Morgunblaðið - 05.10.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.10.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1983 41 sér, fyrst um foreldra sína, svo um sjálfan sig, og um starf sitt! Allt var þetta lygi á lygi ofan, þver- sögn ofan á þversögn! í flokkinn átti hann að hafa gengið aðeins til að geta svikið hann. í embætti sínu kvaðst hann ekki hafa stund- að annað en njósnir og skemmdar- verk. Hann sagðist hafa auðgað sig á kostnað hins opinbera, þegið mútur, verið á mála hjá fulltrúum imperíalismans. Hann átti að hafa lagt á ráðin um uppreisn gegn lýð- veldinu og alþýðunni. Og ólukkans samningurinn við Bretland — hann átti að kóróna skemmdar- verkastarfsemina og greiða hag- sæld Tékkóslóvakíu rothögg. Hvernig hafa þeir farið að því að neyða mann til að segja slíkar fjarstæður um sjálfan sig, hann Rudolf minn, sem í öllum okkar búskap hafði aldrei sagt ósatt orð? Með hvaða ráðum fengu þeir hann til að svívirða foreldra sína, sem höfðu verið myrtir í fangabúðum nazista? Hvað hafði hann mátt þola, áður en þeir gátu bugað hann og troðið hann í svaðið? Jafnvel sagðist Rudolf hafa stundað njósnir á stríðsárunum í London. Þetta var hin mesta firra, því að þá var hann í þýzkum fangabúðum. Þessi játning var birt í málgagninu Rudé Právo daginn á eftir, en sleppt í bók, sem síðan var gefin út um réttarhöld- in.“ Næsta dag var konan rekin heim af sjúkrahúsinu. Heima lá hún án aðhlynningar í hálfgerðu móki. Eftir uppkvaðningu dauða- dóms yfir Margoliusi var henni sagt upp íbúðinni. Menn með hreina samvizku Nú gerðist ekkert fyrr en 2. des- ember. Um kvöldið birtust tveir menn í svefnherbergi konunnar og sögðu: „Yður gefst kostur á að tala við manninn yðar. En ef þér eruð of veikar, skulum við sleppa því.“ „Þeir héldu mér á milli sín og studdu mig niður í Tatra-bílinn, sem beið fyrir utan. (Lögreglan notar bíla af gerð Tatra 603.) Ég sá út um bílrúðuna, að Prag var undir snjó. Göturnar voru mann- lausar. Við námum staðar við hliðarinnganginn að fangelsinu Pankrác. Mennirnir drógu mig út úr vagninum og báru mig frekar en leiddu inn í þröngan klefa. Þar sögðu þeir mér að bíða. Gegnum gráan vegginn heyrði ég raddir frá næsta herbergi. Þar æpti einhver kona æstri röddu: „Ég vil ekki tala við hann. Hann er svikari. Hann hefur verið að blekkja okkur öll, jafnvel mig. Ég á ekkert vantalað við hann!“ „En frú Frejka," sagði karl- mannsrödd, „sýnið svolitla mann- úð. Þetta er síðasta kvöldið, sem hann lifir." Svo opnuðust dyr, og tveir menn sóttu mig. Þeir leiddu mig á milli sín inn i annað herbergi. Það var mannlaust. Því var skipt í tvennt með tvöföldu vírneti. Bak við það birtust tveir einkennisklæddir verðir með Rudolf á milli sín. Ég kastaði mér á netið og tróð fingr- unum inn um möskvana. Andlit Rudolfs var eins og skorið sundur af vírum netsins. Eftir andartak hvarf þessi svarti vefur, og ég gat horft beint í augu Rudolfs. Úr þeim las ég hvorki örvæntingu né kvíða heldur undarlega fjarrænan frið. Slíkan frið öðlast þeir einir, sem hafa náð í botn þjáninganna og vita, að dýpra verður ekki sokk- ið. Hann horfði lengi á mig, áður en hann sagði: „Ég var farinn að óttast, að þú kæmir ekki.