Morgunblaðið - 04.12.1983, Side 27

Morgunblaðið - 04.12.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983 75 Bátar í fjöru, 1942 persónuleg tjáning, bar samt um leið í sér afstöðu til þess sem var að gerast og lagði sitt af mörk- um til þess að fullnægja sögu- legri þörf. Vísast hefðu menn neitað slíkri tilgátu á þeim tíma — svo sem ævinlega: Það er ekki fyrr en hin mörgu brot og drætt- ir safnast í heildarmynd, að ákveðið mynztur, ákveðin heild- arstefna, gengur þar glögglega fram. íslenzkt umhverfi og aðstæður hlutu þegar í stað að búa Þor- valdi allt aðra „atmosferu" og allt annað aðhald heldur en listrænt frelsi hans í París og Tours. í menningarsögunni eru stökkbreytingar ekki til. Hver nýmyndun á sér ævinlega tengsl við félagslegan veruleika, og það er hann sem ákvarðar þolmörk hverrar nýlundu. Því hlaut Þor- valdur og hér að sveigja sig að íslenzkum aðstæðum, myndefn- um jafnt sem tjáningu, og „mála bara það sem ég sá“, eins og hann sagði, þótt þau orð krefjist mikils fyrirvara. Því verk hans frá 1940 og fram að stríðslokum helgast af hlutvöktum express- ionisma, þar sem formrænar eigindir sitja ávallt í fyrirrúmi myndefnisins sjálfs. í fyrra skiptið sem Þorvaldur dvaldist sumarlangt hér heima eftir langa utanvist, málaði hann á Þingvöllum og á Húsa- felli í sálufélagi við sinn forna meistara, Ásgrím Jónsson. Og nú, vorið 1941, þegar síðara Is- landssumarið rann supp, vill enn Komposition, 1957 Málverk, 1962 Ormssonar að Laufásvegi 34, þar sem þau bjuggu næstu sjö árin. Allt þetta rask, og ekki síður hitt, að hér urðu þau í raun að hefja búskap að nýju með tvær hendur tómar, leiddi til þess að Þorvaldi varð ekki mikið úr verki það sem eftir lifði ársins. Nokkrar myndir eru þó til frá þessu hausti, svo sem konu- myndir, ein í eigu Halldórs Lax- ness og hin í eigu frú Rögnu Björnsson, þar sem svipuðu yfir- bragði og í varðveittu Frakk- landsmyndunum er haldið. En þeim mun meiri varð afrakstur næsta árs, 1941, í verki Þorvalds. ísland nýrra tíma — Sumar á Húsafelli Það fsland sem tók á móti Þorvaldi í júlílok 1940 var svo sem í sviphendingu orðið allt annað en það sem hann hvarf frá hálfu öðru ári áður. Hernámið hafði bundið snöggan endi á kreppuna, sem staðið hafði í ára- tug; skyndilega var eftirspurn eftir vinnuafli orðin meiri en at- vinnuleysið áður; hvert tann- hjólið knúði annað, allt út í hin- ar smæstu starfsgreinar samfé- lagsins. Mikið fé komst í veltu, og búmannleg aðgætni liðinna ára snerist nú brátt í stórbrot- inn athafnahug. Hin snöggu tengsl landsins við örlög umheimsins vöktu til auk- innar forvitni og hluttöku um það sem nýjast væri á döfinni með öðrum þjóðum í menning- armálum og listum. Bækur um þau efni — enskar og bandarísk- ar — voru örar keyptar og í meira magni en dæmi voru til áður; háskólafyrirlestrar um er- lendar bókmenntir og listir voru almennar sóttir en í nokkurn annan tíma, og hvað annað sem opnaði útsýn til umheimsins átti óskiptri athygli að mæta. Batn- andi efnahagur olli og því, að að- sókn listsýninga og kaup lista- verka ukust í miklum mæli. Allt var þetta mönnum þá þegar Ijóst. En nú, undir sjónarhorni fjög- urra áratuga, er annað mynztur þessa tíma orðið jafn auðsætt. Það er hin dreifða en mikla við- leitni þessara ára til þess að staðfesta sérkenni íslenzkrar menningar. Með því er ekki átt við afturhvarf eða þjóðernisdek- ur — þótt þess hafi að vísu einn- ig gætt —, heldur eflingu lifandi og samtímalegrar menningar á grundvelli íslenzkra aðstæðna. Slíkt fól ekki aðeins í sér viðnám gegn margvíslegri uppflosnun af völdum hersetu og stríðsgróða, heldur styrkist jafnframt af þeirri staðreynd, að ísland hafði þegar tekið alla stjórn sinna mála í eigin hendur og stefndi að lögformlegri stofnun sjálfstæðs lýðveldis. Með svo undrafínum tækjum smíðar sagan innvirki hvers tíma, að menn eru sjaldnast meðvitandi um slíkt hlutverk sitt á líðandi stund. Þannig var og hér um viðbrögð einstaklinga, og ekki sízt listamanna. Það sem aðeins sýndist vera sjálfsvild og svo skemmtilega til ( listasögu okkar, að þeir binda einnig trúss sitt saman og halda á Kalda- dalsleið, ásamt Astrid og Krist- ínu litlu, og stefna enn í það Shangri-La Ásgríms, að Húsa- felli. Báðir voru