Morgunblaðið - 04.12.1983, Síða 20

Morgunblaðið - 04.12.1983, Síða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 Pottarim Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Við náðum ekki langt í máltíð- inni síðast. Það er hollt að borða hægt, en kannski ekki alveg svona. Nú er það meðlætið með innbakaða hangikjötinu, sitt- hvað fleira og væntanlega áframhaldandi góð skemmtun. Uppskriftirnar eru miðaðar við sex eins og síðast. Rjómakartöflur með piparrót Kartöflurnar eru afhýddar, sneiddar þunnt, skolaðar í skál með köldu vatni, gjarnan í 2—3 vötnum, þeim hellt í sigti og síð- an á þurrt stykki, svo þær verði sem þurrastar. Ástæðan fyrir þessari meðferð er sú, að þannig þvæst sterkja úr kartöflunum, sem annars rennur í rjómann við baksturinn og gerir hann þunnan og kekkjóttan. Rjóminn er bragðbættur með piparrót, sem stundum fæst ný eða frosin, en annars rifin í litlum grænum og rauðum pökkum. Svo er til þurrkað piparrótarduft, en það finnst mér vita bragðlaust og lítt brúkanlegt. Og svo er ekkert á móti því að sleppa piparrót- inni, ef þið fáið hana ekki góða, eða kunnið lítt að meta hana. 18 vænar kartöflur, gjarnan bintje 3 dl rjómi 1 dl mjólk 1—2 msk nýrifin piparrót, eða rifin í pökkum nýrifið múskat 1. Afhýðið kartöflurnar, skerið þær í þunnar sneiðar og skolið þær í vatni, látið renna af þeim og þurrkið þær á stykki, eins og er lýst hér að ofan. Raðið þeim síðan í fat, gjarnan vítt og grunnt, því þá er kartöflulagið þynnra og kartöflurnar þurfa skemmri bökunartíma. Blandið sykri í, látið þetta samlagast vel, bætið kálinu í og látið það hitna og þekjast af smjörinu. Berið það fram rjúkandi heitt. Dalayrja með möndlufroðu Með betri viðbótum við ís- lenzkan ostakost er dalayrjan, einstakt lostæti. Hér eru sneiðar af henni bakaðar með eggja- hvítutoppum og möndlum. Ef ykkur sýnist svo, getið þið sett ristað brauð eða bakaða pæab- otna undir, en þá verður þessi smáréttur matarmeiri og ef til vill of þungur á eftir aðalréttin- um hér. Nokkur orð um þeytta eggja- hvítu. Þið hafið e.t.v. tekið eftir því, að það skiptir öllu máli að möndlukökur, eiga einkar vel við þessa rétti, einnig þunnar blúndukökur, sem Skandínavar kalla flarn, og svo vísast margar fleiri. Sítrónufroðan er fremur súr, það getur hver og einn sætt hana frekar ef vill, en hún fellur vafalaust í smekk þeirra sem kunna að meta frísklegt sítrónu- bragðið. Hún er nokkuð óvenju- leg, því fyrst er útbúinn lögur, sem matarlím er leyst upp í, síð- an er lögurinn næstum því lát- inn stífna, en er þá þeyttur — og blandað í þeyttan rjóma. Þannig verður froðan einkar létt, þó engin séu eggin eða eggjahvít- urnar. En froðan verður ekki stíf, eins og venjulegur búðingur, eða frómas, og því er bezt að MIÐSVETRARMALTIÐ II saman rjóma, mjólk, piparrót og múskati og hitið þetta að suðu- marki. Hellið heitri blöndunni yfir kartöflurnar og bakið við 200° í um 45 mín., eða þar til kartöflurnar eru gullnar og mjúkar í gegn. Hitastigið á ofninum getur verið lægra eða hærra, eftir því hvað hentar ykkur, tíminn breytist þá auðvit- að líka. Berið kartöflurnar fram rjúkandi heitar. Rósakál í súrsætu smjöri Frakkar og aðrar þjóðir sem hafa vínedik mikið við hönd nota það á margvíslegan hátt, m.a. í heita rétti. í litlum skömmtum gefur það líflegt og ljúffengt bragð. Hér gefur það kálinu keim, en greinist vart sem sjálfstætt bragð. Kálið er soðið í um 10—15 mín., eða þar til það er mjúkt í gegn, en engan veginn lint. Edik- ið er hitað og látið næstum hverfa, smjöri og sykri bætt í og kálinu velt í þessum legi. Gætið þess að hafa góða loftræstingu þegar edikið er soðið, lyktin af heitu ediki er vægast sagt frem- ur hvimleið. Þið getið látið kálið sjóða meðan forrétturinn er borðaður, það tekur enga stund að útbúa smjörið, ef þið hellið vatninu úr pottinum og setjið edikið í hann heitan. 