Morgunblaðið - 04.12.1983, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.12.1983, Qupperneq 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 Hver sökkti „Sydney“? Voru Japanir þar aö verki, þremur vikum eftir árásina á Pearl Harbour? ÁSTRALSKA beitiskipið „Sydney“, sem gat sér það til frægðar að sökkva ítalska beitiskipinu „Bartolomeo Colleoni“ undan strönd Krítar í júní 1940, varð frægt að endemum vegna þess að það var eina herskipið, sem beið þau örlög í síðari heimsstyrjöldinni að þýzkt beitiskip dulbúið sem vopnað kaupskip sökkti því. Ástralska beitiskipið „Sydney" sem þýzka hjálparbeitiskipið ,,Kormoran“ sökkti vestur af Ástralíu 19. nóvember 1941. Flugþilfarið milli tveggja reykháfa skipsins sést greinilega. „Kormoran" sökk einnig. Nokkrir þeirra af áhöfn „Kormoran" sem komust lífs af (luttir í land í áströlskum kafbáti. Engum af áhöfn „Sydney“ varð bjargað. „Sydney", sem þannig varð fórn- arlamb eins hinna svokölluðu vík- inga- eða ræningjaskipa Þjóð- verja, sökk 19. nóvember 1941 vestur af Ástralíu og árásarskipið, hjálparbeitiskipið „Kormoran", skömmu síðar. Þetta er jafnframt eina dæmi þess úr stríðinu að við- ureign þýzks ræningjaskips og herskips lyktaði með því að bæði skipin sukku. í Berlín var því mjög haldið á loft í herstjórnar- tilkynningum að þrátt fyrir öfl- ugri vopn og meiri hraða „Sydney" hefði ástralska beitiskipið verið sigrað. Mönnum hefur gengið illa að skilja hvernig víkingaskip gat sigrað beitiskip hjálparlaust og afdrif „Sydney" eru ein mesta ráð- átan úr síðari heimsstyrjöldinni. nýrri bók er því haldið fram að Þjóðverjar hafi sökkt skipinu í samvinnu við Japani, sem þá höfðu ekki enn hafið þátttöku i stríðinu. Japanir gerðu ekki árás- ina á Pearl Harbor fyrr en tæpum þremur vikum eftir að „Sydney" var sökkt. HERFERÐ Herferð þýzkra árásarskipa gegn flutningum birgöaskipa Breta á úthöfunum náði hámarki á tímabilinu janúar til marz 1941. Þessum kafla stríðsins lauk með því að Bretar sökktu „Bismarck", síðasta herskipinu sem Þjóðverjar notuðu til árása á úthöfunum. Það var jafnframt nýjasta skip þýzka sjóhersins, stolt þess og voldug- asta herskip heims á þeim tíma og til þess að granda því urðu Bretar að beita tveimur flugvélamóður- skipum, þremur orrustubeitiskip- um, fimm orrustuskipum, 14 beiti- skipum og 21 tundurspilli. „Kormoran" og nokkur önnur þeirra hjálparskipa, sem Þjóðverj- ar dulbjuggu sem vopnuð kaup- skip, voru notuð til árása á Vest- ur-Kyrrahafi og Indlandshafi og þau náðu betri árangri á þessum slóðum en önnur árása- og ræn- ingjaskip Þjóðverja og ' héldu áfram aðgerðum eftir að „Bis- marck" var sökkt. Frægast þessara skipa var „Atl- antis", sem var undir stjórn Bernhard Rogge skipherra. Það sökkti alls 22 skipum, sem voru samtals 145.968 lestir. „Atlantis" sigldi 20 mánuði umhverfis hnött- inn og rændi eða sökkti 22 skipum, þeirra á meðal egypzka skipinu „Zamzam", sem flutti 138 banda- ríska farþega. Ljósmyndari „Life“ tók frægar ljósmyndir af vist far- þeganna um borð í þýzka sjóræn- ingjaskipinu og ljósmynd hans af því var notuð til að bera kennsl á skipið þegar Bretar sökktu því. „Thor“ sökkti 22 skipum eins og „Atlantis" og þau voru samtals 153.093 lestir. Metið setti „Pin- guin“, sem sökkti 33 skipum sem voru samtals 165.547 lestir. Brezka beitiskipið „Cornwall" hafði að lokum hendur í hári þessa skips og sökkti því undan Seychelles-eyjum