þeir hér að vitja íslenzkrar náttúru eftir langan aðskilnað. Ásgrímur hafði verið til heilsudvalar í Reichenhall f Efra-Bæheimi 1938 til 1939, en legið rúmfastur af sjúkleika sín- um næstum allt árið áður, og Þorvaldur hafði varla fundið ilm af björk og lyngi í heil átta ár. Á Húsafelli fengu þeir mjög sæmilegar vistarverur, en Ás- grími þótti ekki sízt þægilegt að búa á Húsafelli fyrir þá sök, „að þar var hitaveita og gat ég því ráðið öllu sjálfur um herbergis- hitann, þegar ég var inni við. Þarna leið mér sérstaklega vel sumarið 1941 og málaði ég þá rnikið." Úti máiuðu þeir Þorvaldur oftast saman, hlið við hlið, en vegna astmans sem þjáði Ás- grím, þótti honum traust í því að hafa einhvern nálægt sér. Og það var ekki aðeins að Ásgrímur málaði mikið þetta góða sumar, heldur markaði það talsverð skil á listbraut hans. Hann tekur að nota miklu heitari liti, byggir á stærri og skapmeiri andstæðum en áður og beitir pensilskriftinni af meira sjálfræði. Sjálfum var honum þessi breyting að fullu ljós, þar sem hann segist í minn- ingum sínum hafa tekið hana að fullu upp „sumarið 1941, og ef til vill væri nær sanni að telja hana fremur til endurnýjunar en ger- breytingar". I breytingu þessari voru vafaiaust að verki endur- nýjuð kynni við list van Goghs, ~ „sem mér fannst ég skynja — í miklu dýpra og skýrara ljósi en nokkru sinni fyrr“, en hitt er deginum ljósara, að áhrif frá einföldum og kraftmiklum ex- pressionisma Þorvalds voru hér einnig að verki. Lærisveinninn frá forðum tíð, en nú hálf fertug- ur maður og skólaður í anda evr- ópskrar samtíðarlistar, var einn sá íslenzkra málara sem Ás- grímur Jónsson dáði þá þegar hvað mest. Húsafellsmyndir Þorvalds frá þessu sumri eru æði margar, eða nokkuð á annan tug. í þeim ein- faldar hann form trjánna í for- grunninum, oft með sterkri randteikningu, og beitir litunum á mjög expressioniskan hátt til þess að skapa þenslumeira líf gróðursins móti kaldlita bak- grunninum, þar sem oft má greina typpt form Strútsins eða hjálm Eiríksjökuls. Hann notar hér gjarnan þá aðferð að um- marka hvern ávala í skógarbotn- inum og gefa hverju formi sinn lit. Slík umritun og formgrein- ing eða „cloisonnismi", upphaf- lega runninn frá Gauguin, var oft iðkuð af samtíðarmönnum hans og kemur iðulega fyrir í málverkum Gromaires. En hér þjónaði hún til sköpunar ein- faldleika og heildar: landslagið er endurmyndað af höfuðeðli sínu, kjarnanum í sjálfri fyrir- myndinni, en ekki af sundurleit- um staksteinum hennar. Þessar Húsafellsmyndir eru heitar og innlífar, og ekki sízt fyrir sterkt aðhald lokaðrar myndskipunar. Eftir Húsafellsdvölina málaði Þorvaldur enn í miklum móð, innimyndir og samstillingar, en einnig myndir af hestum, sem áttu kveikju sína í snöggum teikningum og vatnslitamyndum frá Húsafelli. Þau málverk áttu þó eftir að þróast fram eftir hausti og yfir á næsta ár, mikil- fengleg og dramatísk. í október um haustið gat Þor- valdur skilað af sér, ef svo mætti segja, afrakstri sumarsins. Þá hélt Myndlistadeild Bandalags ísl. listamanna mikla sýningu í svonefndum Garðyrkjuskála við Garðastræti (þar sem nú eru Hallveigarstaðir), og hafði Þor- valdur þar ellefu allstór mál- verk. Meðal þeirra var stóra Stillan við glugga (155x104 sm), sem nú er í Listasafni Háskól- ans, Kona með bók, sem áður er nefnd, Stóðhestar og Tré í Húsa- fellsskógi, svo nokkrar séu tald- ar. Mönnum varð hér sem fyrr mjög starsýnt á verk Þorvalds, enda þá liðin þrjú ár og löng utanvist síðan sýningin var í Liverpool á Vesturgötu 3. Um hlut Þorvalds á sýningunni segir Emil Thoroddsen meðal annars: „Litir hans eru sterkir, karl- mannlegir og einarðir, hæfni hans í að fylla út flötinn á dekor- ativa vísu og lýsa verkefninu á sem skýrastan og einfaldastan hátt, er oft aðdáunarverð.“ Og Jón Þorleifsson segir í viðtali að myndir hans séu „fyrst og fremst hljómkviða lita og lífs. „Kona með bók“, nr. 101, sýnir einnig áþreifanlega, hve marg- þættri myndbyggingu (svo) hann ræður við.“ Þegar Jón Þorleifsson er loks að því spurður í lok samtalsins, hvað sé nú mest aðkallandi fyrir íslenzka list, svarar hann — og óefað fyrir munn allra —: „Sýn- ingahús og aftur sýningahús."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.