500—700 gr nýtt rósakál 2 msk vínedik, gjarnan rauð- vínsedik 1 tsk sykur um 30 gr smjör. 1. Hreinsið yztu blöðin af kálinu og skerið neðan af því eftir því sem með þarf. Setjið það í sjóð- andi vatn eða gufusjóðið það í um 10 mín. Hellið vatninu af, setjið edikið í pottinn, látið það næstum hverfa, bætið smjöri og skálin og þeytararnir séu hrein- ir, þurrir og lausir við fitu. Plastskálar hafa svo hrjúft yfir- borð, þó þær virðist glampandi sléttar, að það er ekki hægt að hreinsa þær nægilega vel til að þeyta í þeim eggjahvítu. At- vinnumenn í útlöndum nota koparskálar, sem þykja ákjós- anlegar. Annað ílát og auð- fengnara er stálskál, vendilega þvegin, e.t.v. strokin með ediki til að fjarlægja alla fitu. Gler kemur einnig vel til greina. Ef þið eigið ekki stál- eða glerskál, er ljómandi að nota stálpott. Og svo má ekki vera rauða með í hvítunni, þó nokkrir dropar af henni geri minna til en óheppi- legt ílát. Farið hægt af stað, þeg- ar þið byrjið að þeyta. Og svo á hvítan að verða svo stíf og loða svo vel við ílátið, að þið getið hvolft því, án þess að hvítan detti eða renni úr. Það verður ekki nógsamlega undirstrikað, að ílátið skiptir öllu máli. Ef þið þeytið oft eggjahvítu, þá borgar sig vel að eiga sérstaka stálskál, sem þið notið eingöngu til að þeyta í. Bezt þykir, að hvíturnar séu við stofuhita. 1 stk. daiayrja (eða meira), skor- in í 6 sneiðar 2 eggjahvítur (1 msk viskí) 3 msk gróft saxaðar möndlur eða heslihnetur, eða möndluflög- ur 1. Setjið ofninn á 250° eða grill. 2. Raðið ostinum á vel smurt fat eða álpappír. Stífþeytið hvíturn- ar, blandið viskíi saman við, setjið toppa á ostasneiðarnar, stráið möndlum eða hnetum yfir og bakið í nokkrar mínútur, eða þar til topparnir og hneturnar hafa tekið á sig lit og osturinn er orðinn mjúkur í köntunum. Hér skipta sekúndurnar máli, svo það er bezt að hafa augun ræki- lega á ofninum, þetta tekur heldur enga stund. Berið strax fram á diskum fyrir hvern og einn. Sítrónufroða Hugmyndin er að bjóða upp á tvo eftirrétti, sem reyndar fara vel saman, en er einnig hægt að borða hvorn í sínu lagi. Góðar smákökur, t.d. einhvers konar bera hana fram í skál, en hvolfa henni ekki á fat. Margir verða felmtri slegnir, þegar minnzt er á matarlím. Það er nefnilega ein eldhúshjátrúin, að matarlím eigi það til að hlaupa i kekki á óskiljanlegan og óviðráðanlegan hátt. Þetta er fjarri lagi og hér er alls engin hætta á slíkum slysum. safi úr 3 vænum sítrónum og vatn, svo vökvinn verði 4 dl 7 matarlímsblöð 2—3 dl sykur 3 dl rjómi rifinn börkur af 2—3 vel þvegn- um sítrónum 1. Útbúið vökvann, leggið mat- arlimið í bleyti. Hitið vökvann ásamt 2 dl af sykri. Þegar vökv- inn er orðinn vel volgur, kreistið þá vatnið af matarlímsblöðun- um og setjið þau í heitan vökv- ann. Hrærið í, svo blöðin leysist vel upp og samlagist fullkom- lega. Látið vökvann kólna, setjið hann í kæliskáp þegar mesti hit- inn er rokinn úr honum. 