Morgunblaðið - 07.10.1983, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.10.1983, Qupperneq 22
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1983 m 1 s ?>ég fann ab lokom kflbarkorti(5 Limt undir ójónoarpshilLaria." ást er ... að láta hann stundum halda á sér. TM R«g. U.S. Pat Otf —atl rights reserved •1983 Los PhO«Ms Times Syndicate Eg veit art laugin er tóm, en ég er líka ósyndur! f 9UÍH. Kókk-kúkk-kúkk. HÖGNI HREKKVISI ÁÐAL HL/ATAMAÐOZlNKJ AP HÚUóOZ- V/EKKFALLINU i'famöelsino" Hundurinn er fylgi- nautur mannsins — svo til alls staðar þar sem mannlegt samfélag er að finna Óttar Kjartansson skrifar: „Velvakandi. í blaði íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík, sem kom út 1982, er birt viðtal við tólf ára gamla stúlku, og snýst það raunar mest um hesta og hestamennsku. Við- talinu lýkur með orðum hinnar ungu stúlku, sem þannig eru eftir henni höfð: „Öll dýr eru dásamleg og þess verð að kynnast þeim. Mér þykir það alveg ferlega klikkað að banna hundahald í Reykjavík og Kópa- vogi. Þetta hefur kannske átt við í gamla daga fyrir hundrað árum eða svo. Auðvitað verða allir að passa hundana sína vel. Maður, sem á hest, hund eða kött, sem hann annast vel og lærir að þekkja, mun sko ekki þurfa að fara til læknis, vegna þess að hann sé að drepast úr stressi. Mér finnst að fólk, sem ekki vill hafa dýr nálægt sér, eigi mjög bágt.“ Þessi lokaorð hins unga viðmæl- anda blaðs íþróttafélagsins koma upp í huga minn, þegar ég heyri umsögn Davíðs Oddssonar, borg- arstjóra, um það ástand, sem nú ríkir varðandi hundahald í Reykjavík. Það er rétt, sem borg- arstjórinn segir, að núverandi ástand er óþolandi og að á því þarf að finna lausn, sem dugar til frambúðar. Þeir, sem helst predika á móti hundahaldi í þéttbýli, hygg ég að þekki margir hverjir lítið til hunda. Sjónarmið þessa hóps ein- kennast mjög oft af alhæfingu: Hundar eru geltandi ófreskjur, sem ráðast á saklaust fólk og bíta það án tilefnis. Hundar sóða út umhverfið og eru svo dæmalaust ósmekklegir að þeir bæði míga og skíta þar sem þeir standa hverju sinni. O.s.frv. Hundahaldi fylgja ávallt vanda- mál en stjórnlausu (ólöglegu) hundahaldi fylgja fleiri vandamál en vera þyrfti ella. Augu manna eru held ég að opnast fyrir því, að hundum verður aldrei útrýmt í Reykjavík. Fólk, sem í öllu venju- legu dagfari má ekki vamm sitt vita, leggur það á sig að gerast „lögbrjótar" þegar hundar eða hundahald er annarsvegar. Þann- ig mun þetta halda áfram að verða, á meðan í gildi er svokallað bann við hundahaldi, sem rekja má aftur til þess tíma, að slátrun búfjár fór fram í húsagörðum í borginni, sem í þá tíð var raunar aðeins frumstæður bær. Sá sem elur hund á um leið vin og félaga, sem aldrei bregst, þótt hið gagnstæða vilji stundum verða upp á teningnum þegar um mann- eskjuna sjálfa er að ræða. Mannskepnan er nefnilega að því leyti ófullkomnari en hundurinn, að hún á það til að bregðast vinum sínum eða þeim, sem næst henni standa, ef svo ber undir. Það gerir hundurinn ekki. Hann er trúr hús- bónda sínum og það jafnt hvort sem um er að ræða kóng eða betl- ara. Hundurinn er fylginautur mannsins svo til alls staðar þar sem mannlegt samfélag er að finna. Það er engin tilviljun og segir sína sögu. í Reykjavík hefur verið gerð „heiðarleg" tilraun til að rjúfa þessi ævafornu tengsl. Það hefur bara ekki tekist enn sem komið er, og borin von að það muni hafast héðan af. Bann við hundahatdi er ekki framkvæman- legt, nema menn séu þess um leið albúnir að setja fjölda fólks afar- kosti og taka afleiðingunum, sem af því getur leitt að hrifsa af fjölda fólks vin og félaga, sem því er stundum meira virði en flest annað undir sólinni." Siippfélagið: Starfsmenn orðnir ugg- andi um hag sinn og sinna Slippari skrifar. „Velvakandi. Litlar skýringar fylgdu uppsögn- um 77 starfsmanna Slippfélagsins í Reykjavík á dögunum. I fjölmiðlum, sem fengu fréttirnar á sama tíma og mennirnir, sem margir höfðu þjónað fyrirtækinu í áratugi, var sagt frá því, að á næstunni yrði haldinn fundur með starfsmönnum þar sem greint yrði frá ástæðum uppsagnanna. Sá fundur hefur enn ekki verið haldinn og starfsmenn Slippfélagsins eru því vægast sagt orðnir uggandi um hag sinn og sinna. Framtíð þeirra er óljós og því hafa margir þegar byrjað að leita sér að atvinnu annars staðar, jafnvel þvert á móti því sem þeir helzt vilja, en óvissan gerir þessum mönnum nauðsynlegt að hafa aug- un opin fyrir atvinnu annars staðar þegar víða þrengist í búi. Það getur varla verið til of mikils mælzt að við starfsmenn fáum að vita hvað stendur til. Á að láta gamalgróna starfsmenn hætta eða eru uppsagnirnar sýndarmennska ungs stjórnanda? Standa stjórn- armenn fyrirtækisins á bak við uppsagnimar? Ef svo er: Hvers vegna skrifuðu þeir þá ekki undir uppsagnarbréfin? Margar sþurningar hafa vaknað meðal starfsmanna síðustu dagana og flestum þeirra geta stjórnendur fyrirtækisins svarað — eins og þeir lofuðu í fjölmiðlum. Löngu er orðið tímabært að slíkur fundur verði haldinn, þó ekki væri vegna annars en sóma Slippfélagsins f Reykjavík. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. GÆTUM TUNGUNNAR Einhver sagði: Til föðursins. Rétt væri: Til róðurins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.