Morgunblaðið - 30.10.1983, Side 36

Morgunblaðið - 30.10.1983, Side 36
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 werzaltt Afmæliskveðja: Guðmundur Jónas- son frá Hólmahjáleigu Werzalit er sambland trjáviðar og gerfiefna. Nánar tiltekið spónarplötur, gagnvarðar og með húð úr melamin. Werzalit — melamin — eða innbrenndri málningu. Wersalit hentar vel jafnt úti sem inni, sem sólbekkir, handriðalistar, bekkir, blómakassar og sem klæðningar á veggi, loft, bílskúrshurðir o.fl. o.fl. Werzalit er til í mörgum litum, gerðum og stærðum. Timburverslunin Völundur Klapparstíg 1 — sími 18430 Skeifan 19 — sími 84244. Ég hafði varla við að trúa þegar mér var sagt að Guðmundur Jón- asson frá Hólmahjáleigu ætti 90 ára afmæli um þessar mundir. En svo rifjast það upp að Guðmundur var um tvítugt þegar ég var enn að kjaga milli þúfnanna í Rima- kotstúni. Svona líður tíminn. Og það eru miklar mannlífsbreyt- ingar sem Guðmundur hefur upp- lifað á tæpri öld. Guðmundur fæddist 17. október 1893 á Ljótarstöðum f A-Landeyj- um. Foreldrar hans, Jónas Jónas- son og Ragnheiður Halldórsdóttir, ættuð af Skeiðum, hófu búskap í Hólmahjáleigu í sömu sveit árið 1895. Fyrir ræktunarbyltingu var þetta ekki kostajörð, landlítil og fylgdi ekki fjara sem flestum sjó- bæjum, sem svo voru nefndir. En með ráðdeild og vinnusemi var heimilið jafnan vel bjargálna og aflögufært þó mannmargt væri. Þá færði það mikla björg í bú, bæði í Hólmahjáleigu og öðrum bæjum, að Jónas var í fjölda ára aflasæll formaður við Sandinn og úti í Eyjum. Var það happ fyrir föður minn að hann réðst í skip- rúm til Jónasar á julið hans, Svan- inn. Man ég óljóst að eitt kvöld var talað um 80 í hlut. Þá var kátt í kotinu. í þá daga var ekkert sótt í sjóði eða tryggingar, en yrði maður veikur á einhverjum bænum var óðara kominn maður til að vinna nauðsynlegustu verkin. Væri flísar CERAMICHEspa Nýr stíll meö Cortesía Stærö: 31x31 cm Hvítar: Helsinki M/pálma: Vacanza Hvaö hefur gert ítalska fyrirtækiö Marazzi eitt virtasta og stærsta flísafyrirtæki í heiminum? Marazzi-verksmiöjurnar leggja mikla áherslu á listræna hönnun, rannsóknir og gæöaeftirlit. Marazzi framleiöir eitt mesta úrval flísa í heiminum í dag. Selt í 60 þjóölöndum og 5 heimsálfum. Nýjustu verksmiöjurnar eru staösettar i Dallas, Texas. Margar nýjungar í flisaframleiöslu koma fyrst frá Marazzi. Marazzi er í fararbroddi í framleiöslu á einhertum flísum. Marazzi-flísar öörum fremri. Einkaumboð á íslandi. Nýborg" ÁRMÚLA 23 SÍMI 8-67-55 mjólkurlaust var komið með mjólk frá nágrannabæjum, og svo mætti áfram telja. Svona var þessi óskipulagða samhjálp í þá daga. Ég var ekki hár i loftinu þegar ég fór að trítla á nágrannabæina Hólmahjáleigu og Önundarstaði. Mér, krakkanum, var tekið sem öllum öðrum af mikilli hlýju og gestrisni. Þá er ég kvaddi brást varla að Ragnheiður húsfreyja rétti mér böggul með góðgæti í og bað mig að færa móður minni; var þó aldrei matarlaust i Rimakoti. Nú henti mig það eitt sinn að fara án þess að kveðja, fannst kannski nóg um þessa gjafmildi þó ég nyti góðs af. Ég hafði ekki farið langt þegar kallað er til min að nema staðar. Ragnheiður er komin og þá í eina skiptið talar hún til mín i mildum áminningartón: Þetta mátt þú aldrei gera, að fara án þess að kveðja og fáðu henni mömmu þinni þetta frá mér. — Svona var Ragnheiður i Hólma- hjáleigu, sú góða kona. — Ragn- heiður andaðist 29. sept. 1932, 71 árs að aldri, Jónas dó i september 1935. - Þá tóku við búinu bræðurnir