Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 Nokkur útkjálkasjónarmið um skrif Braga Ásgeirssonar — eftir Valgarð Stefánsson Oft hef ég lesið skrif Braga Ás- geirssonar, og oft hefur hann fært mig nær þeim lífsviðburðum sem hann hefur upplifað, skrif af þeim toga tel ég jákvæð og uppbyggj- andi og þau eru vafalaust kær- komin þeim sem komast hvergi. Þótt skrif Braga séu að vísu mis- jöfn, eins og gengur og gerist hjá þeim sem skrifa mikið, þá held ég að hann hefði betur látið ógert að ausa úr penna sínum í nýjasta laugardagsblaði Morgunblaðsins. í raun falla þau skrif um sig sjálf. Þau eru skrifuð af svo mikilli ill- kvittni. En ég skil raunar ekki þá illsku sem hleypur í manninn f hvert skipti sem Akureyringar eiga í hlut. Bragi segist hafa lagt í mikinn kostnað vegna sýningar sinnár á Akureyri og hann telur það móðg- un við sig að Menningarsjóður hafi ekki greitt niður kostnaðinn með því að kaupa af honum eins og eitt verk. Ég get ekki í fljótu bragði séð að það sé neitt ódýrara fyrir Akureyring að sýna í Reykjavík, og ég veit ekki til þess að Listasafn íslands eða Reykja- víkurborg hlaupi upp til handa og fóta og kaupi verk iistamannanna eða að áhorfendur bíði í röðum fyrir utan sýningarsalina við opnun sýninganna eins og Bragi hafði vænst við opnun sýningar sinnar á Akureyri. Skrif Braga um Akureyri hafa líka verið af þeim toga, að það er eins og hann bíði færis til þess að kveða þá í kútinn. Jafnvel burtfluttir Akureyringar, menn sem hafa flutt suður fyrir áratugum, verða að „akureyrskum málurum", sem útleggst á máli gagnrýnandans, Braga Ásgeirs- sonar, vondur málari. Maðurinn skrifar semsé gagnrýni um menn eftir því hvar þeir eru fæddir á lengdar- og breiddargráðum. Þessi raunar fáu skrif Braga um „akureyrska listamenn" hafa ein- kennst af þessu alla tíð og hann fylgir því vel eftir að „akureyrskur málari", sé og verði stimpill sem skuli varast eins og skemmdar appelsínur. Raunar eru skrif Morgunblaðsins um menningar- mál í höfðustað Norðurlands kapí- tuli útaf fyrir sig. Reglan virðist vera sú að þegja um þær sýningar sem haldnar eru á Akureyri, nema í stuttum fréttatilkynningum, inn á milli fasteignaauglýsinga, svo það sé nú öruggt að enginn taki eftir þeim nema þeir sem eru að pæla í íbúðarkaupum. Morgun- blaðið flytur nefnilega fátt annað en stórslysa- og brunafréttir frá Akureyri enda hafa fréttaritarar blaðsins víst í öðru að snúast en að þefa uppi alla þá listviðburði sem eiga sér stað fyrir norðan. Þeir eru víst búnir að fá sig fullsadda af menningu fyrir löngu, greyin, eða hafa fengið þau fyrirmæli hjá rit- stjórum blaðsins að menning á Akureyri sé á svo lágu plani að hún sé ekki umsagnarverð. En ég hef nú umborið Moggann í u.þ.b. 15 ár sem áskrifandi, þrátt fyrir allt, og það er náttúrulega prýðis verkefni fyrir sálfræðing að kom- ast að því hversvegna svo sé, þeg- ar mér finnst blaðið svona ómögu- legt, með tilliti til akureyrskra fréttaskrifa. En það er annað mál. Mér féll heldur ekki orðalag Braga um hús eitt á Akureyri er Berlín nefnist. Bragi kallar húsið aflóga, sem útteggst að það sé í svo slæmu ástandi að jafna bæri það við jörðu hið allra fyrsta. Og Bragi bætir um betur og uppnefnir húsið á smekklausan hátt eftir einhverj- um pólitískum skoðunum húsráð- anda á neðri hæð, þessi aulafyndni fer dálítið í mínar fínu taugar, ég þekki nefnilega vel til, þar sem tengdaforeldrar mínir búa á efri hæð hússins og mér hefur fundist húsið hafa haldið fullri reisn þrátt fyrir háan aldur, að utan sem inn- an. Á efri hæðinni er reyndar að finna heilt listasafn, listaverka- bækur og glæsilegt steinasafn sem bera smekk húsráðanda gott vitni. En Bragi virðist hafa komið að húsinu snemma morguns, nývakn- aður. En kannski þurfa gagnrýn- endur lengri svefn en aðrir, og þeir verði ekki dómbærir fyrr en eftir nokkurra tíma vöku. Já. Mér virðist Bragi haldinn illkynjuðu Akureyrarofnæmi og líklega væri eina lækningin sú að Morgunblað- ið sendi hann í útlegð til Akureyr- ar í svo sem eitt ár, til þess að gera hann ónæman fyrir sýklin- um. Og svo Bragi sé ekki einn til frásagnar um sýningu sína á Ak- ureyri vil ég segja þetta: Honum nægja ekki löng viðtöl sem hann lét taka við sig í sambandi við hana, þótt þau viðtöl taki vart minna pláss en umsagnir í Morg- unblaðinu um allar þær sýningar sem haldnar hafa verið á Akureyri á árinu. En auðvitað telur Bragi sjálfan sig svo miklu merkilegri en það að hann geti