Morgunblaðið - 04.12.1983, Qupperneq 22
70
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
Bókaútgáfan Þjóðsaga gef-
ur út listaverkabók um
ævi og listferil Þorvalds
Skúlasonar. Tugir lit-
mynda prýða bókina, auk svart-
hvítra mynda. Höfundur er Björn
Th. Björnsson. Morgunblaðið
hefur fengið heimild til að birta
kafla úr bókinni. Nefnast þeir
Frakklandsdvöl, Flóttinn frá
Tours og ísland nýrra tíma,
sumar á Húsafelli.
Þorvaldur Skúlason í vinnustofu sinni 1981
Þorvaldur
Skúlason
Þegar hér var komið, undir lok
friðartímans milli stríða, hafði
mjög lægt þá miklu spennu í
listum sem hófst upp úr heims-
styrjöldinni fyrri. Dadaisminn
var löngu allur, súrrealisminn
ekki lengur ríkjandi stefna,
heldur bundinn ákveðnum ein-
staklingum, Margritte, Delvaux,
Dali og Chirico, fútúrisminn og
súprematisminn höfðu runnið
sitt skeið sem byltingaröfl innan
myndlistarinnar, og sjálfur kúb-
isminn var hvergi til lengur í
hreinni mynd. Nú var tími úr-
vinnslunnar hafinn, tími yfir-
vegunar í stað sprengikenndrar
útrásar. Menn fóru æ meir að
endurskoða ýmis grunngildi
málverksins, liti, birtu, áferð og
ekki síst sjálfa myndskipunina, í
því skyni að gera málverkið að
tjáningu stöðugra og sammann-
legra gilda. Það er alls ekki út í
hött þegar sumir listsögufræð-
ingar kalla tímabil þetta „klass-
ískt“, þar sem það býr yfir mörg-
um þáttum innra samræmis sem
einkenna slík tímabil.
Mjög erfitt er að fullyrða
hvort ógnir nazismans í Þýzka-
landi, lista- og gyðingaofsóknir,
fasisminn á Italíu og villi-
mennska hans í Abbesíníu,
ásamt ótta manna við nýja tor-
tímingarstyrjöld, hafi valdið
þessu tilhvarfi til festu. Margir
álíta að listin hagi sér einatt
þannig: Hún birti stöðugleika til
andsvars upplausnar, en upp-
reisn gegn samfélagslegri stöðn-
un. Að minnsta kosti sýnist svo,
þegar yfir er litlð, að myndlistin,
þetta óstýriláta vandræðabarn
aldarinnar, hafi hér verið að
leita nýrrar menningarlegrar
kjalfestu. í þeirri endurskoðun
voru aðallega tvær stefnur á
ferð, hinn hreini flatastíll eða
„neo-plasticismi“ Mondrians og
Ben Nicholsons, svo nokkuð ólík
dæmi séu nefnd, og hinsvegar sú
þétting ytri fyrirbæra í lögbund-
ið, myndrænt form, sem átti sér
að höfuðleiðtogum ýmsa af kúb-
istunum gömlu, og ekki síst þann
hljóðláta snilling, George
Braque.
Því hefur löngum verið haldið
fram um Þorvald Skúlason, og
einn tekið eftir öðrum, að verka
hans frá Frakklandsdvölinni
1939—40 sjái naumast stað leng-
ur. Þetta reynist þó rangt þegar
grannt er leitað. Verk hans frá
París, frá vori og fram á haust
1939, eru allnokkur til, en hins-
vegar sneiðist nær um þau með
öllu þegar kemur lengra fram á
haustið og þau Astrid flýja til
Tours. Eina hugsanlega skýring
þessa er sú, að hann hafi sent
verkin frá sér til Kaupmanna-
hafnar — þar sem Þorvaldur tók
reyndar þátt í samsýningunni
Skandinaverne þetta haust,
ásamt þeim vinum sínum og
löndum, Sigurjóni Ólafssyni og
Jóni Engilberts —, eða heim til
íslands, þar sem Þorvaldur flutti
engar myndir með sér þegar
hann flúði að lokum heim frá
Frakklandi.
