Morgunblaðið - 04.12.1983, Page 44
92
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1983
,, þú átí at> venx meb í rétt'muryi.
V(<£ byggjuM vörrurvo. á. „ geggjun ‘
... að hætta veiöum ef
harm fær ekkert.
TM Rao U.S Pat Ott - all rights reswved
c1983 Los Angetes Times Syndicate
Sálfræíiini!urinn sagði mönnum að
refsa mér á þennan hátt. Ég má
ekki horfa á litsjónvarpið í tvsr
vikur!
Með
morgnnkaffinu
í eitt skipti fyrir öll segi ég þér Þú
mátt ekki kalla mig pabba!
HÖGNI HREKKVlSI
Áhugi er ekki víma
H.Kr. skrifar:
„Velvakandi góður.
Jón óttar skrifar þér um
„ofstæki, „áflogahunda", „opin-
bert skítkast" og „auðsætt reiði-
kast“. Hver skyldi hafa verið í
reiðikasti? Hvern skyldi þurfa
að aumkva vegna þess? Við það
ætla ég ekki að eltast.
En mér virðist að Jón óttar
komi í skrifi sínu að því sem mér
finnst aðalatriði þess, sem okkur
ber á milli. Hann segir:
„Þeir sem ánetjast ofstækinu
þurfa ekki aðra vímugjafa og
skilja þar af leiðandi ekki venju-
legt fólk.“
Þetta skil ég svo að hann telji
að venjulegt fólk þurfi vímu-
gjafa. Þeir sem geti lifað vfmu-
gjafalaust séu afbrigðilegir.
Þetta er fyrir mér aðalatriði
málsins. Geta menn lifað heil-
brigðu, eðlilegu lífi vímugjafa-
laust?
Jón Óttar telur að til þess
þurfi afbrigðilegt fólk.
Jón óttar segist ekki greina
liti tilverunnar ódrukkinn. Hann
er háður áfengi á þann hátt, að
honum finnst hann þurfa þess
með til að geta verið í sæmilegu
skapi. Ég hef hins vegar svo
lengi lifað með bindindissömu
fólki, að ég tel slíkt enga nauð-
syn. Ég hef þekkt margt fólk
sem aldrei neytti áfengis, en lifði
langa og farsæla ævi, vímugjafa-
laust.
Svo neita ég því líka, að
áhugamál séu vímugjafi, áhugi
er ekki víma.
En ég tel það mjög gott, að Jón
óttar hefur skilmerkilega sagt á
prenti að hann telji venjulegt
fólk ekki komast af vímugjafa-
laust.“
Hvenær verða lagðar gang-
stéttar við Jaðarsel?
íbúi í Seljahverfi skrifar:
„Velvakandi.
Mig langar til að spyrjast fyrir
um það, hvenær megi vonast eftir
gangstéttum meðfram Jaðarseli í
Seljahverfi og upplýstum og nokk-
urn veginn barnavagnafærum
göngustigum meðfram Seljaskóla
og að Kambaseli. Þeir ófrágengnu
göngustígar sem eru þar fyrir eru
oftast ófærir vegna bleytu, leðju
og grjóts, en norðan og austan
Kambasels eru gangstígarnir
greiðfærari og upplýstir.
Umferð eftir Jaðarseli er mjög
mikil og hröð. Þar aka strætis-
vagnar og langferðabílar sem
flytja börn í sundlaugar. Einnig er
mikil umferð i sambandi við
íþróttahúsið við Seljaskóla. Það er
því stórhættulegt að ganga eftir
götunni, jafnvel þó að gengið sé á
móti umferðinni.
íbúar sem búa sunnan og vestan
Seljaskóla komast ekki í verslanir
eða í strætisvagna nema leggja sig
í stórhættu, ef þeir ganga eftir
Jaðarseli, að ég tali nú ekki um
fólk með barnavagna. Ég veit um
tvö tilfelli þar sem fólk með
barnavagna hefur næstum því
verið ekið niður á Jaðarseli.
