Alþýðublaðið - 20.09.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.09.1920, Blaðsíða 1
OefiO lit aaf ^IþýÖtiflLoteliMLiMia. 1920 Mánudaginn 20. september. 215. tölubl. Fjárknppisi eykst Fyrir pokkru síðan flaug sú saga um bæinn, að maður einn hefði gefið út 1500 kr. ávísun á ífeanka, þar sem hann átti aðeins 2 kr. inni, og þótti mönnum, sem von var, athæfi þetta ekki sem fallegast. En hvað skal segja um íslands- banka, sem gefur landssjóði miljón króna ávfsun á Privatbankann í Khöfn, sem Privatbankinn neitar að borga sökum þess, hvað ís- landsbanki er honum skuldugur. Hvers vegna gaf Islandsbanki avfsunina; er hugsaalegt að hann hafi ekki vitað hvernig reikningun- wm milli hans og Privatbankans var varið? Það þarf varla að efast um það, að ritstjóri Vísis og aðrir skósvein- ar íslandsbsnka segi þetta ósann- indi, eins og þeir sogðu það ésannindi, að bankinn hefði neitað að „yfirfæra" fé fyrir póststjómina. i&n slík mótmæli munu koma þeim að litlu haídi, sem einu sinni eru búnir að sýna sig ósannindamenn. Það er heldur ekki ósennilegt, áð Bjarni frá Vogi og ritstjóri Vísis, hinn sjálfkjörni þingmaður Reyk- víkinga, Jakob Möller, hefji nú ákafar árásir á Privatbankann, fyrir að hafa ekki borgað ávísun Islandsbanka. En almenningur skil- «r fyr en skellur í tönnum, og veit að slíkar árásir eru aðeins gerðar til þess, að leiða athyglina írá hinum eiginlega sökudólg — ís- 'landsbanka •—og svipar þessu at- hæfi til þess, þegar krummi krunkar ákaft á vorin á fimtu eða sjöttu bergsnös frá hreiðri sínu, til þess með þvf að leiða athygli þess sem ér að nálgast það, frá ungum sínum. Munurian aðeins, að hér eru það ungarnir sem krunka, til þess að leiða at- hyglið frá krumma. Mýlega mátti lesa í grein f Vísi, eftir Bjarna frá Vogi, að :Privatbankinn væri aðaleigandi ísíandsbanka. Það þarf þvf varla að efa það, að þeim sem stjórna Privatbankanum sé vel kunnugt um allan hag íslandsbanka, og bendir það ekki á gott fyrir síðar- nefnda bankann, ef þeir, sem bezt þekkja til um hag hans, reynst sem fyrst að ná öllu sínu. Hvað hefir bankinn til trygging- ar á öðrum tug miljóna króna í seðlum, sem hann hefir gefið út? Hann hefir 700 þas. krónur t gulli. Og hvað hefir hann annað? Hann hefir hlutafé sitt, sem er 4V2 miljón og varasjóðinn, sem er 33/4 miljón kr. En hvað hefir hann svo til tryggingar þeira 15 milj. kr. af sparifé er menn eiga í bankanum? Hvernig fer ef fiskhringsmenn- irnir draga að selja jafn lengi og síldareigendur í fyrra — þar til fiskurinn er orðinn ónýtur. Hvað verður þá um sparifjáreigendur. Hvað ætli þeir fái þá mikið af fé sínu? Alþbl. viil endurtaka hér það sem það er msrgbúið að segja áður: Landið yerður að yfirtaka bankann í tíma, þ. e. áður en hann, sumpart á kostnað lántak- enda, sumpart á kostnað spari- fjáreigenda og annara landsmanna fær tækifæri til þess, að aka þannig seglum, að hkthafarnir bíði ekkert tjón af hruni hans. Kolavanðræðiss ísjirzku Biaðinu hefir borist eftirfarandi skeyti frá fréttarítara þess á ísa- firði: Eldiviðarskortur og stórvandræði neiti Landsverzlunin áfram um kol. Mótekja lftil, ®g hefir mórinn ónýzt vegna stöðugra rigninga. Síðan höfum vér átt tal við fréttaritarann um þetta, og sagði hann að stjórnarráðið hefði berið því við, aðj, ástæðulaust væri að setja kol á land á ísafirði, þar sem kaupmenn hefðu boðist til að birgja bæinn með þessu elds- neyti. En ni'i hefir það komið á daginn, að enginn hafi lofað þessu á ísafirði og falli þá sú ástæða úr gildi. Eftir upplýsingum þeim er vér höfum leitað oss um málið hér, þá stafa isfirzku kolavandræðin eingöngu af því, að fsfirzkir kaup- menn ætiuðu að birgja bæinn upp raeð kolum, en hefir ekki tekist það, og er skiljanlegt að þeir segi nú þar vestra, að þeir hafi aldrei „lofað" að gera það. En hvers vegna hafa þeir farið að tilkynna það hér í Stjórnarráði og Lands- yerzlun að þeir ætluðu að flytja inn kol? Vitanlega til þess að Landsverzlunin flytti ekki kol tii Isafjarðar, en nú þegar þessum kaupmönnum hefir ekki tekist að útvega kolin, þá hafi þeir aldrei „lofað" þeim, og svo er almenn- ingur á lsafirði eldsneytislaus fyrir bragðið 1 Þar eð þetta er töluvert þýð- ingarmikið mál fyrir almenning á ísafirði, hefir Alþbl. leitað allra upplýsiaga um það, og er af- staða þessa kolaraáls sem hér segir: Kaupmenn hafa fyrir nokkru gefist upp við útvega ísfirðingum kol, og tilkynt það hjer í Rvík. Hefir, landsverzlunin síðan reynt að útvega kolafarm til ísafjarðar, og tekist það. Er sá farmur 600 smál. og er búist við að hann' geti komið til ísafjarðar um mán- aðamótin. Að sögn var samið um hann svo tímanlega að kolaverk- fallið hefir ekki áhrif á afhend- ingu hans í Bretlandi að því er þeir sem kolin selja þar, ætla, en verði það móti vonum, sendir landsverzlunin ísfirðingum kol héðan. Séu kolavandræðin fsfirsku aft- ur [i móti nú þegar orðia sv» mikil að ísfirðingar þoli ekki bið- ina til mánaðarmóta, verður að senda þeim eitthvað af kolurá

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.