Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.1983, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1983 44 Eldi nytjafiska í sjó — eftir Magnús H. Magnússon Haustið 1980 flutti ég og Árni Gunnarsson, þáverandi alþingis- maður, frumvarp til laga um til- raunir með klak og eldi þorsks og annarra nytjafiska með það fyrir augum, að seiðum verði sleppt í haf- ið í stórum stíl — þar sem vaxtar- skilyrði eru talin best — þegar þau hafa náð þeim aldri, að þau leita botns (u.þ.b. 5 mánaða gömul). Árið 1976 hófu Norðmenn til- raunir með eldi þorskseiða til 5 mánaða aldurs með það að markmiði að sleppa þeim í hafið í stórum stíl til að hjálpa náttúru- legu klaki. Tilraunir Norðmanna lofuðu strax góðu og töldum við Árni nauðsynlegt, að íslendingar fylgd- ust vel með tilraunum þeirra og ýmissa annarra þjóða á þessu sviði og hæfum hið fyrsta eigin rannsóknir og tilraunir, því nauð- synlegt væri að aðlaga rannsóknir annarra að íslenskum aðstæðum og brýnt fyrir okkur að hafa visst frumkvæði á þessu sviði því við ættum meira undir árangri komið en nokkur önnur þjóð. Hér er um að ræða sjálfa efna- hagslega undirstöðu þjóðfélagsins og lið í þeirri óhjákvæmilegu þróun, að veiðimennska (rán- yrkja) víki fyrir hjarðmennsku, en þeirri þróun í öðrum atvinnu- greinum hafa fylgt stærstu fram- faraspor mannkyns og svo mun verða um sjávarútveg í nálægri framtíð. Alþingi tók frumvarpi okkar vel og sjávarútvegsnefnd neðri deild- ar beindi því til fjárveitinganefnd- ar að auka fjárveitingu til Haf- rannsóknastofnunar svo að hún gæti ráðið sérfræðing til að ein- beita sér sérstaklega að þessum rannsóknum. Fjárveitinganefnd varð við þessum tilmælum en síð- an hefur, því miður, sáralítið gerst. Á sama tíma og við höfum hald- ið að okkur höndum vinna aðrar fiskveiðiþjóðir, austan hafs og vestan, ötullega að rannsóknum og tilraunum á þessu sviði. Við, sem eigum allra þjóða mest undir sjáv- arútvegi, gerum enn sem komið er lítið sem ekkert. Ef við fslendingar höfum ekki efni á að kosta rannsóknir og til- raunir, sem varða grundvöll efna- hagslífs okkar, á hverju höfum við þá efni? Ýmsar þjóðir, m.a. Bretar og Norðmenn, hafa einnig stundað tilraunir með eldi þorsks í mark- aðsstærð. Það er tiltölulega auð- velt, m.a. vegna þess að þorskur þarf aðeins 2 kg af blautfóðri (loðna, síld, fiskúrgangur o.fl.) til að auka eigin þyngd um 1 kg. Þetta á við fram að kynþroska- aldri, en þá dregur mjög úr vaxt- arhraða. Við kjörhita þorsks í eldi (um 10°C) vex hann tvöfalt hraðar en í náttúrunni. Það liggur nú þegar fyrir, að slíkt eldi borgar sig ef þorskurinn er settur á markað á þeim árstíma þegar verðið er hæst, annars ekki, enn sem komið er. Að sjálfsögðu ber okkur að kanna og nýta þessa hlið þorskeld- is vel og efla allar tilraunir með eldi hvers konar sjávardýra og vatnafiska, en ég tel að þýð- ingarmest sé, fyrir efnahag þjóð- arinnar í framtfðinni, að beina at- hyglinni fyrst og fremst að eldi seiða í mjög stórum stíl til slepp- ingar í hafið umhverfis landið og hafa þar með veruleg áhrif á hrygningarárangur þorsks á „Á sama tíma og við höf- um haldið að okkur hönd- um vinna aðrar fískveiði- þjóðir, austan hafs og vestan, ötullega að rann- sóknum og tilraunum á þessu sviði. Við, sem eig- um alira þjóða mest undir sjávarútvegi, gerum enn sem komið er litið sem ekkert.“ hverjum tíma, sem og annarra nytjafiska í sjó. Þó að við höfum haldið að okkur höndum hafa aðrar fiskveiðiþjóðir ekki gert það. Þær hafa aukið rannsóknir og tilraunir vel vitandi hvað í húfi er. í náttúrunni lifa aðeins um 0,001% (10 af milljón) þorskseiða til 5 mánaða aldurs, en rannsóknir Norðmanna benda ótvírætt til þess, að 60% þeirra seiða, sem það gera, nái kynþroskaaldri, og á það jafnt við um alin seiði sem sleppt er og seiði sem alast upp við nátt- úrulegar aðstæður. 