Myndirnar frá Parísarsumr-
inu eru tvennskonar: Vatnslita-
myndir, bjartar og glaðlegar,
þar sem hann horfir gjarnan út
yfir svalir á hús og tré, eða með
samstillingu í forgrunni og
frjálslegu litríki götunnar fyrir
handan. Líkast er sem myndir
þessar — sem allar eru örugg-
lega merktar, t.d. „Þ.S. Mont-
parnasse mai — 39“ — séu fyrst
og innst fagnaðarsöngur yfir því
að vera hingað kominn, í heita
birtuna, með pensla sína og liti á
Montparnasse. Þótt myndir
þessar séu frjálslegar, og í eðli
sínu impressioniskar, — með
keim af Matisse-kenndu skreyti
— sleppir málarinn samt engu
af sínu við fyrirmyndina.
Hinsvegar eru svo olíumál-
verkin. Þau eru harla ólík
vatnslitamyndunum að því leyti,
að þar er það lokaður, innri
heimur, veröld málverksins, sem
hann glímir við. Góð dæmi
slíkra verka eru t.d. stilla með
ávaxtaskál, glasi, pentu og ösku-
bakka, merkt „Þ. Skúlason —
39“. Myndin er mjög þétt og efn-
ismikil í litum, sem eru stroknir
á með sköfublaði, og hlutirnir
sem næst í einum samfelldum
fleti. Þungir lithljómarnir móti
gráum fleti feia í sér áræði í
böndum mikillar festu og minna
óneitanlega á svipaða afstöðu í
verkum Braques.
Hitt dæmið, sem hér má taka,
er Kona að lesa í bók, merkt
„Þ.S. apríl — 39“, í eigu Lista-
safns Háskóla íslands. Þótt kon-
an, bókin, borðið og glugginn séu
allt auðsæjar staðreyndir, er það
samt myndkveikja fremur en
frásagnarleg fyrirmynd. Hvar-
vetna er það sjálf hrynjandi
formanna og eigingildi litanna
sem mestu máli skipta. Glugga-
karmurinn er til dæmis úthallur,
í því skyni að skapa mótvægi við
stellingu konunnar og rauðköfl-
óttan dúkinn, en ekki síður til
andvægis við sterka skálínu ofan
frá hægri, niður í gegnum bók-
ina og pilsið. Slík skálína, þ.e.
milli efra vinstra horns og neðra
hægra horns, er í eðli sínu hop-
andi og angurvær („regressiv"),
og með þungum, hlýjum litunum
er þessari innhverfu tjáningu
rósemdar og öryggis gerð djúp-
tæk skil. Andlit stúlkunnar er
mótað með heilum litflötum,
enda væri annað stílbrot í þess-
ari mynd, og á greinilega ætt að
rekja til grímunnar í myndum
kúbistanna. Fleiri dæmi eru til
frá þessu vori og sumri, og sýna
þau öll, hvað olíumyndirnar
snertir, að áhugi Þorvalds beind-
ist orðið allur að innvirki mál-
verksins en ekki ytri sýnd.
Þau hjónin höfðu farið til Par-
ísar um Kaupmannahöfn, þar
sem þau dvöldust um jól.in. í
París fengu þau hina ágætustu
íbúð við rue Froidevaux, rétt
andspænis kirkjugarðinum
mikla, Cimitiere du Montparn-
asse, og höfðu þaðan vítt útsýni,
allt yfir til Montmartre. Þann 1.
september 1939 fæddist þeim
hjónum dóttir, sem skírð var
Kristín, og aðeins tveim dögum
síðar brauzt heimsstyrjöldin út.
Þar sem mjög var óttazt að þjóð-
verjar myndu gera loftárásir á
París, ráðlagði vinur þeirra
hjóna við danska sendiráðið
þeim að flytjast til borgarinnar
Tours við Leiru, þar sem hún
myndi úr allri styrjaldarhættu.
Þar sem hann var þar vel kunn-
ur, útvegaði hann þeim húsnæði
hjá franskri fjölskyldu þar í
borg. Þangað fluttust þau
nokkru síðar, og í Tours hélt
Þorvaldur áfram verki sínu í
nokkrum samskiptum við ýmsa
franska og erlenda listamenn
sem þangað höfðu flúið.
