Morgunblaðið - 07.10.1983, Síða 6

Morgunblaðið - 07.10.1983, Síða 6
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1983 Af fundi hjá Rt-3. Lfótm. Fnðþjótur. Round Table Karlaklúbbur þar sem fjölskyldan er höfð með Félagsstarfsemi Round Table, er það einhver leyniregla tengd riddurum hringborðs Arthúrs konungs? Sú spurning kemur upp í hugum flestra, þegar nafn þessarar hreyfingar er nefnt. Round Table- hreyfingin er lítið þekkt opinberlega á ís- landi, þótt hún hafi starfað hér um nokk- urra ára skeið. Okkur lék forvitni á að vita eitthvað um hreyfing- una og báðum Þráinn Þorvaldsson, fyrr- verandi landsformann RT á íslandi, að segja frá starfinu. Round Table er engin leynlregla segir Þráinn og ekkert samband er viö riddara Arthúrs kon- ungs nema merki hreyf- ingarinnar, sem sótt er i teikningu af hringboröi Arthúrs konungs, sem geymt er í Winchester-kast- ala. Nafn hreyfingarinnar og ein- kunnarorð eru sótt í ræöu, sem Prinsinn af Wales hélt viö opnun iönsýningar í Birmingham áriö 1927. En hann sagöi m.a.: „Ungir menn í viðskipta- og atvinnulífi þessa lands, veröa aö koma sér saman hringinn umhverfis borðið, tileinka sér aöferöir, sem áöur hafa reynst farsælar, aðhæfa þær breytilegum þörfum nútímans og bæta þær hvenær, sem þaö er mögulegt. Einkunnarorðin eru þvi: tileinka, aöhæfa, bæta.“ Hugmyndin aö Round Table fæddist á Rotary fundi í Norwich áriö 1925 þegar Louis Marchesi síöar stofnandi RT, þurfti aö flytja óundirbúiö erindi. Marchesi, sem var bakari, ræddi um erfiöleika þess aö vera 27 ára atvinnurek- andi og fá eldri menn til þess aö trúa á yngri mennina. Marchesi flaug það í hug, að þörf væri á klúbbi fyrir unga menn, þar sem þeir gætu rætt saman, án þess aö vera stööugt undir áhrifum frá hin- um eldri og reyndari. Áriö 1927 var RT-1 í Norwich stofnaöur og eins og er enn í dag, voru félagar ekki eldri en 40 ára. RT-hreyfingin hefur náð mikilli útbreiöslu og starfar nú í 10 lönd- um, mest í Evróþu og Afríku. Meö- limafjöldinn er um 60.000 RT-hreyfingin ásamt nokkrum öör- um ungramannahreyfingum ann- ars staöar í heiminum mynda al- þjóðasamtök, sem kallast WOCO og hafa um 100.000 meölimi. RT-hreyfingin á íslandi hóf göngu sína 1970 meö stofnun RT- 1, sem stofnaöur var frá RT Noregi aö tilstuölan Mats Wibe Lund. Er hann eini heiöursfélagi hreyfingar- innar. Nú eru starfandi 8 klúbbar, 5 í Reykjavík, 2 á Akureyri og 1 á Húsavík og meölimafjöldinn er 135. RT-8 var stofnaður sl. vor. Hvað gerir það svo eftirsóknar- vert aö starfa í RT? „Allar félags- málahreyfingar hafa sín markmiö. Markmiö RT er fyrst og fremst aö efla kynni rnilli ólíkra starfsstétta og alþjóöleg kynni með samskipt- um viö erlenda klúbba. Þaö sem hreyfingin býöur upp á vil ég kalla effin fimm,“ segir Þráinn og byrjar aö telja: „Félagsskapur, félagsleg þjálfun, fræösla, fagnaðir, ferða- lög, fjölskyldan. Þaö er sérstakt við RT í flestum löndum, aö klúbbfélagar mega ekki vera fleiri en 20. Viö það myndast mjög náinn kunnings- skapur milli félaga og allt starf veröur mun persónulegra. Félags- skapur og vinskapur félaganna nær venjulega langt út fyrir klúbb- starfiö. Menn koma úr ólíkum starfsstéttum og meö ólíka mennt- un. Vegna fámennis ná menn bet- ur aö kynnast viöhorfum og skoö- unum annarra." Og Þráinn heldur áfram: „Fámenniö býöur einnig upp á félagslega þjálfun fyrir hvern og einn vegna þess, aö allir veröa aö vera virkir og flestir fá tækifæri til þess aö taka ábyrgö á félagsstarf- inu. Þaö er t.d. mikii þjálfun fólgin í því aö stjórna fundum svo vel sé gert. Á hverjum fundi er dagskrár- liöur, sem nefnist „3 mínútur" og þar veröa allir félagar aö tjá sig undirbúningslaust um málefni, sem einn félagi velur. I mínum klúbbi, RT-3, hef ég séö ótrúlegar framfarir í þessum efnum. Ýmsir, sem komiö hafa í RT úr stærri klúbbum, hafa lýst því yfir, aö þeim finnist þeir vera mun virkari í fé- lagsstarfinu hjá RT. Fundir klúbbanna eru kvöld- fundir og fara fram hálfsmánaöar- lega. Oftast eru fengnir fyrirlesar- ar, sem rabba óformlega yfir borö- um við