Morgunblaðið - 04.01.1984, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984
Á f t
t I £
Langar raðir voru við lyftur í Bláfjöllum í gær er Morgunblaðsmenn flugu
yfir svæðið. Margmenni var á skíðum í gærdag.
Morgunblaðið/Kristján Einarsson
Nægur snjór
í Bláfjöllum
SKÍÐASVÆÐIÐ í Hláfjöllum hefur nú verið opnað. I>ar er nú nægur snjór og
var margt um manninn á svæðinu í gær.
Lyfturnar verða opnar sem hér
segir: Á mánudögum, föstudögum,
laugardögum og sunnudögum frá
kl. 10.00 til 18.00, og á þriðjudög-
um, miðvikudögum og fimmtudög-
um frá kl. 10.00 til 22.00. Göngu-
braut verður lögð á svæðinu alla
daga.
Verð aðgöngumiða í vetur verð-
ur sem hér segir: 8 miða kort fyrir
fullorðna (tveir miðar í stólalyft-
una) kosta 70 kr. og 8 miða kort
fyrir börn (einnig tveir miðar í
stólalyftuna) kosta 35 kr. Dagkort
fyrir fullorðna kosta 175 kr. en 85
kr. fyrir börn. Kvöldkort fyrir
fullorðna kosta 130 kr. en 65 fyrir
börn. Árskort fyrir fullorðna
kosta 2.600 kr. en 1.300 fyrir börn.
Barnagjöld gilda fyrir 15 ára og
yngri.
Þegar nýja stólalyftan, sem nú
er fullbúin og verður vígð á næst-
unni, hefur verið tekin í notkun
verða afköst í lyftum Bláfjalla-
nefndar orðin 3.600 ferðir á klst.
og skíðafélögin reka lyftur er flyta
2.800 manns á klst. í Bláfjöllum er
því orðinn lyftukostur sem flutt
getur 6.400 manns á klst. Til við-
bótar eru svo nokkrar barnalyftur
sem nota má án endurgjalds.
Hjálparsveit skáta mun annast
öryggisgæslu á Bláfjallasvæðinu
um helgar í vetur. f Bláfjallaskála
verða seldar veitingar á tímum
sem lyftur eru opnar og í skálan-
um verða leigð út skíði, skór og
stafir.
Daglegar áætlunarferðir verða í
Bláfjöll frá Reykjavík, Seltjarn-
arnesi, Kópavogi, Garðabæ og
Hafnarfirði. Upplýsingasími fyrir
Bláfjöll er 80111.
((Jr rrétUlilkjnningu frá Bláfjnllnnefnd.)
Ólafur Jónsson
gagnrýnandi látinn
Látinn er í Reykjavík Ólafur
Jónsson bókmennta- og leiklistar-
gagnrýnandi og ritstjóri tímaritsins
Skírnis. Olafur var fæddur hinn 15.
júlí 1936 í Reykjavík, sonur hjón-
anna Ásgerðar Guömundsdóttur
kennara og Jóns Guömundssonar
skrifstofustjóra.
ólafur varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1956 og
fil. cand. frá Stokkhólmsháskóla
1962. Hann var blaðamaður við
Tímann 1956 til 1960, bókmennta-
og leiklistargagnrýnandi við Al-
þýðublaðið 1963 til 1969, Vísi 1969
til 1975, Dagblaðið 1975 til 1981 og
við Dagblaðið Vísi frá 1981. Ólafur
var ritstjóri Skírnis, tímarits Hins
íslenska bókmenntafélags, frá
1968, og hann var stundakennari
við HÍ frá 1974.
Eftir ólaf liggja bækurnar
Karlar eins og ég, ævisaga Brynj-
ólfs Jóhannessonar, Líka líf,
greinar um samtíðarbókmenntir,
og Bækur og lesendur, bók um
lestrarvenjur. Þá var hann rit-
stjóri Dagskrár, tímarits um
menningarmál, árin 1957 til 1958
Ólafur Jónsson
og Félagsbréfs Almenna bókafé-
lagsins 1963 til 1964.