Guðmundur og Magnús og var fé- lagsbú til 1945, en þá fluttist Magnús og Sesselja frá Skiðbakka, kona hans, að Seífossi. Guðmund- ur hélt nú áfram búskap fram á árið 1953, er hann fluttist að Núpi í Fljótshlíð til Katrínar systur sinnar, sem er nýlátin. — Guðmundur er nú einn eftir sjö systkina og er þeirra elstur. Hon- um hefur ekki heldur verið fisjað saman, maður mikill að vallarsýn og hörkuduglegur fram á efri ár. Guðmundur var í fjölda ára formaður við Landeyjasand og einskonar flotaforingi í austur- hluta sveitarinnar, Guðjón í Hall- geirsey að vestan. Guðmundur tók við formennsku á Svan 1924 af föður sínum. Um 1930 fékk hann vorbát með tveim öðrum, sexróinn, og aflaði oft vel. Báturinn hét Bára og var gott sjó- skip. Bára fauk í ofsaveðri og brotnaði í spón. Ekki lét Guð- mundur þetta á sig fá, heldur fékk sér bát í Eyjum. Þetta var léttbát- ur sem sá nafnkunni skipasmiður Ólafur Ástgeirsson breytti í sex- æring. Einn róður fór ég með Guð- mundi. Það var einn fagran vor- morgun í maí. Skammt undan landi hlóðum við bátinn. Var þá farið í land til að „kasta af sér“ sem kallað var. Formaður sendi mig til bæja til að safna hestum og flytja aflann úr sandi. Mér er sagt, að þá er ég kom á glugga í Hólmahjáleigu fyrir rismál, hafi ég tekið svo til orða: Góðan dag. Það eru aflabrögðin. Það voru orð að sönnu því Guðmundur þríhlóð þennan dag og fékk 52 í hlut af vænum þorski. Guðmundur fór síðastur for- manna í Landeyjum á eigin bát til Vestmannaeyja vorið 1940. Og síð- astur formanna við Landeyjasand setti hann bát sinn í naust. Loka- róðurinn var farinn 30. júní 1948. Ekki er ég frá því að ýmsum sem ekki þekktu Guðmund í Hólmahjáleigu hafi þótt hann obbolítið hrjúfur við fyrstu kynni, talaði öngva tæpitungu og dró ekki af rómnum ef svo bar undir. En þetta var bara ytra borðið, hann er sama ljúfmennið og systkini hans voru, greiðvikinn með afbrigðum og vill öllum vel. — Á góðri stund datt Guðmundi varla í hug að forsmá gjafir Bakk- usar, en aldrei gerðist hann þeim kóngi undirgefinn. Guðmundi var víðs fjarri að tvínóna við hlutina. Ég nefni eitt dæmi. Haustið 1918 vildi svo vel til að sandur fauk á Rimakots- engjarnar, svo faðir min áleit þær ónýtar um sinn og brá á það ráð að verða sér úti um annað jarð- næði. Guðmundur fréttir þetta fyrstur manna, leggur á hest að liðnum degi og ríður sýsluna á enda þá um nóttina og léttir ekki fyrr en hann hittir jarðareiganda og falar kotið til kaups og það semst með þeim. Þannig vannst tvennt: Faðir minn fékk betri og stærri jörð til ábúðar, raunar með ótryggum leigumála. Hólmahjá- leigumenn fengu góða aukningu á landrými til eignar og rekafjöru að auki. — Guðmundur hefur hin síðari ár átt heimili í Hveragerði. Um leið og ég óska honum velfarnaðar á þessum merku tímamótum, vil ég jafnframt láta í ljós þá ósk að hann megi eiga allnokkur góð ár enn í ríki Gísla í Ási, hins óbilandi forsvarsmanns okkar sem skipum hina öldruðu sveit. llaraldur Guðnason RAFHITARAR Sjálfvirkir, nákvæmir, vel einangraöir. Hagkvæm og heppileg lausn við rafhitun húsnæðis Vatniö hitað upp i geymi og því slðan hleypt út I ofnana. Ymsar stæröir fáanlegar. NEYSLUVA TNSHITA RA R Fljótvirkir, sparneytnir — og pú velur hitastigið sjálfur. Fást I mismunandi stærðum. KYNNTU ÞÉR VERD OG GÆDI. RAFHA —VÖRURSEM ÓHÆTTERAD TREYSTA. Verslunin Rafha, Austurveri, Héaleitisbraut 68. Simar: 84445,86035 Hafnarfjöröur, simar: 50022,50023,50322.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.