Morgunblaðið - 30.10.1983, Page 12

Morgunblaðið - 30.10.1983, Page 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 Rætt við Kristmann Guðmundsson skáld Viðtal: Bragi Óskarsson — Það má segja að ég hafi fæðst fyrir þúsund árum og hoppað úr taðkláfnum upp í breiðþotuna, því þó ekki séu nema liðug áttatíu ár frá aldamótum hafa orðið meiri breytingar á þessu tímabili en þeim þúsund árum sem liðu frá landnámi. Ég fæddist á Þverfelli í Lundar- reykjadal 1901 og ólst þar upp hjá afa mínum og ömmu. Afi minn, Björn á Þverfelli, var þjóðsagnakarl þegar í lifanda lífi — heiðríkur og skemmtilegur maður. Á bernskuárum mínum var efnahagur þjóðarinnar ekki eins slæmur og síðar varð, og það var alltaf nóg að bíta og brenna hjá okkur, sagði Kristmann Guðmundsson er ég spurði hann út í bernskuár hans. Kristmann er orð- inn 82 ára og ber aldurinn vel. Það er ekki að sjá að ellikerling hafi valdið honum þungum búsifjum, því Kristmann er hinn hressasti þegar ég ræði við hann þar sem hann býr á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ég byrja viðtal- ið með því að spyrja Kristmann hvenær hann hafi tekið þá ákvörðun að gerast rithöfundur. Léttan stigu lömbin dans — Ég var ráðinn í því að gerast skáld frá því að ég man eftir mér — það komst aldrei annað að í mínum huga, sagði Kristmann. Ömmu minni fannst það miður — „Oft eru skáldin auðnusljó", þetta lét hún mig heyra oftar en einu Þeim var illa við ef ég reyndi það. Ömmu var þetta líka alveg sjálf- sagður hlutur og huldukonan í huldubænum við Þverfell sem hét Valborg var góð vinkona hennar. Amma gat talað við hana og hún sá líka fleira en ég — hún sá fylgj- ur manna og drauga, sem ég sá aldrei. Hulduheimar voru mér hins vegar opnir upp á gátt og þar sá ég margt. Minnisstæðar eru Aö vekja fólk til vitundar um fegurð lífsins og efla meö því kjark og þor sinni. Samt kunni hún vel að meta skáldskap og kunni firnin öll af vísum og ljóðum. Einverju sinni lét ég að því liggja við hana að ég gæti ímyndað mér að verða stjórnmálamaður, og þá helst ráð- herra. En hún sagði þá sem svo, gamla konan, að þeir sætu sjaldn- ast lengi og missti ég þá áhugann. Fyrsta vísan sem ég á eftir mig er frá því ég var fimm ára. Tilefn- ið var það að frændur mínir voru við fjárrekstur fyrir ofan bæinn á Þverfelli — það gekk eitthvað brösótt fyrir þeim, og þeir kölluðu móðursystur mínar til að hjálpa sér við reksturinn. Þá orti ég: Þeir komu heim með kinda fans, og kölluðu á frænkur mínar. Léttan stigu lömbin dans, listir kunnu fínar. Nú hefur þú lýst huldufólki sem þú og amma þín sáuð á Þverfelli. — Já, ég sá í gegnum holt og hæðir þegar ég var barn, og heim- ur huldufólksins var mér eins hversdagsleg staðreynd og hinn sem ég hrærðist í. Hvernig hann var þessi heimur? Ekki eins frá- brugðinn okkar og þú kannski heldur. Þar var samt fallegra um- hverfi og allt fínlegra. Þarna átti ég þrjá leikfélaga úr hulduheim- um, eina stúlku og tvo drengi. Þessi börn voru betur klædd og fínlegri en krakkarnir í sveitinni. Hulduheimar Ég sá þau rétt eins og ég sé þig núna en heyrði hins vegar ekki til þeirra og gat aldrei snert þau. mér byggðir huldufólks upp í fjallseggjunum umhverfis dalinn. Þar bjó lágvaxið fólk og sérkenni- legt í afar fínum húsum. Einhvern tíma talaði ég við ömmu um þessi hús og þá sagði hún mér að svona hús væru einnig í Borgarnesi og Reykjavík og trúði ég því. Seinna þegar við fluttum á Snæfellsnes kom ég í fyrsta sinn í Borgarnes og varð ég fyrir miklum vonbrigð- um með byggðina þar. Satt að segja hef ég alltaf haft hálfgerða skömm á Borgarnesi síðan. Ég ákvað að segja frá þessum kynnum mínum af hulduheimum í ævisögu minni þó auðvitað væri ég stimplaður sem glópur og lygari fyrir bragðið. Þetta er nefnilega nokkuð sem ekki má byrgja alveg niður — skyggni hefur lengst af verið almenn meðal Islendinga og setti sterkt svipmót á hugmynda- heim þjóðarinnar allt fram á þessa öld. Því hefur verið haldið fram að þetta sé ekki annað en ímyndanir og draumsýnir. — Það er bjánaskýring og ekki annað, og hún er sett fram af fólki sem er steinblint á báðum augum. Huldufólkið