ólafur Jónsson var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Vilborg Sig-
urðardóttir. Þau skildu. Eftirlif-
andi kona hans er Sigrún Stein-
grímsdóttir. Ólafur lætur eftir sig
þrjú börn.
3
Deilt um skelfiskveiðar
og vinnslu við Breiðafjörð
NOKKUR óánægja er nú komin upp með fyrirkomu-
lag skelfiskveiöa á Breiðafirði. Hingað til hefur skelin
aðeins verið unnin á þremur stöðum við fjörðinn, aö
mestu leyti í Stykkishólmi. Önnur sveitarfélög hafa nú
látið í Ijósi óskir sínar um ýmist aukinn hlut í veiðinni
eða að fá að hefja veiðar og vinnslu. Hafa alls 45
bátar óskað eftir leyfi til skelfiskveiða, en nú fyrir
áramótin stunduðu 20 bátar veiðarnar.
Samkvæmt upplýsingum sjávarútvegsráðuneytisins
hefur veiðunum að undanförnu verið háttað þannig,
að leyfilegt aflamagn hefur verið 11.000 lestir af
hörpudiski upp úr sjó og hafa um 20 bátar haft leyfi til
veiðanna. Þrjár vinnslustöðvar eru í Stykkishólmi, ein
í Grundarfirði og ein á Brjánslæk. Þá er leyfi til að
vinna skel í Flatey, en það hefur enn ekki verið nýtt.
Ráðuneytið hefur nú fyrirkomulag veiða og vinnslu í
athugun og var í því skyni auglýst eftir umsóknum um
veiðar í desember. Alls bárust 45 umsóknir. Ákveðið
hefur verið að gefa út bráöabirgðaleyfi til veiða út
janúarmánuð og mega veiðarnar hefjast í dag, mið-
vikudag. Aðeins þeir bátar, sem veiðar stunduðu á
haustvertíðinni, mega stunda veiöarnar í janúar, en
búizt er við að ákvörðun um framhaldið vcrði tekin
um næstu mánaðamót.
Hér fara á eftir viðtöl við fulltrúa sveitarfélaganna í
Stykkishólmi, Eyrarsveit (Grundarfirði) og Ólafsvík.
Kristján Pálsson,
Olafsvík:
Teljum ekki
neinn geta helg-
ad sér ákveðinn
veiöiskap fyrir
fullt og allt
„VIÐ teljum okkur nú hafa rétt
á hlutdeild í veiðum og vinnslu á
skelfiskinum vegna þess að við
erum náttúrlega við Breiðafjörð.
Við teljum ekki að neinn geti
helgað sér einhvern ákveðinn
veiðiskap fyrir fullt og allt og
um alla framtíð. Okkur finnst
það álíka, að Vestfirðingar, sem
byrjuðu á að veiða þorsk við
Vestfirði, ættu að eiga þau mið
fyrir sig eða að einhver bóndi
hefði virkjað einhvern mikilvæg-
an foss og því mætti enginn
koma nálægt honum nema
hann,“ sagði Kristján Pálsson,
atvinnunefndarmaður og útgerð-
armaður í Ólafsvík. „Þar að auki
hafa Ólafsvíkurbátar stundað
veiðar á skel frá upphafi og
þangað til 1981, en þá var komið
í veg fyrir að þeir fengju að
veiða lengur af skelvinnslunni i
Stykkishólmi. Við höfum því frá
upphafi vega verið þátttakendur
í þessari veiði. Við höfum reynd-
ar ekki verið þátttakendur í
vinnslunni nema rétt í upphafi
en höfum verið að reyna að kom-
ast inn í hana að undanförnu. Á
síðasta ári óskuðum við eftir
vinnsluleyfi, en þá taldi ráð-
herra sig ekki geta afgreitt það
mál á þeirri forsendu að búið
væri að veita slík leyfi annars
staðar. Við vitum að leyfi til
skelfiskvinnslu hafa verið veitt
víðast hvar við Breiðafjörðinn,
meðal annars í Flatey, og okkur
finnst nú eðlilegt, að svona sér
miðum eins skelmiðunum eigi að
skipa þannig, að allir geti notið
góðs af og bætt upp lægðir, sem
koma í aðra veiði og aukið fjöl-
breytni í atvinnulífinu.
