Morgunblaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 41 dtv-Brockhaus Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson dtv-Brockhauís Lexikon in 20 Banden. Deutscher Taschenbuch Verlag 1982. Þessi útgáfa er upprunnin út- gáfa Brockhaus leksikonsins. Upp- sláttarorðin eru 130.000, 6000 myndir og 120 litmyndasíður. I 11. útgáfu Encyclopædia Brit- annica, sem er besta útgáfa þeirr- ar frægu alfræðiorðabókar, segir um Brockhaus: „Ekkert uppslátt- arrit hefur orðið mönnum gagn- legra og betur heppnað, ekkert rit þessarar tegundar hefur oftar ver- ið stælt og þýtt...“ Þessi umsögn heldur fullu gildi þótt um 70 ár séu liðin frá útgáfuári. Fyrsta út- gáfa Brockhaus kom út í sex bind- um á árunum 1809—11. Síðan rak hver útgáfan aðra, gefnar voru út alfræðibækur bæði í mörgum bindum og fáum, uppflettibækur í ýmsum efnum og viðbætur við lex- ikona. Allt fram á okkar daga hef- ur Brockhaus verið í fremstu röð í lexíkonaútgáfu. Brockhaus Enzyclopádie í 20 bindum kom út á árunum 1966—79 og er meðal viðamestu lexíkona forlagsins. Þessi dtv. út- gáfa er byggð á þeirri útgáfu. Það hefur farið í vöxt í seinni tíð að gefa út vasabrotsútgáfur lexikona, með stórstígum framförum í prenttækni er þetta orðið mun auðveldara en áður, þessi útgáfa dtv er önnur í röðinni, forlagið gaf út vasabrotsútgáfu af Brockhaus fyrir nokkrum árum. Munurinn á þeirri útgáfu og þessari er einkum sá, að efnið er endurskoðað og uppsetningin er fullkomnari, betra letur og brotið stærra, myndefnið fjölbreyttara og band betra. Alfræðiorðabækur voru fyrrum nokkuð dýrar og það var ékki á færi allra að eignast þær, nú er svo komið að hver sem er ætti auðvelt með að eignast sæmi- legustu vasabrotsútgáfur og af þeim er þessi dtv-útgáfa meðal hinna vönduðustu. Það er mikil þörf fyrir endurskoðaðar útgáfur uppflettirita nú á dögum, vegna hinna öru breytinga sem eiga sér stöðugt stað á flestöllum helstu þekkingarsviðum. Þó fer því fjarri að eldri útgáfur tapi algjörlega gildi sínu, þær viðamestu hafa fullt gildi enn þann dag i dag, vegna ritgerða, sem þar má finna um ýmis efni, þó einkum söguleg, svo hafa þær einnig gildi sem heimild um samtímann. Af þeim alfræðibókum sem halda gildi sínu, bæði um söguleg efni og einnig varðandi upplýs- ingar sem ekki verða fundnar ann- ars staðar, má nefna t.d. Espasa, eða stóru spænsku alfræðiorða- bókina sem tók að koma út 1905 og 1930 voru komin út 70 bindi, síðan hafa verið prentuð ófá viðbótar- bindi. Þetta rit er einstakt varð- andi spænska heiminn. Enciclo- pedia Italiana kom út í 35 bindum á árunum 1929—37. Af nýlegum útgáfum stærri alfræðibóka má nefna m.m.: Encyclopedia Ameri- cana, 29 bindi 1979. The New En- cyclopedia Britannica, 30 bindi 1974, og síðan La Grande Encyclo- pédie Larousse, 20 bindi, 1971—76. HOTUM FLUTT OKKUR __________UMSET___________________ og getum bœtt vió okkur verkefnum í nýju, björtu og rúmgóöu húsnæði bjóöum viö alhliða þjónustu og ráðgjöf um bókhald og eignaumsýslu fyrirtækja og einstaklinga. Tölvuvinnsla: viðskiptamannabókhald, launabókhald, fjárhagsbókhald og reikningsútskrift. Eignaumsýsla: Fjármála- og eignaumsjón. Framtalsaðstoð: Skattaframtöl og reikningsskil fyrir einstaklinga og félög. Bókhaldsþjónusta nú í ÁRMÚLA38 Gengið inn frá Selmúla sfmor 84700 84701 GEYSIFJÖLBREYTT ÚRVAL - GERIÐ VERÐSAMANBURÐ Viö höfum séö landsmönnum fyrir áramótaflugeldum og neyöarmerkjum frá 1916. Aöeins 1. flokks vörur. Skipablys — skipaflugeldar, okkar sérgrein. — Mjög góö kaup í fjölskyldupokum á kr. 600 og kr 1 OOO \3SQ2tLi3a ©jauiiiGKaaaa m ÁNANAUSTUM GRANDAGARÐI. SÍMAR 28855 ~ 13605. Opid i kvöld til kl. 20.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.