Morgunblaðið - 07.10.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.10.1983, Qupperneq 2
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1983 og hvernig hægt er að ná valdi á því „Ég byrjaöi aö þróa þessa tækni fyrlr 8 árum, til aö vinna bug á eigin stressi, segir hún, þegar viö spyrjum hana nánar út í aö- dragandann að kerfinu. „Á þessum árum var ég svo stressuö, aö ég var komin meö hjarta- sjúkdóm og magasár, og voru þessi veikindi bein afleiöing stressins. Sögöu læknar mér aö meö þessu áframhaldi myndi ég ekki ná fertugsaldri. Eftir aö hafa fengiö þessa vitneskju tók ég til minna ráöa. Ég haföi veriö mikill vinnu- þjarkur og því vildi ég ekki breyta, heldur reyna aö finna leiö til aö hafa vald á stressinu. Svo ég bjó mér til áætlun, sem innihélt slök- unartækni, viöhorf mín til þess vanda, sem ég var í og hvernig ég gæti lifaö heilsusamlegu lífi.“ Og þetta reyndist þér vel? „Ég er oröin fertug," segir Jannell og hlær hressilega. Ert þú þá hætt aö vera stressuö, Sþyr blaöamaöur í einfeldni sinni? „Vandamáliö felst ekki bara í þvi aö vera stressaöur, heldur aö maöurinn er alltaf stressaöur. Stressiö sjálft er ekki af hinu slæma, og í raun og veru er þaö aöeins merki um aö viö erum lifandi. Þaö er okkur nauö- synlegt í daglegu lífi og til dæmis til aö hjálpa okkur aö lifa af hættur, sem steöja aö. En stundum getur streitan oröiö okkur um megn og þaö gjald, sem viö greiðum fyrir aö hafa ekki vald á stressinu, orðiö of hátt. Viö getum orðiö veik, við þreytumst fyrr og erum fljót aö reiöast. Viö erum heldur ekki eins andlega upplögö, sem lýsir sér meöal annars í því, aö við erum gleymin og eigum erfitt með að einbeyta okkur. Hegöunin breytist líka. Flest förum viö að flýta okkur og veröum fljótfær. Matarvenjur breytast venjulega og oft ekki til hins betra og margir nenna ekki lengur aö stunda likamsrækt. Afleiðingin veröur sú, aö viö veröum sífellt stressaöri. Sumir halda aö ekkert só hægt aö gera í málunum, en svo er ekki. Námskeiö sem þetta getur auöveldaö fólki aö ná valdi á streitunni, en ég vil taka þaö fram, aö þaö kennir fólki ekki aö útiloka stress algjörlega enda ekki nauösynlegt, eins og ég sagöi hér aö framan.” Hvaö ráðleggur þú fólki sem er mjög stressaö? „Þaö er nauösynlegt aö þaö geri sér fyrst grein fyrir hvaöa merki líkaminn gefur, þegar hann er stressaöur. Viö getum veriö kvíðin og haft líkamleg einkenni streitu án þess aö finna til líkamlegrar vanlíöunar. Ef fólk veit ekki af hvaöa völdum stressiö er, þá getur þaö auövitaö ekki breytt neinu. Fyrsta skrefiö er því, aö við gerum okkur grein fyrir hvernig við finnum til eöa högum okkur, þegar við erum stressuö. Fáum við höfuöverk, reykjum viö meira, minnkar einbeitingin o.s.frv? Síðan veröum viö aö ákveöa hvaö viö viljum gera til aö breyta ástandinu." Jannelle segir okkur, aö mörg viðbrögð okkar séu svo rótgróin, aö við tökum ekki eftir því, að þau valdi okkur óþægindum, í okkar augum eru þau ofur eölileg. Því verö- um viö sífellt aö vera vakandi fyrir því, hvern- ig við bregðumst viö, þegar viö erum stress- uö, ööruvísi verði okkur lítiö ágengt. „Ég mæli meö því, að fólk skrifi niöur hjá sér hvaö valdi streitunni hverju sinni, hvernig þaö brást viö henni og loks hvort þaö heföl getaö brugöist viö á jákvæöari hátt og þann- ig dregiö úr eöa komiö í veg fyrir streitu,“ segir Jannelle. Tvö meginvandamál eru varöandi stress og má lesa um þau í fjölrituöu