Það stormhlé sem þau höfðu
leitað í Tours stóð þó ekki nema
tæpt árið. Hersveitir Hitlers
muldu undan sér vestur á bóg-
inn. Þann 10. júní 1940 flúði
franska stjórnin frá París og
settist einmitt að í Tours, þaðan
sem menn trúðu að veita mætti
viðnám. En aðeins nokkrum dög-
um síðar, er þau Þorvaldur voru
í heimsókn hjá belgísku vina-
fólki sínu, bárust þær fréttir, að
þýzki herinn stefndi með leift-
ursókn inn í borgina. Svo hröð og
óvænt var rás atburðanna, að
þau hjónin áræddu ekki að fara
heim til sín, heldur hröðuðu sér
á járnbrautarstöðina í því sem
þau stóðu og með tíu mánaða
gamla dóttur sína, — Þorvaldur
meira að segja frakkalaus í
sumarhitanum. Það var enda
rétt með naumindum að þau
náðu síðustu lest út úr borginni
áður en hún yrði umkringd. Þau
komust til hafnarborgarinnar
Bordeaux, þangað sem stjórnin
hafði flúið daginn áður, og með
góðra manna hjálp komust þau á
skipsfjöl til Englands. Sá dagur
skrifaðist 22. júní, eða sami dag-
ur og franska stjórnin lýsti
formlega yfir uppgjöf Frakk-
lands fyrir þjóðverjum.
Heimferðin til íslands tók þau
hjón fimm vikur. Þann 2. ágúst
segir Morgunblaðið frá heim-
komu Þorvalds og telur hann
hafa verið síðasta íslendinginn
sem sloppið hafi frá Frakklandi
áður en þjóðverjar lokuðu öllum
undankomuleiðum. Þannig lauk,
a.m.k. um sinn, því áformi Þor-
valds að setjast að og hasla sér
völl í Frakklandi, og var nú
„dæmdur til“ — sem unnendum
listar hans var ekkert hryggðar-
efni — að starfa heima fram yfir
stríðslok.
Svo sem ljóst er af framan-
sögðu, urðu öll málverk Þorvalds
og aðrar eigur þeirra hjóna eftir
í Tours, og munu þau aldrei hafa
gert sér neinar vonir um aftur-
heimt eftir þau fimm ár sem
stríðið stóð. Því sæi verka Þor-
valds frá borginni við Leiru
heldur hvergi stað lengur, nema
fyrir þá eindæma heppni, eða
þetur sagt vongleði og fram-
takssemi dr. Gunnlaugs Þórð-
arsonar, er honum tókst árum
síðar að hafa upp á málverki eft-
ir Þorvald, merktu og ársettu í
Tours. Það er stilla, 80x61,5 sm,
með hárri vatnskönnu, ávaxta-
skál og glasi á litlu borði við
glugga. Hlutunum er stillt þétt
saman, og til þess að draga fram
formeðli þeirra fremur en hluta-
eðli, er öll rýmiskennd sem næst
þurrkuð út. Allnokkuð ber á
flataskreytingu, svo sem í dúkn-
um, gluggatjaldinu og raunar
rúðunum sjálfum. Málverk þetta
er að því leyti svipað Konu að
lesa í bók, sem þó er gert nokkr-
um mánuðum áður, að í báðum
ríkir djúp rósemi og hægiæti
tímans, líkt og málarinn leiti
fyrst og fremst að innri festu.
Af viðtölum við Þorvald hefur
oft mátt ráða, að hann hafi á
tímanum í Tours unnið talsvert í
algerlega óhlutbundnum stíl.
Þótt verk hans frá sumrinu í
París og þetta síðastnefnda mál-
verk frá Tours, sem er þó málað
um haustið, beri því ekki vitni,
er samt engan veg fyrir slíkt að
synja. Hann átti enn eftir fimm
mánaða starf þar í borg, og svo
huglæg sem málverk hans voru
orðin, var skrefið yfir í hreina
abstraktlist að sönnu ekki langt.
Svo beint sé vitnað til orða hans
sjálfs, segir hann síðar í samtali
við Þjóðviljann: „Eigandi íbúð-
arinnar (í Tours) seldi allt dótið
þegar við vorum horfin og hefur
trúlega ekki fengið mikið fyrir
það. — Þessar myndir mlnar
voru allar afstraktar." í öðru
viðtali, sem hann á við Morgun-
blaðið í tilefni af yfirlitssýningu
á verkum sínum í Listasafni Is-
lands 1972, segir hann: „Ég byrj-
aði að snúa mér að abstrakt-
myndum síðustu tvö árin sem ég
var úti í París. En svo kom stríð-
ið og ég hrökklaðist hingað
heim, en í fyrstu fann ég ekki
hér heima þessa „atmosferu"
sem ég þurfti til að mála
abstrakt, svo ég málaði bara það
sem ég sá.“
Fyrst eftir heimkomuna til Is-
lands sumarið 1940 bjuggu þau
Astrid og Þorvaldur hjá Theó-
dóri fornvini hans á Hótel Vík,
en fengu brátt inni í húsi Eiríks