Morgunblaðið - 30.10.1983, Page 10

Morgunblaðið - 30.10.1983, Page 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 Styrkur til aö kynna sér jafnréttismál í Bandaríkjunum STYRKUR til að kynna sér jafnrétt- ismál í Bandaríkjunum hefur verið boðinn af „The German Marshall Found of The United States“. Um er að ræða ferða- og dval- arstyrk í 6—8 vikur. Sjóðurinn mun aðstoða styrkþega við að finna og fá aðstöðu hjá ýmsum stofnunum, sem starfa að jafn- réttismálum. í frétt frá Jafnrétt- isráði segir að umsækjendum séu sett þau skilyrði, að þeir tali og skrifi reiprennandi ensku, að þeir starfi nú þegar að jafnréttismál- um og séu vel að sér á þeim vett- vangi, aðallega hvað varðar stöðu kvenna og kjör á vinnumarkaðn- um. í sömu frétt segir ennfremur að sérstök dómnefnd ákveði hver styrkþeginn verður. Umsækjendur eiga að skrifa þeirri nefnd, segja frá störfum og lífshlaupi og styðja það með rökum, hvers vegna þeir telji sig eiga rétt á styrknum, er um ræðir. Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Jafnréttisráðs að Laugavegi 116, Reykjavík. Akai 84 hljómtækjalínan býður upp á stórmerkar tækninýjungar. 111 .JIÉIlll II III Flísar flísaefni verkfæri Komið í sýningarsal okkar og skoðið möguleikana á notkun Höganás flísa í húsið. Veljið síðan Höganas fyrirmynd annarraflísa = HÉÐINN = SEUAVE.Q ?, REYKJAi'IK TROCKADERO Ballettflokkurinn óvenjulegi þar sem ballerínurnar eru karlmenn Troekadero-ballettflokkurinn frá New York getur með engu móti talizt venju- legur dansflokkur. Á sama hátt eru sýn- ingar hans næsta óvenjulegar, svo að ekki sé talað um ballerínurnar og prímadonn- urnar, sem eru í eðli sínu og list allt öðru- vísi en fólk á að venjast. Sannleikurinn er nefnilega sá, að Troekadero-ballettinn eða Trokkarnir, sem félagar hans eru yfirleitt kallaðir í mæltu máli, hefur virt að vettugi þá fornu hefð listdansins að konur skuli þar ávallt skipa öndvegi. Allir félagar flokksins eru karlmenn. Fyrir bragðið nýtur flokkurinn sívaxandi vinsælda um heim allan, og áhorfendur virðast njóta þess að enda- skipti séu gerð á þessari hefðbundnu list- grein. Ballettflokkurinn var stofnaður árið 1977 og bauðst þá áhorfendum að sjá list- dans frá splunkunýju sjónarhorni. í stað hins glæsta þokka og alvarleika, sem ball- ettunnendur búast við á listdanssýning- um, sýndu Trokkarnir þeim klassíska ball- etta í gegnum spéspegil. Listamennirnir skrumskældu á meistaralegan hátt ball- etta eins og Svanavatnið og Giselle og hentu gaman að hinum rótgrónu venjum í ballett, allt frá dansskriftinni upp í fín- ustu dansspor. Til dæmis er Svanurinn í Svanavatninu ekki aðeins að deyja heldur einnig í sárum. En þó að „prímadonnurn- ar“ séu loðnar á bringunni, fullvöðvastælt- ar og blaki gríðarstórum gerviaugnahár- um, leikur enginn vafi á því að dansararn- ir búa yfir mikilli tækni og bera gott skynbragð á kímni og ádeilu. Frumkvöðull ballettflokksins og fram- kvæmdastjóri heitir Match Taylor. Hann kveðst hafa fengið hugmyndina að flokkn- um þegar hann starfaði með öðrum dans- flokki í New York. „Þeir gerðu ýmislegt líkt og Trokkarnir, en sýningar þeirra voru þó meira í ætt við grímuball, því að dansararnir voru ekki sérlega góðir og þetta var eiginlega ekki ballett, sem þeir sýndu. Ég hélt að það færi betur á því að dansa ekta ballett og skopstæla hann.“ Komið hefur á daginn, að þessi hug- mynd var góð, og Trokkarnir hafa stöðugt sótt í sig veðrið, en hver var raunveruleg ástæða fyrir því, að Match Taylor ákvað að skopstæla ballett. Hann sagði að merkilegheitin í mörgum starfsbræðrum sínum hafi verið aðalástæðan til þess. „Þeir tóku þetta allt svo alvarlega, að það var eins og þeir hefðu glatað allri lífsgleði. Að sjálfsögðu verður maður að taka hlut- ina alvarlega og vinna vel ef maður ætlar að vera góður ballettdansari. Hins vegar held ég að maður eigi líka að geta hlegið og skemmt sér, þegar maður er í listdansi, því að hann er uppfullur af gervimennsku og furðuhlutum. Það sem ég á við er að listdans er óeðlilegur. Guð skapaði okkur ekki til þess að dansa ballett, og maður verður að leggja miklar píslir á skrokkinn ef hann á að svara þeim kröfum sem ball- ettinn gerir til hans. Svo er allt fullt af skrýtnum tiltækjum í ballett sem enginn vill sjá og menn reyna að fela fyrir áhorf- endunum. Já. Það er nefnilega bakhlið á dýrðinni. Ballettinn útheimtir svita og sársauka."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.