5 mánaða seiði eru m.ö.o. svo til úr allri hættu, nema af veiðum manna. Vanda- málið hefur verið það, fyrst og fremst, að finna hæfilegt æti og heppilegt umhverfi fyrir seiðin fyrstu vikurnar og mánuðina eftir að þau koma af kviðpokaskeiðinu. Arið 1980 hafði Norðmönnum tekist að halda lffi i 1% þorskseiða til 5 mánaða aldurs og var það u.þ.b. 1000 sinnum betri árangur en að jafnaði hjá náttúrunni. Síð- an hefur þetta hlutfall hjá Norð- mönnum aukist í 2—5% og á þessu ári lifðu 40% seiðanna til 5 mánaða aldurs. Þetta jafngildir því, að ein hrygna í eldi gefi af sér jafn mikið af 5 mánaða seiðum og 40.000 hrygnur í sjónum. Bretar hafa náð því, að 10% seiðanna lifi til 5 mánaða aldurs. Norskir vísindamenn eru ekki alls kostar sammála um áfram- haldið. Sumir þeira vilja strax byggja stóra stöð, sem framleiði 5 mánaða þorskseiði f mjög stórum stil til sleppingar og að hluta til áframhaldandi eldis. Aðrir vilja halda tilraunum áfram enn um sinn áður en slík stöð verður byggð. Hér á landi hafa heyrst þau rök, að slepping sumaralinna seiða í stórum stíl geti, á stundum a.m.k., verið varasöm vegna aukinnar samkeppni um æti f sjónum. Þeg- ar þorskstofninn hefur verið í al- geru hámarki á undanförnum ára- tugum, hefur nokkuð dregið úr vaxtarhraða þorsks, vegna skorts á æti að því er talið er. Hinu má ekki gleyma, að þorskstofninn er nú ekki nema lítill hluti af þvi sem hann hefur verið að jafnaði um langan aldur og lítið brot af þvf sem hann hefur verið sterkastur. Það er því langt f land með að hætta verði á offjölgun, og ekkert auðveldara en að auka veiðar, ef sú hætta verður einhvern tfmann raunveruleg. Ef þessum rökum er beitt (um varasama samkeppni um ætið í sjónum) þá eru sterkir hrygn- ingarárgangar (síðast ’73 og ’76) allt eins af hinu illa. Hingað til hafa sterkir hrygningarárgangar þorsks flokkast undir mestu bú- hnykki íslenska þjóðarbúsins og Magnús H. Magnússon svo verður áfram hvort sem mað- urinn kemur þar til hjálpar eða ekki. Þó að þorskstofninn sé um þess- ar mundir með allra minnsta móti þá er vaxtarhraði þorsks nú mun minni en venjulega. Við vitum, að lítið er um loðnu í sjónum en hún er þýðingarmikið æti fyrir þorsk. Um æti að öðru leyti veit ég ekki, þar sem ég hef ekki séð nýlegar rannsóknir á því. óvenjulega lítill sjávarhiti getur ráðið hér meiru um en skortur á æti. Vaxtarhraði þorsks er mun meiri í heitari sjó (upp að vissu marki) en köldum, þótt ætið sé jafn mikið. Fyrir áratug eða svo var laxafli Norðmanna og íslendinga svipað- ur. Eftir umfangsmiklar rann- sóknir og tilraunir hófu Norð- menn laxeldi í stórum stíl og framleiða nú 17.000 tonn á ári, en okkar afli er óbreyttur enn sem komið er, um 250 tonn á ári. Þessi saga má ekki endurtaka sig að því er þorskinn varðar. Magnús H. Magnússon er stöðvar- stjóri Pósts og síma og fyrrverandi ráðberra og aiþingismaður. Nýjar hljómplöt- ur með orgelleik Hljóm- plotur Guðmundur Guðgeirsson VAKIN skal athygli á útkomu á hljómplötum, vegna tímamóta Páls Kr. Pálssonar, organista, sem varð sjötugur á síðastliðnu ári. í því sambandi var ákveðið að safna því efni á hljómplötu sem til er með orgelleik hans. Nú er því lokið og kemur þetta safn út í byrjun desember á tveim- ur plötum. Það verður hefðbund- inn texti, með fjölda mynda og þá mun plötuumslagið verða prýtt listaverki eftir Eirík Smith. Ut- gefandinn er SG-hljómplötur. Tónlistin er eftir Bach, Friðrik Bjarnason, Björgvin Guðmunds- son, Þórarinn Jónsson, Pál Isólfs- son, Sigurvin D. Kristinsson, Hall- grím Helgason, Steingrím Sig- fússon og Leif Þórarinsson. Páll Kr. Pálsson hefur verið organisti Hafnarfjarðarkirkju í 33 ár og hefur hann skilað miklu starfi sem organleikari og stjórn- að söngmálum