Morgunblaðið - 30.10.1983, Page 45

Morgunblaðið - 30.10.1983, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 93 V SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI _ FÖSTUDAGS jsLm>rK~inrJ'/j ir Misskilningur er versti skilningur sem til er Valtýr Guömundsson skrifar: „Ágæti Velvakandi. Hélt að ofbeldisdýrkun væri lið- in tíð“ var fyrirsögn að greinar- korni Rakelar Sigurðardóttur hér í þættinum 8. sept. sl. — og átti víst að heita svar við línum þeim, sem ég ritaði hér í þennan mála- flokk blaðsins 27. ágúst, ef ég man rétt. Þetta skrif frúarinnar var reyndar þrungið eintómum mis- skilningi og þess vegna best til þess fallið að „detta upp fyrir“, eins og það er kallað, en misskiln- ingur er sá versti skilningur, sem til er, eins og kerlingin sagði, enda full þörf á að leiðrétta slíkt eftir bestu getu. Þessi grein mín fjallaði um jafnréttismál yfirleitt og var ég þeim sannarlega fylgjandi á allan hátt eins og vera ber, en deildi hins vegar lítið eitt á forréttindi, hvaða nafni sem þau nefnast, og vonaði um leið að þau kæmust veg allrar veraldar sem allra fyrst. Þetta taldi Rakel bull og vit- leysu eina, sem ekki væri á nokk- urn hátt svara verð. Eigi var það heldur ætlun mín að þessu yrði svarað, langt í frá, né heldur sett á blað til að valda misskilningi á neinn hátt, því að jafnrétti er al- veg sjálfsagt, en forréttindi hins vegar fyrir neðan allar hellur að mínum dómi. Sömu laun fyrir sömu vinnu, og því ekki það! Eng- inn hlutur er réttlátari. ÍHéluKfbeldisdýrk- un væri liðin tíð Kakel Si|tut**r d®nir nkriÍAr: Velvakandi. I»e«ar var litil stelpa lenti ég stundum i áflogum viö ■trákib Undantekninuarlaust beiö pá l-wri hlut. bannig lærði ég meft_ Þetta hélt é* að IslendinRum hefði tekist. Hélt jafnvel líka aö hað ætti sér kannski sORuleRa for- sendu i starfi Jóns Sigurðssonar forseta sem barðist fyrir sjálf- stæði okkar með orðum en ekKi frumstæðara sönuskeiði - petta tal «æti verið alvara samtio- arinnar. O* ég fagnaði pví. Tilefni pessara hugleiðinga minna er mynd sem birtist I Vel- akanda pann 27. ágúst af stæði- Svo er það gamli málshátturinn, er ég gat um, að sjaldan valdi einn þá tveir deila. Þetta er ekki mín hugarsmíð, heldur ævaforn stað- reynd, hert í glóðum reynslunnar, og verður ekki hrakin með einu pennastriki, þótt frávik kunni að vera í stöku tilfellum, og á það að sjálfsögðu jafnvel við um bæði kyn, eins og gefur að skilja. Auð- vitað ritaði ég greinarstúf þann er að framan getur einungis til þess að gera tilraun í þá átt að velta steini úr götu þeirra kvenna sem búa við óréttlæti í þjóðfélaginu, varðandi launamál og annað slíkt. Satt að segja að ég hélt einhver góð sál myndi rétta mér hjálpar- hönd, jafnvel tvær, en það fór nú á annan veg, því miður. Þessi æva- forni skratti er búinn að liggja i götu kvenþjóðarinnar í þúsund ár, og enginn vandi að ryðja honum úr vegi með samstilltu átaki, slíkt er ekkert „bull“, eins og þar stend- ur. Vil ég svo að lokum nefna mynd þá er fylgdi umræddri grein og hneykslaði frúna svo mjög. Það var nú ekki ég, sem valdi hana eins og gefur að skilja, heldur rit- stjóri þáttarins, sem hvergi vill vamm sitt vita, enda valdi hann þessa mynd einungis til þess að sýna fólki hvernig það á ekki að haga sér, eins og t.d. þegar sett er á filmu hegðan ofdrykkjulýðs, ekki til þess að hvetja neinn til heilsuspillandi athafna, heldur til að lýsa sem best þeirri hættu, er fylgir því að ganga út á slíka óheillabraut, og reyna að forða mönnum frá henni. Þess vegna finnst mér að umrædd mynd sé langt frá því að vera „ofbeldis- dýrkun“, heldur þveröfugt, og hið sama gildir um línur þær sem ég ritaði hér í Velvakanda 27. ágúst sl. í kristilegri trú á gott málefni. Með innilegri kveðju.