“ Ég gat ekki komið upp einu orði, en hugsaði: Hefur þú fjarlægzt mig svo, Rudolf minn, að þú héld- ir, að ég forsmáði þig? Og hvernig kem ég þér fyrir sjónir, grindhor- uð, sjúk og sárþjáð? „Mikið ertu falleg," sagði hann. „Og hvað er að frétta af ívan litla?“ Þá fór ég að segja frá litla syn- inum okkar allt, sem mér kom til hugar, hann væri hjá frændfólki í Bratislava og væri duglegur að syngja slovakiska söngva. Ekkí leið á löngu, þar til við brostum bæði. „í dag átti ég langt samtal við Bacílek (dómsmálaráðherra)," sagði hann. „Hann lofaði mér að sjá til með þér og barninu. Þú færð góða atvinnu, og hann mun vera ykkur innan handar. (Ekkert af því stóðst, þegar á reyndi.) Og taktu nú eftir. Það er mikilvægt. Ég vil, að þú látir breyta ættar- nafni drengsins. Hann á ekki að gjalda þess, að hann er sonur minn. Nei, engin andmæli. Gerðu það sem ég bið þig um. Þetta er minn hinzti vilji. Heyrðu," sagði hann, „eigum við ekki að fá okkur reyk?““ Við reyktum um stund og horfð- um eins og dáleidd hvort á annað. „Trúðu réttarhöldunum," sagði Rudolf. „Ég bið þig þess. Hugsaðu ekki um mig, heldur um ívan litla.“ „Nei, nei, þú þarft ekki að segja neitt,“ sagði ég. „Ég skil allt sam- an. Hafðu engar áhyggjur af mér eða drengnum. Ég lofa þér að ala hann þannig upp, að úr honum verði góður maður." „Gleymdu mér,“ sagði hann. „Finndu honum einhvern annan pabba. Reyndu ekki að berjast ein.“ „Ég verð að sjá um barnið. Svo mikið er víst. Én trúðu mér. Ég vildi heldur fara með þér. Það væri auðveldara en að lifa. En hvað sem gerist, er ég í huganum með þér. Það veizt þú.“ „Hefur þú tekið eftir því,“ sagði Rudolf, „að allir merkir atburðir ævi minnar eru tengdir tölunni þremur eða þrettán? A morgun er 3. desember, og ég er þrisvar sinn- um þrettán ára gamall." Ég sneri mér til varðarins við hliðina á okkur og sagði: „Ég er hérna með ljósmyndir af barninu okkar. Getið þér látið hann fá myndirnar?" „Það er bannað," sagði hann. „Megum við ekki kveðjast með handabandi?" „Það er bannað," var svarið. Ég teygði fingurna gegnum vírnetið eins langt og ég gat, en mér tókst ekki að snerta hönd Rudolfs. Eftir stundarkorn leit annar varðanna á armbandsúr sitt. Rudolf kinkaði kolli til hans. „Það er enn eitt, sem ég ætla að segja þér,“ sagði hann. „Nýlega las ég mjög góða bók. Hún heitir Menn með hreina samvizku." Dánarskjalið í janúar færði María frænka mér ívan litla. Hún sá, að við þurftum hvort á hinu að halda. Auk þess hafði börnum flokks- bræðra okkar verið stranglega bannað að leika sér við barn svik- ara. Þá var ívan farið að leiðast í Slovakíu. Hann talaði með mjúk- um slovakiskum hreim. Mér fannst hann vera ennþá yndislegri en nokkurn tíma fyrr. Þegar hann sá mig, kom svolítið hik á hann, en hann sagði ekki neitt. Hann fór að líta eftir leikföngunum sínum. Eftir dálitla