Morgunblaðið - 05.10.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.10.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1983 37 ísafjörður: Fatlaðir í heim- sókn hjá Kiwanis ísafjorður, 27. september. UM SÍÐUSTU helgi voru fatl- aðir í heimsókn hjá Kiwan- isklúbbnum Básum á ísafirði. Kristinn Guðmundsson úr Reykjavík sem sjálfur er fatl- aður hefur gengist fyrir slíkum ferðum síðastliðin fimm haust. Upphaflega hafði hann sam- band við Ingimar Eydal á Akur- eyri, en hann er Kiwanismaður. Síðan hefur Ingimar aðstoðað við skipulagningu þessara ferða þar sem Kiwanismenn á viðkomandi stöðum hafa tekið á móti gestun- um. Fyrsta ferðin var farin til Ak- ureyrar, en einnig hefur verið far- ið til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði. Yfirleitt hafa farið milli 10 og 20 manns í hverja ferð, en nú gengu margir úr skaftinu svo að að endingu urðu aðeins 6 manns í hópnum. Flugleiðir hf. hafa alltaf veitt góðan afslátt af þessum ferð- um. Félagar í Básum á ísafirði tóku á móti hópnum og buðu auk máls- verðar í Kiwanishúsinu í skoðun- arferð til Bolungarvíkur. Um kvöldið þegar halda átti heim var komið ófært flugveður. Kiwanismenn buðu þá gestunum gistingu á hóteli á ísafirði, en síð- degis á sunnudag var flogið til Reykjavíkur aftur. Úlfar * ** ^ B >MSHH # ~ JV m. Almannavarnakerfi: Prófanir á miðviku- dögum ALMANNAVARNIR ríkisins vilja vekja athygli fólks á því að framveg- is mun viðvörunarkerfi almanna- varna verða prófað kl. 12.00 á há- degi, fyrsta miðvikudag í hverjum ársfjórðungi, sem ekki ber upp á al- mennan frídag (var á laugardögum áður). Reglugerðarbreyting hér að lút- andi var gefin út af dómsmála- ráðuneytinu 12. september 1983. Samkvæmt hinni nýju reglu- gerð mun því næsta prófun á við- vörunarkerfi almannavarna verða miðvikudaginn 5. október nk. kl. 12.00 á hádegi. Almannavarnir ríkisins vilja að framansögðu hvetja fólk til að fletta upp á bls. 575 í sfmaskránni og kynna sér upplýsingar um við- vörunarmerki og önnur hagnýt at- riði um almannavarnir sem þar er að finna. FrétUtilkynning frá Almannavörnum rfkisins Perusala í Borgarfirði llvannatúni í Andakíl, 2. okt. HIN árlega Ijósaperusala Lionsklúbbs Borgarfjarðar stendur nú yfir. Klúbburinn selur á svæðinu frá Skarðsheiði aö Norðurá. f kynningu um klúbbinn, sem félagar afhentu heimilum á svæð- inu í fyrrahaust, segir m.a.: „Klúbburinn hefur aðallega sinnt málefnum aldraðra, farið í vetrarheimsóknir í Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi og fært heimilinu ýmsa nytsamlega hluti... Til að standa undir rekstri klúbbsins greiða félagar ársgjöld, en söfnunarfé rennur óskipt til góðra mála ... Sala á ljósaperum er orðinn fastur liður I fjáröflun klúbbsins og verðum við greinilega varir við velvilja fólks I söluferðum okkar. Við þökkum al- mennan stuðning fólks við þessi áhugamál okkar, en án hans gæt- um við harla lítið.“ Ofanritað gildir óbreytt í haust að sögn formanns klúbbsins, Böðvars Pálssonar á Hvanneyri. DJ Kynnist ameriska draumnum að eigin raun á ferð um Kaliforníu. Flogið er alla þriðjudaga til San Francisco, eða Los Angeles, um New York, og heim aftur á þriðjudegi eftir eina, tvær eða frleiri vikur. Við mælum með ferð í bílaleigubíl frá San Francisco til Los Angeles: Ævintýraferð um sólríkaKyrrahafsströndina. Verð frá kr. 27.509.- Innifalið: Flug, gisting 13 nætur í Kalifomíu, 1 nótt í New York. Gisting pr. mann miðað við tvo í herbergi. íslenskur flugvallarskattur ekki innifalinn. Athugið: Verð fyrir 4—5 manna Chevette bílaleigubfl í hálfan mánuð er kr. 6.376.-, sem deilist á farþegana í bflnum. Kaskótrygging er ekki innifalin. „California, here I come" Njótið lífsins á sykurhvítum ströndum karabísku eyjanna. Flogið er með Flugleiðum tfl New York og það til Puerto Rico. Eftir vikudvöl þar er stefnan sett á Jómfrúreyjar, nánar tiltekið St. Thomas. Eyjar Karabíska hafsins bjóða upp á sælutíð undir sólhlif, með daiquiri við calypso-takt. Verð frá kr. 31.698.- Innifalið: Flug: Keflavík-New York—San Juan, gisting 7 nætur í San Juan og 7 nætur á St. Thomas, og flutningur tfl og frá hóteli. Gisting pr. mann miðað við tvo í herbergi. Ekki innifalið: Flug til St. Thomas, sem kostar um $45, fram og tfl baka pr. mann. íslenskur flugvallarskattur ekki innifalinn. Frægasta baðströnd Bandaríkjanna er Daytona Beach á Flórída. Flugleiðaferð tfl Daytona opnar leið að stórkostlegustu orlofsstöðunum þama fyrir vestan. Ferðalangurinn hefur úr ótæmandi möguleikum að velja: Disney World, Epcot Center, Circus World, Sea World, Kennedy Space Center, að ógleymdum heitum sjónum og fallegri ströndinni. Mexíkó er hrífandi ferðamannaland: Þægflegt hitabeltisloftslag, blómskrúð, ævafom menning aztekanna, frábær veitingéihús og þjónusta tryggja ógleymanlega ferð. Helsti dvalarstaðurinn er Acapulco, draumastaður sóldýrkenda. Sælkerum skal bent á að nautasteikin kostaði innan við 75 krónur íslenskar, eftir því sem við fréttum síðast. Verð frá kr. 26.851.- Verð frá kr. 30.701.- Innifalið: Flug, gisting tvær vikur, akstur til og frá hóteli. íslenskur fararstjóri tekur á móti fólkinu, og kemur síðan tvisvar í viku í heimsókn. Fólki er gefið upp símanúmer fararstjóra. Gisting pr. mann miðað við tvo í herbergi. íslenskur flugvallarskattur ekki inniféflinn. Innifalið: Flug, gisting: 1 nótt í New York á útleið, 3 nætur í Mexico City, 1 nótt í Taxco og 10 nætur í Acapulco. Akstur milh fyrmefndra borga. Gisting pr. mann miðað við tvo í herbergi. íslenskur flugvallarskattur ekki innifalinn. Nánari upplýsingar fást hjá söluskrifstofum Flugleiða, umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. Gengi 30/9 '83 FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.