Morgunblaðið - 04.01.1984, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 04.01.1984, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984 15 Rússnesk rúlletta Vesalings Jean Nicot! Það væri synd að segja að hann hafi orðið sérlega upp með sér þegar hon- um var tilkynnt að til stæði að skýra tóbaksjurtina í hausinn á honum. Sannleikurinn var sá að sendi- herra Frakka í Portúgal átti sér einskis ills von þegar hann festi kaup á þessari framandlegu urt af farmönnum frá Nýja heimin- um árið 1558. Kveikjan að kaupunum var það orð sem fór af lækningamætti plöntunnar. Honum til mikillar hrellingar fóru landar hans þess í stað að rækta hana ... og reykja í stórum stíl. Þar með var ástarævintýri Vest- urlandabúa og tóbaksplöntunnar hafið, ævintýri sem er í þann mund að fá ólfkt óglæsilegri og sviplegri endi en ætlað var í upphafí. Tóbak og saga Allt fram á 16. öld höfðu Evr- ópubúar unað glaðir við sitt án þess að hafa heyrt á tóbak minnst. Þá höfðu indíánar í Am- eríku tottað pípur og vindla svo öldum skipti. Og þrátt fyrir andstöðu málsmetandi manna — þ.á m. James 1. Englandskonungs sem FÆDA OG HEILBRIGÐI — eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson árið 1604 gaf út ritið „Gagnárás gegn tóbakinu“ — hélt það áfram að breiðast út. Rússneski keisarinn, Mikael 1., gekk meira að segja svo langt að fyrirskipa líflát hvers þess og eins sem vogaði sér að reykja þennan óþverra í annað sinn. Það var þó ekki fyrr en á þess- ari öld sem tóbakið „sló í gegn“ enda ný afurð komin til sögunn- ar: „sígarettan". Verksmiðju- framleiðsla og fjölmiðlar sáu um afganginn. En jafnframt tók að bera æ meira á veiki sem hefur þann kost helstan fram yfír holdsveiki að sá sem af henni sýkist kembir ekki hærurnar á Hótel Jörð. Tóbak og heilsa Ekki aðeins má rekja um 90% alls lungnakrabbameins til reyk- inga, heldur væri þessi sýki frekar fátíð ef tóbakið hefði ekki komið til sögunnar. Þar með eru reykingar orðnar undirrót einhvers þrálátasta far- aldurs í sögu læknisfræðinnar, ekki einungis á Vesturlöndum, heldur meðal flestra þjóða heims. Auk þess að vera með kvalaf- yllstu sjúkdómum sem um getur er lungnakrabbi svo beinskeitt sótt að sjúkdómsgreining jafngildir yf- irleitt dauðadómi innan örfárra ára. En þá eru ótalin áhrif reyk- inga á aðrar tegundir krabba- meins (sjá töflu), þ.á m. á krabbamein í munnholi, barka, vélinda, gallblöðru, brisi og lifur svo eitthvað sé nefnt. En jafnframt eru reykingar einn þriggja helstu áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma, þeirra sjúkdóma sem eru aðaldánaror- sök Vesturlandabúa um þessar mundir. í Bandaríkjunum er nú álitið að um 300.000 manns látist árlega af völdum reykinga (um 15% af dánartíðninni í heild), þar af um 100.000 úr lungnakrabbameini ein- göngu. Ekki er enn ljóst hvaða efni það eru í tjörunni og reyknum sem reykingamaðurinn sogar að sér sem valda þessum ósköpum, en alls innihalda þau a.m.k. 5000 mismunandi efni. Meðal þeirra eru meðlimir tveggja þekktustu fjölskyldna krabbameinsvalda (N-nítroso- sambanda og fjölhringa aromat- ískra kolvatnsefna) auk ýmissa þekktra krabbameinshvata. Lokaorö Sem betur fer deyr ekki hver reykingamaður úr lungna- krabba. Né heldur deyr hver sá, sem sleppur úr þeim háska, úr öðrum sjúkdómum sem reyk- ingar valda. Sannleikurinn er sá að fyrir- fram veit enginn hver fær þessa sjúkdóma og hver ekki. Að reykja er því ekki ósvipað því að leika rússneska rúllettu með eigið líf. í raun má gera ráð fyrir að reyk- ingar verði þriðja hverjum reyk- ingamanni að aldurtila. Reyki helmingur þjóðfélagshóps má því rekja sjötta hvert dauðsfall til reykinga. Rannsóknir sýna að um það bil 42% íslendinga (18 ára og eldri) reykja. En hver er ávinningurinn? Hvað fær reykingamaðurinn fyrir sinn snúð eftir að hafa lagt líf sitt i hættu á þennan hátt? Um það og um varnir gegn reykingum er fjallað í næstu grein. AUKNING f DÁNARTÍÐNI MEÐAL REYKINGAMANNA:* Tegund krabbameins Aukning Munnhol 890% Lungu 680% Barki 510% Vélinda 320% Lifur, gallvegir 180% Bris 170% Gallblaðra 100% Nýru, magi, eitlar, blóð 40% Krabbamein alls 110% AAIdurshópar 45—64 ára. Töl- urnar sýna hve mörgum prósent- um dánartíðnin er hærri meðal reykingamanna en hinna sem ekki reykja. