Morgunblaðið - 30.10.1983, Side 34

Morgunblaðið - 30.10.1983, Side 34
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 Spádómar vísindamanna um síðustu aldamót um það sem 20. öldin átti að færa mannkyninu ,Sjálfhreyfivagn“ frá upphafi bflaaldar. Myndin er tekin skömmu eftir aldamót, tegundin er Rolls-Royce og það er sjálfur C.S. Rolls sem situr undir stýri. I NTAÐIIRSTA KOMA SJÁLFHREYÍIVAGNAR Eitt af því sem aðgreinir manninn frá öðrum lífverum er hæfileiki hans til að hugsa í þeirri tímavídd sem nefnd er framtíðin. Api eða eitthvert annað spendýr hefur heila sem ræður vel við vandamál líðandi stund- ar, og að vissu marki einnig við vandamál fortfðar, en eftir því sem næst verður komist hafa þessi dýr engin tök á hugtakinu „ókominn tími“. Það, sem framar öðru aðgreinir manninn frá jafnvel hinum snjallasta simp- ansa, er hæfni hans til að gera áætlanir, að sjá með rökhugsun fyrir afleiðingar framtíðarstarfa, sem hann hefur ekki enn unnið, og taka ákvörðun og setja sér markmið. „Hinn ókomni tími“ hefur því löngum verið manninum hugleikinn og vangaveltur um það hvað framtíðin kunni að bera í skauti sér. Þetta er bæði gömul saga og ný og um síðustu aldamót gerði eitt af stórblöðum Bandaríkjanna könnun meðal vísinda- manna um skoðanir þeirra á því, hverjar yrðu helstu breytingar á kjörum manna og daglegu lífi á 20. öldinni. Til gamans skal hér birtur úrdráttur úr spádómum alda- mótamannanna. Ferðamenn um síðustu aldamót. Myndina tók Sigfús Eymundsson við Suðurgötu í Reykjavík. Hið bandaríska stór- blað hafði samband við marga af þekkt- ustu vísindamönnum þess tíma og spáðu þeir að vonum miklum breyting- um og stórstígum framförum þótt þeir hafi engan veginn getað séð fyrir allar þær breytingar og framfarir sem orðið hafa á þessari öld. En lítum fyrst á nokkra spá- dóma vísindamannanna: Árið 2000 á mannfjöldinn í Bandaríkjunum að vera orðinn 500 milljónir og af því heilsufræð- inni og læknavísindunum hefur þá farið svo fram, verður meðal- mannsaldurinn þá 50 ár, í stað þess sem nú er 35 ár, og meðalhæð karlmanns verður þá einum til tveimur þumlungum meiri en nú er. Árið 2000 mun meirihluti mannkynsins tala ensku, en næst enskunni verður rússneska út- breiddasta tungumálið. Af öðrum tungumálum sem nefnd voru í hópi hinna útbreiddari voru spænska og kínverska. Málvís- indamenn, sem spurðir voru, höll- uðust þó flestir að því að enskan myndi um næstu aldamót hafa af- gerandi yfirburði hvað.varðar út- breiðslu. Um næstu aldamót verða kol ekki höfð til suðu eða hitunar. Kolanámur verða nálega tæmdar, og það sem til verður af kolum verður ákaflega dýrt. Rafkraftur, sem fenginn verður með vatnsafli, verður langtum ódýrari. Allar ár og lækir, sem hafa nægan halla, munu ganga í þjónustu mann- anna. Með ströndum fram verða „safnvélar", sem safna flóðöldum, og verða þær á þann hátt notaðar til að hreyfa hjól. Þá munu reyk- háfar ekki verða á húsum, heldur munu öll hús hituð með miðstöðv- arhitun. Ekki þarf annað en snúa krana, þá streymir hitinn inn. Heimilin fá tilbúinn matinn frá stórum matargerðarhúsum, eins og menn fá nú brauð frá bakst- urshúsum. Þessi matreiðsluhús kaupa matvælin í stórkaupum, og tilbúningurinn verður svo ódýr, fyrir aðstoð rafmagns og ýmissa véla, að maturinn verður langtum ódýrari en væri hann búinn til á heimilunum. Maturinn verður sendur í loftreyrum (loftpípum) eða sjálfhreyfivögnum á heimilin og borðbúnaðurinn verður síðan sóttur og hreinsaður með vélum. Það þykir ókleifur kostnaður að hafa eldhús