Morgunblaðið - 07.10.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1983
55
ÁSTA HRÖNN OG FINNBOGI
Agnarögn
heitir draumurinn
Þá er langþráður draumur margra unglinga í Kópavogi orð-
inn að veruleika. Fyrsta félagsmiðstöð þessa bæjar hefur hafið
starfsemi sína. Agnarögn heitir hún og opnaði með pom og
prakt fyrir rétt rúmri viku. Blöndungurinn brokkaði af stað og
mætti á svæðið.
„ ... heppnaðist
frábærlega“
sagöi Edda for-
stööukona um
opnunarkvöldiö
Eftir þrotlausa vinnu,
sem unnin var endur-
gjaldslaust, opnaöi Agnar-
ögn. Blöndungurinn haföi
hlerað aö húsiö ætti aö
opna kl. hálf níu en þegar
hann mætti, var oröiö fullt
út úr dyrum. Samt tókst
honum aö smeygja sór um
svæöiö þar til hann hafnaöi
aftast í sal sem væntanlega
er aöalsalur stöövarinnar
og er notaður undir diskó-
tek og fleira. Þar haföi veriö
komiö fyrir slatta af stólum
á miöju gólfi, en þaö voru
bara þeir fyrstu sem hvíldu
beinin. Mikiö kjöt var í saln-
um og þótti okkur varla á
bætandi. Samt fjölgaöi
jafnt og þétt og greinilegt
aö mikill áhugi var fyrir
þessum nýja samkomu-
staö.
Aö lokum komust ekki
fleiri fyrir og dagskrá
kvöldsins hófst. Kynnt var
fyrsta dagskráin og í kjöl-
fariö fylgdu ræður sem
vörpuöu Ijósi á aödraganda
Agnarinnar. Dagskráin rúll-
aöi og sífellt þrengdi meira
aö áhorfendum. Ekki heföi
maöur haldiö að nafniö
AIDS ætti eftir aö vekja upp
neina ánægju hjá neinum.
Samt sem áöur tókst hjóm-
sveit meö þetta óviökunn-
anlega nafn aö draga bros-
vöövana útundir eyru meö
einföldum og skemmti-
legum leik.
Þegar AIDS var gengin
af sviðinu var komiö aö há-
punkti kvöldsins. Kunngera
átti hvaöa nafn heföi veriö
valiö á staöinn. Því haföi
verið haldiö leyndu og vakti
þaö skemmtilega spennu á
samkomunni. Lesin voru
upp þau nöfn sem viöur-
kenningu hlutu og fengu
höfundar hljómplötu í viöur-
kenningarskyni. En Agnar-
ögn átti staöurinn aö heita
og ekki reiö höfundurinn
mögrum hesti heim. Hann
fékk í verölaun reiöhjól af
bestu gerö og má segja
hann vel aö því kominn.
Nú var fariö aö síga á
seinnihluta dagskrárinnar.
A sviöiö gekk Aiúkard
(prófaöu aö lesa nafniö aft-
urábak) og lék ein þrjú lög
af miklum krafti. Ef marka
má tónlistarhræringar
Kópavogs af þessum
hljómsveitum þá ætti rokk-
ið á íslandi ekki aö vera á
flæöiskeri statt í framtíö-
inni.
Lokaatriöi kvöldsins var
fjöldasöngur, þar sem
sunginn var frumsaminn
texti eftir aöstandendur, til-
einknaöur Ögninni. Fyrir
söngnum stóöu nokkrir
framtakssamir krakkar og
drifu þau salinn meö sér.
Og ekki bar á ööru en þetta
væri góö byrjun á væntan-
lega góöu starfi og góöur
endir á góöri dagskrá. Hóp-
urinn leystist upp og dreiföi
sér um húsiö. Opin var
sjoppa og spiluö tónlist.
