Morgunblaðið - 30.10.1983, Side 25

Morgunblaðið - 30.10.1983, Side 25
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 73 Kúskur á lystikemun tír ' Firöinuni til Reykþ víkur Jón Hjörtur Jónsson man sannarlega tímana tvenna. Enda er hann einn af elstu Hafnfirdingum. Er þar fæddur fyrir 85 árum, uppalinn í Firðinum og þar hafa þau hjónin, sem í sumar áttu dem- antsbrúðkaup, átt heima alla sína búskapartíð. !»ar hefur hann lagt fram langa starfsævi, allt frá því að hann drengur bar fyrstur nýfætt Morgunblað út um Hafnarfjörð og þar til hann hætti störfum hjá Rafha fyrir aðeins 4 árum. Drengurinn missti tveggja ára Föður sinn, sem var stýrimaður og drukknaði aldamótaárið. Ólst upp hjá afa sínum og ráðskonu hans í Gunnarsbæ, húsi, sem enn er til og stendur rétt á móti bókabúð Olivers Steins í Hafnarfirði. Og það voru einkum uppvaxtarár hans og unglingsár á fyrsta fjórðungi aldarinnar, sem okkur fýsti að heyra um, svo miklar breytingar sem orðnar eru á lífsháttum og ekki síst samgöngum þar sem nú er kallað höfuðborgarsvæðið. A því sviði rækti Jón Hjörtur störf, sem ekki eru til lengur. Um 1911 var Jón Hjörtur mjólk- urpóstur, ók mjólk frá Fífu- hvammi þar sem hann var í sumarvinnu og til Reykjavíkur. Mjólkin var flutt á vagni með hesti fyrir frá fjórum bæjum, Breiðholti, Fífuhvammi, Digra- nesi og bænum Kópavogi. Þetta tveggja hæða steinhús stendur þar enn lítt breytt frá því sem það var þegar Jón Hjörtur tók þar mjólk- ina á vagn sinn. Aðra hverja viku sáu Breiðholtsmenn um að flytja mjólkina í bæinn, en hina vikuna Fífuhvammsmenn. „Vilhjálmur Bernhöft tannlæknir átti Fífu- hvamm," segir Jón Hjörtur. „ Ég lagði af stað með mjólkina um kl. 9—10 að morgni, kom við á hinum bæjunum og hélt með brúsana til Reykjavíkur. Byrjað var að af- henda fyrstu mjólkurbrúsana í mjólkursölu sem var á Laufásveg- inum og í annan útsölustað á Bergstaðastræti. Síðan lá leiðin í Bernhöftsbakarí í Bankastræti, því Daniel Bernhöft bakari var bróðir Vilhelms. Líka farið með mjólk á heimili Vilhelms Bern- höfts. Þá þurfti að aka mjólk í mjólkursölu í Tjarnargötu nálægt Kirkjustræti og svo til Þorsteins járnsmiðs á Vesturgötu, en þar var mjólkurútsala. Yfirleitt voru það fullorðnar konur sem voru með þessar útsölur á mjólk. Maður afhenti brúsana fulla af vagninum og tók tóma brúsa í staðinn og var venjulega kominn heim um kaffi- leytið. Þetta voru yfirleitt 25 lítra brúsar. Jú, þeir voru nokkuð þung- ir fyrir ungan dreng. En krakkar tóku þá vinnu sem hægt að var fá á þeim tíma.“ Þetta var þó ekki eina ábyrgð- arstarfið sem Jón Hjörtur rækti á þessum árum. Tólf ára gamall tók hann að sér að bera út póstinn í allan Hafnarfjörð, allt sunnan frá Melshúsum og í vestustu húsin. Pósturinn kom daglega og þá tók hann til við að dreifa honum. Fékk fyrir það 8 kr. á mánuði og þótti gott. Og hann varð fyrstur til að bera út Morgunblaðið í Firðinum. Vilhjálmur Finsen, ritstjóri Morg- unblaðsins, hafði beðið Sigfús Bergmann um að sjá um að koma nýja blaðinu, sem stofnað var haustið 1913, til kaupenda í