2. Þegar vökvinn er nokkurn veginn hlaupinn saman, takið hann þá út og þeytið, — svo hann freyði vel. Látið hann nú aftur í kæliskáp í um 15 mín. 3. Stífþeytið rjómann, þeytið sítrónublönduna og blandið henni í rjómann. Bætið rifnum sítrónuberki í, bragðið á og sæt- ið frekar með flórsykri, ef með þarf. Hann leysist vel upp í froð- unni. Látið standa í nokkrar klst., eða um nótt ef vill. Eins og sjá má er ekkert því til fyrirstöðu að búa þennan rétt til daginn áður en hann er bor- inn fram. Lokið þá skálinni vel með álpappír, svo engin lykt, bragð eða smekkur úr kæli- skápnum komist í matinn. Apríkósur í hunangsvínlegi Hér eru notaðar þurrkaðar apríkósur, sem eru annars miklu sjaldséðari en ýmsir aðrir þurrk- aðir ávextir. Þær eru frísklegar á bragðið og ekki eins dlsætar og þurrkaðir ávextir eru gjarnan. Hér er einnig hægt að nota blandaða, þurrkaða ávexti, eða einhverja aðra eina tegund. Apríkósurnar eru soðnar í hvítvínslegi, en í stað vínsins er I hægt að nota ávaxtasafa. App- elsínusafi á t.d. einkar vel við apríkósur. Einnig þennan rétt er hægt að útbúa daginn áður en hann er borinn fram, jafnvel 2—3 dögum. Og svo er hægt að búa til stærri skammta en er gert hér. 250 gr apríkósur 4 dl hvítvín (eða vín og vatn til helminga) 4 dl vatn 4 negulnaglar um 2 cm biti af vanillustöng 1 kanelstöng (2—3 msk apríkósulíkjör, koníak eða annað viðeigandi áfengi) Vi dl hunang. 1. Setjið allt í pott, nema hun- ang og 2—3 msk apríkósulíkjör eða annað áfengi, ef þið notið það. Látið suðuna koma upp, takið pottinn af og látið ávext- ina standa í leginum, þar til þeir eru næstum kaldir. Takið ávext- ina upp með sigti eða ámóta áhaldi, setjið þá í skál, dreypið áfengi á og látið standa. 2. Sjóðið nú löginn í pottinum ásamt hunanginu, þar til aðeins um 2 dl eru eftir. Látið mesta hitann rjúka úr leginum sem nú líkist þykku sírópi, og hellið honum á ávextina. Nú á þetta allt að kólna. Berið fram við stofuhita, en geymið í kæliskáp, ef þið látið þetta standa lengur en nokkrar klst. Jólaskraut og kertaljós Haustið hefur verið svo fá- dæma gott, a.m.k. hér á suð- vesturhorninu, að blóm standa víða enn í görðum, þurr og visin, tilvalin í jólakransa og hvers kyns annað skraut. Fyrir skömmu mátti enn tína lokasjóð (peningablóm), vatnsbera og önnur blóm. Þessar jurtir eru einkar fallegar í kransa, einar sér með könglum, rauðum kúl- um, greni eða öðru skrauti. Látið þá jurtirnar liggja hálfan eða heilan sólarhring útbreiddar á dagblöðum, svo rakinn rjúki úr þeim. Ef vill er hægt að sprauta á þær gylltri málningu, sem fæst í handhægum sprautubrús- um. Og það eru ekki aðeins blóm, sem henta vel í skreytingar, heldur einnig greinar af trjám og runnum. Heimatilbúnar skreytingar úr þessum efnum eru fallegar á að líta. Ef fram- leiðslan er mikil, er þetta skemmtileg gjöf, t.d. í staðinn fyrir blóm. Nú þegar aðalkertatíminn gengur í garð, þá er ekki úr vegi að muna eftir þessum stórfal- legu og ilmandi bývaxkertum, sem vistmenn að Sólheimum í Grímsnesi steypa sér og okkur til yndis og ánægju. Lionsklúbb- urinn Ægir dreifir þeim og þau fást víða í búðum, t.d. stórmörk- uðum. Hafið augun hjá ykkur eða spyrjið eftir þeim. Það er vel þess virði. s#nar^Sienö téfn AUCLYSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF Rafverktakar og umsjónar- menn kirkjugaröa Höfum til sölu perur, 32 volt, 5 w. Litaðar. Eyravegi 29 - Selfossi Sími 99-1160 Nnr. 0599-8514 RAFLAGNIR OG RAFTÆKJAÞJÖNUSTA LÖGG RAFVERKTAKI © fecximE SEM TRYOGIR OÓDAR VÓRUR OO VIDOIRDA' WÓNUBTU 1« lu limUTMl J.H. Parket auglýsir: Er parketið orðið ljótt? Ptis.sum upp og Iðkkum PARKET FJnnig póssum við upp og Iðkkum hverskyns viðat gótf. Uppl. í síma 12114 eftir kl. 2 á daginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.