburðarás leiksins snýst um það að þau eru að sannprófa áætl- un sína til að komast að því hvort allt stenst og þar af leiðandi er það lokaæfing. Svava Jakobsdóttir fæddist 4. október 1930 í Neskaupstað. Lauk BA-prófi í ensku og enskum bókmenntum í Bandaríkjunum og stundaði síðar framhaldsnám í Oxford og Uppsölum. — Fyrstu bækur hennar voru smásagna- söfnin 12 Konur og Veisla undir grjótvegg sem komu út 1965 og 1967. Árið 1969 kom fyrsta skáld- sagan hennar, Leigjandinn, og sætti verulegum tíðindum. Þá komu frá henni leikritin Hvað er í blýhólknum? (1970), Friðsæl ver- öld (1974), Æskuvinir (1976), í takt við tímana (útvarpsleikrit, 1980). Á sl. ári gaf hún úr smá- sagnasafnið Gefið hvort öðru, sem nú hefur verið tilnefnt til Bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs af íslands hálfu. Leikritið Lokaæfing er sérstaklega samið með Litla svið Þjóðleikhússins í huga. Bríet Héðinsdóttir stjórnaði síð- ast vel heppnaðri uppfærslu á Jómfrú Ragnheiði fyrir Þjóðleik- húsið á síðasta leikári. Önnur sýning á Lokaæfingu verður sunnudagskvöldið 9. októ- ber og þriðja sýning þriðjudags- kvöldið 11. október."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.