Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.10.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1983 47 Verðlagsráð: Fiskur hækkar um 4,7—5,2% í útsölu Utseld vinna hækkar um 4%, bíómiðar um 6,7% og far- og farmgjöld í innanlandsflugi um 2,8% VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í síðustu viku, að heimila 4% hækkun á úseldri vinnu í samræmi við hina almennu 4% launahækkun um mánaöamótin. Þá samþykkti Verðlagsráð að heimila 4,7—5,2% hækkun á fiski. Sem dæmi um hækkunina á fiski má nefna, að hausuð ný ýsa hækkar úr 31,00 krónu hvert kíló í 32,60 krónur. Ný ýsuflök, án þunnilda, hækka úr 56,00 krónum hvert kíló í 58,80 krónur. Ef um nætursöltuð flök er að ræða er hækkunin úr 57,60 krónum kílóið í 60,50 krónur. Hausaður þorskur hækkar úr 31,90 krónum hvert kíló í 33,50 krónur. Ný þorskflök, án þunnilda, hækka úr 57,30 krónum í 60,30 krónur. Ef flökin eru nætursöltuð er hækkunin úr 59,20 krónum í 62,00 krónur. Verðlagsráð samþykkti að heim- ila 6,7% hækkun á aðgöngumiðum kvikmyndahúsa, sem hefur það í för með sér, að miðinn hækkar úr 75,00 krónum í 80,00 krónur. Lýst eftir bifreiðum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir tveimur bifreiðum. Aðfara- nótt föstudagsins 7. október var bifreiðinni R-29231 stolið frá Borgartúni 29. Þetta er Volks- wagen, árgerð 1974, drapplituð. Þann 19. ágúst var númers- lausri Volkswagen-bifreið stolið frá Tunguseli 8. Bifreiðin var í óökufæru standi, ljósgræn að lit árgerð 1962. Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum hvar þessar bif- reiðir er að finna eru vinsam- lega beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Seldu erlendis TVÖ ÍSLENZK fiskiskip seldu afla sinn erlendis í gær. Patrekur BA seldi 82,7 lestir í Hull. Heildarverð var 1.627.800 krónur, meðalverð 19,69. Sveinborg GK seldi 83,9 lestir í Grimsby í gær og föstudag. Heild- arverð var 1.964.100 krónur, með- alverð 23,42. Þá samþykkti Verðlagsráð að heimila 2,8% hækkun far- og farm- gjalda í innanlandsflugi. Og loks samþykkti Verðlagsráð að heimila 1,3% hækkun á borðsmjörlíki, sem hefur þau áhrif, að kílóið hækkar úr 57,50 krónum í 58,30 krónur. Eins og skýrt hefur verið frá í Mbl. var heimiluð 9—11,5% hækk- un á öli og gosdrykkjum fyrr í vik- unni. Sanitas fékk heimild til að hækka framleiðslu sína um 11,5%, en að sögn Ragnars Birgissonar, forstjóra fyrirtækisins, var tekin ákvörðun um að nýta heimildina ekki að fullu. Sagði Ragnar, að ákveðið hefði verið að hækka pilsn- er ekkert og verður hann áfram á 20,00 krónur. Lageröl kostar eftir sem áður 22,00 krónur. Pepsiflaska hækkar úr 8,50 krónum í 9,30 krón- ur, eða um liðlega 9%. Maltöl hækkar úr 16,50 krónum í 18,00 krónur, eða um 9%. Info-Rama, Sandvika, Norway Ferð á Nor- Robot ’83 NOR-ROBOT er yfirskrift iðnvél- mennasýningar sem haldin verður ( Osló dagana 16.—19. október. Er þetta fyrsta sýning af þessu tagi sem haldin hefur verið á Norðurlöndum. í tilefni þessa munu Verkfræð- ingafélag íslands og Flugleiðir efna til almennrar fræðslu- og skemmti- ferðar til Osló. Hefst ferðin 14. október og stendur til 18 október. Er öllum heimil þátttaka í ferð þessari. Nánari upplýsingar veitir skrif- stofa Flugleiða, Hótel Esju. Nefrennsli hættir „HUÓMSVEITIN Nefrennsli hefur nú loks tekið sönsum og ákveðið að leggja upp laupana," segir í frétta- tilkynningu sem Mbl. hefur borist frá hljómsveitinni. „Kveðjutónleikar sveitarinnar verða haldnir í félagsmiðstöðinni Þróttheimum þriðjudagskvöldið 11. október kl. 21.00. Þetta munu verða tuttugustu (og seinustu) tónleikar Nefrennslis. Hljómsveitin var stofnuð í júlí 1982 í bílskúr einum í Fossvoginum. Tíðar mannabreyt- ingar voru fastur liður framan af, en í eftirfarandi mynd hefur sveit- in verið síðan í maí á þessu ári: Sigurbjörn R. Úlfarsson (Bjössi) bassi), Jóhann G. Bjarnason (Jói) (orgel), Hannes A. Jónsson (trommur/slagverk) og Alfreð Jó- hannes Alfreðsson (Alli Jói) (gít- ar/söngur). Tónleikarnir í Þrótt- heimum í kvöld munu hefjast um kl. 21.00.“ Ljóam: Kristján örn Ellmnnon. Ileimsókn forsætisráðherra Nýfundnalands og fijtuneytis hans hingað til lands lauk í gær. Hér á landi hafa Kanadamennirnir rætt við ýmsa forystumenn í þjóðlífi og atvinnulífi, og skoðað atvinnufyrirtæki í sjávarútvegi. Hér eru Peckford forsætisráðherra (fyrir miðju) og fleiri að skoða salarkynni Bæjarútgerðar Reykjavíkur ásamt starfs- mönnum fyrirtækisins. Tveir þrælgóðir kuldajakkar ■ Níðsterkt ytra byrði ■ „dúnvatt“ (Holofill) fóöraöir. ■ Fisléttir ■ Góð hönnun. KARNABÆR Laugavegi 66, Austurstræti 22, Glæsibæ. Sími frá skiptiborði 45800. Umboðsmenn um land allt. , i Reykjavík: Austurstræti 22 — Laugavegi 20 — Glæsibæ. Úti á landi: Eplið isafiröi — Eyjabær Vestmannaeyjum — Fataval Keflavik — Álfhóll Siglufiröi — Nina Akranesi — Ram Húsavík — Bakhúsiö Hafnarfiröi — Austurbær Reyöarfiröi — Kaupfél. Rangæinga Hvoisvelli — Sparta Sauöárkróki — Skógar Egilsstöum — isbjörninn Borgarnesi — Lea Ólafsvík — Lindin Selfossi — Paloma Vopnafiröi — Patróna Patreksfiröi — Báran Grindavík — Þórshamar Stykkishólmi — Hornabær Höfn Hornafirði — Nesbær Neskaupstaö — Karnabær Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.