Hægt og rólega tíndust
gestir þessa fyrsta kvölds
út í náttmyrkrið og ró færö-
ist yfir. Ekki voru allir á einu
máli um þessa stefnu en
þrátt fyrir ítrekaöar óskir
um framlengdan opnunar-
tíma var húsinu lokaö kl.
hálf ellefu. Þeir sem til
höföu valist tóku til en
Blöndungurinn settist niöur
meö þeim sem átti aö
pumpa.
Það er í höndum
þriggja manna
nefndar að skipu-
leggja vikuna
í Ögninni vinna um 10
manns, þar af einn fullorð-
inn, forstöðumaðurinn
Edda Andrésdóttir. Um
skipulagningu starfseminn-
ar sér nefnd sem skipuð er
vikulega af starfsmönnum
„Þetta er þó byrjunin“
Steinunn og Arndís teknar tali
Viö króuöum tvær stelpur
sem unnið höfðu viö aö
koma húsnæöinu í gagniö út
í horni. Þær sungu einnig
meö annarri af tveimur
hljómsveitum kvöldsins,
AIDS.
Hvernig komust þiö í
þennan vinnuhóp?
„Við vorum valdar á Ungl-
ingaráöstefnunni sem var
haldin hér i Kópavogi siö-
astliöinn vetur. Eftir aö viö
fundum húsnæöi komum viö
svo saman tvisvar í viku til
aö vinna hér en svo þegar
lengra leiö vorum við hér
alla daga allan daginn og
unnum. Svo náttúrulega vor-
um viö aö vinna í sumar,
þannig aö stundum varð
þetta dálítiö strembiö. En
mórallinn var góður, nema
ef væri svona undir þaö síö-
asta, þá voru allir líka orönir
vel stressaöir fyrir opnun-
ina.“
Fenguð þið einhverja
utanaökomandi hjálp?
„Þaö var alltaf eitthvaö af
fóiki hérna og allir hjálpuö-
ust aö viö aö koma þessu
upp. Þeir sem voru erfiöir
voru mennirnir í bæjar-
stjórninni. Viö fengum svo
lítinn pening til að moöa úr
að þaö er til skammar. Oft
þegar viö vorum aö vinna
hér allan daginn fengum viö
ekkert aö boröa þó aö viö
gæfum alla okkar vinnu. Þaö
finnst okkur hart. Svo er
þetta húsnæöi alltof lítið og
á slæmum staö i bænum.
Það þarf aö taka tvo
strætóa úr vesturbænum til
þess aö komast hingaö og
þaö tekur um 45 mínútur.
Svo þegar maöur er á annaö
borö kominn hingaö þá er
kannski fullt út úr dyrum því
aö húsiö tekur svo fáa. En
þetta er þó byrjunin. Þaö var
fariö aö vanta svona staö,
alveg lífsnauðsynlega. Eini
staöurinn sem krakkarnir
gátu komiö saman á var
Fellahellir i Breiðholtinu eöa
skiptistööin hérna hjá
Hamraborginni. Svo fara
auðvitað einhverjir í bæinn
en þaö er langt þangaö. Hér
í Kópavoginum er reyndar
einn skemmtistaöur fyrir
unglinga en þar kostar 180
kr. inn og auk þess bara
spiluö diskó-tónlist. Hérna í
Agnarögninni er aftur á móti
hægt aö halda alls konar
kvöld og ekki binda sig viö
ákveöna hluti."
Og þrátt fyrir marga galla
þá eru þiö ánægð?
„Já, það erum viö. Þetta
er okkar fyrsti sigur. Viö höf-
um sýnt hvað í okkur býr og
nú er bara aö halda áfram
starfinu. Við erum bjartsýnar
á framtíöina og ánægöar
með þennan fyrsta áfanga.“
Þegar hér var komið var
Ögnin oröin tóm og viö fyrir
sópnum. Blöndungurlnn
þakkaöi fyrir sig og kvaddi. I
huga okkar var ferskleiki
þessara krakka, sem láta
hendur standa fram úr erm-
um og framkvæma þaö sem
þörfin segir til um.
Til hamingju með Agnar-
ögnina.