umborið það að þagað sé um sýninguna, og óttast að hún falli í gleymsku og komist ekki í annála. í sýn- ingarskrá umræddrar sýningar tí- undaði Bragi langan listferil sinn, líklega í þeirri von að Akureyr- ingar féllu fyrir sjálfshólinu og keyptu helst upp sýninguna. En Akureyringar eru nú sem betur fer ekki þannig þenkjandi að þeim finnist sá listamaður eitthvað snjallari sem hefur haldið 50 sýn- ingar en sá sem hefur haldið 5. Ég held að afrekaferill skipti í raun engu. Það er náttúrulega prívat- mál listamanns, hvort hann temur sér hógværð eða stórmennsku í kynningu á sjálfum sér. Kaupend- ur listaverka á Akureyri láta það barasta ekkert hafa áhrif á sig. Það eru gæði myndanna, ekki nafn listamannsins, sem vega þyngst, persónuleg kynning ræður þó allt- af einhverju og verðlag eins og alltaf, það er lögmálið. Hvað eró- tíkina varðar sem birtist í mynd- um Braga, þá var hún sárasak- laus, og ég held að engum skoð- anda hafi staðið stuggur af. Bragi matar-og kaffistell frá Rosenthal tol18 Suomt Suomi postulínið frá Rosenthal á sér fáa líka, enda er lögð ótrúleg vinna í framleiðslu þess. Suomi er hannað af Timo Sarpaneva. í raun og veru er ekkert postulin fullkomið. En Suomi er það postulín, sem listamenn Rosen- thal telja einna fullkomnast. Suomi er gljáð í handavinnu. Vélar skila ekki nægilega finlegri vinnu. Hluti af framleiðslu Suomi er valinn til skreytingar með gulli og hvítagulli af heimsfrægum listamönnum. Komið og skoðið Suomi í Ros- enthalverzluninni. Lotus: Frábært matar- og kaffistell hannað af Björn Wiinblad. Glasasett og hnífapör í sama stíl. Lítið á gjafavöruúrvalið í Rosenthal verzl- uninni, — skoðið jólaplatta, mánaðardiska og postulín. Rosenthal vörur. Gullfallegar — gulltryggðar. Romanze Romanze — dýrindisstell frá Ros- enthal. Fágað form. Því sem næst gegnsætt postulín. Romanze er árangur margra ára þróunar í efn- isblöndun og framleiðsluaðferð- uni. Þess vegna hefur Wiinblad og Wohlrab tekist að hanna svokallað meistaraverk: Romanze — dýr- indisstell frá Rosenthal. studio-linie Á.EINARSSON & FUNK HF Laugavegi 85 SÍMI 18400 Valgarður Stefánsson skreytir grein sína í lokin með kvæði eftir Davíð Stefánsson og ég vil ekki vera miklu minni maður (að sjálfsögðu) en nota þó bara stöku sem ég lærði fyrir langa löngu og tileinka stökuna sjálfs- óánægju listgagnrýnandans og listamannsins. Stakan er svona: Rekur frá sér rokna kviður á ropum varð ei stans en innblásturinn gekk allur niður ötuðust buxur listamanns. Vinsamlegast, Valgarður Stefánsson, Akureyri. Valgardur Stefánsson er starfs- maður sjúkrahússins i Akureyri. Siáifmenntadur myndlistarmaður. ístjórn Menningarsamtaka Norð- urlands. Aths. ritstj.: Gagnrýnendur Morgunblaðsins skrifa sínar umsagnir að sjálf- sögðu án tillits til hverjir í hiut eiga, eða hvar þeir eru búsettir á landinu. Karp greinarhöfundar um annað er út í bláinn. Listgagn- rýnendur blaðsins skrifa sínar skoðanir án tillits til annarra og dylgjur um, að öðruvísi sé skrifað um Akureyringa í Morgunblaðinu en annað fólk á landinu, eru stað- lausir stafir. Eitt sinn bjuggu þjóðskáld á Akureyri og þar búa enn góð skáld, sem sinnt er, eins og þau eiga skilið, þar fer fram blómleg leiklistarstarfsemi, sem vakið hefur athygli, ekki síst í Morgunblaðinu, og sú tónlist og myndlist, sem verð er góðra um- sagna að dómi listgagnrýnenda blaðsins, fer ekki fram hjá iesend- um þess. Annars verður greinar- höfundur að snúa sér til fréttarit- ara Morgunblaðsins á Akureyri og óska eftir nánari umfjöllum um myndlist þar í bæ, ef ástæða er til, auk þess, sem blaðið stendur ávallt opið forystumönnum menn- ingarmála í hinum fagra höfuð- stað Norðurlands. Þar eru víðfræg menntasetur og andans mönnum í lófa lagið að láta rödd Akureyrar heyrast á síðum blaðs allra lands- manna. En um leið og við vísum á bug persónulegum aðdróttunum greinarhöfundar að Braga Ás- geirssyni, sem allir sanngjarnir menn vita að leggur sig fram um vönduð vinnubrögð og réttsýni, vill Morgunblaðið hvetja Valgarð Stefánsson og aðra listáhugamenn á Akureyri til að leggja nú hönd á plóginn, svo að hlutur norðlenska höfuðstaðarins verði mikill í blað- inu okkar. Valgarði Stefánssyni er óskað allra heilla í framtíðinni og sérstakar kveðjur eru sendar ak- ureyrskum listamönnum í þeirri von, að einhver þeirra eigi eftir að skipa sæti jöfranna séra Matthí- asar og Davíðs Stefánssonar. Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.