Morgunblaðið - 30.10.1983, Page 4

Morgunblaðið - 30.10.1983, Page 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 ) Það var fyrir tíu Gömul myndaalbúm og fjöl- skyldumyndir geyma margar minn- ingar um liðna tíð og þar er oft hægt að fá vitneskju um tískustrauma þeirra ára, sem myndirnar eru tekn- ar. Þar nægir stundum að sjá aðeins hár kvenna og hálsmál kjóla þeirra til að tímasetja myndirnar. Það er verra að átta sig á myndum af karl- mönnum, búningar þeirra virðist hafa verið staðlaðir, ef svo má að orði komast, í marga áratugi. Þeir eru áreiðanlega margir, sem eiga myndir af mæðrum, ömmum og frænkum, sem voru upp á sitt besta á þriðja áratugnum, myndir frá þeim tíma eru alltaf jafn fallegar, búningar og greiðslur eru hvort tveggja sígilt. Því er ekki að heilsa með tísku allra tíma, stundum er um svo byltingarkenndar og óklæðilegar tilraunir að ræða að myndirnar eru ekki hafðar til sýnis, þykja jafnvel hlægilegar síðar. Nægir þar að benda á tímann þegar konur á öllum aldri voru með túperaðan strók af hári, sem stóð upp í loft. Fyrir tíu árum Til gamans eru hér birtar tísku- myndir, aðeins tíu ára gamlar, en samt óhætt að segja að fáir myndu láta hafa sig út í að sýna sig á götum úti í slíkum fatnaði. Víðar efnismiklar síðbuxur var hluti af dagskipan þeirra tíma og þá hefur að öllum líkindum orðið til hið nýja orð, „innvíðar" (yfir þröngar síðbuxur), sem börn og unglingar heyrðust nota. Það hafa áreiðanlega verið táningar og ungt fólk, sem voru merkisberar hinnar nýju buxnatísku, klæddust svo víðum buxum að skálmarnar drógust eftir götunni, trosnuðu og urðu óhreinar að neðan. En menn létu sig hafa það samt. Sagan er sífelld endurtekning, segja menn, en er ekki heldur ólík- legt að síðbuxnatíska ársins 1973 fái náð fyrir augum okkar alveg á næst unni? Samantekt B.I. Buxnadragl frá árinu 1973, buxurnar eru ekki af allra víóustu gerd eina og ajá má. Bruce Laui Pila, peyaujakki, hattur og háhæladir akór aamkvæmt tíaku ára- ina 1973. Vel vídar aíóbuxur, vid eru notaöar Þykk- botna háhælad- ir akór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.