Morgunblaðið - 04.12.1983, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
SVIPMYND Á SUNNUDEGI
Þegar allt moldviðrið hafði
lægt voru frjálsir demókratar
enn í stjórninni, en nú með
kristilegum demókrötum og
bróðurflokki þeirra í Bæjara-
landi (flokki Frans Josef
Strauss) undir stjórn Helmut
Kohl, hins nýja kanslara lands-
ins. Lambsdorff hélt embætti
sínu sem efnahagsmálaráð-
herra.
Þessi hrossakaup urðu frjáls-
um demókrötum dýrkeypt.
Flokkurinn snartapaði fylgi á
meðal kjósenda og var um tíma
við það að lognast út af, þar
sem flokkur þarf a.m.k. 5% at-
kvæða til að komast á þing.
Ráðherrann
í þungum
þönkum
í þinginu.
Nokkrir af frammámönnum
flokksins söðluðu um og gengu
til liðs við sósíaldemókrata og
aðrir stofnuðu nýjan flokk, sem
ekki náði að koma undir sig fót-
um. Þrátt fyrir að ár sé nú liðið
frá stjórnarskiptunum gera
frjálsir demókratar enn ekki
betur en að hanga í þeim 5%,
sem þeim eru nauðsynleg.
Af aðalsættum
Lambsdorff fæddist þann 20.
desember 1926 inn í aðalsfjöl-
skyldu og fékk titilinn greifi
strax við fæðingu. Fjölskylda
hans er vel þekkt í V-Þýska-
landi og á rætur að rekja allt
aftur til 13. aldarinnar. Fullu
nafni heitir hann Otto Fried-
rich von der Wenge Graf
Lambsdorff. Fjölskyldan hafði
aðsetur í Rínarlöndum, en
sjálfur telur Lambsdorff sig
Berlínarbúa. Hann er kvæntur
og á þrjú börn.
Eftir hefðbundna skólagöngu
lagði Lambsdorff stund á laga-
nám, réðst síðan í þjónustu
banka og komst fljótt til met-
orða. Þaðan lá leið hans yfir í
tryggingaviðskipti. Hann gekk í
flokk frjálsra demókrata árið
1951, en það var ekki fyrr en
1968, að Walter Scheel, þáver-
andi forseti sambandslýðveld-
Otto
Lambsdorff
Mál Otto Lambsdorff,
efnahagsmálaráðherra
v-þýsku stjórnarinnar, hef-
ur vakið mikla athygii und-
anfarna daga. Ráðherrann
er sakaður um að hafa þeg-
ið mútur frá stórfyrirtæki
og veitt því skattaívilnanir í
staðinn. Sjálfur neitar ráð-
herrann öllum ásökunum
og segist ekki hafa þegið
eyri frá Flick, en svo nefn-
ist fyrirtækið.
Til þessa hefur ekki verið
hægt að ákæra ráðherrann þar
sem hann nýtur þinghelgi.
Þingskaparnefnd v-þýska
þingsins samþykkti á fimmtu-
dag, að hann yrði sviptur þing-
helgi og þá átti einungis eftir
að fá samþykki neðri deildar
þingsins. Hún ákvað á föstudag
að snúast á sveif með þingskap-
arnefndinni og kann ráð-
herrann því að standa frammi
fyrir ákæru um mútuþægni áð-
ur en langt um líður.
Camalt mál í hámæli nú
Þótt Flick-málið sé nú í há-
mæli er það ekki nýtt af nál-
inni. Lambsdorff lenti í kröpp-
um dansi í janúar 1981 vegna
þessa sama máls. Var honum
borið á brýn að hafa þegið
mútufé frá Flick-fyrirtækinu
og látið það renna í sjóði
frjálsra demókrata. Þá, sem nú,
neitaði ráðherrann öllum slík-
um ásökunum, en í þessari viku
dró heldur betur til tíðinda.
Saksóknarinn í Bonn til-
kynnti á þriðjudag, að hann
myndi gera allt, sem í hans
valdi stæði, til þess að leggja
mætti fram ákæru á hendur
Lambsdorff vegna gruns um
Otto
Lambsdorff,
efnahags
málaráðhorra
V-Þýskalands
aðild hans að mútumáli. Mál
ráðherrans hefur vakið feiki-
lega athygli því þetta mun í
fyrsta sinn í sögu sambandslýð-
veldisins, að ráðherra í emb-
ætti er ákærður um alvarlegt
athæfi.
Það var einmitt Lambsdorff,
sem hratt af stað deilumáli því
er síðar leiddi til slita á sam-
vinnu frjálsra demókrata og
sósíaldemókrata í stjórn
V-Þýskalands. Saman höfðu
þessir flokkar setið í stjórn í 13
ár, er endi var bundinn á sam-
starf þeirra í september í fyrra.
