Morgunblaðið - 04.12.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
55
hannaður af
Göran Wárff.
Kristall og kertaljós
— Kyrrlát fegurð
Póstsendum
KOSTA BODA
Bankastræti 10. Sími 13122
ALIiEAFÁ ÞRIÐJUDÖGUM
BECKENBAUER
FJALLAR UM
KNATTSPYRNUNA
ÁRSÞING KSÍ
ÍÞRÓTTIR
HELGARINNAR
*
Itarlegar og spennandi íþróttafréttir
Málverkauppboð annað kvöld:
Verk eftir flesta gömlu meist-
arana í íslenskri myndlist
VERK flestra gömlu meistaranna í
íslenskri myndlist eru meðal mál-
verkanna 105, sem boðin veröa upp
í málverkauppboði Guðmundar Ax-
elssonar í Klausturhólum annað
kvöld. Uppboðið fer fram í Súlnasal
Hótel Sögu annað kvöld, mánu-
dagskvöld, og hefst klukkan 20.30.
Málverkin eru til sýnis í dag milli
klukkan 13 og 18 í húsnæði Klaust-
urhóla í Breiðfirðingabúð við Skóla-
vörðustíg og á Hótel Sögu á morgun
milli 14 og 18.
Meðal þekktra listmálara, sem
eiga verk á uppboðinu að þessu
sinni eru eftirtaldir: Ásgrímur
Jónsson, Jóhann Briem, Jóhannes
S. Kjarval, Gunnlaugur Blöndal,
Jón Engilberts, Sveinn Þórarins-
son, Sverrir Haraldsson, Kári Ei-
ríksson, Hringur Jóhannesson,
Snorri Arinbjarnar, Jón Þorleifs-
son, Eyjólfur J. Eyfells, Finnur
Jónsson, Jóhannes Geir, Pétur
Friðrik, Karólína Lárusdóttir,
Eiríkur K. Jónsson, Magnús
Jónsson, Gunnar Þorleifsson,
Guðrún E. Halldórsdóttir, Gunnar
Hjaltason, Ágúst Petersen, Vil-
hjálmur Bergsson, Þorvaldur
Skúlason, Jónas Guðmundsson og
Alfreð Flóki.
Meðal sérstakra verka á sýning-
unni má nefna blómamynd Gunn-
laugs Blöndal, sem máluð er í Par-
ís 1933, og einnig sagði Guðmund-
ur Axelsson í samtali við Morgun-
blaðið, að líklegt væri að nokkrar
þjóðsagnamyndir Ásgríms vektu
athygli, einnig Kjarvalsmyndirn-
ar og verk Jóhanns Briem, sem
ekki koma oft á málverkasölur.
Blómamynd eftir Gunnlaug Blön-
dal, máluð í París 1933, eitt
verkanna á málverkauppboðinu ann-
að kvöld.
Ný kynslóð . . .
NEC APC boöar
komu nýrrar_______
kynslóðar, vandaðra
tölva: hún er fyrsta
viðskiptatölvan sem
sameinar afl 16-bita
örtölvu með miklu
diskrými,_________
háupplausnar grafík
og góðu úrvali af
notendahugbúnaði á
verði sem öll fyrirtæki,
stór sem smá, hafa
efni á.
Framtíðartölvan . . . Verð frá 106.313.-
■ Byggö á nýjustu vélbúnaðartækni,
en ekki á sparnaðarsjónarmiðum
eins og flestar tölvur í sama
verðflokki. Hún hefur „alvöru" 16-
bita örtölvu, fyrir hraðvirkari vinnslu,
stærri og fullkomnari
notendahugbúnað og getur haft allt
að 640 KB aðalminni.
■ Háþróuð grafísk geta -
óviðjafnanleg grafísk upplausn upp
á 1024 x 1024 punkta, sem eru
innan hreyfanlegra skjásvæða
(glugga) þar sem 640 x 475 punktar
geta birst í einu. Byggt upp í
kringum Nec verðlauna samrásina,
7220, sem er öflugasta grafík
stjórnrás sem völ er á í dag, bæði
fyrir litagrafík og einlit.
■ Aukið gagnarými með tveim 8"
diskettudrifum, sem veita þér
tveggja milljón stafa geymslurými.
Að auki þá er APC ein af mjög fáum
16-bita tölvum sem bjóða upp á að
geta notað alla iðnaðarstaðlana af
8“ diskettum — og hún greinir öll
þessi formöt sjálfkrafa. Ef þér nægir
ekki 2MB geymslurými getur þú
valið á milli 10 og 20MB seguldiska
til viðbótar.
■ Val á stýrikerfum. APC getur
þjónað CP/M-86, MSDOS og
UCSD p-System. Sameinað 8“
diskettunum gerir þetta allan
flutning gagna og forrita til APC
miklu auðveldari en til nokkurrar
annarrar smátölvu á markaðnum.
Benco hf.
Bolholti 4 - PO Box 5076 -105 Reykjavík - Símar (91) 21945 og 84077.