stund kom hann aftur og spurði mig: „Mamma, af hverju ertu í svört- um kjól? Þetta eru ljót föt. í þeim lítur þú út eins og þú værir sorgmædd." Ég settist við hliðina á honum og lét hann vita eins næfærnislega og mér var unnt, að pabbi hans væri dáinn. Hann hlustaði með hræðslusvip, en grét ekki. Svo spurði hann: „Og hvar er hann jarðaður? Ég vil fara þangað og setja blóm á gröfina." Ég sagði honum, að pabbi hefði dáið í fjarlægu landi, „en þegar þú verður stór, þá förum við þangað bæði saman". Hann fór út úr herberginu. Ég heyrði hann rísla sér við bílinn sinn, en að vörmu spori var hann kominn aftur og sagði: „Hafðu engar áhyggjur, mamma mín. Ég er þegar nógu stór til að geta séð um þig.“ Þegar ég var orðin nógu frísk til að geta gengið fyrir nokkur götu- horn, skrapp ég á lögreglustöð, tók fram nafnskírteinið og sagðist þurfa að fá breytt lýsingu hjú- skaparstéttar. „Ég er ekkja, ekki gift.“ Ungur lögreglumaður horfði fyrst á mig og svo á skírteinið og sagði: „Allt í lagi. Má ég sjá dán- arvottorð manns yðar?“ Eftir þessu var ég einmitt að bíða. Ég sagði: „Ég hef ekki fengið neitt dánarvottorð." „Jæja,“ sagði hann. „Dómsúr- skurðurinn myndi duga.“ „En ég hef ekki heldur fengið neinn dónisúrskurð. Ég frétti þetta í blöðum og útvarpi eins og hver annar.“ „En það er ekki hægt,“ sagði hann. „Lögum samkvæmt hafið þér rétí ú ... “ Þá hnippti einhver yfirmaður hans í hann. „Farið þér til sakadómara," sagði yfirmaðurinn. „Þar munu þeir ganga frá dánarskjali.“ Ég fór til sakadómara og bað um dánarskjal. „Alveg sjálfsagt," sagði starfs- maður þar. „Leggið fram dánar- vottorð frá lækni.“ „Ég hef ekkert slíkt fengið," sagði ég. „Án þess megum við ekki gefa út dánarskjal." „Hvað á ég þá að gera?“ Starfsmaðurinn hristi höfuðið vandræðalega. Svo sagði hann: „Vitið þér hvað? Farið þér í sjálfa miðstjórn Þjóðarráðsins." Þar sagði mér embættismaður: „Ég hef þegar heyrt það. Við get- um ekki afgreitt dánarskjöl nema fyrir liggi dánarvottorð frá lækni, en það hefur ekki verið gefið út um neinn hinna dæmdu." Hjartað í mér tók kipp. „Haldið þér kannski, að þeir séu á lífi?“ Embættismaðurinn yppti öxl- um. „Nú á dögum er allt mögulegt. En farið ekki á fleiri staði. Sparið kraftana. Setjizt hérna niður og skrifið umsókn um dánarskjal. Þar með gefið þér mér tilefni til að fara í saumana á þessu máli. Talið við mig eftir viku.“ En vikan leið, og mánuðir liðu, en ekkert svar barst við fyrir- spurn minni. Hvernig stóð á því, að þeir vildu ekki gefa út dán- arskjal? Voru einhver brögð í tafli? Var Rudolf ennþá á lífi? Eru þeir e.t.v. allir geymdir einhvers staðar bak við lás og slá? Eftir að réttarhöldin hafa náð sínum til- gangi, hefur flokkurinn ákveðið að þyrma lífi hinna saklausu manna? „Vertu ekki með neinar tálvon- ir,“ sögðu vinir mínir. Þó vonaði ég og vonaði. Þrjú ár liðu þangað til ég fékk dánarskjalið. Það er einstakt í sinni röð. Þar er ekki getið greftrunarstaðarins. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar, að ég frétti, hvað hafði gerzt, eftir að dómi hafði verið fullnægt. Lík hinna hengdu voru brennd, og askan var fengin tveimur varðliðum til að koma henni burt. Bílstjóra þeirra þótti það fyndið: „Aldrei fyrr hefur Tatra-skrjóðurinn borið fjórtán menn — okkur þrjá og hina ellefu í pokanum." Þegar þeir voru komnir út fyrir Prag, fór bíllinn að spóla í brekku. Varðliðarnir fóru út úr bílnum, stráðu öskunni og ýttu bílnum í gang.“ Tími mikilla afhjúpana í síðari greininni í Morgunblað- inu 20. febr. segir: „Heda Margoli- us, ekkja eins sakborninganna, kallar þennan tíma „tíma hinna miklu afhjúpana og litlu breyt- inga“.“ Ekki er ljóst í greininni, við hvaða tíma er átt. í reyndinni segir frú Margolius eftir að hafa lýst erfiðleikum sínum og síðara hjónabandi orðrétt: „Þá nálgaðist árið 1956, ár mik- illa afhjúpana, en lítilla breytinga. Án þess að bæri á þvi, voru hlið fangelsa að opnast hljóðlega, og úr þeim stauluðust margpyntaðir og horaðir menn og pírðu augun í dagsbirtunni. Svo lögðu þeir af stað til eyðilagðra heimila sinna á‘ vit örþreyttra, lasinna eigin- kvenna sinna og barna, sem þekktu þá ekki lengur. Kunningja- fólk þessara manna hafði áður vikið úr vegi fyrir þeim af hræðslu, en nú af skömm. Það blygðaðist sín og fór hjá sér. Flestir voru þeir með bilaða heilsu. Sumir áttu skammt eftir ólifað. Allir reyndu þeir mánuðum saman að fá íbúð og vinnu. Lög- reglan hélt áfram að vaka yfir þeim, svo að þeir færu sér ekki að voða með því að lýsa fangavist sinni of berlega. Mér er minnisstætt, þegar ég hitti Eduard Goldstúcker aftur. Hann var skroppinn saman og þvengmjór eins og sveinstauli. Hann horfði í kringum sig eins og hann vildi gleypa okkur með aug- unum og jafnvel alla hluti í óseðj- andi hrifningu. Það var engu lík- ara en hann væri stanzlaust að bera þetta allt saman við það, sem hann hafði hugsað sér öll þessi ár, að það væri. Nú gat hann ekki hætt að undrast, hve raunveru- leiki var hinni nákvæmustu endurminningu fegurri og ríkari. Sumum fanganna var veitt — ofurgætilega og í hljóði — upp- reisn æru. Öðrum var sleppt með sakaruppgjöf eða undir öðru yfir- skini, en tugþúsundir manna voru látnar dúsa í dýflissu árum saman enn. London, Loebl og Hajdu voru látnir lausir. Þeir fengu uppreisn æru án skýringa eða afsakana. Þeir höfðu verið dæmdir til ævi- langrar fangelsisvistar. Þar eð þeir voru á lífi, voru þeir kallaðir saklausir. Hinir hengdu héldu áfram að vera landráðamenn. Þó hafði ákæran verið samin þannig, að öll „klíkan“ var undir sömu sökina seld. Hafi einn verið án sakar, hlutu allir að hafa verið saklausir. Eigi að síður komst sér- stök laganefnd að þeirri niður- stöðu árið 1957, að réttarhöldin SJÁ NÆSTU SÍÐU y&G V /V B L A BI tf íVt. ludagur 28. nÓ¥. IM^ - ^ • p KOMMÚMST.llJÍnnu. *». KOMMÍlMST.infc’lT \w IIOLDUMUM i nu '•*“*. **ns oe hulinu;: og rr ekkl annað synnu en lr », íwrsP'*k*arn- lr vlnni ollum arum að þvi, (*« »era aamtJk Gyðinga i “•>'* lyrir “r “J0‘ * *»»l I miðjum ríttarhöjdunum gcr« , " turöulrgi utburSur. „a frr. un U M Sk*U' l .