Óhagganlegar kröfur hans um
niðurskurð í útgjöldum stjórn-
arinnar til velferðarmála á
sama tíma og almenningur átti
í vök að verjast vegna versn-
andi lífskjara mynduðu gjá í
stjórnarsamstarfinu, sem ekki
varð brúuð.
isins, bað hann að taka að sér
gjaldkeraembætti flokksins.
Hann komst á þing 1972 í
fyrstu tilraun og varð um leið
talsmaður flokksins í efna-
hagsmálum í neðri deild þings-
ins. Hann tók síðan við af Hans
Freidrichs í embætti efna-
hagsmálaráðherra 1977 og hef-
ur haldið því embætti síðan
þótt nú séu blikur á lofti.
Fylgismaður einkaframtaks
Fram til þessa hefur Otto
Lambsdorff verið einlægur
fylgismaður einkaframtaks,
fjárhagslegs aðhalds og hinnar
dæmigerðu þýsku vinnusemi
þau sex ár, sem hann hefur set-
ið í ráðherrastóli. Lambsdorff
hefur alla tíð verið íhaldssamur
í skoðunum og hefur ekki hikað
við að gagnrýna stórfyrirtæki
eða verkalýðsfélögin finnist
honum einkaframtakinu, sem
hann þakkar endurreisn V-
Þýskalands eftir síðari heims-
styrjöldina, ógnað. Hann er
sem fyrr segir 57 ára gamall,
gengur við staf og hrokkið hár-
ið er tekið að þynnast. Stafinn
notar hann sökum þess að taka
varð af honum annan fótinn
vegna áverka, sem hann hlaut í
síðari heimsstyrjöldinni.
Þegar olíukreppan var í al-
gleymingi árið 1973 var Lambs-
dorff harðorður í garð þeirra,
sem gagnrýndu einkaframtakið
hvað mest. Kvað hann and-
stæðinga þess vera fyrstu menn
til að hlaupa upp undir pilsfald
ríkisstjórnarinnar um leið og
róðurinn þyngdist. Hann hældi
jafnframt Karl Schiller, þáver-
andi efnahagsmálaráðherra, á
hvert reipi fyrir að láta ekki
undan þrýstingi um að grípa til
verndaraðgerða, sem hann
sagði myndu „hafa bundið enda
á alla samkeppni".
„Engin þjóð heims var jafn
fljót að rétta úr kútnum á jafn
átakalausan hátt og V-Þýska-
Iand,“ sagði Lambsdorff. „Þetta
er lærdómur, sem ekki má
gleymast. Við ættum að varast
að halda að skrifstofubáknið sé
betur í stakk búið til að mæta
kreppuástandi en einkafram-
takið."
1933983
í TILEFNI (50| AFMÆLIS
Y^ÁRAV
Sýnum nú í fyrsta sinn BMW 524 Turbo
diesel, og BMW 300 4 dyra.
Frá Renault sýnum við nýjasta
bílinn, Renault 11.
Ennfremur kynnum við aðrar gerðir
ÐMW og Renault bifreiða. Lítið við,
skoðið bílana og þiggið kaffi. _
Kynning á
Don QrO
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
Pedro
kaffi
Fengu greitt
fyrir að stytta
sér leið
San Francisco, 29. nóvember. AP.
AÐ SÖGN lögfraeöingsins Melvin
Belli, sem ráðinn var af um 50 aðil-
um, sem misstu ættingja sína þegar
kóreska farþegaþotan var skotin
niður í sovéskri lofthelgi í haust,
fengu flugstjórar kóreska flugfélags-
ins greiðslur undir borðið fyrir að
stytta sér leið um sovéska lofthelgi
til þess að spara eldsneyti. Allir far-
þegar þotunnar, 269 manns, fórust í
irásinni.
„Eiginkonur flugstjóranna, þar
á meðal ekkja eins þeirra sem
fórst í árásinni, hafa sagt mér, að
þær hafi verið dauðskelkaðar
vegna þessa,“ sagði Belli í viðtali
við AP-fréttastofuna. Talsmaður
kóreska flugfélagsins, KAL, sagði
ummæli Belli á sandi byggð. „Það
er út í hött að halda því fram að
flugfélagið fórni fjölda mannslífa
fyrir fáeina bensíndropa."
Belli heldur fast við sitt og seg-
ir: „Upplýsingar mínar hef ég ekki
einvörðungu frá eiginkonum flug-
stjóranna heldur víðar að. Það er
staðreynd, að vélar félagsins flugu
reglulega inn í sovéska landhelgi,
flugstjórarnir gerðu sér fulla
grein fyrir því og fengu að auki
greitt fyrir það.“
Lögfræðingurinn hyggst fara
fram á skaðabætur frá 750.000 til
5 milljóna dollara (21—140 millj.
ísl. króna) í bætur fyrir hvern
skjólstæðing sinn.