Því höfum við farið fram á það
við sjávarútvegsráðherra að fá
25% af heildaraflanum og því
verði skipt á milli fimm báta
héðan. Þeir bátar, sem leyfin fái,
eigi síðan að skila minnst þrem-
ur dögum til rannsókna á
Breiðafirði hver fyrir sig endur-
gjaldslaust með fullri áhöfn, en
ríkið greiði fiskifræðingi, sem
stjórni leiðöngrum, laun. Á
þennan hátt bjóðumst við til
þess, að útvega 15 daga á ári til
rannsókna og þá ekki endilega
fyrir skelfiskrannsóknir, heldur
til þeirra rannsókna, sem Haf-
rannsóknastofnun óskar. Þetta
var nú tilboð okkar til þess að
sýna fram á, að við værum til-
búnir til að koma eitthvað á móti
því, sem við fengjum. Við höfum
ekkert svar fengið enn við þessu.
Þá finnst okkur mikil rýrnun í
þorskveiðum að undanförnu og
framundan styrkja þessa ósk
okkar. Það er ljóst, að á öllum
útgerðarstöðum þar sem mikil
þorskveiði er eins og er hér í
Ólafsvík, þá erum við að tapa
nálægt 40% af meðal þorskveiði
síðustu þriggja ára og það þýðir
um 40% rýrnun á tekjumögu-
leikum hér í plássinu. Við sjáum
ekki neina ástæðu til þess, að
nánast eitt byggðarlag sitji að
11.000 lesta skelveiði meðan aðr-
ir þurfa að gefa eftir 40% af sínu
vegna sameiginlegra nota allra
landsmanna. Ein forsendan fyrir
því, að við höfum ekki fengið
leyfi fyrir báta okkar, hefur ver-
ið sú, að við erum ekki með
vinnslu, en ráðuneytið hefur
neitað okkur um vinnsluleyfi
vegna þess hve mörg þau eru við
Breiðafjörð. Þess vegna er málið
nánast í sjálfheldu, við fáum
ekki að veiða vegna þess við höf-
um ekki vinnsluleyfi og við fáum
ekki vinnsluleyfi. Við höfum sótt
um vinnsluleyfi fyrir Hrað-
frystihús Ólafsvíkur, en því hef-
ur ekki verið svarað. Við teljum
okkur hafa lagt fram fullnægj-
andi rök, en engin svör fengið,"
sagði Kristján Pálsson.
Sturla Böðvarsson,
Stykkishólmi:
Skelin er okkar
„skuttogari“
„HJÁ okkur snýst málið náttúr-
lega um það vandamál, sem við
höfum við að glíma hér og hefur
verið, það er nokkuð atvinnu-
leysi hjá þeim, sem stunda fisk-
vinnslu og sjómennsku. Við höf-
um bent á þá sérstöðu okkar, að
við 1 Stykkishólmi höfum bæði
byggt upp og þróað vinnslu og
veiðar á skelfiski, þó síðan 1979
hafi lítilsháttar verið unnið af
skel í Grundarfirði. Hér er eng-
inn skuttogari og því höfum við
litið svo á, að skelin væri okkar
„skuttogari", sagði Sturla Böðv-
arsson, sveitarstjóri í Stykkis-
hólmi.
„Okkar vandamál er það, að
hráefnisöflun hingað hefur verið
afar takmörkuð, sem sést meðal
annars á því hve lítill bolfiskur
hefur verið lagður á land hér.