Hafn- arfirði. Og hann bað aftur Gunnar Gunnarsson, afa Jóns Hjartar, um að taka þetta að sér. Það var þess vegna sem drengurinn bar blöðin út fyrstu 2—3 árin. „Ég man að þegar ég fór í fyrsta skipti með peningana fyrir blaðið inn í Reykjavík, þá voru það 90 krónur," segir hann. „Þar sem áskrift að Morgunblaðinu kostaði þá 1 krónu á manuði, þá hljóta þetta að hafa verið 90 blöð. Með þau fór ég um allan bæinn. Og eftir að ég hætti tóku gamli maðurinn og fóstra mín við og báru Morgunblaðið út í Hafnarfirði svo lengi sem þeim entist heilsa. Fyrsta árið sótti maður nokkur blaðið til Reykja- víkur á hverjum morgni. Fór gangandi og fékk fyrir eina krónu á dag.“ Með vinnu- konurnar í bíó Þegar Jón Hjörtur var 16 ára gamall kom í hans hlut nýtt og skemmtilegt starf. Sigfús Berg- mann rak þá þrjá lystivagna, og tók að sér að flytja fólk í þeim. Leigði þá í einstakar ferðir með kúsk. Þetta var fjórhjóla vagn Viðtal við Jón Hjört Jónsson Þú hlýtur þá að vera trúaður maður? „Ja, ég skal ekki segja það. En ég er alinn upp við kirkjusókn og finnst mig vanta eitthvað, ef ég get ekki farið í kirkju. Ég hefi heldur aldrei efast um að við eig- um örugga vist þegar þessu lífi lýkur. Hitt er annað mál að ég héfi aldrei verið hrifinn af andatrú, þótt ég hafi gaman að lesa bækur af því tagi. Er núna að lesa Skruggu, sem ég fékk í afmælis- gjöf um daginn. Samtíðarfólkið er nú óðum að tínast yfir um,“ bætti Jón Hjörtur við. „Ætli það séu nema 3 Hafn- firðingar eftir af þeim sem fæddir eru fyrir aldamót. Af fermingar- systkinum mínum eru ekki eftir nema Elísabet Einarsdóttir frá Gestshúsum, Ingimundur Hjör- leifsson og Björn Erlendsson á Breiðabólsstað. Við vorum fermd í Bessastaðakirkju hjá sr. Jóni Pálssyni. Þá steig Þórhallur bisk- up Bjarnason í stólinn. Ég man enn út af hverju hann lagði. Hann talaði um fráfærurnar. Það átti vel við, því þegar lömbin eru tekin frá mæðrum sínum, er það eins og þegar börnin fóru á fermingar- aldrinum að fara frá foreldrunum í vinnu. Piltarnir til sjós eða í sveit og stúlkurnar í vist. Þá losn- uðu þau frá foreldrunum. Ferm- ingin var mér mjög minnisstæð. Af núlifandi Hafnfirðingum, sem voru aðeins eldri en við, eru held Morgunblaðiö/RAX með 2 hestum fyrir, sem tók fjóra farþega er sátu hver á móti öðr- um, og tvær tvíhjóla lystikerrur með einum hesti fyrir, önnur fyrir þrjá farþega auk kúsksins, hin fyrir einn. Bróðir Jóns Hjartar hafði unnið hjá Sigfúsi, en var eitthvað upptekinn, svo að hann tók við. Fékk eina krónu og fimm- tíu fyrir ferðina til Reykjavíkur. „Mest var að gera við að fara með þýzka sjómenn af togurum sem komu til Hafnarfjarðar inn til Reykjavíkur. Þeir leigðu þá fjórhjóla lystivagninn" segir Jón Hjörtur. „Þeir voru að lyfta sér upp og létu aka sér á Norðurpól- inn, sem var lítið veitingahús ná- lægt Vatnsþrónni þar sem heitir Hlemmur. Venjulega fengu þeir mér einhvern pening og ég fór niður í bæ meðan ég beið eftir þeim. Átti að sækja þá eftir 2—3 tíma. Mér er mjög minnisstætt að einu sinni gáfu þeir mér kr. 4,50 í drykkjupeninga. Vagn