“ Skatturinn vegur að rót- um þýðingar- mestu grunn- stofnunar þjóðfélagsins — heimilisins Sjómannskona skrifar: „Velvakandi. Eitt er það skattamálefni, sem undrun sætir hve lengi á að liggja í láginni. Það er ömurlegt misrétti að heimilum landsins skuli herfilega mismunað á skattaálögum eftir því hvort bæði hjón vinna úti eða ekki. Þeim húsmæðrum, sem eru heima- vinnandi, oft með mörg börn og mikla ólaunaða vinnu, er refsað með því að þær fá enga hlutdeild í laun- um eiginmannsins. Lendir hann því í hærra skattahlutfalli og bera slík heimili þvf þyngri byrði en nágrann- inn, þar sem bæði hjón vinna úti. Þjóðhagslega er þetta líka rangt. Þetta veldur því að konur vilja helst ekki starfa á heimilunum. Skattur- inn vegur að rótum þýðingarmestu grunnstofnunar þjóðfélagsins, heim- ilisins. Auk þess fylgir meiri kostn- aður þeim konum, sem vinna úti, því þá verður þjóðfélagið að verja miklu fé í dagheimili fyrir börnin. Hið rétta væri því að útivinnandi hjón ættu í reynd að greiða hærri skatt en heimilsvinnandi hjón. Þó er þessu öfugt farið. Bæði formaður Sjálfstæðisflokks- ins og Albert fjármálaráðherra lof- uðu fyrir kosningar að bæta úr þessu. Auk þess þingmenn úr öðrum stjórnmálaflokkum. Sögðu þeir að rétt væri að skipta tekjum milli hjóna fyrir skattlagningu. Átti þetta að gerast á þinginu í vetur en ekkert sést enn frá þeim. Nú er vitað að í heild skiptir þetta ekki miklu máli fyrir ríkissjóð. En þetta er mjög tilfinnanlegt réttlæt- ismál. Vilja Geir og Albert vinsam- lega svara þessu málefni hér í blað- :nu?“ „Auk þess fylgir meiri kostnaður þeim konum, sem vinna úti, því þá verður þjóðfélagiö að verja miklu fé í dagheimili fyrir börnin." SIG6A V/öGA £ AiLVtRAU Talskólinn Næstu framsagnar- og taltækninámskeið hefjast 14. og 15. nóvember. 5 vikur, 20 kennslustundir. Innritun og upplýsingar í skólanum og í síma 17505 mánudag til föstudags kl. 15.00—19.00. Þeir sem þegar hafa pantað vinsamlegast staðfestið um- sóknir í síðasta lagi fyrir 7. nóvember. Ath.: Nýtt símanúmer skólans er 17505. Talskólinn, Skúlagötu 61, Gunnar Eyjólfsson. SPARISKIRTEINIRIKISSJOÐS: sólugengi miiai vii 4,5% vexti umlram verilr pr. 100 kr. 1. FLOKKUR 2. FLOKKUR Útg. SoTugengi pr. 100kr. 4,5% vextir gilda til Sölugengi pr. 100kr. 4,5% vextirgildatil 1970 _ _ 16.085 05.02.84 1971 14.029 15.09.1985 - - 1972 12.961 25.01.1986 10.516 15.09.1986 1973 8.058 15.09.1987 7.839 25.01. 1988 1974 5.099 15.09.1988 - - 1975 3.814 10.01.1984 2.826 25.01.1984 1976 2.554 10.03.1984 2.134 25.01.1984 1977 1.848 25.03.1984 1.564 10.09. 1984 1978 1.253 25.03.1984 999 10.09.1984 1979 860 25.02.1984 647 15.09 1984 1980 574 15.04.1985 444 25.10.1985 1981 381 25.01 1986 284 15.10.1986 1982 266 01.03.1985 198 01.10.1985 1983 153 01.03.1986 ~ VEÐSKULDABRÉF VERÐTRYGGÐ ÓVERÐTRYGGÐ Með 2 qialddöqum á án Láns- timi ár: Sölu- gengi Vextir Ávóxtun umfram verötr. Söluqenqi Soluqen 3' 18% ársvextir 20% ársvextir HLV" 18% ársvextir 20% ársvextir HLV" 1 95,18 2 9 79 80 89 72 73 83 2 92,18 2 9 67 69 82 60 62 75 3 90,15 21/2 9 58 60 75 51 53 68 4 87,68 21/2 9 51 53 69 44 46 61 5 85,36 3 9 47 49 67 41 43 59 6 82,73 3 91/4 7 80,60 3 91/4 Athugið að solugengi veðskuldabréfa er háð 8 77,72 3 91/2 gjalddögum þeirra og er sérstaklega reiknað ut 9 75,80 3 91/2 fyrir hverl bréf sem tekið er i umboössölu 10 72,44 3 10 1) Hæstu leyfilegu vextir Með 1 qjalddaqa á ári Kaupþing hf. reiknar gengi verðbréfa daglega «"'eSSa,« iVextir umlr verðtr 1% 4,5% 9-10% Getur bú ávaxtað betur bitt pund? Notfærðu þérþá möguleika sem verðbréfaviðskipti bjoða. - þú verðtryggir sparife þitt og getur fengiö allt að 10% arsvexti þar ofan á - vaxandi verðbréfaviðskipti auðvelda endursölu verðbreta ef þú vildir losa fé fyrr en þú ráðgerðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.