Morgunblaðið - 04.12.1983, Síða 34
82
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
leit að hillu í lífinu
/
Ung fjölskylda í heimavist í húsmæðraskóla
í heimavistinni í húsmæöraskólanum á Varmalandi búa 18 stúlkur og ein fjölskylda.
Það eru þau Hannes Snorri Helgason og Hulda Björg Víðisdóttir með Víði litla 5 ára. í
háskólum er gert ráð fyrir hjónaíbúðum, svo margt fjölskyldufólk sem nú orðið
stundar þar nám. En í húsmæðraskóla er það líklega einsdæmi. í húsmæðraskólanum
á Varmalandi hafa þau samt litla íbúö, gamla kennaraíbúð. Skólastjórinn Steinunn
Ingimundardóttir býr í húsinu, en nú búa þar ekki lengur fast aörir kennarar. Það kom
sér vel fyrir þau Hannes og Huldu, þegar þau leituöu þangað. En þau eru eftir sem
áður í heimili í skólanum, þar sem Víöir litli unir sér ekki síöur vel en foreldrarnir.
Þau fóru heldur ekki troönar
brautir þegar þau á sl. hausti tóku
aö leita eftir og skipuleggja nám
sitt á þessum vetri. Hannes Snorri
Helgason er Reykvíkingur og stúd-
ent frá Verslunarskólanum 1982
og hann stundar nám viö Búnaöar-
skólann á Hvanneyri, sem er í 25
km fjarlaegö frá Varmalandi. En
Hulda Björg Víöisdóttir, sem er frá
Egilsstööum og stúdent þaöan
1981, er alveg í fullu námi í
húsmæðraskólanum. Og Víöir litli
er eiginlega í eigin valgreinum um
allan skólann. Er alls staðar vel-
kominn og hvergi fyrir, og unir sér
þar betur en á dagvistunarstofnun
í Reykjavík. — Eina óljósa atriðiö
þegar viö komum í haust var
drengurinn, hvort þyrfti að fá fyrir
hann barnfóstru meöan við erum i
skólanum, sagöi móöir hans. En
jafnvel þaö reyndist óþarfi. Fjöl-
skyldan er því í nokkurs konar
sjálfskipulögöu fjölbrautanámi
undir stjórn beggja skólastjór-
anna, á Hvanneyri og Varmalandi.
Vilja búa í dreifbýlinu
Þegar leitaö er eftir svari viö því
af hverju þau lentu í húsmæðra-
skóla en ekki háskóla, eins og
flestir stúdentar telja sjálfsagt,
sögöust þau vera að leita fyrir sér:
— Og meö þá menntun sem við
veröum komin meö eftir þennan
vetur eru svo margar leiðir opnar,
segja þau. Og þau bæta því viö aö
hvaö sem veröi, þá sé ólíklegt aö
þau búi aftur um sig til frambúöar
í borginni. Segja aö sú tilfinning
hafi enn skerpst eftir aö þau komu
aö Varmalandi hve gott er aö vera
í dreifbýlinu. Þau kváöust sammála
um aö verða sem minnst í borg
eöa bæ um ævina. í sveit eöa litlu
sveitakjörnunum sé allt annaö líf.
Þar sé allt miklu frjálsara, rólegri
andi yfir öllu, þótt streita fyrirfinn-
ist aö vísu líka. — Og maöur sér til
himins, ekki bara í næstu steinhús,
bætir Hulda við.
Hannes er Reykvíkingur í húö og
hár. Fæddur þar og uppalinn. En
afi hans, Jón Helgason kaupmaö-
ur, átti stóran sumarbústaö í Mos-
fellssveit, þar sem var stórt land
og trjárækt og þar undi öll fjöl-
skyldan sér löngum stundum. í
sveit var hann í 4 sumur í Suður-
sveitinni og kynntist sveitastörfum.