AM/FM
Agnarinnar. Hún ákveöur
starfiö í heila viku en síðan
tekur önnur nefnd viö! Hús-
iö er opiö alla daga vikunn-
ar, nema mánudaga og
miövikudaga. Opnunartími
hvers dags er misjafn, en
sem dæmi má nefna aö á
föstudögum er diskótek til
kl. 1 og á laugardögum er
opiö milli 5 og 9. En þaö er
bara um aö gera aö mæta á
svæöiö og kynna sér hvaö
er aö gerast. Þaö veröur
örugglega nóg af fólki því
staöurinn hýsir 100 manns
en í Kópavogi búa um
2.000 unglingar.
Af 66 tillögum
þótti Agnar-
ögnin best
Eitt af því sem vakti at-
hygli okkar var nafniö. Jú,
eins og venjulega þá er allt
slíkt mikill höfuöverkur (þaö
hefur Blöndungurinn reynt)
og til aö leysa vandann var
haldin samkeppni. Því var
komiö á framfæri í blaði
sem boriö var út í bænum í
sumar, aö óskaö væri eftir
tillögum. Alls bárust 66 til-
lögur og skipuö var þriggja
manna nefnd til aö skera úr
um valið.
Af þessum 66 nöfnum
voru 5 sem fengu viöur-
kenningu. Þar á meöal voru
nöfn eins og Undirheimar,
Holan, Dundheimar og
Stuöstían. En nafniö sem
skemmtilegast þótti og best
viö hæfi var Agnarögn.
Segja má aö nafniö só
einkar vel viö hæfi. Hús-
næöiö er lítið, aö minnsta
kosti miðað viö þá aösókn
sem var þetta opnunar-
kvöld. Samt býöur þaö
uppá marga skemmtilega
starfsemi og ef vel er á
haldiö gera krakkarnir
þetta aö viökunnanlegum
og þægilegum samveru-
staö. Þaö er þó alltaf eitt-
hvaö kósí við Agnarögn.
Þau sáu sjálf um
næstum allt sem
gera þurfti
Þaö gekk ekki átakalaust
aö koma upp félagsmiö-
stöö í Kópavoginum. Haldin
var unglingaráöstefna síö-
astliöiö vor og var markmiö
hennar aö leggja til bætur á
félagslífi unglinganna í
bænum. Ein af samþykkt-
um ráöstefnunnar var kraf-
an um félagsmiðstöö. Á
ráðstefnunni var sett á
laggirnar nefnd sem kanna
átti málið betur. Hún fór á
stúfana í leit aö húsnæöi.
Til boðanna stóö kjallari,
sem er undir barnaheimil-
inu viö Fögrubrekku en
þessu húsnæöi höföu skát-
arnir fúlsaö viö. En krakk-
arnir bitu á jaxlinn og slógu
til. 25. júní ruddust þau inn
í kjallarann og byrjuðu aö
moka sig í gegn. Veggir
voru brotnir niöur og súr-
efni hleypt inn. 16. júlí var
hafist handa viö aö sletta
málningu á veggi og loft.
Unniö var aö miklu kappi,
bæöi viö þetta og aö safna
húsgögnum inn í húsiö.
Þetta gekk bærilega en
heldur var uppskeran lítil.
Þetta létu þau ekkert á sig
fá og unnu baki brotnu allt
fram á síöustu stundu við
aö gera húsnæöiö klárt.
Krakkarnir sáu um allar
framkvæmdir sjálf utan
þeirra sem heyröu undir
iönaöarmenn, sem fengnir
voru til aö hjálpa. Bæjar-
stjórnin lagöi peninga í
púkkiö en þeir hrukku
skammt. Þaö var nokk-
urnveginn sami hópurinn
sem keyröi verkiö í gegn.
Mikið stuö fylgdi oft þess-
um framkvæmdum, þrátt
fyrir aö garnirnar hafi oft
gaulaö hátt.
Og allt haföist þetta aö
lokum og 29. sept. var hús-
iö opnaö.
FM/AM