félagana. En setiö er kring- um borö og eru fundir ýmist mat- ar- eöa kaffifundir. Hver einstakur klúbbfélagi tekur virkan þátt í um- ræöunum. Oft fara fram starfs- kynningar, þar sem einstakir félag- ar kynna störf sín og eru þeir fund- ir oft haldnir á vinnustööum. Fá- mennið gerir slíka fundi mögulega. Töluverðum tíma er eytt í umræöur um félagsstarfiö og undirbúning ýmissa athafna á vegum klúbbs- ins. Oft eru haldnir fundir meö eig- inkonum og fengnir fyrirlesarar. Hver klúbbur starfar algjörlega sjálfstætt en töluverð tengsl eru á milli klúbbanna. Skemmtanalíf er öflugt á vegum RT. Bæöi er aö einstakir klúbbar halda uppi skemmtanalífi og klúbbarnir i sameiningu. Farnar eru leikhúsferöir og á eftir er oft komiö saman í heimahúsi og jafn- vel tekin dansspor. Enn er þaö fámenniö, sem gerir þaö kleift. Farnar eru fjölskylduferöir, t.d. héöan úr Reykjavík í Munaöarnes. Á sumrin er farið í fjölskylduferöir um helgar. Sameiginlega eru haldnir þrír fagnaðir yfir veturinn, er venjan aö hafa einn af þeim fjöl- skylduferö og dvöl utan Reykjavík- ur yfir helgi. Jólatrésskemmtun er haldin og sitthvaö fleira. RT-félag- ar og konur eru sagöir kunna vel aö skemmta sér saman og eitt er víst aö á dansleikjum er mikiö fjör. Einstakir klúbbar annast þessar skemmtanir og veröa allir félagar aö vera virkir. Þessi undirbún- ingsvinna færir klúbbfélaga mun betur saman og er mjög ánægju- legur þáttur í starfinu. Landsstjórn samræmir aögeröir klúbbanna og heldur uþpi er- lendum samskiptum. Vegna fjar- lægöar eigum við erfiöara en Vildi helst vinna hjá M aö fólk láti ekki segja sér hvernig þaö eigi aö vera til fara heldur láti eigin smekk ráða. Þaö er liöin tíö aö fáir tískuhönnuöir stjórni lín- unni. Þaö er oröið miklu meira af smærri hönnuöum og París er ekki lengur allsráöandi, því Italía, Japan og Ameríka hafa brotist inn á markaöinn. Frakkar eru orönir gamlir í hettunni, því þeir vilja ekki hleypa nýjum áhrifum aö.“ Eru fötin þín fyrir ákveöinn ald- urshóþ? „Sá fatnaöur, sem ég hanna er fyrir konur frá tvítugu til fimmtugs, því mér finnst erfitt aö ákvaröa eft- ir aldri, hvernig fólk á aö klæöa sig. Ef kona um fimmtugt vill klæöa sig eins og tvítug stúlka, þá hún um þaö. Annars hef ég ákaflega gaman af því aö teikna á börn, óg tók til dæmis þátt í samkeppni um barnaföt og komst í úrslit, en svo var dregiö um sigurvegarann og því miöur varö ég ekki sá heppni aö þessu sinni. Verölaunin voru ferð til italíu til aö vinna hjá barna- fataframieiöanda um tíma. Svona samkeppnir eru alltaf haldnar ööru hvoru innan skólans. Ég vann til dæmis önnur verölaun í sam- keppni um kápu úr loöfeldi. Verö- launin voru 150 dollarar og tæki- færi til aö vinna meö feldskera hjá Rosenthals Furs í Chicago. Kápan er þannig, aö hægt er aö klæöast henni á röngunni líka. Hún var miöuö viö lágmarksverö svo aö venjulegt fólk gæti keyþt hana, og svo átti káþan heldur ekki aö vera svo fín, aö konan gæti ekki fariö í henni út í matvörubúð til aö versla. Mér finnst viö íslendingar ekki nýta íslensku ullina sem skyldi. Vinnslan á henni er aö minnsta kosti 20 árum á eftir tímanum. Þaö væri hægt aö gera svo miklu meira viö ullina, eins og aö klippa hana til, þynna hana meö því að strekkja hana eöa vinna skinniö eins og mink. Auövitaö yröu kápurnar dýr- ar en stór möguleiki er á aö slík vara myndi seljast erlendis.“ Þegar Runólfur kom heim nú í sumar eftir 3ja ára útiveru, til aö heimsækja foreldra sína, systurnar sjö og einn yngri bróöur, þá snéri hann sér til fataframleiöslufyrir- tækis hér í borg og sýndi honum skissur af fatnaöi, sem hann taldi aö gætu falliö inn í framleiöslu fyrirtækisins. „Undirtektir voru svo sem ágæt- ar, en þó ekki eins og ég vildi hafa þær. Hér sýnir fólk ekki neina hrifningu, og viöbrögö eru á engan hátt jákvæö eöa uppörvandi, frek- ar eins og reynt só aö draga úr manni,“ og nú verður Runólfur hálf dapur á svipinn svo viö tökum upp léttara hjal og spyrjum nánar út í tískusýningarnar, sem haldnar eru

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.