heima hjá sér. Árið 2000 verða hestar ekki hafðir til aksturs, en í stað þeirra koma „sjálfhreyfivagnar". Á þeim verða bæði fluttir menn og vörur. Jafnt plógurinn sem líkvagninn verður knúður með sjálfhreyflum. Á járnbrautum má þá fara 200 kíiómetra á klukkustundinni og þannig komast menn á sólarhring þvert yfir Ameríku frá New York til San Francisco. Eimvagnarnir verða eins og tóbaksvindlar í lag- inu, til þess að loftið veiti þeim sem minnsta mótstöðu. Úthafsskipin verða knúin áfram af rafskrúfum, sem vinna bæði í sjónum og loftinu. Skipin liggja á eins konar hreyfanlegum hlunn- um, eða meiðum, á sjónum, sem valda því, að núningsfyrirstaðan verður mjög lítil. Þá má fara milli Englands og Ameríku á tveimur dögum. Herskip verða þá stærri og fullkomnari, með gríðarlegum fallbyssum. Einnig verða þá hugs- anlega í förum skip sem sigla neð- ansjávar. Loftskip verða þá algeng og veigamikil samgöngutæki. Loft- skipin verða þá einnig mjög hættuleg, ef til ófriðar kemur landa í milli. Þau hyljast reyk, ef þörf þykir, svo að þau verða ósýni- leg og koma öllum að óvörum, og geta þá steypt stórhríð af sprengi- kúlum yfir heri og borgir. — Hugmyndir aldamótamannanna voru nokkuð á reiki um útlit þess- ara loftskipa, en flestir hölluðust að eitthvað svipaðri tegund loft- fara, sem við nefnum „loftskip", s.s. Zeppelin-loftskipið. „Telefónar" og „telegrafar" verða um allan heim og þráðlaus- ir. Þá getur sá sem staddur er á miðju Atlantshafinu talað við konu sína heima hjá sér, hvar sem er í Evrópu eða Ameríku. — Alda- mótamennirnir minnast hins veg- ar ekkert á það að konan geti gert slíkt hið sama, enda hefur það þótt óhugsandi í þá tíð, að konan væri stödd einhvers staðar annars staðar en á heimilinu. Gróðurfar og náttúrulíf verður allt undir stjórn mannanna. Villi- dýr verða þá útdauð og finnast ekki annars staðar en í dýFagörð- um. Búfénaður verður alinn á vís- indalegan hátt og allur fénaður verður þá kollóttur, því menn munu sjá svo um, að skepnurnar framleiði ekki neitt að óþörfu. Garðávextir verða ræktaðir með rafmagni og verða afar stórir. Aðrar nytjaplöntur verða einnig ræktaðar með aðstoð rafmagns. Aldamótamennirnir voru allir sannfærðir um að miklar og stór- stígar framfarir yrðu í læknavís- indum, eins og reyndar kemur fram í spádómum um fólksfjölda og lengingu meðal-lífaldurs manna. Að auki sögðu þeir: — Menn hætta að taka inn læknislyf á þann hátt sem nú er gert. Menn eiga ekki að láta annað í magann en matinn, eða það sem eingöngu er til að styrkja magann. Ef önnur hin innri líffæri eru veik, verður lyfinu veitt gegnum skinnið og vöðvana með rafstraumum. í spádómum vísindamannanna frá aldamótunum var lítillega minnst á breytingar á samfélags- háttum, þótt ekki væri það mikið þar eð spurningarnar miðuðust flestar við framfarir á tæknisvið- inu. Af umræðunni um samfé- lagsmálin og samskipti fólks er þó ljóst, að menn hafa verið íhalds- samir í þeim efnum. Hvergi er minnst á breytingar á fjölskyldu- stærð eða sambýlisháttum hvað þá að mönnum hafi látið sér til hugar koma að staða konunnar á heimilinu kynni að breytast. Menn áttu þó von á auknum samskiptum og skilningi á milli þjóða, samfara aukinni samgöngutækni. Þá var einnig minnst lítillega á aukinn fritíma manna samhliða bættri verkmenningu og einnig var gert ráð fyrir breyttum tíðaranda og tísku, einkum hvað klæðaburð snertir. — Menn munu þá ganga í fábrotnari klæðum og þægilegri, [ — líklega í einhvers konar muss-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.