íhí. ' rí»»ri«ln. ™ U1 *® bw» *‘tnl ttrgn Slanrlu í Pí'Qg ggjjgu 1 samlivæml áæfiun 1 <remurvi8,'IVTiLri^lLm h,7d?|i'|i'lj,'.‘nd”Vl?- E" W >Hl | lnnrlwnt.m c____m or-En npu- utanríkiwáahér,«,men,.lÍLM1,ÍO i I v.r.n i ' Tl,ni.manum hrtö m I Au.lur-Em.nu- flondunum. Sug0ls, ut.nrikurtO- f"r‘nn ;*'» Þ*“»r upplýsir.gar triSUmlu, en umdiherr. I,r.,|» .*?*•• A*rlrl Ehudu. hríði kom JO peim til sín. bvfr 'nn ,nrn>ur fú ►*1 I kw JiU.i„£u".r*ðu „juuungar; cier utanríkisráðherra Ukk kommúnist&stjórnarinnar k vakið einna mesU athygli i heim allan. .ÉG ER SVIKARf ClcmentU kormt m , ~u ! orði: m 1 -r*Ou ......""" *omst m. a. hJi «n“m v“ri hunnugt pao. að margir stjórnmala- . -EK «r «vikari. Ég er nj m ‘ Vestur-Evrópu, þ. u. m.|EU he/ «ntaf verið aftu. í ægku I r ‘ u'-rgir stjori menn í Vestur.Kvrópu, p. u. - iMormon, fymim utunrrkiiuúð- ««ir 1 aaktt „ BreU' ha,i skiPu1»SI und- ‘■"fk.r.legur þjóaemiminnr h irroaun.turfu.nii , ™.L! . hef ulluf rryn, efUr mepu 3 mnleiða kapitalismann i Teiká sliivnlríi. u... _ 14T jriu i því .kyni aO kollvarpa’htniri kommmnuUu .lýOr.Oiutjófp.. Ctementis: „t, ,, ,v|k„|" fíteít-'L’S í.d“1-r,ullu„ ... ' “ mil slovakiu. Ég hef at „(«„ | . 1» erlendum sendimönmun rne Irvndarmál í té. Þegar rgnri allskyns jAtnincaé- b,°nnd “T 1939 kom,“ « 1 Ein. og kunnugt er. hafa !ak uT* njo«n*hri„g, „ , borningamir „játað" sekt illef alIU,f haft samband ei* lA hver I kapp viO annan. Ha/a u“l “ . ' V*r *,IU' •n,,,1«ur «» .JÍtaO" á s,g Tiuiisma, Zionisma - ““ SU,ln •"« - njósnastarísemi og alls kvn HU' * «num tima'. — (* k rnmtutia a 01*. jj Velvokandi skrifar: úr dagiega línwuj • . «*van a dularfulÞin Skautasvellið - J13** fyrir einu ári, er nann var á t ar» 4 Ti°raitu*i . /erOalagi fyrir auslan járnljaldiO Þ ” f kf™8 ‘vrl1 “ Tjirnina I heim tilgangi aO reyna að /á J*kk*rrm' "u komnir á I Gyðinga, «em venð hafa i fanga-' í. “U' 1,undr“» u^hnga rcnna | ser uin alétUn ísinn, gleypa koI- ^u-og^kj. þrek „g ynm' ‘ Faar ‘Þróttir eru cins hollar og í tT^'ÍT' °g «kuu'*1t>r‘tt,ng ; >aO er ekki mikil hielta a að fólk ! °. rym "« * skaulum. Aðalatrið- 1 u.f'V"”" “r srm iéttiiegast f í„ h"r' sem get.i leika alis. k„„„ Ustir. far, | hrlníi „„„I sér attur á bait og rUpa sina í svellið. Meðal danjkra ,t,ðriu»k. j manna helur ríkl va.andi Uifc. mhur á þessu máli. Er þaj „,g. 1 enlega ekki hvað sizt þvi N I þakka aO margir danskir stjóe. f malaleifltogar haf, komið hia«l td lands hin slðari ár. Þeir hak I kynns, bmði Ulemkum .tjám f malamonnum og menntaniö». I um og fundiO þ,n„ einla.,, y f tmg. sem hér ríkir mrðal U-i menmng. fyrir endurhe.il hinna fomu þjóðardýrgripa. * % KlsMv, I ,*------ SLuiskj ÞESAIb"*'* krn"" brit41"* I ow" n°rrsenu /rœndur oU I ar hafa einnig kynnst Isaé I t.u, oogueyjunni, eins oe kuy I t-i oft refnt á Norðurlöndum - ■ Koma þeirra hingað hefursksad þe,m *ki,n‘n« á því, að hér « , ' ‘'Kga norraenna fræða Hér h*t» j ‘hst handritin verið skráð m ,t>al þj°ðarinnar varð þo*, I ■'nd, að þau voru flutt úr heiæ T hogum sínum. 