Morgunblaðið - 07.10.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1983
63
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
feu TIL FÖSTUDAGS
fí !\r //*-*\ M/w /7 ll
Fannst ekki tiltakanlega mikið til
um þrengingar Jóns og Gunnu
Kristinn Magnússon skrifar:
„Það hefur loksins færst fjör í
kommakarlana, síðan Þröstur
hreiðraði um sig í Dagsbrúnar-
skógi í Skuggahverfi, að vísu með
skammarlega lág laun, sem Jak-
inn ýtti að honum alvörugefinn og
mjúkmáll og sló um leið tvær flug-
ur í einu höggi; ýtti „bara verka-
manni" út í horn með góðmennsku
sinni og þungavigt.
Og fleiri verkalýðsrekendur
rönkuðu við sér eftir svefninn
langa og tillitssemina við komma-
karlana, sem kyrjuðu um frið á
frið ofan á vinnumarkaðnum úr
ráðherrastólum sínum, „til að
bæta lífskjörin". Kristján Thor-
lacius hjá BSRB strauk stírurnar
úr augunum og tók fjörkipp eftir
að hafa haldið í við sig ásamt öðr-
um frammámönnum verkalýðs-
rekenda og stökk upp í hinn marg-
þekkta vagn víxlhækkana undir
nafninu „hringferð-hraðferð". Og
það skyggði ekkert á gleðina, þar
sem þeir tóku undir hver með
öðrum:
Nú er hægt að hækka kaup,
hafðu það í minni.
Drekkum saman staup og staup,
stjórnum veröldinni.
En nú sjá kommakarlarnir og
fóstbræður þeirra, að það er kom-
in alvöruríkisstjórn, sem ætlar að
taka á honum stóra sínum og
hreinsa til, svo að munað verði
eftir, þegar næst verður kosið til
Alþingis. Þá verða kommakarl-
arnir úti í kuldanum eins og í
borgarstjórn, sem nú sýnir og
sannar, að það er hægt að koma
hlutunum í framkvæmd, þegar
sjálfstæðismenn láta hendur
standa fram úr ermum.
Til marks um það hefur Davíð,
borgarstjóri vor, skákað þeim svo,
að meðan kommakarlarnir reistu
eitt biðskýli við Hringbraut og
farþegar áttu að sitja uppi með
austantjaldsvagna, sem að innan
voru eins og bárujárnsbraggar, þá
snarsnýr Davíð dæminu við og
Þessir hringdu . . .
SVR — Breiðholt — Vog-
ar og Langholtshverfi —
Þorsteinn Laufdal hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Ég
þykist muna það rétt, að áskoranir
um strætisvagnaferðir úr Breið-
holti niður í Voga og Langholts-
hverfi hafi oftar en einu sinni
birst í dálkum Velvakanda. Mig
langar til að beina þeirri spurn-
ingu til stjórnar SVR, hvort þetta
sé að verða að veruleika. Á mínum
vinnustað sem er við Langholtsveg
erum við sjö og eigum öll heima í
Breiðholti. Við höfum enga mögu-
leika, nema með óskaplegri fyrir-
höfn og krókaleiðum, að komast
með strætisvagni úr Breiðholti til
vinnustaðar okkar. Ef þessi leið
opnaðist, yrði brotið blað að þessu
leyti hjá okkur. Hér allt í kring
eru orðnir fjölmennir vinnustaðir,
t.d. niðri í Vogunum við sjóinn, og
ætti það heldur að ýta á, að af
þessu verði sem fyrst.
Oviðeigandi
eftirhermur
Anna Steinþórsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Mig
langar til að láta í ljós vanþóknun
Kristinn Magnússon
lætur reisa björt og hlý biðskýli í
tugatali um alla borgina, og
strætóarnir eru traustir og þægi-
legir. Þá dróst ekki að koma stóru
klukkunni í gang fyrir utan bið-
skýlið á Hlemmi. Óg nú er hart
deilt á Davíð fyrir að standa við
loforðin sem hann gaf fyrir kosn-
ingar.
Þá er ekki síður gott til þess að
vita að fráfarandi forseti borgar-
stjórnar, Albert vinur minn Guð-
mundsson, skuli ætla að taka á
honum stóra sínum og stjórna
fjármálum þjóðarinnar af viti og
röggsemi.
Eins og fleiri vegfarendur fékk
ég í hendur rómantískt plagg síð-
astliðinn föstudag, útgefið af and-
róðrarmönnum ríkisstjórnarinn-
ar. Það ber nafnið „Lítil saga af
Jóni og Gunnu". Ég nenni ekki að
orðlengja um þessa „litlu sögu“,
sem soðin er saman og útgefin af
forsprökkum ASÍ, en þar stendur
m.a., að Jón og Gunna spari við sig
myndbandakaup og „hafi ekki far-
ið í siglingu síðustu árin“.
Ekki hef ég nú sjálfur farið
nema einu sinni í siglingu, og það
fyrir 20 árum, og myndbandakaup
eða annar slíkur óþarfamunaður
hefur ekki komið á mitt heimili.
mína á útvarpsþætti sem var fyrir
hádegi í gær (mánudag), þar sem
menn gerðu sér leik að því að
herma eftir Gísla á Uppsölum.
