Morgunblaðið - 04.12.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 50 Frá Pétri Péturwyni, fréttamanni Morgunblaðains í Lundi. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar í Svíþjóð fjallað mikið um skatta og fjármál dómsmálaráðherra í ríkisstjórn jafnaðarmanna sem komu til valda eftir kosningar sl. haust. Dómsmálaráöherrann, Ove Rainer, var áöur póstmálastjóri og á að baki glæstan feril sem embættismaður. Honum hafa verið falin trúnaðarstörf af ýmsu tagi og var hann m.a. formaður stjórnskipaðrar nefndar um kjarnorkuver þegar þau mál voru efst á baugi fyrir nokkrum árum. Vegna þeirra uppljóstrana sem fram hafa komið, ein eftir aðra, sagði dómsmálaráðherrann af sér 9. nóvember sl. Olof Palme forsætisráðherra, sem er persónulegur vinur ráðherrans fyrrverandi, fannst of hart gengið að honum, einkum þar sem allir viðurkenndu að maðurinn hefði ekki framið neitt lagabrot. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir lágu, þá gerði hann Ove Rainer daginn eftir að dómara í hæstarétti og vildi á þann hátt sýna aö traust sitt á honum væri það sama, og koma í veg fyrir að mannorð hans yrði á nokkurn hátt skert. Það sem varð honum að falli voru upplýsingar sem blaðamenn birtu um að hann hefði árið 1981 ekki borgað nema um það bil 10% af tekjum sínum í skatt. Hann hafði fengið 15 milljóna sænskra króna lán hjá PK-bankanum þar sem hann sjálfur sat í stjórn og vextina af því láni notaði hann til frádráttar á skatti sem hann annars hefði þurft að borga af sölu mikils magns af verðbréfum. Rainer skýrir sína hlið á málinu fyrir blaðamanni. Ove Rainer Olof Palme og Rainer á blaðamannafundi, þar sem skýrt var frá afsögn hans sem dómsmálaráðherra. Þetta fannst mörgum gömlum og góðum sósíaldemókrötum nóg um og gagnrýnar raddir heyrð- ust strax úr röðum þeirra. Blöð sósíaldemókrata hafa ekki verið þau mildustu í dómum sínum um mál fyrrverandi ráðherrans. Bent var á, að það væri mjög óhagstætt fyrir flokkinn að sitja uppi með slíkan ráðherra þegar ríkisstjórnin er nú að herða áróður sinn fyrir sparnaði og betra siðgæði í skattamálum. Siðferðisreglur bankans voru einnig settar undir smásjá, eink- um þar sem Ove Rainer var sem póstmálastjóri og forstjóri póstgíróþjónustunnar stærsti viðskiptavinur PK-bankans. Bankaeftirlitið tók málið tii at- hugunar en við það sat í nokkra daga. Segir af sér stöðu hæsta- réttardómara eftir 10 daga En fjölmiðlar héldu áfram að hafa áhuga á fjármálum ráð- herrans sem nú var orðinn dóm- ari í hæstarétti sem er mjög virðulegt embætti hér í Svíþjóð sem annars staðar. Það kom í ljós, að auður Ove Rainers hafði ekki komið frá arfi eftir föður- bróður hans eins og gefið hafði verið í skyn áður. Hér var á ferð- inni milljóna gróði af verslun með hlutabréf í ársbyrjun 1982, þar sem lánið frá PK-bankanum var einn liður í því að sleppa við skatt. Ekki var aðeins um eitt stórlán að ræða, heldur tvö. Arf- urinn, sem Ove Rainer hafði fengið, var aðeins 101 þús. skr. Þetta var það „startkapital" sem með hjálp ráðgjafa og PK-bank- ans gaf Rainer fleiri milljónir í aðra hönd á nokkrum mánuðum. Hann keypti upp öll hlutabréf dánarbúsins af ættingjum sínum og einnig tengd verðbréf í Sviss og seldi skömmu seinna með stórgróða. Þeim gróða tókst hon- um að koma undan skatti með því að sýna á skattskýrslu allan gróðann kominn frá sölu verð- bréfanna sem fylgdu dánarbúinu sem aðeins 40% skatt þarf að borga af. Til þess nú að koma sér hjá að borga skatt einnig af þessum 40%, fékk hann stórlán (til þess að geta dregið vextina frá skatti sem því nam). Skatta- málasérfræðingar ræða nú sín á milli hvort hér sé um að ræða skattsvik eða ekki. En allt um það, skattaskýrsla