kirkjunnar af kost- gæfni í rúma þrjá áratugi. Hann hefur vakið á sér athygli fyrir hljómfagra túlkun á orgeltónum og sýnt þar með frábæra hæfi- leika, eins og landsmönnum er kunnugt um, þeim sem hafa smekk og eyra fyrir hljómfögrum orgeltónleikum. Með þessum hætti messunnar hefur Páll Kr. Pálsson fyllt kirkj- una ógleymanlegri tónfegurð í lífi og starfi, sem mettað hefur and- rúmsloft hennar andlegum geisl- um og tónum, sem kirkjugestir minnast ávallt í gegnum áratug- ina að athöfnum loknum. Af þess- um ástæðum vilja aðstandendur Hafnarfjarðarkirkju vekja athygli þeirra sem unna kirkjulegri tón- list á þessum hljómplötum sem verður mikilvæg eign ög góð jóla- gjöf, en þær verða bráðlega fáan- legar. Á þeim fara saman haefileikar organista og tónskálda, sem bera hvað hæst í fegurð tónlistar og flutnings á vorri öld. Fyrir hönd Sóknarnefndar Haf narfj arðarkirkj u, Guðmundur Guðgeirsson Jólakveðjur til Færeyja teknar upp 10. desember JÓLAKVEÐJUR til Færeyja verða teknar upp milli klukkan fimm og sjö, á 6. hæð útvarps- hússins laugardaginn 10. desem- ber. Það er Færeyingafélagið á íslandi sem stendur fyrir þessu árlega. Geta þeir sem eiga skyldfólk eða vini í Færeyjum komið og Iesið inn jólakveðjur til þeirra og verður þeim útvarp- að í Færeyjum á Þorláksmessu. Formaður Reykjavíkurdeildar RKÍ, Arinbjörn Kolbeinsson, afhendir slökkviliðsstjóra, Rúnari Bjarnasyni, bifreiðina. Rauði kross íslands: Afhendir Slökkvi- liðinu í Reykjavík nýjan sjúkrabíl — stærri og rúmbetri en gömlu bílarnir Reykjavíkurdeild Rauða kross ís- lands afhenti slökkviliðinu í Reykja- vík nýjan sjúkrabfl miðvikudaginn 23. nóvember. Bíllinn er af gerðinni Chevrolet Chevy Van, innréttaður í Banda- ríkjunum. Reykjavíkurdeild RKÍ hefur nú á rúmu ári afhent slökkviliðinu þrjá nýja sjúkrabíla þannig að bílakostur liðsins er nú mjög góður. f fyrra var tekinn í notkun neyðarbíll sem hefur að- setur á slysadeild. Er hann mann- aður tveim sjúkraflutninga- mönnum, lækni og hjúkrunar- konu. Er bíllinn útbúinn full- komnum tækjum, er nú hægt að hefja læknismeðferð strax á vett- vangi. Þá kom nýr bíll í september sl. sem sérstaklega er miðaður við vetrarnotkun og utanbæjarflutn- inga í slæmri færð. Bíllinn er allur hinn öflugasti og með drif á öllum hjólum. Þá er hann innréttaður þannig að hann getur leyst bílinn á slysadeildinni af með lftilli fyrirhöfn þegar um mikla ófærð er að ræða. Loks er svo þessi bíll sem nú er verið að taka í notkun, er hann stærri og rúmbetri en þeir bílar sem hingað til hafa verið notaðir í almenna flutninga. Auk þessara nýju bíla hefur slökkvilið- ið svo yfir að ráða þrem öðrum eldri bílum. Þess má geta að slökkviliðið framkvæmir nú um 12.000 þús. sjúkraflutninga á ári eða ríflega 60% allra sjúkraflutn- inga í landinu. Sjö fréttir — smásögur eftir Sigurð Á. Friðþjófsson ÚT ER komiA hjá bókaforlaginu Svart á hvftu smásagnasafnið Sjö fréttir eftir Sigurð Á. Friðþjófsson. Þetta er fjórða bók Sigurðar, en hann er liðlega þrí- tugur að aldri. I bókinni eru sjö smásögur og fjalla þær um manninn við ýmsar aðstæður: þegar sprengjan fellur, þegar tölvuvæðingin heldur innreið sína, þegar einsemdin ræður ríkjum og þegar leitin að fullkomnuninni stendur sem hæst. Sigurður víkur að fleiri efnum í sögum sínum. Sögurnar eru látlausar, flestar fullar af skopi, en Sigurður snið- gengur ekki vandamál mannlegra samskipta fyrir því, heldur glímir við þau á hugmyndaríkan hátt. Smá- söguformið hefur verið vinsælt á Is- landi undanfarin ár, og er athyglis- vert hve miklu valdi þessi ungu höf- undur hefur náð á því, segir 1 frétt frá forlaginu. Bókin er 104 bls. að stærð, Krist- ján Kristjánsson hannaði kápu. SigurdurÁ. Friðþjófeson Sjö fiéttír M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.