hefti, sem nemendur á námskeiöinu fá til eignar. Annar vandinn felst í þvi aö viö reynum aö leysa félagsleg vandamál meö því aö örva lík- amsstarfsemina. Þegar viö erum stressuö þá eru viöbrögö við ákveönum atvikum yfirdrifin, sem leiöir ef til vill til þess aö viö fáum höfuö- verk, eöa eigum erfitt meö að sofa, svo dæmi séu tekin. Viöbrögö af þessu tagi leysa auö- vitaö engan vanda nema síöur sé, því viö lausn á fólagslegum vanda þarf fyrst og fremst rökhugsun. Öðru máli gegndi ef viö værum til dæmis aö verja líf okkar, í slíkum vanda þyrfti aö koma til líkamlegra viö- bragöa Þaö er því gott aö fólk muni, að þaö verður ekki fljótara á stefnumótið þó blóö- þrýstingurinn hækki upp úr öllu valdi. Geri fólk sér grein fyrir þessari hegðun sinni og reyni aö breyta henni, þá hefur þaö náö taki á streituvaldinum. Hinn vandinn er sá, aö ýmis smámál geta valdiö jafnmikilli streitu og stóru vandamálin, þegar til lengdar lætur, því stress hleöur utan á sig. Ef viö reynum ekki strax aö uþþræta þessa smávægilegu stressvalda, þá getur 'ihL. Sálfræöingurinn Janelle M. Barlow, sem nýlega hélt námskeið um streitu á vegum Stjórnunarfélags íslands, segir frá Þú sest í þægilegan hæg- indastól, leggur hendurnar í kjöltuna og hallar höfðínu örlítíð fram á við. Frá segul- bandstækinu berst þæglleg rödd Jannelle M. Barlow, sem segir þér að anda djúpt um leið og þú leggir augun aftur. „Þegar þu andar frá þér, staldraðu þá aðeins við þangað til þú finnur að lík- aminn er farinn að anda sjálfkrafa. Taktu síðan eftir hvað gerist, þegar þú andar eðlilega... “ heldur röddin áfram og nánari útskýringar fylgja. Þannig hefjast slök- unaræfingar bandaríska sálfræðingsins Jannelle M. Barlow, sem hélt námskeið um streitu og hvernig hægt er að ná valdi á henni, á veg- um Stjórnunarfélagsins ný- lega. En þetta gerist ekki fyrirhafnarlaust, fólk verður að eyða bæði tíma og kröft- um í að ná þessu markmiði. Þó ekki eins miklum tíma og margir halda en að því kom- um við síðar. Til þess að auðvelda fóíki að ná valdi á streitunni og um leið breyta um lífstíl hefur Jannelle sett upp ákveðið kerfi, sem hún byggir meðal annars á eigin reynslu. maöurinn veriö orðinn afar stressaöur í lok dagsins. Getur þaö valdið miklum vanda, ef fólk gerir ekki eitthvaö til aö verja sig gegn óhóflegri streitu. Þegar blaöamaöur les þetta minnist hann frásagnar einnar kunn- ingjakonu sinnar af dæmigeröum stress- morgni, þar sem hvert atvikið af ööru hlóö utan á sig þvílíku stressi, aö vinkonan var alveg aö springa. Morgunninn byrjaöi meö því að hún vaknaöi of seint. Meö stírurnar í augunum fæddi hún og klæddi barnið sitt og fór svo út í bílinn og ók af staö til dagmömmunnar. Hún ætlaöi líka aö skila inn umsókn um dagvistun, sem hún var búin að út- fylla samviskusamlega. En þar eö enginn bens- ínmælir er í bifreiö hennar, sem er oröin 15 ára gömul, og vin- konan steingleymt aö fylgjast meö kílómetra- fjöldanum, þá varö bíllinn bensínlaus og klukkan alveg að veröa niu. Bensínstööin var sem betur fer á næsta leiti en hún þurfti aö hlaupa þangaö. Á meöan grét barnið, sem var skilið eftir eitt í bílnum. Þegar hún hafði rogast með stóran brensínbrúsa aö farartæk- inu uppgötvaöi hún, aö hún haföi gleymt aö fá lánaöa trekt. I flýtinum greip hún þá til dagvistunarumsóknarinnar, bjó til kramarhús og hellti bensíninu í tankinn, helmingurinn sullaöist auövitaö út fyrir og umsóknin ónýt. Meö