Morgunblaðið - 11.10.1983, Page 21

Morgunblaðið - 11.10.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 29 Forseti Islands ávarpar Alþingi: Hlutverk Alþingís er að leiða þjóðina til farsældar Lifum á erfiðari tímum en lengi hafa þekkst á íslandi Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, setur Alþingi í gær. MorpubMM/OULM. Morgunbltóii/ÓI.K.M. áskorun aganna málaráð ríkisstarfsmanna í BHM og Guðrún Ásdís Ólafsdóttir fyrir Sam- band íslenskra bankamanna. Þá hafði einnig verið boðað til þðg- ullar mótmælastöðu við Alþingishús- ið á sama tíma og afhending undir- skriftalistanna fór fram. Að mati lögreglunnar tóku um það bil 5 þús- und manns þátt í mótmælastöðunni og það má nefna að 10 þúsund lím- miðar, sem dreift var við þetta tæki- færi, gengu upp að sögn ASf. . Taldir frá vinstri: Haraldur Steinþórs- ius, formaður BSRB, Björn Þórhallsson, armaður Launamilaráðs Bandalags há- rmaður Landssambands iðnverkafólks, kra bankamanna, Magnús L. Sveinsson, íkur, og Ásmundur Stefánsson, forseti Morgunblaðið/KAX. tunum nema ski þess dsson fjármálaráð- iðunnar á Austurvelli mælastöðu launþega fyrir utan þinghúsið, en sú spurning kom upp meðal manna innandyra, hvort rík- issjóður dragi frá launum opinberra starfsmanna þeirra er yfirgáfu vinnustaði til að taka þátt í mót- mælunum. Forseti ísiands, frú Vigdís Finnbogadóttir, flutti eftirfar- andi ávarp við setningu Al- þingis, 106. löggjafarþings ís- lendinga, sl. mánudag: ÍSLENSK þjóð lítur jafnan með nokkurri eftirvæntingu til setn- ingar Alþingis og fylgist grannt með orðum og athöfnum þeirra oddvita sinna, sem hún hefur val- ið til að fara með mál sín og hugðarefni. Það þing sem nú hef- ur verið sett brýtur enn blað í þjóðarsögu okkar. Auk fulltrúa hinna rótgrónu stjórnmálaflokka landsins taka nú til starfa mál- svarar tveggja nýrra stjórnmála- samtaka og framboða og hlýtur það að bregða nýjum blæ á störf og umræður þess þings sem hér hefur göngu sína. Allir alþing- ismenn skulu boðnir velkomnir til starfa, nýir sem þeir sem hag- vanir eru á þessum virðulega stað. Stjórnmálaáhugi á Islandi er mikill. Það verður okkur ætíð best ljóst þegar gengið er til kosninga. Ég hygg að í ófáum löndum sé sá áhugi eins almenn- ur og á íslandi og er vísast að orsökin sé sú að sakir fámennis lifum við í meira nábýli hvert við annað en víðast hvar á byggðu bóli. Orð og lífsafstaða manna, hvort sem um er að ræða stjórn- mál eða önnur mál er varðar þjóðarheill, berast inn á hvert heimili og hvern vinnustað og er þar veitt verðug athygli. Það er tunga okkar sem geymir sannleikann um okkur sjálf, öll sem eitt, frá degi til dags. Hugs- un okkar og framkvæmd er bund- in í þau orð sem við látum falla á hverri stundu. Öllum verkum okkar eru fundin orð sem vitnað er til. Verkin kunna að vera heil eða brotin en að baki þeim öllum liggur skoðun á mannlegri tilveru eins og hún birtist okkur og tján- ing einstaklinga og hópa á þeirri sömu tilveru. Sagan samanstend- ur fyrst og síðast af slíkri tján- ingu manna sem uppi eru í sam- tíð hverju sinni, enda verður sag- an aðeins tjáð með þeim orðum sem tunga okkar kann að mæla. Lýðræði okkar íslendinga hef- ur fram til þessa dags byggt á hugsun þeirra frumherja sem á 19. öld unnu að endurheimt lýð- veldis og gáfu sig alla og líf sitt til að tjá okkur þegnum þessa lands, hvernig þeir af reynslu genginna alda sáu málum okkar best borgið. Ég leyfi mér að minna enn einu sinni á fleyga al- þingishugsjón Jóns Sigurðssonar, frelsishetju íslendinga, sem felur í sér sígild sannindi þótt liðið sé á aðra öld síðan hann sendi hana löndum sínum til íhugunar: Alþingi er „frækorn allrar framfarar og blómgunar lands vors — eins konar þjóðskóli landsmanna til að venja þá á að hugsa og tala með greind og þekkingu um málefni þau, sem alla varðar. — Alþingi er engan veginn sett höfðingjum í vil, heldur fyrst og fremst alþýðu." Okkur hefur verið gert ljóst, háttvirtir alþingismenn, að við lifum þessar stundir á