Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983
51
Er leiðbeiningarstöð hús-
mæðra óþörf stofnun?
— eftir Þórunni
Eiríksdóttur
Flestir vita, að úti á landi eru
starfandi margir ráðunautar, sem
vinna við það að leiðbeina bænd-
um um rétta fóðrun og meðferð
búfjár. Ekki býst ég við að bænd-
um þyki þeir of margir, svo mikla
þýðingu sem það hefur fyrir af-
komu þeirra, að búsmalinn sé
heilsuhraustur og skili hámarks-
afurðum.
En vitið þið, að hér á landi er
aðeins starfrækt ein leiðbein-
ingastöð, sem gefur góð ráð um
„fóðrun“ mannfólksins og nánasta
umhverfi þess? Er ykkur ljóst, að
þessi stöð hefur aðeins á að skipa
einum ráðunaut í hálfu starfi, sem
jafnframt leiðbeiningastarfinu
þarf að annast skrifstofustörf
fyrir Kvenfélagasamband ís-
lands? Vitið þið, að sökum fjár-
skorts er ekki hægt að hafa stöð-
ina opna nema 2 klst. á dag, og að
stöðugt er þrengt að þessari starf-
semi, svo að viðbúið er að hún
leggist niður?
Ohætt er að segja, að þörfin
fyrir heimilisfræðslu af ýmsu tagi
fari vaxandi. Margir hússtjórn-
arskólar hafa hætt störfum, og
heimilisfræðikennslu í grunnskól-
um er víða ábótavant, enda allt of
naumur tími ætlaður til slíkrar
fræðslu í námsskrá. Víða út um
landið er engin heimilisfræði-
kennsla í grunnskólunum, þar sem
kennsluaðstöðu til slíks vantar al-
veg.
Samhliða þessu er þróunin sú,
að á meiri hluta íslenzkra heimila
starfa báðir foreldrarnir úti á
vinnumarkaðinum, og sé um ein-
stætt foreldri að ræða, er vinnu-
dagur þess utan heimilis oft
óhemju langur.
Þó að foreldri reyni að veita sér
þann munað að vera heima hjá
kornungum börnum sínum, er oft
farið út á vinnumarkaðinn til að
afla heimilinu tekna þegar börnin
stækka, og einmitt þyrfti að fara
að kenna þeim til verka. Gefst því
í mörgum tilfellum of naumur
tími til að kenna börnum og ungi-
ingum hússtjórn og heimilishald.
Þegar ungt fólk svo flytur úr for-
eldrahúsum og stofnar eigin heim-
ili, er það fákunnandi um æði
margt, sem að heimilishaldi snýr.
Þá koma oft upp ýmis vandamál,
og dýrmætt að geta leitað til aðila,
sem leiðbeinir um rétt vinnu-
brögð, ráðdeild, nýtni og sparnað.
Slíkur aðili er Leiðbeiningastöð
húsmæðra, sem Kvenfélagasam-
band íslands rekur. Stöðin er að
Hallveigarstöðum við Túngötu,
Reykjavík, sími 12335. Þangað er
hægt að koma eða hringja kl. 3—5
síðdegis virka daga og fá góð ráð
ókeypis.
Sigríður Kristjánsdóttir hús-
stjórnarkennari vinnur við Leið-
beiningastöðina. Hún er mjög fær
og dugleg kona og áhugasöm í sínu
starfi. Þó að hún í hálfu starfi af-
kasti eflaust eins miklu og margur
myndi gera á heilum vinnudegi,
eru þó takmörk fyrir því, hvað hún
kemst yfir. Hún kannar margvís-
legt erlent efni um neytendamál
og skráir þær spurningar sem ber-
ast, þegar þær koma þá ekki það
ótt að henni gefst ekki timi til
slíks. Hún veitir 300—400 aðilum
svör í mánuði hverjum, en enginn
veit hvað margir verða að hringja
dag eftir dag án þess að ná sam-
bandi. En margir, sem leitað hafa
ráða hjá Sigríði, hafa látið í ljósi
mikla ánægju með úrlausn hennar
á þeirra vandamálum. Hún selur
einnig leiðbeiningabæklinga, sem
KÍ hefur gefið út um ýmislegt
varðandi heimilishald, s.s. fryst-
ingu matvæla, mat og hreinlæti,
meðferð á þvotti, hagkvæm vinnu-
brögð við heimilisstörf, bletta-
hreinsun, gerbakstur, glóðarsteik-
ingu o.m.fl.
Kvenfélagasamband íslands,
sem telur yfir 23 þús. félaga, er nú
búið að beita sér fyrir aukinni
heimilisfræðsiu í rúmlega hálfa
öld. Ýmislegt hefur áunnist, en nú
síðustu árin hefur ekki miðað
áfram, heldur aftur á bak hjá að-
alstöðvum KÍ. Ríkisstyrkur nægði
fyrir nokkrum árum til að launa
starfskraft i heilt starf fyrir
Leiðbeiningastöðina. Nú nægir
hann tæplega fyrir hálfum, því
ofurlitlu fé verður þó að verja til
að sinna sambandsfélögunum og
til nauðsynlegra stjórnarstarfa.