og hest geymdi ég þá hjá Ámunda á Laugaveginum, en ef ég var með litlu kerruna og einn hest þá skildi ég hann eftir við Hótel Reykjavík í miðbænum. Sjálfur fór ég til gamallar konu sem seldi í Austur- stræti kaffi og eins mikið brauð og maður vildi fyrir aðeins 25 aura. Líka kom fyrir að íslendingar tækju vagn, þótt flestir færu á milli gangandi á þeim árum. Og það kom fyrir að ekið var í vagni suður eftir. Einu sinni man ég t.d. að ég var sendur með mann og átti að skila honum neðan við Stap- ann. Ferðin átti að kosta 8 krónur. Þetta var pakkhúsmaður hjá ólafi Ófeigssyni, kaupmanni í Keflavík. En þegar komið var á áfangastað Á miðri myndinni er Brydebúðin, en þar var Jón Hjörtur búöarmaður hjá Ferdinand Hansen, sem hafði keypt verzlunina. Hann var hálfdanskur og hafði mikil viöskipti við dönsku skonnorturnar. vildi hann komast lengra. Eg sagði honum að hringja og fá leyfi fyrir mig til að fara upp á Stapann með vagninn. Sigfús leyfði það og ég ók honum alla leið til Keflavík- ur. Það kostaði 2 krónum meira. Við þetta var ég í 3 eða 4 ár. Stöku maður átti sjálfur lystik- erru í Firðinum þá og kom fyrir að maður var fenginn sem kúskur hjá þeim. Eða á sleða með hesti fyrir. Þórður Edelonsson, læknir átti sleða. Eitt sinn fékk hann hest lánaðan og ég ók fyrir hann vinnu- konunum hjá þeim hjónum til Reykjavíkur á bíó. Við sáum bíó- myndina Friður á jörðu í Gamla bíói. Sleðinn var skrautlegur kanó með stoppuðum sætum og nóg af ábreiðum fyrir farþegana. Nei, ég fór bara með vinnukonurnar á heimilinu. Læknirinn hefur ekki trúað mér fyrir frúnni," segir Jón Hjörtur og hlær við. Einnig man hann eftir því að hafa tvisvar sinnum verið sendur með Mugg, Guðmund Thorsteins- son, og einhverja fleiri til Reykja- víkur á sleða eftir skemmtanir, sem Hringurinn efndi til í Hafn- arfirði. En Muggur hafði komið til að skemmta þar. Ferðin tók venju- lega um klukkustund. Annars var leiðin milli Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar talin um tveggja tíma gangur. Seinna þegar hann var farinn að vinna hjá Ásmundi bak- ara, var hann oft sendur á sleða með hesti fyrir til að sækja hveiti- sekki og þvílíkt. Oft var líflegt á höfninni í Hafnarfirði. Búðarmaður í Firðinum Eftir kúsksstarfið gerðist Jón Hjörtur Jónsson búðarmaður. Réðist til Ferdinands Hansen, sem hafði keypt gömlu Brydesbúðina. Var þar við afgreiðslu í 7 ár eða til 1922. Það var á fyrri heimsstyrj- aldarárunum og þá kom mikið af dönskum skonnortum til Hafnar- fjarðar. Fluttu þangað salt og kol og fóru aftur með fisk. Þær lágu úti á höfninni og voru notaðir upp- skipunarbátar, en vörurnar svo bornar úr fjörunni í pakkhúsin. Þar sem Ferdinand Hansen var danskur í aðra ættina, þá hafði hann að mestu verzlunina við dönsku skipin. Jón Hjörtur fékk því góða þjálfun í dönsku. Eitt sinn hafði hann verið sendur um borð í danska skonnortu. En þótt hann væri góður dönskumaður þá skildi hann ekki eitt orð af því sem stýrimaður sagði. Kom þá Peter- sen skipstjóri og sagði kíminn að hann skyldi túlka á milli þeirra. Stýrimaðurinn