erfiðari tímum en lengi hafa þekkst á landi okkar. Víst er að við íslend- ingar hver og einn viljum allt af mörkum leggja til að þjóðarbú okkar standi með þeirri reisn sem við höfum viljað gefa því á und- angengnum árum. Síðan lýðveldi var endurreist hefur enginn ís- lendingur, það ég veit, gengið að verkum sínum með hangandi hendi, né talið ástæðu til að biðja aðrar þjóðir afsökunar á athöfn- um okkar, við höfum af auðæfum okkar, — auð huga og handa —, sitthvað til mála að leggja og reyndar mikla gjöf að gefa. Hlutverk Alþingis er alla daga að leiða þjóð okkar til farsældar. Stundum þarf leiðbeinandinn að tyfta, en það er aðalsmerki hvers uppalanda að beita aga af nokk- urri mildi svo að sá sem lýtur forsjá finni í honum hlýju og velvild, sem veitt er til velfarnað- ar. Aldrei má draga þjóðlífs- myndina upp í svo dökkum litum að sköpunarkraftur og þróttur verði drepinn í dróma. Ávani blindar fólk, slagorð blinda fólk, ekki síst séu þau einatt af nei- kvæðum toga. Fjárhagur, hvort sem hann er of rýr eða of rúmur, getur einnig slegið fólk blindu, — í fyrra tilfellinu oft til uppgjafar. Við íslendingar erum sterk og starfsöm þjóð auðug af kröftum og skapandi á öllum sviðum. Sé aftur á móti ekki annað brýnt fyrir okkur en að við séum komin á vonarvöl og ráðum ekki við okkar mál, er hætta á að við vill- umst inn í vítahring óttans, — ótta við framtíðina. Þá lokast öll sund. Því munum við horfast f augu við erfiðleikana og sigrast á þeim. Hvenær sem harðnar á dalnum verður að veita hugarauðgi lands- manna verðugan byr, — rækta hverja rót þjóðarjurtar okkar á þann veg að henni finnist að sér hlúð. Megi það jafnan reynast gæfa þjóðkjörinna fulltrúa á Al- þingi íslendinga. Þá þarf ekki að ugga um ísland. Fræðsluráð Reykjavíkur vill breytingu á skipan fræðslumála: Áslaug verði ekki fastráðin fyrr en gengið hefur verið frá þeim FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur samþykkti í gær með fjórum atkvæðum gegn þremur, að mæla með því við mennta- málaráðherra, aö ekki verði gengið frá fastráðningu Ás- laugar Brynjólfsdóttur í emb- ætti fræðslustjóra borgarinn- ar, fyrr en menntamálaráðu- neytið hafi staðfest þær breytingar á skipan yfir- stjórnar fræðslumála í Reykjavík, sem til umræðu hafa verið síðustu mánuði. Tillögu þessa efnis samþykktu fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokks í fræðsluráði; Markús Örn Antons- son, Bessí Jóhannsdóttir, Sigurjón Fjeldsted og Ragnar Júlíusson. Andvíg voru Bragi Jósepsson, full- trúi Alþýðuflokks, Gerður Stein- þórsdóttir, fulltrúi Framsóknar- flokks, og Lena Rist, varafulltrúi Alþýðubandalagsins. I samþykkt fræðsluráðs segir meðal annars: „Fræðsluráð leggur áherslu á að áður en komi til ákvörðunar menntamálaráðherra um fastráðningu Áslaugar Brynj- ólfsdóttur í embætti fræðslu- stjóra, staðfesti ráðuneytið þær breytingar á yfirstjórn fræðslu- mála í Reykjavík, sem kveðið er á um í tillögu að samkomulagi um það efni, er fulltrúar ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar undirrituðu hinn 30. mars síðastliðinn, sam- anber og umsögn fræðsluráðs um samkomulagið frá 16. maí síðast- liðinn. í samkomulaginu er gert ráð fyrir að fræðsluskrifstofa Reykjavíkur í núverandi mynd verði lögð niður, en komið á fót fræðsluskrifstofu Reykjavíkur- umdæmis undir stjórn fræðslu- stjóra í umboði menntamálaráðu- neytisins, en jafnframt verði stofnuð skólaskrifstofa Reykjavík- urborgar, er fari með þau stofn- og rekstrarmálefni grunnskólans er ekki falla beint undir mennta- málaráðuneytið eða fræðslustjóra í umboði þess.“ Bókun fulltrúa Alþýðubanda- lagsins og Framsóknarflokksins hljóðaði á þann veg, að eindregið er mælt með skipan Áslaugar i starfið, enda hafi hún gegnt þvi með prýði síðastliðið ár, og eigi rétt til skipunar samkvæmt lög- um. Fulltrúi Alþýðuflokksins lét bóka að hann teldi ekki fyrirhug- aðar breytingar gefa tilefni til frestunar á ráðningu Áslaugar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.