er á annarri bylgju- lengd en við en það er jafn raun- verulegt fyrir því. Það eru margar bylgjulengdir í alheiminum og margir bústaðir. Ég er ekki viss um að huldufólkið sem ég um- gekkst sé neitt þroskaðara en við — það var einhvern veginn fín- legra og ég hef á tilfinningunni að þroskabraut þess sé mildari en okkar. Trúarbrögð og efnishyggja Efnishyggjan er svo rík í fólki að það má helzt ekki tala um neitt svona — fólk þorir t.d. ekki að hugsa um dauðann, sem er heim- skulegt því dauðinn er nokkuð sem hver og einn hlýtur að mæta. Það er eins og efnishyggjan hafi jafn- vel náð að setja svipmót sitt á trú- arlífið — prestarnir viðurkenna að það sé vissulega annað líf, en þeim er bölvanlega við að talað sé um það. Einhverjir trúa enn á uppstigningarkenninguna — að allir sem fæðast hafa frá upphafi muni stiga upp úr gröfum sínum við lúðurhljóm á efsta degi — þó slík kenning sé auðvitað löngu úr- elt, enda eins og hver önnur bá- bilja. Hver er þín skoðun á eilífðar- málunum? — Ég byrjaði ungur að grufla út í þessa hluti og á fullorðinsár- um lagði ég mikla stund á að kynna mér hin ýmsu trúarbrögð mannkyns. Þá stundaði ég hug- leiðslu sem varð mér ákaflega mikils virði í þessari leit. Ég tel mig líka hafa fengið fullnægjandi svör eftir því sem hægt er með okkar takmörkuðu skilningsvitum — en þau eru aðeins fyrir mig sjálfan. Þetta reyni ég að skýra út í bók minni um Jesú — „Smiður- inn mikli“. Öll trúarbrögð kenna í rauninni það sama, þó töluverður munur sé á formi og helgisiðum. Skaparinn er það grundvallaratriði sem öll trúarbrögð byggja á. Með þessu er ég þó ekki að segja að efnishyggjan sé til ills eins, þó hún sé bæði dauð og einfeldnings- leg. Hún gerir kannski sitt gagn með því að útrýma allskyns kredd- um og trúarofstæki. Það er nú einu sinni svo að prestar hafa að jafnaði verið ötulastir við að spilla trúarbrögðunum. Sjáðu t.d. þenn- an fugl í íran, þennan Kómeini. Hann er kominn langt frá öllu sem Múhameð predikaði, með sín- um vonsku verkum, en þó er ekki um það að efast að Kómeini er trúaður maður. Trúin getur orðið svo svæsin að hún afsaki hvaða glæpaverk sem er, eins og gerðist hjá kaþólsku kirkjunni á sínum tíma. Þannig er þessu farið með nútímatrúarbrögðin, kommún-. isma og nasisma, þar sem þessar stefnur skjóta rótum er stutt í ofstækið og ódæðin — um það fáum við fréttir dags daglega. Þetta má víst helst ekki tala um, en væri ekki skynsamlegra að skoða þetta eins og það er og læra af biturri reynslu? 14 ára í sjálfs- mennsku Heldurðu að kynni þín af huldu- heiminum hafi orðið þess valdandi að þú ákvaðst að verða skáld? — Kannski það hafi haft ein- hver áhrif — þessi mismunur sem var á milli heimanna tveggja sem ég þekkti. Þó er það einhvern veg- inn svo að þessi köllun hefur fylgt mér í gegnum þykkt og þunnt, og ég hef aldrei getað hugsað mér neitt annað. Ég var afar iðinn við skáldskapinn þegar í bernsku — hérna á ég til dæmis margar út- skrifaðar stílabækur með ljóðum frá því ég var 7 til 11 ára. Þarna er auðvitað fátt bitastætt og ég var seinþroska sem skáld. Eitt þessara ljóða er þó að finna lítið breytt í ljóðabók minni „Leikur að ljóð- um“, og er það ástarljóð til Snæ- fellsjökuls. Ég var ákaflega heill- aður af Snæfellsjökli og kemur það fram í ljóðinu. Frá 14 ára aldri átti ég með sjálfan mig að gera, og þá fór ég til Reykjavíkur. Ég var samt eng- inn sveitadrengur, og aldrei feim- inn eða uppburðarlaus — það hafði ég frá föður mínum, Guð- mundi frá Helgastöðum. Það hef- ur verið sagt um Guðmund að hann hafi verið skammarlega huggulegur og mikil kempa var hann. Hann tamdi sér aldrei vol eða víl og stóð ávallt uppúr á hverju sem gekk. Það hefur aldrei hvarflað að mér að ég þyrfti að skammast mín fyrir að vera til, en áberandi var hversu fólk var margt skemmt af vanmetakennd á þessum tíma. Það voru erfiðir tímar hjá þjóð- inni á þessum árum og mér gekk heldur illa að koma undir mig fót- unum í sjálfsmennskunni. Um eitt skeið gekk svo langt að ég varð húsnæðislaus hér í Reykjavík um vetur og oft var lítið um matföng.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.