Við sjáum fyrir okkur, að ef
leysa á vandamál togaraútgerð-
ar á utanverðu Nesinu með því
að flytja hluta af skelveiðinni
þangað, leiði það ekki til neins
annars en atvinnuleysis hér án
þess, að það bæti svo verulega
stöðu þeirra á útnesinu. Það er
nauðsynlegt að vekja athygli á
því, að skelveiðarnar hafa ekki
verið neinn dans á rósum. Sveifl-
ur í verði og sveiflur á markaðn-
um hafa verið geysilega miklar
og valdið okkur vandræðum. Við
leggjum mikla áherzlu á, að
þetta leiði ekki til neins ófriðar á
milli staðanna. Þetta er sameig-
inlegt vandamál okkar hér
hvernig útgerðinni er komið og
við verðum að reyna að leysa
þetta hér á svæðinu og viljum
því ekki vekja upp neinar deilur.
Ég vil undirstrika það, að til-
flutningur á skelveiðinni leysi
ekki vanda útgerðar á útnesinu,
sem ég dreg ekki í efa að er veru-
legur og atvinnuleysi yfirvofandi
er togararnir stöðvast," sagði
Sturla Böðvarsson.
Guðni Hallgrímsson,
Grundarfirði:
Hagsmunamál
alls sveitar-
félagsins að fá
aukna veiði
„VIÐ viljum náttúrlega fá skel-
fiskveiðileyfi og vinnslu. Það er
ein vinnsla hér á staðnum og
með því að nýta þessa möguleika
á vissum tímum fylla þeir vel
upp í atvinnuástandið hér, en
þetta hefur ekki alfarið verið
heils árs veiðiskapur. En hér
hafa verið uppi hugmyndir um
það að veita til dæmis einstökum
bátum leyfi til veiða á 60 til 70
lestum á mánuði og þeir gætu þá
hagrætt öðrum veiðiskap með.
Þetta er hagsmunamál alls
sveitarfélagsins, ég tala nú ekki
um ef fara á að minnka heildar-
þorskveiðina, þarf að fá eitthvað
í staðinn," sagði Guðni Hall-
grímsson, Grundarfirði og
hreppsnefndarmaður í Eyrar-
sveit.
„Skelfiskurinn hefur gefið vel
af sér undanfarin ár og því verið
litinn hýru auga. Við vonumst til
þess, að fá að vera þátttakendur
í nýtingu þessara veiðimöguleika
því þetta er veitt hér fyrir fram-
an nefið á okkur og okkur finnst
súrt í broti að fá ekki að veiða
þetta að sama skapi og aðrir.
Aflamarkið hefur verið aukið ár
frá ári og aukningin hefur eig-
inlega öll komið í Stykkishólm.
Fyrir þremur til fjórum árum,
þegar Soffanias Cecilsson var að
berjast fyrir því að fá að veiða
skelfisk, var sagt að hann væri
að verða búinn, en það er eins og
alltaf finnist fleiri mið og skel-
fiskveiðin aukist. Þetta virðist
koma þannig út, því alltaf hafa
þeir verið að auka þetta.
Við eru fyllilega í stakk búnir
til að taka við aukinni veiði, það
er hér nægilegt húsnæði og
fyrirtæki til þess að vinna skel-
ina. Á því eru engin vandkvæði
og ekki er lengra fyrir okkur að
sækja á miðin en Hólmara og
meðal annars þess vegna teljum
við þetta ekki síður okkar en
þeirra. Ég tel að réttur okkar sé
ótvíræður, að við fáum að nýta
það, sem fiskast hér í Breiðafirð-
inum, það á náttúrlega að vera
hlutfallslegur réttur okkar, sem
hér búum. Það getur skipt sköp-
um fyrir okkur hvort við fáum
þetta eða ekki. Það geta auðvitað
komið sveiflur í skelfiskveiðina
eins og aðra veiði, en þetta
myndi engu að síður bæta upp
haustmánuðina og fyrstu mán-
uði ársins, sem alltaf hafa verið
rýrastir hjá okkur, þannig að
þeir gætu jafnvel orðið góðir
líka,“ sagði Guðni Hallgrímsson.