Eftir stúdentsþróf tók hann aö leita
fyrir sér um framtíöarstaö í lífinu.
Var sl. ár aö þreifa sig áfram meö
ýmiskonar vinnu, var í fiski, bygg-
ingarvinnu, á lager og á skrifstofu í
fyrravetur, en fann aö ekki mundi
viö hans hæfi aö koma sér fyrir viö
skrifborð um ævina. Hann haföi
veriö aö læra aö fljúga og fór aö
hugsa til þess aö fara til Bandaríkj-
anna og læra flugvirkjun, en venti
sínu kvæöi aldeilis í kross og nú er
hann kominn í búnaöarskóia og
hefur mestan áhuga á aö finna sér
starf og viöfangsefni úti á lands-
byggöinni. — Væri gaman aö fara
út í búskap ef hægt væri, en eins
og ástandiö er í dag er þaö ekki
svo auövelt, segir hann. Einhvers
staöar veröur þó aö byrja.
Hulda Björg Víöisdóttir á aftur á
móti meiri rætur í sveitinni. For-
eldrar hennar búa á Egilsstööum,
en faðir hennar er frá Völlum og
móöir hennar frá Birkihlíö í Skriö-
dal. Þar var hún meö annan fótinn
í uþþvextinum. Og þaö haföi ekki
svo lítil áhrif á Hannes aö kynnast
meö henni sveitalífinu og búskapn-
um í Birkihlíð. Sjálf haföi Hulda
nokkuö ákveðna hugmynd um
hvaöa nám hún ætlaöi í aö loknu
stúdentsprófi, þ.e. sálarfræði.
Vann svo í eitt ár á heimili fyrir
þroskahefta. Kynntist nokkuð
störfum sálfræðinga og komst að
þeirri niöurstööu aö ekki væri það
ævistarfið sem ætti best viö hana.
Og þar sem hún haföi alltaf haft
áhuga á matreiöslu og handavinnu
og oft dottiö í hug aö gaman væri
aö kunna eitthvaö fyrir sér í þeim
greinum, tók hún því tveim hönd-
um þegar sú hugmynd kom uþþ
hjá þeim í haust eftir aö þau komu
austan úr sveitinni að Hannes
sækti um þúnaðarskólanám á
Hvanneyri og hún færi i hús-
mæöraskóia skammt frá. — Þar
sem ég hefi alltaf haft áhuga á inn-
anhúsarkitektúr, bætir Hulda
Björg viö, þá kemur sér vel aö hér
er ein greinin híbýlafræði og ég fæ
þá nasasjón af slíku áöur en ég tek
ákvöröun um hvort ég held út á
þann vettvang.
Þaö var eiginlega sumarfríiö
austur í Birkihlíð sem geröi útslag-
iö á þaö aö búnaöarnámiö varö
endanlega fyrir valinu. Oft höföu
þau talaö um aö gaman væri aö
búa t sveit, en tilhugsunin veriö
eitthvað svo fráleit og vonlaus,
sögöu þau. En eftir dvölina fyrir
austan hltnaöi aftur í þeirri hug-
mynd. Og á örskömmum tíma var
allt ákveöiö. Hannes hringdi til
Steinunnar Ingimundardóttur og
lagöi málið fyrir hana. Hún tók því
strax vel aö leysa úr þessu. Magn-
ús Óskarsson, skólastjóri á Hvann-
eyri, þurfti aöeins aö melta þaö,
aðallega hvort hægt yröi aö koma
Hannesi í verklegt nám. — En
þetta gekk allt eins og í lygasögu,
segja Hannes og Hulda. Þau komu
heim um verslunarmannahelgina,
hringdu 11. ágúst í Varmaland, 15.
ágúst sagöi Hulda upp starfi sínu í
Verzlunarbankanum og 28. sama
mánaðar var Hannes kominn í
verklega námiö aö Hamri í Þver-
árhlíö. — Viö heföum ekki getaö
látið okkur detta neitt betra í hug.