1 HtEDAIÁKt^MU,bJl,rUÍal I H|EÐAL þe.rra manns. Aðalínrtak í gl*P Mrrgolius voni viðskiptasamningar við ■s|and.4t°9 fleiri slík „landvim inganki fyrir það var hann dæmtlur Sil dauða í Prag liINN 3. desembor s.l. var R. Margobus lyrrvsrálld^á'.rioAamerrlmm hufcinJ „l.idova I ilóvakíu tckinn af lifi. »»•* «r ®, 5 _r hann hafii gcrt viftskiptaMimninca vl* Demokraciu", ml helita dauOasok M. K ’landvinningalöndin" voru I. d SviþjóA. Island og onnnr ahka -)••£«>"'| ,d e([Jr (vi'|ri (rásö„n „n á#..r .1 hinni skipnlogAn Noregur. Relgia og Holland . II r v|ns,ri er Ijósprentun al te.ta hins tehk- iátningu Margolius á þessum g'cp «:»«"; Vn.",ll,1 P neska kommúnistahlaðs og til hægrt er þy ng a^,kæram|inn. OK , hverju var skemmdarstarf- "—yrpkúrlítór: Alé vkSe rííkodnlctvl .PO- a'oh?líímé?'Molc /íls'corinlctvl ,'wílv*ln v lom. fe Dfl obchodnlrh dohmlách . knplriv tigftickvmi s?átv sc podfizoval zá.lcm ceswo- slovenska rálmdm imneriall.Hckých kaph UUrtlckvch stAtö a zatajovai Jsem to pfeo roíhoduiiclml ílnltell. . . . ..t. Obvlnðnv dále podrobnS vy»v«)ov«Tl. JaK obehodnml dohodaml « st&ty, ktevé uzaviral. Dodflroval rftiem Ces -keslovcnska záimu "kaDÍtalistlckých bWq. Tak ra nflklnd pr SvéAsVem. Ðelffil. HolandskUn a hy,X.^i vfeny takovó hp. Dod&rakJTnHouvy ktenmj se «na>-i| udrtovtt a rozliÞovat Oskoalovenska 7« tapttaliatlckt-w *vétð. Ob- vinóný br.‘,n»! dovo?u ryb a rvbnych výrob- kft na oMhtad í Poh-kau aíkolhr to rnohlo vélmi dobfe krýt naíi ooJWw-*,tft obrhod- Prokurátor: Ve vl^eh ’ðehto oornoa rdcfc doh..dách l«te zASkodnicky t-a kterých isme byll a atále vtn« Shotni obchodnl dnhody to Je tá- SSTK-noprttmtoH » 2A«*du v/hjcmných výhod. p^’-urVort V tom #ooítvá nod*'««a vaie- ho rloíinu v tomtfi úseku vail Cinnoati. vjn'nV: Ano. .. .. seml jðar fólgin? Sakborningur: SkemmdarsUrtsemi min var fólgin i því að við gerð viðskiptasamnlnga Irt ég hagsmunl Tékkóslóvakiu vikja fyrír hags- munura landvinningarikja mrð au«vald«Uipu- lagi og að ég leyndi þrssu fyrir yfirmonnum minutn. * Þvi naest skýrði sakborningur nakvsrmlrc# frá þvi hvrrnig hann lrt hagsmuni Trkkosló- vakíu vikja fyrir hagsmunum auðvaldslanda. þrgar hann var að grra viðskiptasamninga vi« þau. að svo hrfði vrrið i viðsklptasamningum t d. við Svíþjóð. Norrg. Brlgiu. Holland og ls- land. rn mrð samningunum rryndi hann a* hal.la s.ð rða auka það ástand a« Trkkoslovakia væri háð og bundin auðvaldshriminum. t’m lri* snrrist hann grgn innflutningi fisks og fiskaf- urða til dæmls frá PolUndi. þó að tnnílutmng- ur þaðan gæti mjög vrl fullnægt nryilu okkar. Akærandinn: Mr* öllum þrssum samningum hafið þrr þá framift það skrramdarvrrk að skrrða þær grundvallarrrglur. srm viðskipta- samningar okkar riga a« bvggjast « þ r. a s- grundvallarrrgluna um Jafnrétti (s.immngsað- ilja) og grundvallarrrgluna um gagnkvæmau hag (samnlngsaðlljanna)- Sakhornlngur: Já. irrandinn: AðallnnUk glsrjí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.