ráðherrans fyrir árið 1982 var samþykkt af skattayfirvöldum og ekki hefur enn verið bent á lögbrot í þessu sambandi. Það voru þó ekki svissnesku hlutabréfin sem fengu hæsta- réttardómarann Ove Rainer til að segja af sér, heldur sú niður- staða bankarannsóknanefndar- innar að bankastjóra PK-bank- ans bæri að áminna fyrir að veita honum þessi lán án þess að fá til þess heimild bankaráðs fyrst. Af tillitssemi við stöðu og hlutverk hæstaréttar tók hann þá ákvörðun að segja af sér. Forsætisráðherra harðlega gagnrýndur Þetta mál er nú orðið stórpóli- tískt í Svíþjóð. Flestir eru sam- mála um að það hafi verið fljót- færni hjá Olof Palme forsætis- ráðherra að skipa Ove Rainer í stöðu hæstaréttardómara svo fljótt og áður en bankarann- sóknanefndin hafði kannað lána- mál hans. Bent hefur verið á, að Palme hafi svo sterka stöðu inn- an stjórnarinnar að hann geti Skattsvik kostuðu hann ráðherradóm og dómarasæti í hæstarétti ráðið málum án þess að ráðfæra sig við samráðherra sína. Úr röðum sósíaldemókrata heyrast mjög gagnrýnar raddir og stjórnarandstöðublöðin hafa jafnvel gengið svo langt að krefj- ast þess að hann segi af sér. Vegna tilmæla frá stjórnar- andstöðunni hefur stjórnlaga- nefnd þingsins tekið þessa emb- ættisveitingu til athugunar. Palme hefur varið gerðir sínar með því að segja að á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir lágu hafi ekkert mælt á móti þessari veitingu — en segir að hefði hann vitað hvernig í öllu lá, mundi hún ekki hafa komið til greina. Segir hann að Rainer hefði átt að segja sér frá hluta- bréfakaupunum í Sviss áður, en það hafi hann ekki gert. Rainer segir aftur á móti að hann hafi gert það. Starfsmenn ráðuneyt- isins sem viðstaddir voru við- ræður þeirra tveggja styðja framburð forsætisráðherrans. Án dóms og laga Ove Rainer, sem er lögfræð- ingur að mennt, hefur stöðugt lagt á það áherslu, að hann hafi ekki framið neitt lögbrot og verði ekki dæmdur eftir öðru en lögunum. Hann taldi í upphafi, að fjármál sín væru einkamál og öðrum óviðkomandi, þar á meðal fjölmiðlum. í kjölfar þessara at- burða hafa risið umræður um siðferði í fjármálum og skatta- málum og margir hafa spurt hvort ætlast sé til að frammá- menn í opinberum stöðum og stjórnmálum séu fyrirmynd annarra og skuli dæmdir eftir öðrum siðferðisreglum í þessum málum en aðrir. Forsætisráð- herrann hefur gefið í skyn að við slíku verði menn í ábyrgðarstöð- um að búast og Ove Rainer segir í blaðaviðtölum að hann hafi komist að raun um að skattamál ráðherra séu ekki einkamál. Samráðherrar hans hafa gert honum grein fyrir því nú síðustu vikurnar. Að frátöldum forsæt- isráðherranum hafa fáir innan fylkingar sósíaldemókrata varið Ove Rainer. Hann á sér heldur ekki langa sögu sem meðlimur hreyfingarinnar og er ekki tengdur neinum sérstökum armi hennar. Eftir síðustu atburði stendur hann hinsvegar einn og óskar nú þess eins að fá að vera í friði. Hann hefur leitast við að gera grein fyrir afstöðu sinni til þessara mála í viðtölum við sjón- varp og blaðamenn og greinilegt er að hann hefur ekki gert sér grein fyrir eða ekki viljað sætta sig við að prívatmál hans væru hluti af refskák stjórnmálanna þar sem fjölmiðlar leika oft að- alhlutverkið. Nýi dómsmálaráðherrann er aftur á móti gamall og gróinn jafnaðarmaður og hefur starfað lengi I flokknum. Blaðamenn hafa gert úttekt á skattamálum hans og komist að raun um að hann hefur greitt milli 50—60% af tekjum sínum í skatt. Hann á því að öllu óbreyttu fyrir sér lengri feril á ráðherrastóli en forveri hans. En hvort hæfni til að gegna dómsmálaráðherra- embætti fer eftir skattskýrslu er aftur annað mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.