En engum er það ljósara en stjórn
Þórunn Eiríksdóttir
„Er nú ekki orðið tíma-
bært að veita heimilunum
aðgang að góðri leiðbein-
ingaþjónustu, fyrst það
þykir sjálfsagt að fjöldi
ríkislaunaðra ráðunauta
leiðbeini bændum um
meðferð á skepnum, auk
allrar annarrar ráðunauta-
þjónustu í landinu?“
KÍ hvað Leiðbeiningastöðin er
ófullnægjandi eins og hún er, mið-
að við þá heimilisfræðslu, sem
þarf að vera í gangi, ef vel á að
vera.
Einn umferðarráðunautur í
heimilisfræðum í hverjum lands-
fjórðungi og 2—3 á höfuðborg-
arsvæðinu er eiginlega alveg lág-
mark. En þeir, sem okkar sameig-
inlegu fjármunum úthluta, þ.e. Al-
þingi, hafa alltaf látið þessa starf-
semi sitja á hakanum eins og
fleira, sem konur hafa barist fyrir,
enda hafa þær og þeirra málefni
átt fáa málsvara þar fram að
þessu. Nú hafa þær framfarir orð-
ið, að konur eru mun fleiri á Al-
þingi en áður hafa verið. Þeim
skulu fylgja allar góðar óskir og
þær vonir, að þær sjái til þess að
KÍ verði ekki troðið undir í pen-
ingakapphlaupinu. En skylt er að
taka fram, að Leiðbeiningastöð
húsmæðra er ekkert sérmál
kvenna, það eru allt eins karl-
menn, sem þangað leita.
Stjórnmálamenn tala oft fjálg-
lega um heimilin í landinu sem
hornsteina þjóðfélagsins, og að
setja beri hag fjölskyldunnar og
heimilisins öðru ofar.
Er nú ekki orðið tímabært að
veita heimilunum aðgang að góðri
leiðbeiningaþjónustu, fyrst það
þykir sjálfsagt að fjöldi ríkislaun-
aðra ráðunauta leiðbeini bændum
um meðferð á skepnum, auk allrar
annarrar ráðunautaþjónustu í
landinu?
Það er ekki hægt að færa tölu-
leg rök fyrir því, hvað íslensk
heimili gætu sparað með meiri
leiðbeiningum, en víst er, að
margir myndu verða betur nærðir
og miklum verðmætum verða
bjargað frá því að fara í súginn.
Nú eru erfiðir tímar, og allir
eiga að spara. Ég geri mér það
ljóst, að ekki þýðir að fara fram á
7 heimilisráðunauta að svo stöddu.
Því er sjálfsagt að fara vægara í
sakirnar, en fara þess eindregið á
leit við háttvirta alþingismenn og
aðra aðila fjárveitingavaldsins, að
Kvenfélagasamband íslands fái
nægilegt fé af fjárlögum til þess
að ráða sér 2—3 fasta starfsmenn.
Þá mun KÍ sjá um að þeir nýtist
sem best. Sambandið hefur langa
reynslu í leiðbeiningastörfum og
er tengiliður kvenfélaga út um allt
land. KÍ og kvenfélögin eru aðilar,
sem eru færir um að skipuleggja
slíka starfsemi á sem hentugastan
og ódýrastan hátt. Leggið okkur
lið. Leiðbeiningastöð húsmæðra er
ekki óþörf stofnun.
Þórunn Eiríksdóttir er húsfreyja i
Kadalsstödum í Borgarfírði.
Sýning á verkum úr sam-
keppni Reykingavarnanefndar
í dag, fimmtudag, klukkan sext-
án verður opnuð á Kjarvalsstöðum
sýning á nálægt tvö hundruð mynd-
um sem sendar voru inn af nem-
endum grunnskólanna í vegg-
spjalda- og myndasögusamkeppni
sem Reykingavarnanefnd gekkst
fyrir í fyrravetur.
Verðlaun voru afhent í apríl.
Þá voru jafnframt valdar úr tvö
þúsund myndum sem í keppnina
bárust myndir til að sýna á
Kjarvalsstöðum. Sýningin stend-
ur frá áttunda til tólfta desem-
ber í austursal Kjarvalsstaða frá
klukkan 14 til 22.
Gamla góða Síríus Konsum
súkkulaðið er í senn úruals
suðusúkkulaði og gott til átu. Það
er framleitt úr bestu hráefnum, er
sérlega nærandi og dijúgt til suðu
og í bakstur, enda jafnuinsælt í
nestispökkum ferðamanna og
spariuppskriftum húsmæðra.
Síríus Konsum er uinsælast hjá
þeim sem uelja bara það besta.
M o, ferASt V erUnu”t
',**‘**í
' **y*i
Síríus
Kbnsum
suóusúldculaói