Viö erum alsæl meö þetta, segja
þau.
Á eigin f jölbraut
Þar sem Hannes hefur stúdents-
próf getur hann tekiö búnaöar-
námiö á einu ári. I raun er þaö
tveggja vetra nám. Á fyrra ári er
önnur önnin verkleg en hin bókleg.
Vegna verklega námsins varö
hann aö byrja í ágúst aö vinna á
búinu á Hamri, fór svo í skólann í
október og mun aftur vinna þar um
jólin. Skólinn hefur tekið upp þann
hátt aö láta nemendur taka verk-
legt nám meö vinnu á ákveönum
búum, sem hann viöurkennir. Á
Hamri er blandaö bú, en nemend-
ur eiga nokkurt val. Sem valgrein í
skólanum hefur Hannes samt tekið
loödýrarækt, til þess að fá innsýn i
sem flest. Nokkrir nemendur á
Fyrir utan Húsmæóraskólahúsið á Varm
Hvanneyri taka afleysinga- og
feröaþjónustu sem valgrein og þar
skarast námiö viö húsmæðra-
fræösluna. Steinunn Ingimundar-
dóttir kennir vissa tíma á Hvann-
eyri, en síðan koma nemarnir i
matreiöslunám í húsmæöraskól-
ann á Varmalandi.
Hér vekur Hulda athygli á því aö
nám þeirra sé á ýmsan hátt ekki
svo ólíkt. Til dæmis haföi Hannes
setiö yfir verkefni í fóöurfræöi eitt
KANARÍEYIAR'TENERIFE
EYJA HINS EILÍFA VORS — STÆRST OG FEGURST KANARÍEYJA
VIÐ BJÓÐUM KANARÍEYJAFERÐ, SÓLSKINSPARADÍS í SKAMMDEGINU MEÐ NÝJU SNIÐI
FJÓRÐA VIKAN ÓKEYPIS - HÆGT AO STANSA í LONÓON í 21/2 DAG Á HEIMLEIÐ ÁN
AUKAKOSTNAÐAR OG HÓTEL MEO BAÐI OG SJÓNVARPI INNIFALIÐ.
10 dagar. Tvær ferðir í einni ferð
vika í sólsklnsparadís og tveir og hálfur dagur í London.
17 dagar
tvær vikur í sólskinsparadis og tveir og hálfur dagur í I-ondon. Einnig hægt að fá 24 o ’
30 daga ferðir.
Já nú getið þér fengið tvær ferðir i einni og sömu ferðinni á ótrúiega hagstæðu verði.
Fegursta sólskinsparadisin á Kanaríeyjum og viöburðaríkir dagar í heimsborginni
London með heimsins mesta leiklistar- og tónlistarlíf og hagstæðar verslanir.
Brottfarardagar: 14. des, 21. des, 30. des. (sérstakar jóla- og áramótaferðir),
6., 13., 20. og 25. jan., 1., 8., 15., 22. og 29. febr., 2., 9., 16., 23., 30. mars, 6., 13.,
20. og 27. apríl.
Hægt að velja um dvöl á glæsilegum f jögurra stjömu hótelum og íbúðum á stærsta og
fjölsóttasta ferðamannastaðnum á Kanarieyjum, Puerto de ia Cruz. Þar eru tugir
næturklúbba, diskóteka og hundruð frábærra matarstaöa. Sjórinn, sólskinið og
skemmtanalif ið eins og fólk vill hafa það.
Aths. Jóla- og áramótaferöir: 14. des., 21. des. og 30. des, (fá sæti laus).
Pantiö snemma því plássið er takmark
að. Uppselt í sumar ferðirnar og lítið
af sætum laust í margar hinna.
Flugferdir — sólarflug
Vesturgötu 17. Símar 10661, 22100 og 15331.
í Kaupmannahöfn
F/EST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGI
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!