Ég er viss um að bílstjórar sem
eiga leið um Jaðarsel eru mér
sammála. Gatan er ein akrein í
hvora átt og því erfitt að víkja
fyrir gangandi vegfarendum, fólki
með barnavagna og fólki á reið-
hjólum, vegna umferðar á móti.
Vegna margra slysa á gangandi
vegfarendum undanfarið, finnst
mér ástæða til að benda á fram-
angreint með von um úrbætur.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.“
Hver beit í skjaldarrendur í vígahug?
Jón Á. Gissurarson skrifar:
„Fyrir nokkrum dögum þurftu
lögregluþjónar að taka mann í
sína vörslu samkvæmt beiðni frá
veitingahúsi hér í borg. Sá hand-
tekni telur handtöku þessa með
öllu tilefnislausa og segir sig hafa
hlotið meiðsli í átökum þessum.
Hann hefur kært þetta og er málið
í rannsókn. Menn skyldu ætla að
beðið hefði verið úrskurðar rann-
sóknarlögreglu. Ekki er því að
heilsa. Þann 1. þ.m. ritar ólafur
Þorsteinsson grein í Mbl. undir
fyrirsögninni Lögregla í vígahug?
Vekur hann athygli „á þessari
hrottalegu og tilefnislausu árás“
lögregluþjóna. Hann setur sig í
dómarasæti áður en rannsókn er
lokið. Vonandi leiðir rannsókn hið
rétta í ljós í þessu máli. Mun þá
réttur dómari dæma í því en ekki
sjálfskipaður dómari götunnar.
Önnur ásökun ólafs er þó.enn
alvarlegri, enda beinist hún að
stétt lögreglu án undantekningar,
þ.e. að lögreglumenn svífist ekki
að bera ljúgvitni, megi það verða
starfsbræðrum til framdráttar,
enda kveður hann „samtryggingu
sveitanna... með ólíkindum".
Ómaklegt er að draga inn í um-
ræðu þessa afglöp lögregluþjóna
úti á landi, enda gjalda þeir nú
glópsku sinnar. Einkennilegir eru
þeir sem „Hentu ... óspart gaman
að“ ógæfu annarra.
Á þrettánda (ég ætla síðasta
árs) hafði lögregla Selfoss viðbún-
að mikinn, enda sýndi reynsla lið-
inna ára að þess væri þörf.
Óspektir urðu og ærsl. Lögregla
handtók nokkra óróaseggi. Æsku-
lýðsleiðtogi Selfoss ritaði þá grein
í Mbl. í líkum dúr og grein Ólafs,
munur sá að hann beindi orðum
sínum að yfirlögregluþjóni, taldi
hann eiga sök á óeirðum og hafa
efnt til þeirra, óhæfuverk sem
hiklaust hefðu kostað hann starf
sitt ef sönn hefðu reynst. Að rann-
sókn lokinni kom í ljós að þessi
yfirlögregluþjónn hafði bersýni-
lega forðað frá óhappaverkum,
enda krakkar með heimatilbúnar
sprengjur í fórum sínum. Ég bjóst
við afsökunarbeiðni vegna rangra
ásakana en hún kom ekki.
Það er illt verk að veikja það
trúnaðartraust sem ríkir og ríkja
þarf milli borgara og lögreglu.
Reynsla mín er sú að lögregla
Reykjavíkur innir störf sín af
hendi með lagni og hógværð, en
áður fyrr átti ég stundum sam-
skipti við hana er skólastrákar
brutu eitthvað af sér — oftast af
gáleysi og ungæðishætti. Ekki
voru þessi brek færð til bókar, svo
að þeirra vegna gætu sakaskrár
þeirra verið óskrifuð blöð.
Annars er grein ólafs skrifuð af
fullkomnum dárskap og i henni
augljósar þversagnir, eða trúir
nokkur að yfirmenn lögreglu gefi
um það yfirlýsingu og séu því
„sammála að handtaka unga
mannsins" hafi verið „með öllu til-
hæfulaus“ meðan mál hans er enn
í rannsókn? Hver beit f skjaldar-
rendur í vígahug?"