Morgunblaðið - 04.12.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 04.12.1983, Síða 1
Ove Rainer 50 Sydney 62/63 Pottarím 68 Þorvaldur Skúlason 70/75 Karnabær 71/74 Á drottins degi 78 Mannlíf 82/83 Sunnudagur 4. desember Myndasögur 86 Skák/ bridge 86 Á förnum vegi 87 Dans/ bíó/ leikhús 88/91 Velvakandi 92/93 Kvikmyndir 94/95 Almenna bókafélagið hefur gefið út bókina „Bjarni Benediktsson í augum samtíðarmanna". Þar eru birtar sextán ritgerðir og svipmyndir úr svi eins mesta stjórnmálaleiðtoga íslendinga á þessari öld. Ólafur Egill annaðist útgáfuna. Morgunblaðið hefur fengið leyfi til að birta kaflann „Bernskuheimili og uppvaxtarár“, sem ritaður er af Ólöfu Benediktsdótt- ur, systur Bjarna. Fjölskyldan á Skólavöröustíg 11A. L'ó*m K,ku' (F.v.): Sveinn f. 1905, Olöf f. 1919, Ragnhildur f. 1913, Benedikt Sveinsson, Bjarni f. 1908, Guðrún f. 1919, Guörún Pétursdóttir, Kristjana f. 1910 og Pétur f. 1906. Bjami Benediktsson Bemskuheiniili og uppvaxtarár Foreldrar mínir bjuggu allan sinn búskap, rúm 50 ár, á Skólavörðustíg 11A og í því húsi fædd- umst við systkinin öll. Höfðu þau keypt húsið af Ólafíu Jóhannsdóttur, bróðurdóttur Þorbjargar Sveinsdóttur ljósmóð- ur. Hafði Þorbjörg látið byggja húsið sem var úr timbri nokkrum árum fyrir andlát sitt. Sjálf hafði hún lengst af búið í steinbænum neðan við timburhúsið og þar bjó Benedikt Sveinsson alþingismaður og sýslumaður, bróðir hennar, oft meðan hann var á þingi. Hann dó hins vegar í stofunni heima árið 1899 en þær frænkur voru þá fluttar í nýja húsið. Húsinu fylgdi stór lóð er náði frá tugthúsinu upp að Skólavörðustíg 15, auk annarra lóða við Klapparstíg, og að hús- eign Davíðs sem kenndur var við Stöðlakot og bjó þar sem nú er Vegamótastígur 9, og aðskildi að- eins grindverk þessar lóðir. Há- bær sem nú hefur verið fluttur upp að Árbæ var við enda Kál- garðsins norðaustan megin. Auk timburhússins og litla bæjarins eins og við kölluðum hann alltaf fylgdi fjós fyrir 5—6 kýr og sam- byggð hlaða og hesthús. Aldrei ráku foreldrar mínir þó neinn búskap, ef frá er talin rófna- og kálrækt og fyrr meir hænsnarækt Stúdent árið 1926. til heimilisþarfa, en leigðu oft úti- húsin. Seinast hafði Árni Gíslason sem þá bjó í kjallaranum á Skóla- vörðustíg 11A fjósið og önnur úti- hús á leigu. Var það kringum 1930. Bærinn var alltaf leigður en for- eldrar mínir bjuggu þar aldrei sjálf. Á fjósloftinu var líka búið þar til fjósið var rifið laust eftir 1930. Fyrstu búskaparárin leigðu foreldrar mínir hluta af timbur- húsinu en er börnunum tók að fjölga bjuggu þau í því öllu. Þetta væri ekki talið stórt hús á nútíma- mælikvarða en aldrei fannst mér þröngt um okkur og alltaf var SJÁ BLS. 58-59-60. LJósm. Jón Dahlmann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.