var frá Kaup- mannahöfn og málið svo ólíkt því sem tíðkaðist um borð í þessum skipum. En hvers vegna hætti hann þá verzlunarstörfunum eftir 7 ár? „Uss, þetta var ekkert kaup. Ég hafði 27 krónur á mánuði. Til að gefa hugmynd um verðgildi pen- inganna má geta þess að verzlunin gaf mér einu sinni í jólagjöf 35 krónur. Mig langaði mikið að eign- ast úr, en það kostaði 38 krónur, svo afi gamli gaf mér það sem á vantaði," svarar Jón Hjörtur um hæl. Og við frekari eftirgrennslan kemur í ljós að þá ætlaði hann að fara að stofna heimili. Búinn að hitta Guðríði Einarsdóttur og þau hugðust ganga saman sinn æviveg, sem þau hafa gert í 60 ár. Hún var starfsstúlka á Hótel Hafnar- firði og örlögin báru hann þangað í mat. Húsbóndi hans hafði dottið af hestbaki og meitt sig. Hús- freyja var í útlöndum og hann gat ekki verið einn, svo að Jón Hjörtur varð að sofa í húsinu hjá honum. Hann kom starfsmanni sínum í fæði á Hótel Hafnarfirði. Og mis- sti hann fyrir bragðið, því þegar þau Jón Hjörtur og Guðríður Ein- arsdóttir gengu í hjónaband á ár- inu 1923, þurfti hann meiri tekjur. Þau bjuggu svo í leiguhúsnæði næstu árin, en keyptu 1940 þetta fallega litla hús á Smyrlahrauni 5, þar sem þau hafa búið síðan. Þá var komið blessað stríðið Nú fór Jón Hjörtur að vinna á Ljósm. Sveinn Árnason. bryggjunum í Hafnarfirði og hélt því áfram til 1929, er hann fór í fasta vinnu til Ásmundar Jóns- sonar bakara. Vann í kexgerðinni sem Ásmundur rak til 1940. Það vakti athygli að hann hætti í þess- ari föstu vinnu einmitt um sama leyti og hann lagði í kaup á eigin húsnæði. Festi kaup á 20 ára gömlu húsi. Var það ekki nokkuð djarft? „Nei það var ekki djarft, því þá var komin svo mikil vinna að mað- ur hafði uppgrip á bryggjunum," sagði Jón Hjörtur. Mikið rétt, nú var „blessað stríðið" komið, eins og kerlingin sagði. Og það gerði þeim hjónum fært að eignast eigið hús. Enn urðu tímamót á starfsævi Jón Hjartar 1942, er hann fór til iðnfyrirtækisins Rafha í Hafnar- firði og var þar í 38 ár, eða meðan heilsa entist. „Ég var aðallega við að setja saman cldavélar og var mikið sendur út á land til að tengja bökunarofna," segir hann til skýringar. „Það voru mikil um- svif í Rafha á næstu árum. Bakar- ar um allt land fengu þaðan bök- unarofna. Eftir að múrararnir höfðu lokið sinni vinnu, var ég oft sendur á staðinn til að ganga frá elementunum frá Rafha, en síðan tóku rafvirkjarnir við. I þeim er- indum fór ég til dæmis upp á Mynd af miðbænum í Hafnarfiröi, séð frá sjó. Akranes, í Borgarnes, til Vest- mannaeyja, Raufarhafnar, Norð- fjarðar og Seyðisfjarðar, Húsavík- ur, ólafsfjarðar, Siglufjarðar og á fleiri staði. Hafði góðan pening upp úr því og þótti þessar ferðir skemmtilegar. Ferðaðist í áætlun- arbílum, flugleiðis eða sjóleiðis og hitti margt skemmtilegt fólk á þessu flakki um landið. Axel Kristjánsson, húsbóndi minn, vildi að ég lærði á bíl, en ég hafði aldrei áhuga á því. Ég man t.d. þegar ég var á leið austur til Norðfjarðar að um borð í strandferðaskipinu voru Þorsteinn kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði og Jón kaupfélags- stjóri í Borgarfirði eystra. Þetta voru mjög skemmtilegir menn og við spiluðum alla leiðina. Seinna hitti ég svo þessa sömu menn á skipsfjöl og það fór eins. Við spil- uðum okkur til mikillar ánægju." „Þú hefur verið félagslyndur. Varstu gleðimaður á yngri árum? „Ég hefi nú verið bindindismað- ur frá því ég var 10 ára gamall. Þá gekk ég í barnastúku og svo í stúku fullorðinna. Og þar var gott félagslíf hér í Hafnarfirði. Við höfðum þorrablót og settum upp leikrit. Þarna var mikið um ungt fólk og félagslífið þar nægði okkur. Var ekki annars staðar nema 2 ár í Þröstum. Maður hafði alltaf svo mikið að starfa." Eitt varð þó ekki útundan í lífi Jóns Hjartar og Guðríðar. Þær eru fáar messurnar sem hann hef- ur ekki sótt í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði frá því þar var stofnaður fríkirkjusöfnuður á árinu 1913. Afi hans, Gunnar Gunnarsson, var einn af stofnendum Fríkirkju- safnaðarins. Sjálfur hefur hann verið safnaðarráðsmaður þar í 40 ár og er enn. Þar sem blaðamaður er ekki kunnugur því hvers vegna söfnuðurinn klauf sig frá þjóð- kirkjunni fyrir 70 árum, rifjaði Jón Hjörtur það upp í stórum dráttum. Sr. Þorsteinn Briem, sem verið hafði aðstoðarprestur hjá sr. Jens Pálssyni 1911 og síðan farið norður í Hrafnagil, sótti um Garðabrauð. Söfnuðurinn klofnaði um málið. Þeir sem voru óánægðir stofnuðu Fríkirkjuna. En sr. Þor- steinn kom ekki suður. Engu að síður var sr. Ólafur ólafsson feng- inn til að gegna prestsþjónustu fyrir nýjan Fríkirkjusöfnuð. „Afi var einn af stofnendum Fríkirkju- safnaðarins og ég fylgdi honum sem krakki. Síðan fylgdi konan mér í þann söfnuð. En sr. ölafur gifti okkur," segir Jón Hjörtur. „Mér hefur ekki fundist ástæða til að skipta. Þar hafa verið af- bragðsprestar. Söfnuðurinn er alltaf að stækka og þar er nú mik- ið af ungu fólki." Ljósmyndari er Sveinn Árnason. ég bara tveir á lífi, þeir Guðmund- ur Guðmundsson frá Veðraási og Gunnlaugur Stefánsson, kaup- maður.“ Og þú hættir ekki að vinna fyrr en fyrir 4 árum. Hvernig líst þér á þá kvöð á öldruðum að þeir hætti að vinna? „Já, ég fékk áfall og fór á Landakotsspítala. Annars hefði ég haldið áfram að vinna. I Rafha er okkur gömlu mönnunum ekki vís- að frá meðan við getum unnið. Ég kunni hálf illa við mig fyrst að fara ekki til vinnu. En ég er búinn að jafna mig á því núna. Ég tel það afleitt að leyfa fólki ekki að vinna ef það getur og treystir sér til þess. En við höfum það alveg ágætt hjónin, hérna," sagði Jón Hjörtur að lokum, og notaði tækifærið til að biðja fyrir í blaðið sem hann bar út fyrir 70 árum, kveðjur og þakklæti til barna, barnabarna og vina fyrir gjafir og heimsóknir á 85 ára afmæli hans um daginn. Börnin eru þrjú og ein dóttur- dóttir sem alist hefur upp hjá þeim hjónum. Hjördís er skól- astjóri Engidalsskóia, Einar hús- gagnabólstrari, Ester húsmóðir og afgreiðslustúlka og Þórður ljós- prentari. Öll eru þau búsett í Hafnarfirði eða nágrannabyggð- um. — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.