bankandi hjarta kom hún bílnum í gang. Hún ók greitt til dagmömmunnar, gleymdi aö kveöja barnið um leiö og hún þaut aftur af staö áleiöis til vinnustaöarins. Nú var klukkan oröin gott betur en tíu og allt í einu mundi konan aö hún haföi átt aö hitta viöskiptavin upp úr níu. Á skrifstofunni biöu bæöi yfirmaðurinn og kúnninn. Yfirmaöurinn var ekki ánægöur yfir því aö viöskiptavinurinn var látinn bíöa svona lengi og kúnninn var óánægöur af sömu ástæöu. Sagöi yfirmaöur- inn aö hún yröi aö koma meö haldgóöa skýr- ingu á þessu framferöi, ef hún ætlaöi aö halda vinnunni. Vinkonan sagöi mér í trúnaði, aö hún heföi gjarnan viljaö hafa eitthvaö ró- andi viö höndina þennan dag. En heföi ekki veriö betra, ef konan heföi kunnaö aö slaka á? I stressnámskeiöinu leggur Jannelle áherslu á aö kenna fólki slökun. Segir hún, aö til séu ýmsar leiöir til þess og kennir hún nokkrar aöferöir. Má skipta þeim niöur í virka slökun, sem felst í því að reynt er á sig likam- lega, og óvirka slökun, þar sem fólk situr og einbeitir sér aö líkama sínum, sem síöan leiö- ir til slökunar. Slökun sem þessi tekur aöeins nokkrar mínútur. „Ég slakaöi áðan í þrjár mínútur meöan þeir sem sækja námskeiðiö geröu smá próf- un á sjálfum sér. Ég settist i stól fyrir framan nemendurna og slakaöi á meö augun opin, þaö tók enginn eftir neinu," segir Janneli og á henni sjást engin þreytumerki þó hún hafi talaö nær viöstööulaust í þrjá klukkutíma. Til aö auövelda nemendum aö tileinka sér slökunartækni hefur Jannelle Barlow talaö inn á þrjár snældur, sem nemendur fá til eignar í upphafi námskeiösins. Þar kennir MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1983 43 Paglegt Hildur Einarsdóttir Ljósm. Friöþjótur. hún vöövaslökun og öndun, sem veitir hvíld. Einnig kennir hún fólki aö slaka á fyrir svefn. Hún segir okkur, aö margir haldi, aö slökun sé sama og aö sofa. En þaö sé ekki alltaf þannig, þó sé til fólk, sem aöeins slaki á í svefni. Þaö sé ekki þar meö sagt aö í svefni sé aö finna bestu og dýpstu slökunina, því rannsóknir sýni, aö árangursríkustu slökuninni sé náö vakandi. „Sumum er þaö eölilegt aö slaka af á þennan hátt og þarf ekki aö kenna þeim þaö,“ bætir hún viö. Viö höfum oröið vör viö, aö áhugi á hvers kyns líkamsrækt hefur aukist mjög á undanförnum árum og ööru því sem dregið getur úr stressi, eins og heitum bööum og nuddi. Viö spuröum Jannelle, hvort rekja mætti þennan aukna áhuga til þess, aö fólk væri stressaöra nú en áöur. „Líklega er stressiö meira nú en þegar foreldrar okkar voru aö alast upp. Hraðinn er orðinn svo miklu meiri þannig aö hlutirnir breytast mjög fljótt og þar sem þjóöfélagiö leggur svona mikla áherslu á þennan þátt, þá er fólk örvaö með ýmsu móti til að flýta sér. En fólk áttar sig ekki á að þaö er jafnvel afkasta- meira, ef þaö gætir þess aö hvíla sig á milli. Maöur, sem vinnur til dæmis 12 tíma á dag, ætti aö taka sér hvíld á fjögurra tíma fresti í hálftíma í senn. Þess á milli gæti hann gert slökunaræfingar sem taka ef til vill ekki nema nokkrar sekúndur. Vandamálin eru líka flóknari nú en áöur og oft opin í báöa enda þannig aö engin einhlít lausn er á málinu. Þetta veldur fólki ákveönu öryggis- leysi,“ segir Jannelle. En þaö er ekki bara líkamsrækt og slökun, sem kemur til góöa viö aö ná valdi á stressinu, mataræðiö kemur þar inn i líka. „Sérfræöingar eru ekki sammála um hvað sé best fyrir okkur að boröa. Þaö eru þó æ fleiri