Morgunblaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983
55
»i
VELVAKANDI
SVARAR f SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
; *
Förum eins ad
Einar Gunnarsson skrifar:
„Velvakandi.
Nú eru jólin, mesta hátíð
kirkjunnar. Allir eru að keppast
við að vera góðir við náungann
og sumir gefa í söfnun handa
hungruðum heimi, sem kirkjan
stendur fyrir um þessar mund-
ir. Það kom fram í útvarpi nú á
dögunum, að markmiðið með
söfnuninni væri að geta sent
milljón dagskammta matar til
hungraðra barna úti í heimi. Er
mjög ánægjulegt til þess að
vita, að þetta skuli ætla að tak-
ast.
Nú er haldin hátíðleg fæð-
ingarhátíð frelsarans, Jesú
Krists. Flestir hafa eflaust lesið
sér til um kenningar hans í
Biblíunni eða heyrt um þær
annars staðar. Samt sem áður
virðist sem íslenska þjóðkirkjan
sé gjörsamlega búin að gleyma
boðskap hans, og það enda þótt
nafn hennar verði naumast
nefnt án þess að nafn hans fylgi
með.
Framanskráð mætti rök-
styðja á hundrað vegu, en ég
ætla að láta nægja að tína til
eitt atriði, sem mér virðist
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 11 og 12,
mánudaga til fdstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisrdng
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins
utan höfuðborgarsvæðisins, að
þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja
hér í dálkunum.
renna stoðum undir þessa full-
yrðingu mína. Kjarna þess
mætti setja fram í eftirfarandi
spurningu: „Hvað mundi ein
kirkja (af öllum hinum mikla
fjölda kirkna á höfuðborgar-
svæðinu) nægja fyrir mörgum
dagskömmtum matar henda
hungruðum börnum og hvað
gæti andvirði einnar slíkrar
kirkjubyggingar bjargað mörg-
um mannslífum?
Nú er ég ekki að segja, að
kirkjur séu óþarfar, síður en
svo. En ég trúi því, að frelsarinn
hefði látið annað ganga fyrir en
ofgnótt húsnæðis til helgihalds.
Hvað um ársnýtingu sæta í
guðshúsum þessum?
Förum eins að. Gefum allt
sem við erum aflögufærir um og
látum ganga til þeirra sem
þurfa þess með.
Með ósk um gleðileg jól.“
Þessir hringdu . .
Fréttaþættir Ingva
Hrafns hafa notið
trausts og vinsælda
Þórarinn Björnsson, Laug-
arnestanga, hringdi og hafði
eftirfarandi að segja. — Ég
heyri að Ingvi Hrafn Jónsson
sé að hætta í þingfréttastarfi
þingfréttamanns sjónvarpsins
og allnokkrir hafi sótt um
þetta starf. Auðvitað getur
maður ekki annað en óskað
þeim velfarnaðar, sem tekur
við af Ingva Hrafni, en það
verður erfitt hlutskipti að fara
í fötin hans. Þættir hans frá
Alþingi hafa notið trausts og
vinsælda og honum hefur tek-
ist frábærlega vel að þræða
götu óhlutdrægninnar. Það
Ingvi Hrafn Jónsson
hefur sjálfsagt verið meira
heldur en að segja það eftir að
þingflokkarnir voru orðnir sex.
Ingvi hefur aldrei þurft að
grípa fram í fyrir mönnum eða
sýna frekju; hann hefur kom-
ist þetta á prúðmennskunni.
Það er synd að sjónvarpið
skuli ekki geta haldið í svo
góðan starfskraft. Ég er viss
um, að það verða fleiri en ég
sem munu sakna Ingva úr
þingfréttamennskunni.
Mætti og ætti að endurflytja
leikrit frá fyrri árum
Þórunn Gudmundsdóttir skrifar:
„Góði Velvakandi.
Þegar leitað var til útvarpsnot-
enda um álit þeirra á útvarpsefni
var spurningum beint til fólks allt
að sjötugu. Ekki þótti ástæða til
að spyrja okkur, sem eldri erum.
Við erum þó æði fjölmennur hópur
og mörg okkar hinir dyggustu vin-
ir útvarpsins.
Ég veit ekki, hvort yfirmenn út-
varps og sjónvarps lesa pistla sem
þennan. Það ættu þeir þó að gera.
Við reynum þar að koma á fram-
færi hugmyndum okkar og tillög-
um um útvarpsefni.
Mér finnst margt ágætt bæði í
sjónvarpi og útvarpi, einkum þó
því síðarnefnda. Nú þegar rás 2 er
komin til skjalanna, ættu flestir
að fá saðningu sína af léttri tón-
list, svo að áhugamenn um önnur
efni ættu að geta fengið meira úr-
val sinna áhugamála. Einkum
æski ég þess að fá alltaf ieikrit á
fimmtudögum. Mætti og ætti að
endurflytja leikrit frá fyrri árum.
