Morgunblaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 47 Sævar Karl kominn sína undir eitt þak Sævar Karl Ólason klæðskeri hefur nú komið allri starfsemi sinni undir eitt þak hússins í Bankastræti 9. Húsiö er á fjórum hæöum, í kjallara og á jaröhæö er dömudeild, á annarri hæö er herradeild og saumastofa, og á fjórðu hæö er sérstök mátunaraðstaða, lager og skrifstofa þar sem viö fund- um Sævar. Hann var okkur til leiðsagnar um búöina og byrjuöum viö á neðstu hæð- inni. „í dömudeildinni erum við með fatnað frá Etienne Aigner, heimsþekktu tískuhúsi. Sá fatn- aður er hannaður frá toppi til táar, þannig að með dragt er hægt að fá skó, tösku, klút, belti eða hatt í stíl. Þá erum við einnig með kvenfatnað frá fyrir- tækjum eins og Windsor, bæði þann klassíska og tískulínu, og klassíska frakka erum við með frá Burberrys. i herradeildinni erum við með jakkaföt, frakka, skyrtur og skó, svo eitthvaö sé nefnt. Jakkafötin fást í 20 stæröum þannig að allir ættu að geta fengiö föt sem passa fullkomlega. Fyrir þá sem vilja sérsaumað er hægt aö velja úr 2.000 mismunandi efnum sem við pöntum frá Scabal og einnig getum við fengið föt sérsaumuð í Belgíu og Þýskalandi. Klass- ísku fötin erum við meö til dæmis frá Windsor og Giorgo Armani og fyrir þá yngri höfum viö tískulínu frá Hugo Boss. Allur þessi fatnaður á það sameiginlegt að vera sérstak- lega vandaður og úr góðum efnum. Upphaflega var ég að- eins með sérsaumað, hóf starfsemina í gamla Smjörhús- inu við Lækjartorg árið 1974, svo fór ég að sérpanta föt fyrir viðskiptavini mína og smátt og smátt fór ég að kaupa inn á lager. Með fleiri stærðum og meira úrvali hefur þetta þróast þannig að nú er aðeins lítill hluti saumaöur hér. Aöalsmerki okkar er þó alltaf þaö sama: aö vera meö vandaða vöru. Við förum á helstu sýningar vor og haust til að kaupa inn, þaö nýj- asta og það besta. Nú erum við að bæta við hjá okkur snyrtivörunum frá Eti- enne Aigner og bjóöum til að byrja með upp á rakspíra, ilm- vötn og sápur, bæði fyrir dömur og herra. FLUGELDASALA KR í KR-heimilinu, JL húsinu, Tryggvagötu 26, Hverfisgötu 78 og Borgartúni 31. Opið 30. des. kl. 10-10 " 31. des. kl. 9-4 FJÖLSKYLDUPOKAR, MARGAR GERÐIR SKIPARAKETTUR - TÍV0LÍB0MBUR FALLHLÍFARSÚLIR - NEYÐARBLYS FLUGELDAR - BLYS - SÓLIR - G0S w STJÖRNULJÓS - INNIBOMBUR - KNÖLL ^ FJÖLBREYTT ÚRVAL - FRÁBÆRT VERÐ Bæjarins bestu fjölskyldupokár heita: BARNAPOKI 400 kr. BÆJARINS BESTI 800 kr. Fullkomin KREDITKORTAÞJON- USTA EUROCARD — VISA J.L. KORT SPARIPOKI 600 kr. TRÖLLAPOKI 1400 kr. Knattspyrnudeild KR, sími 27181 Eigin innflutningur — ENN lægra vöruverð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.