vorið 1941. Sjóræningjaskipið „Michel" sökkti 17 skipum, sem voru samtals 121.994 lestir. „Kormoran" var 8.736 lestir, smíðað 1938 og hóf árásir sínar á úthöfunum 3. desember 1940. Það var undir stjórn Theodors Det- mers skipherra og auk „Sydney“ sökkti það eða rændi 11 skipum, sem voru samtals 68.274 lestir. Eitt sinn þegar „Kormoran" var miðja vegu milli Vestur-Afríku og Suður-Ameríku sökkti áhöfnin fjórum skipum, þeirra á meðal fíutningaskipinu „Eurylochus”, sem var á leið með flugvélar til vígstöðvanna í Norður-Afríku. Tvö brezk beitiskip, „Norfolk" og „Devonshire", reyndu að komast í tæri við „Kormoran", en þýzka árásarskipið komst undan. Ekkert þýzkt víkingaskip hlaut eins óvenjuieg örlög og „Kormor- an“. óvinaskip þess, „Sydney", hét sama nafni og ástralska herskipið sem grandaði frægasta árásar- skipi Þjóðverja í fyrri heimsstyrj- öldinni, beitiskipinu „Emden“, þegar það gerði árás á Cocos-eyjar á Indlandshafi, 9. nóvember 1914. „Sydney" var 6.980 smálestir og var vopnað átta 6 þumlunga fall- byssum, átta 4 þumlunga og átta 21 þumlungs og einni sjóflugvél. Hraði 32,5 hnútar. Áhöfnin hafði öðlazt mikilvæga reynslu í sjó- hernaði í erfiðum viðureignum við óvinaskip á Miðjarðarhafi. „Sydney" og „Kormoran" háðu einvígi sitt nálægt strönd Vestur- Ástralíu, út af svokölluðum Há- karlsflóa (Shark Bay). Þegar þýzka skipið var á siglingu síðla dags 19. nóvember 1941, um 300 mílur undan ströndinni skv. blaðafréttum á þessum tíma, varð áhöfnin skyndilega vör við „Syd- ney“, sem sigldi beint í áttina að því til þess að komast að því hvaða skip væri þarna á ferðinni. MERKJASENDINGAR Yfirmenn „Sydney“ höfðu greinilega ekki gert sér grein fyrir því að „Kormoran" var dulbúið beitiskip og fóru svo óviturlega að ráði sínu að krefjast þess að áhöfnin gæfi upp þjóðerni og heimahöfn samkvæmt riti Von der Portens um þýzka sjóherinn í síð- ari heimsstyrjöldinni (hann virð- ist styðjast við frásögn skipherr- ans, sem seinna sendi frá sér bók um aðgerðir skipsins). Þjóðverj- arnir reyndu strax að forða sér, en Detmers skipherra átti ekki ann- arra kosta völ en að skiptast á merkjasendingum við beitiskipið sem nálgaðist. „Kormoran" reyndi að tefja merkjasendingarnar og rugla „Sydney“ í ríminu til að losna úr klípunni, m.a. með því að láta í veðri vaka að skipið væri hol- lenzkt, og yfirmenn „Sydney" virð- ast hafa látið blekkjast. Beitiskip- ið sigldi samhliða víkingaskipinu, sveigði um leið í átt að því og reyndi að nálgast það og brátt var fjarlægðin á milli þeirra aðeins 1830 metrar. Þýzku sjóliðarnir töldu bersýni- legt að „Sydney" ætlaði að leggj- ast upp að „Kormoran" og senda menn um borð til að skoða skipið eins og venjulega var gert þegar herskip mætti ókennilegu kaup- skipi. Ástralska herskipið miðaði átta sex þumlunga fallbyssum sínum á „Kormoran" og Detmers skip- herra virti þær fyrir sér og fjórar tundurskeytarennur skipsins. En hann veitti því eftirtekt að léttari fallbyssur þess voru ekki mannað- ar og að nokkrir menn af áhöfn- inni virtust ekkert hafa fyrir stafni og hölluðu sér letilega yfir borðstokkinn. Detmers skipaði að QQQ-merki yrði sent í talstöð til marks um að „Kormoran" væri dulbúið árás- arskip og dró upp nokkur villandi fánamerki til að svara stöðugum ljósmerkjum beitiskipsins. Að lok- um krafðist „Sydney" þess að skipið gæfi upp leyhikallmerki. Nú var augljóst að komizt hafði upp um „Kormoran" og að engin látalæti dugðu lengur. Beitiskipið stefndi á mitt skipið á stjórn- borða. Það var nú í innan við hálfrar mílu fjarlægð og hægði á sér. Detmers hrópaði skipanir um að tekið skyldi ofan af fallbyssunum. Þær voru gerðar skotklárar á svipstundu og „Kormoran" breytt- ist úr sakleysislegu kaupskipi í ógnþrungið víkingaskip. SKOTHRÍÐ „Kormoran" hleypti fyrst af einu skoti og þremur í viðbót strax á eftir. Brúin á „Sydney" og eld- varnastjórnstöðin tættust í sund- ur og sprengikúlurnar í skothríð- inni, sem „Sydney“ svaraði með, fóru langt fram hjá skotmarkinu. Detmers sá menn falla unnvörp- um fyrir skothríðinni frá loft- varnabyssum „Kormorans". Skytturnar gátu ekki annað en hæft af svona stuttu færi. Tveimur tundurskeytum var skotiö að beitiskipinu og annað hæfði og stefnið lyftist. Fallbyssu- kúla reif þakið af einum skotturn- inum og skotturnarnir tveir frammi í skipinu þögnuðu. „Syd- ney“ færði sig þó enn nær hinu þýzka skipi. Skytturnar á „Kormoran skutu af fallbyssum sínum með fjögurra til fimm sekúndna millibili. Eldur kom upp í sjóflugvél beitiskipsins. Aftasti skotturninn mölbrotnaði og eldur læsti sig um þilfarið, sem var mannlaust að öðru leyti en því að það var þakið líkum. Þegar hér var komið var skotið úr aðeins einum skotturni „Syd- ney“, en tvær fallbyssur hans gerðu mikinn usla. „Kormoran" var hæft í vélarrúmið og eldur kom upp í því. Ástralska beitiskipið beygði og virtist ætla að sigla á „Kormor- an“, en missti skriðinn og fór fram hjá skut þýzka skipsins. Allan tímann var skotið á það án afláts úr fallbyssum árásarskipsins og síðustu fallbyssur beitiskipsins þögnuðu. Fallbyssur árásarskipsins þögn- uðu einnig um stund meðan áhöfnin kældi þær með sjó. Síðan drapst á vél skipsins, en fallbyss- urnar þögnuðu ekki fyrr en skotið hafði verið um 500 5,9 þumlunga sprengikúlum. TUNDURSKEYTI Beitiskipið sleppti að lokum fjórum tundurskeytum, en það sem næst komst skotmarkinu fór fram hjá skutnum í nokkur hundruð metra fjarlægð. Detmers gaf skipun um að öðru tundur- skeyti yrði skotið í logandi skipið. Það geigaði og beitiskipið hörfaði á hægri ferð. Áhöfnin á „Kormoran" sá log- ana frá „Sydney" í myrkrinu í rúmar tvær klukkustundir. Síðast sáu þýzku skipbrotsmennirnir til „Sydney" úti við sjóndeildarhring og þá logaði enn eldur í skipinu. Síðan spurðist ekkert til ástralska herskipsins. Flugvélar og bátar leituðu á þrjú þúsund fermílna svæði að hinu horfna skipi, en ekkert fannst nema tveir mannlausir bátar. Engum af 644 manna áhöfn „Sydney", þar á meðal 42 liðsfor- ingjum, var bjargað. Aðeins eitt lík fannst, nokkrum mánuðum síð- ar. Mennirnir á „Kormoran" kom- ust að raun um að fallbyssukúla hafði eyðilagt slökkvibúnað skips- ins svo að ekki reyndist unnt að halda eldinum í vélarrúminu í skefjum og allir sem þar voru að störfum létu lífið. Dagar „Kormorans" voru einnig taldir. Áhöfnin fór í björgunar- bátana skömmu eftir að eldurinn barst í tundurduflabirgðir skips- ins og það brotnaði. Þeim sem tókst að komast frá borði var bjargað á næstu dögum. Að lokum björguðu óvinir „Kormorans" 318 mönnum af 398 manna áhöfn skipsins á land í Ástralíu. Det- mers var sæmdur riddarakrossi járnkrossins þegar hann var í fangavistinni. RÁÐGÁTA Engin óyggjandi svör hafa feng- izt við mörgum spurningum, sem vöknuðu vegna afdrifa „Sydney".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.