Morgunblaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 22
 54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 ást er ... ... ab leyfa honum ab syngja eins og hann vill í habher- herginu. Mér datt svona í hug að koma ykkur á óvart og koma með mjólkurglas. Með morgunkaffinu HÖGNI HREKKVÍSI Stórkostlegir mögu- leikar í þorskeldi? r- Beta hrogn úr 30 hrygnum orðið að 20.000 lestum af kynþroska þorski á fimm árurn? L F.r k^aanleft að t)vta mep a riö Gudmundur Valur fjallar með- 17% endurheimtur, þad er ad fimm ár. al annars í grein sinni um þrjár „adeins“ 83% af seidunum drep- Ef rétt er á haldið getur svo Kannski er nú von Sveinn Sveinsson, Hrafnistu, Reykjavík, skrifar: „Ég hefði getað hoppað af gleði, væri ég ekki orðinn 84 ára gamall, þegar mér barst í hend- ur blaðið Dagur frá Akureyri frá 23. nóv. sl. Á forsíðu þess gat að líta stóra fyrirsögn: „Stór- kostlegir möguleikar í þorsk- eldi?" Í fréttafrásögn þessari er sagt frá hugmyndum Guðmund- ar Vals Stefánssonar, nema í fiskifræði og fiskeldi við háskól- ann í Bergen í Noregi, um mögu- leika á þorskeldi við íslenskar aðstæður og vísað til greinar hans inni í blaðinu. Guðmundur Valur telur, að í þessu efni komi m.a. til greina fyrir íslendinga að nota svo- nefnt botnkvíaeldi og fóðra þorskseiði í gegnum slöngur frá yfirborðinu eða klekja út og ala þorskseiði í lokuðum fjörðum í vernduðu umhverfi og sleppa þeim síðan í hafið umhverfis landið. Með síðari aðferðinni megi minnka afföll úr 99% niður í 83% og fá þannig 17% endurheimtur í stað 1% við náttúruleg skilyrði. Oft hef ég reynt að vekja at- hygli á nauðsyn þess, að íslend- ingar stofnuðu til þorskeldis sem stóriðju, en undirtektir ævinlega verið litlar. Kannski er nú von til að breyting sé að verða á þessu." Tíu prósent dráttar- vextir H.H. skrifar: „Velvakandi. Mig langar til að vara þá sem hafa kreditkort við að fá gjaidfrest á reikningi sínum. Ég lenti í því að sjá fram á að geta ekki borgað reikning dags. 20.10. (sem ég fékk í pósti 2. nóv.) sem greiðast átti 5. nóv. Ég hringdi til viðkomandi kreditkortaþjónustu og bað um gjaldfrest til mán- aðamóta nóv.-des. Það var samþykkt, en þegar ég greiddi reikninginn 1. des. var búið að leggja 10% dráttarvexti (2x5%) á hann, 10% dráttarvexti fyrir 25 daga gjaldfrest (frá 5. nóv. til 1. des.). Ég lagði kortið mitt inn til þess að mótmæla ofangreindu, og vil vekja athygli fátækra kredit- kortahafa á þessu." Er mögulegt að leið- rétta þessa tíma- skekkju í tollskránni? KE skrifar: „Velvakandi. Hvað meinar ríkisstjórnin með öllu þessu tali um sparn- að í þjóðarbúinu? Ég, eins og svo margir, á bíl sem eyðir u.þ.b. 10 lítrum á hundraðið; stundum meira ef kalt er í veðri. Mig er farið að óa við hinum háa bensínkostnaði, svo að ég hef verið að athuga verð á neyslugrennri ökutækjum SVFÍ hvetur ungja jafnt sem aldna til að sýna fyllstu varúð í meðferð flugelda, stjörnuljósa og blysa. Sérstaklega eru for- eldrar hvattir til að hafa vakandi auga með börnum og ungling- um og vara þau við hættum þeim, sem fylgja ógætilegri með- ferð þessara hluta. Höldum gleðileg áramót með slysalausum dögum. sem gætu hentað í snatt innanbæjar. Helst kom til greina að kaupa skellinöðru eða lítið mótorhjól til þessara nota, enda eyða þær aðeins broti af því bensíni sem bílar þurfa. Ég varð alveg gáttaður á því verði sem upp var gefið og mér var tjáð, að þetta háa verð lægi aðallega í háum tollum, þ.e. 80% tolíi, bílgjaldi sem er 10% af tollverði, ásamt öðrum smávægilegum gjöldum. Sem sagt: Fólki er gert næstum ókleift að eignast slík tæki, þó að þau séu mjög þjóð- hagslega hagkvæm vegna hins háa orkuverðs, og er þá sama hvort orkan er innlend eða innflutt. Er hægt að fá ein- hverja skynsamlega skýringu á þessum okurgjöldum sem þarna um ræðir, eða hafa ráðherrar einkarétt á að „spara" fyrir okkur hin með eigin bílakaupum? Og mér er spurn: Er mögulegt að leið- rétta þessa tímaskekkju í tollskránni með einu penna- striki?"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.