Morgunblaðið - 30.10.1983, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.10.1983, Qupperneq 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 JOHANNES BRAHMS Á þessu ári hefur þess verið minnst víða um heim, að 150 ár eru liðin frá fæðingu tónskálds- ins Jóhannesar Brahms. Brahms skipar bekk með fremstu tón- snillingum sígildrar tónlistar og um hann sagði Robert Schu- mann eitt sinn, að engu þeirra tónskálda, sem þá þekktust, mvndi fara betur en honum skikkja Beethovens. Það var raunar Schumann, sem fyrstur vakti athygli á hæfdeikum Brahms, í grein í þýska tónlist- arblaðinu „Neue Zeitschrift ftir Musik“ árið 1853, þar sem hann fagnaði þessu unga og áður óþekkta tónskáldi, sem nú hefði „birst allt í einu sem alskapaður snillingur, eins og Mínerva úr höfði Kronions", eins og það var orðað. Hin lofsamlegu um- mæli þessa virta meistara vöktu að vonum mikla athygli og jafn- framt deilur en síðan hefur nafn Brahms verið skráð meðal hinna mestu í heimi tónlistarinnar. Jóhannes Brahms fæddist í Hamborg hinn 7. maí árið 1833. Hann var af ungverskum ættum, en faðir hans var veitingamaður og jafnframt hljóðfæraleikari í borgarhljómsveit Hamborgar. Brahms ólst því upp í andrúms- lofti þar sem tónlist var í háveg- um höfð og hefur það eflaust átt sinn þátt í að þroska með honum á hæfileika sem í honum bjuggu. bernsku átti hann þó í útistöðum við föður sinn vegna tónlistarinn- ar þar sem þá greindi á um nám sonarins og framtíðaráform. Gamli maðurinn vildi láta hann læra á fiðlu svo að hann gæti sem fyrst fengið stöðu í einhverri hljómsveitinni, en fjölskyldan bjó við kröpp kjör og því aðkallandi að Jóhannes gæti sem fyrst farið að vinna fyrir sér. En strákurinn var þrjóskur og vildi læra píanóleik og hljómfræði, en það taldi karl faðir hans hina mestu tímasóun og fyr- irhyggjuleysi, enda gat hann ekki, fremur en aðrir, séð fyrir hæfi- leika drengsins og þá framtið sem beið hans. Strákur hafði sitt fram og faðir hans veitti honum tilsögn í undirstöðuatriðum tónfræðinnar og síðan hóf hann nám hjá ágæt- um tónlistarmönnum í Hamborg og hlaut síðan framhaldsmenntun hjá hinum þekkta hljómfræðingi Ed. Marxen og píanóleikaranum Cossel. Brahms kom fyrst fram opin- berlega á hljómleikum þegar hann var fjórtán ára gamall og vakti þá strax athygli sem afbragðs píanó- leikari. Á efnisskránni var meðal annars verk eftir hann sjálfan, „Tilbrigði við þjóðlag", og þótti tónsmíðin benda til athyglis- verðra hæfileika hjá hinum unga listamanni. Þess varð snemma vart í fari Brahms, að hann gaf sig allan að list sinni og iðkaði hana af fullkominni einlægni og alvöru og snemma gerði hann sér far um að tileinka sér allt hið besta hjá eldri tónskáldum, sem hann taldi sér fremri og meiri, en hann hafði einkum mikið dálæti á verkum þeirra Bachs og Beethovens. Árið 1853 hélt ungverski fiðlu- snillingurinn Remenyi tónleika í Hamborg og Brahms slóst síðan í för með honum og héldu þeir tón- leika víðsvegar í Norður-Þýska- landi. Á því ferðalagi kynntist Brahms fiðluleikaranum Joseph Joachim og tókst með þeim innileg vinátta, sem aldrei bar skugga á, meðan báðir lifðu. Joachim var konsertmeistari í Hannover er fundum þeirra Brahms bar fyrst saman, nokkrum árum eldri en Brahms, en þá þegar orðinn fræg- ur maður. Eftir að Joachim hafði heyrt til Brahms á hijómleikum kynnti hann sér nokkrar tónsmíð- ar hans og þóttist sjá, að hér væri á ferðinni efni í mikinn snilling. Hann skrifaði Liszt, sem þá var f Weimar, og bað hann að greiða götu Brahms, en Liszt var jafnan boðinn og búinn til að liðsinna ungum listamönnum. Brahms hélt því til Weimar þar sem Liszt vildi allt fyrir hann gera, en engu að síður féll Brahms dvölin þar illa og fór þaðan eftir skamma við- dvöl. Brahms fór til Göttingen þar sem hann hitti aftur Joachim vin sinn og dvöldu þeir þar saman í nokkra mánuði. Joachim kom því svo fyrir að Brahms fór til fundar við Schumann, sem þá var í Dúss- eldorf, og tók Schumann honum tveim höndum. Brahms var þá um tvítugt og er Schumann hafði litið á tónsmíðar hans varð hann svo íslenskar og finnskar kuldahúfur úr skinni á böm og fullorðna fsl. Mokkaskinnhúfur, herra Verð kr. 655,- Finnskar skinnhúfur, Bisan herra. Verð kr. 2.390,- Bamahúfur, Mokka slærð S M.L.XL. Verðkr. 420 - Dömuhúfur, gæruskinn, stærð S.M.L. Verð kr. 775,- Skínnlúffur á böm og fullorðna Barnaiúffur. stærð 4-6-8-10 Verð kr. 190,- Lúffur á fullorðna, stærð S.M.L.XL. Verð kr. 440,- er kominn Sendum ‘ um allan heim. RAflMAGERÐIN HAFNARSTRÆTI 19 Sendum í póstkröfu — Simi 17910 og 12001 Ný byrjendanámskeiö hefjast 2. nóvember Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga frá kl. 13—22. JÚDÓDEILD ÁRMANNS ÁRMÚLA 32.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.