Þetta átti víst að heita skemmti-
þáttur og ég held að hann hafi
verið frá Ríkisútvarpinu á Akur-
eyri. Mér finnst í sjálfu sér ekkert
athugavert við að herma eftir
stjórnmálamönnum og öðrum
frammámönnum í þjóðfélaginu,
því að þeir koma fram fyrir al-
menningssjónir nærri því dags
daglega í blöðum og öðrum fjöl-
miðlum, en að leita til afdala til að
herma eftir saklausum sveita-
manni, sem lifir í gamla tímanum,
það finnst mér óviðeigandi. Látum
hann í friði. Hafi Ríkisútvarpið
ekkert bitastæðara að bjóða hlust-
endum sínum, er illa komið fyrir
því.
Biðskýli vant-
ar í Garðabæ
Sv.M., Garðabæ, hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Og ég get leitt vitni að því, að ég
hef ekki púlað minna en Jón og
Gunna til að komast undir þak á
sínum tíma, í blokk, og ég hef vak-
að og sofið undir þessu þaki í 28
ár. Sumarleyfin í 32 ár samfleytt
voru ails þrjú í prentverkinu, og
það af fjárhagslegri nauðsyn. Svo
að mér fannst ekkert tiltakanlega
mikið til um þrengingar Jóns og
Gunnu.
Ég vil svo að lokum skora á alla
lýðræðissinnaða launþega að neita
að skrifa nöfn sín á kommaskýrsl-
una, sem er einungis í gangi til að
eyðileggja aðlögunartíma ríkis-
stjórnarinnar. Áræði er eina
vopnið sem getur lagt verðbólgu-
drauginn að velli. Og það hefur
þessi ríkisstjórn.
„Komdu og skrifaðu á skýrsluna mína“
skrækja nú verkalýðsrekendur hátt.
„Við skulum auka við aurana þína;
alþingi götunnar skilji sinn mátt.““
Hvernig stendur á því, að ekki eru
sett upp biðskýli fyrir Hafnar-
fjarðarvagnana gegnt sjoppunni
við Ásgarð, skammt frá Vífils-
staðaveginum. Þar er biðstöð fyrir
þessa vagna á leið í Reykjavík, úr
Hafnarfirði, en beint á móti er
biðstöð fyrir þá sem eru á leið í
Hafnarfjörð. Það er ófremdar-
ástand að þurfa að bíða þarna úti
á berangrinum í hvaða veðri sem
er, ár eftir ár. Margar ástæður
liggja til þess, að ekki er hægt að
notast við að bíða í sjoppunni
handan götunnar. Ein þeirra er
sú, að þaðan sér maður vagninn
ekki fyrr en hann kemur að stöð-
inni, en þá er nú ekki alltaf hægt
að hlaupa umsvifalaust yfir þá
miklu umferðargötu sem Hafnar-
fjarðarvegurinn er, öðru nær. Og
ástæðurnar eru fleiri, en þessi
nægir. Ég vona að til standi að
gera eitthvað í málinu og trúi því
ekki fyrr en ég tek á, að maður
verði látinn standa þarna úti einn
veturinn í viðbót.
HEILRÆÐI
Áhætta eldra fólks í umferðinni er mun meiri en þeirra sem
yngri eru. Sjón og heyrn þeirra hefur daprast, það er stirðara
til gangs og eftirtektin lakari en áður. Sýnum öldruðu fólki
tillitssemi í umferðinni og réttum því hjálparhönd. Á því er
mikil þörf.
Glæsilegir bíl-
ar til sölu:
1—5
laugardag
Arg. Kr.
Jeep Wagoneer sjálfsk. 1979 390.000
Ch. Citation 6 cyl. 1980 265.000
Ch. Caprice Classic 1982 650.000
Ch. Malibu Classic 1979 230.000
Ch. Blazer Cheyenne 1979 420.000
Isuzu Pickup 4x4 yfirb. 1981 395.000
Isuzu Pickup 4x4 1981 195.000
Scout 2 diesel Turbo Oldsmobil Cutlass 1980 480.000
2. d. Brougham Opel Kadett 1981 430.000
5 dyra Luxus Opel Record 1982 270.000
Berlina sjálfsk. 1982 530.000
Chevrolet Monte Carlo 1979 320.000
Buick Skylark sjálfsk. 1980 320.000
BMW 520i vökvastýri Peugeot 505 1982 540.000
diesel sjálfsk. 1980 350.000
Volvo 245 GL sjálfsk. 1979 290.000
Honda Accord 4ra dyra 1981 270.000
BMW 320 6 cyl Toyota Carina 1981 330.000
4ra dyra 1800 1982 290.000
Chrysler Le Baron 1979 295.000
Ch. Suburban 4x4 Mitsubishi 1979 600.000
sendibifr. L 300 1982 140.000
Peugeot 505 sjálfsk. Ch. Chevy Van 1982 380.000
beinsk. 6 cyl. 1976 120.000
AMC Eagle 4x4 1981 470.000
Bein lína
39810
Bifreiðadeild Sambandsins
Höfðabakka 9 sími 86750.
Félagsfundur
veröur haldinn sunnudaginn 9. október kl. 14 í lönó.
Fundarefni:
1. Félagsmál.
2. Kosning fulltrúa á 11. þing VMSÍ.
3. Viöhorf í kjaramálum.
4. Önnur mál.
Félagar, fjölmenniö og sýniö skírteini viö innganginn.
Stjórnin.
Útsala
Seljum í dag og á morgun nokkrar
útlitsgallaðar Victor tölvur á niður-
settu verði.
M a. er aö finna á útsölunni: Victor 9000 eöa
kb mnra minni og 2,4 Mb diskarými, einmg tölvur
meö 10 Mb hörðum diski.
Komið og grípið
þetta einstaka tækifæri.
TÖLVUBÚDIN HF
Skipbolti 1. Simi 2 5410