vísinda- menn, sem telja, aö rekja megi ýmsa Leidbeinandinn og sálfrædingurinn Janelle M. Barlov. kvilla og jafnvel dauöa til slæmra matarvenja," segir Jannelle. Veitir hún nemendum fræöslu um hver séu helstu vandamálin viö mataræði okkar. Meöal þess, sem þar kemur fram, er aö áfengi, kaffein, nikotín og sykur eru beinir streituvaldar. En hvaö ætli valdi mestu stressi hjá fólki? „Innan fjölskyldna eru þaö pen- ingar, þaö er aö segja viöhorf fólks til þess, hve mikla peninga þaö hefur handanna á milli." Eru einhverjir starfshópar stress- aöri en aörir? „Þaö er erfitt aö segja nokkuö um þetta," segir Jannelle. „Lengi vel var haldiö aö þaö væru forstjórar og aörir jseir sem bera mikla ábyrgö. En ýmislegt bendir til aö þaö sé fremur fólkiö meö lægstu launin og í valda- minnstu störfunum, sem sé stress- aöast, því þetta fólk hefur svo lítið vald á lífi sínu.“ Jannelle M. Barlow er starfsmaö- ur fyrirtækisins Time Manager Int- ernational, og feröast hún um heim- inn til aö leiöbeina á streitunám- skeiöum. Hún er nýbyrjuö aö starfa hjá fyrirtækinu, áöur feröaöist hún um Bandaríkin í sömu erindagjörö- um. Hefur hún sjö ára reynslu aö baki sem leiöbeinandi. Viö spuröum hana hvaö færi mikill tími daglega í aö lifa eftir þessu kerfi. „Þaö tekur ekki mikinn tíma til viöbótar viö þaö, sem viö verðum annars aö gera daglega, eins og aö boröa og sofa vel. Hvaö varðar lík- amsrækt þá þarf fólk ekki aö æfa meira en þrisvar í viku um 20 mínút- ur í senn. Síöan er nauösynlegt aö eyöa svona 5—10 mínútum daglega til aö slappa af, til dæmis 5 mínútum aö morgni og 5 mínútum aö kvöldi.“ Eigum á lager allt milliveggjaefni í húsið og klæðningar í loft og á útveggi. M4Tf VERKSMIÐJULAGER ÁRMÚLA 7 SÍMAR 31600-31700 Ert þú að leita að hillum í stofuna, barnaherberqið, geymsluna, lagerinn eða verslunina? Þetta er lausnin. p iQi iuii | | |D rUnUniLLUn Utsölustaöir: REYKJAVÍK: Liturinn, JL-Húsið, KÖPAVOGUR: BYKO, Nýbýla- vegi 15, HAFNARFJÖRÐUR: Málmur, Reýkjavikurvegi, AKRANES: Verslunin Bjarg, BORGARNES: Kaupfélag Borglirðinga, STYKKISHÓLMUR: Húsið, PATREKSFJÖRÐUR: Ratbúð Jónasar. BOLUNGARViK: Jón Fr. Einarsson, ISA- FJÖRÐUR: Húsgagnaverslun Isafjarðar, BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga, EGILSSTAÐIR: Verslunarfélag Austurlands, SEYÐISFJÖRÐUR: Verslunin Dröfn, REYÐARFJÖRÐUR: Verslunin Lykill, FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Verslunin Þór, VÍK I MÝRDAL: Kaupfélag Skaftfellinga, VESTMANNAEYJAR: Þorvaldur og Einar, SELFOSS: Vöruhús K A. ERANN ÁNORÐA og Húsgagnahöllin í Bíldshöfða er stútfuU aí norðanvörum. Góðum vörum á góðu verði, sem fjúka út jaínharðan. ATH: Verksmiðjusölunni lýkur á morgun kl. 16.00. Á boðstolum: Gallabuxur: úlpur. peysur, sokkar, skór í öllum regnbogans titum ______og mörgum gerðum og barnafatnaður alls konar. Enniremur: Kvenkápur, kjólar, pils og tískuvörur úr ull. líka: Herraíot, stakar buxur, stakir tweed jakkar, frakkar og eínisbútar. Þar að auki: Teppabutar, aklœðisefni og gluggatjöld, buxnaefni. einlitt og teinótt terylene og gullfalleg ullarteppi á gjatverði. Einnig: Teppagœrur, mokkaskinn i morgum litum, mokkaíatnaður og ______________________mokkahúíur.________ f\T>TT\ Og auðvitað: Gam, m.a. 1 storhespum, loðband og lopi. ^iaugardag u. io-ió Strœtisvagnaíerðir írá Hlemmtorgi: Leið 10. ★1 Vi ÍKSk m VSJL SAMBANDSVERKSMIÐJANNA A AKUREW

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.