Þau eru mörg góð og gild. Og
þætti mörgum gaman að fá að
heyra raddir gömlu og góðu leik-
aranna, sem nú eru horfnir af
sjónarsviðinu.
Kvöldgestir Jónasar eru mjög
vinsælt útvarpsefni og sýnir það
vel að menn kunna að meta svo
ágæta og fágæta meðferð efnis
sem þar er boðið upp á. Ég vil
gjarnan sjá föstudagsmyndir
sjónvarpsins, sem oft eru góðar og
mér finnst það mikið tillitsleysi
hjá dagskrárstjórn útvarpsins að
hafa þátt Jónasar á sama tíma.
Væri ekki hægt að hafa hann rétt
á eftir fréttum og flytja einhverja
tónlist aftur fyrir. Eg er viss um
að margir yrðu því fegnir.
Ég sakna þess, að spurninga-
keppnin, sem hefur verið í útvarpi
á vetri hverjum, virðist eiga að
falla niður í vetur. Þetta hefir þó
verið mjög vinsæll liður í vetrar-
dagskránni.
Virðingarvert ér, hversu auglýs-
ingar eru oft færðar til betra
máls. Sérstaklega þykir mér vænt
um, að verslanaheiti, sem enda á
-kaup, eru höfð í fleirtölu. Verður
þannig vit í þeim og eru þetta þá
ágæt nöfn, en notuð í eintölu bara
bull.
Mig langar til að benda á, að
laga þyrfti auglýsingar um opnun
ýmissa fyrirtækja. Algengt er að
segja að verslun opni, í stað þess
að sagt sé að hún sé opnuð.
Nýlega hlustaði ég á Orð kvölds-
ins í útvarpinu. Ung kona fór með
erindi Hallgríms: „Son guðs ertu
með sanni, sonur guðs, Jesú
minn.“ Mér hnykkti ónotalega við,
þegar hún breytti þessu í „Jesús
minn“. Veit ég vel að kirkjuyfir-
völd hafa fyrirskipað að ávarpa
frelsarann þannig. Mér finnst
bara að þau eigi ekkert með að
breyta ávarpi Hallgríms á slíka
lund. Engum dettur í hug að færa
dönskuskotin orð, sem finnast í
sálmum hans, til betra máls, setja
t.d. „guðspjallasagan" i staðinn
fyrir „guðspjallshistorían“. Því
síður finnst mér leyfilegt að
betrumbæta hjá onum þetta nafn,
sem honum var helgast allra.
Hvað snertir skáldlega fegurð, þá
eru ávörp eins og: Sonur guðs,
Jesú minn“ og „Víst ertu, Jesú,
kóngur klár“ ljúfari og hljómþýð-
ari en þegar þetta hvæsandi s bæt-
ist við og mætir öðrum samhljóða
(upphafshljóði í næsta orði á eft-
ir).
Ég skora á þá, sem fara með
sálma Hallgríms Péturssonar, að
sýna honum þá virðingu að hann
fái að hafa sitt Jesú-nafn í friði.“
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Fólkinu þykir vænt hvert um annað.
Rétt væri: Fólkinu þykir vænt hverju um annað.
SÍNE-félagar
Jólafundur SÍNE
— fyrri fundur — veröur haldinn í Félags-
stofnun stúdenta viö Hringbraut föstu-
daginn 30. desember 1983 og hefst kl. 14.
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins.
Jólaball SÍNE
veröur haldiö í Félagsstofnun stúdenta viö
Hringbraut á föstudagskvöld. Húsiö verö-
ur opnaö kl. 21 en um kl. 22 hefst
dagskrá:
Arnaldur Ragnarsson leikur ren-
aissance-tónlist og lög frá Róm-
önsku Ameríku á klassískan gítar.
Kristinn Sigmundsson, barintón-
söngvari, syngur klassísk lög og
negrasálma. Sjón og fleiri flytja
Játningu tígrisdýrsins og Von-
brigöi Ijúka tónleikunum meö
kraftmiklu rokki.
Aö dagskránni lokinni tekur alþjóölegt
diskótek Andreu og Láru völdin og heldur
því fram eftir nóttu.
Fjölmenniö og mætiö tímanlega til að missa
ekki af dagskránni.
Verö kr. 150,-
Stjórn SÍNE
Skátabúðin, Snorrabraut
Volvosalurinn, Suðurlandsbraut
Fordhúsið, Skeifunni
Alaska, Breiðholti
I Austurstræti
Seglagerðin Ægir, Grandagarði
Við Miklagarð
Styðjið okkur-stuðliö að eigin öryggi
Hjálparsveit skáta
Reykjavík