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar: Greidslujöfnud- ur jákvædur hjá Landsvirkjun ’83 „ENDANLEGT uppgjör ársins liggur að sjálfsögðu ekki fyrir ennþá, en bráðabirgðatölur benda til þess, að um jákvæðan greiðslujöfnuð verði að ræða, þrátt fyrir fyrirséðan rekstrar- halla upp á um 90 milljónir króna,“ sagði Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við Morgun- blaðið, er hann var inntur eftir afkomu fyrirtækisins á liðnu ári. „Við gerum ráð fyrir, að tekjur verði um 1.545 milljónir króna á ár- inu og rekstrargjöldin um 1.635 milljónir króna. Þar af eru afskrift- ir og vextir alls um 1.293 milljónir króna, eða um 79% af rekstrargjöld- um. Þá áætlast hrein eign Lands- virkjunar í árslok verða um 6 millj- arðar króna," sagði Halldór Jóna- tansson. „Ég geri ráð fyrir því, að á þessu ári þurfi hvorki að koma til rekstr- ar- né greiðsluhalla hjá Landsvirkj- un fái gjaldskrá fyrirtækisins að hækka á árinu eins og nauðsynlegt kann að reynast til að vega upp á móti kostnaðarhækkunum vegna hugsanlegra gengis- og verðlags- breytinga umfram forsendur þjóð- hagsáætlunar fyrir árið 1984,“ sagði Halldór Jónatansson. Halldór Jónatansson sagði, að helztu framkvæmdir á þessu ári yrðu við Kvíslarveitur, Blönduvirkj- un og Suðurlínu. „Lánsfjáráætlun gerir ráð fyrir lántöku upp á um 900 milljónir króna vegna framkvæmda og rannsókna á vegum Landsvirkj- unar á árinu 1984.“ „Um vatnsbúskapinn er það að segja, að hann er nú með hagstæð- ara móti, sem lýsir sér bezt í því, að vatnsborð Þórisvatns er nú um 2,5 metrum hærra en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að rennsli í Þjórsá og Tungná hefur reynzt meira en undanfarin ár vegna meiri úrkomu. Ennfremur er vatnsnýtingin betri nú með tilkomu Sultartangastíflu, sem dregur úr ísmyndun í Þjórsá og minnkar ís- skolunarþörfina, auk þess sem fyrstu áfangar Kvislarveitufram- kvæmdanna eru farnir að skila sér f auknum vatnsforða. Rafmagns- framleiðslan í vetur ætti því ekki að þurfa að líða fyrir vatnsskort. Landsvirkjun verður því væntan- lega í aðstöðu til að mæta allri orkueftirspurn það sem eftir er vetrar frá bæði almenningsrafveit- um og stóriðju, að svo miklu leyti sem ekki kemur til bilana eða trufl- ana af óviðráðanlegum ástæðum," sagði Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, að endingu. TÖLVUVÆÐING ÁN TÖLVU ? Góður tölvubúnaður er dýr fjárfesting og valið milli tegunda er vandasamt. Erfiðleikar fjölmargra fyrirtækja og félagasam- taka eru einmitt fólgnir í vali og nýtingu tölva í sína þágu. Er hægt að forðast fjárfestingaslys á þessu sviði, en njóta þó öruggrar tölvuþjónustu á hagkvæman hátt? TÖLVUMIÐSTÖÐIN Á SVARIÐ •Tölvumiðstöðin býðst til að annast allt bókhald og veita margs konar tölvuþjón- ustu til fyrirtækja og félagasamtaka. •Tölvumiðstöðin býður hraða og sveigjan- lega þjónustu. •Tölvumiðstöðin býr að sérfræðiþekkingu og afburða tæknibúnaði. •Tölvumiðstöðin finnur það kerfi sem best hentar hverjum viðskiptavini. •Tölvumiðstöðin sparar fjárfestingu í vél- og hugbúnaði, en veitir ódýra og örugga þjónustu sem byggir á 10 ára reynslu. HRINGIÐ STRAX! Ólafur Tryggvason mun veita allar nánari UPPLÝSINGAR I SlMA 85933 Miðnætursýn- ing á Skvaldri í Þjóðleikhúsinu ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ bryddar upp á þeirri nýjung í starfsemi sinni med nýju ári að efna til nokkurra miðnæt- ursýninga á gamanleiknum Skvaldri eftir Michael Frayn. Leikrit þetta var árið 1982 valið bezti gamanleikur í Bretlandi og hefur verið sýnt víða um lönd. Fyrsta miðnætursýning í Þjóð- leikhúsinu á Skvaldri verður næstkomandi laugardagskvöld, 7. janúar, klukkan 23.30. Leikstjóri sýningarinnar er Jill Brook Árna- son. Auk miðnætursýninganna verða sýningar á hefðbundnum tíma. Tinna Gunnlaugsdóttir, Sigurður Sigur- jónsson, Bessi Bjarnason og Sigríður Þorvaldsdóttir ( hlutverkum sínum f Skvaldri. Töluumiðstöðin hf Höfðabakki9 Simi 85933 £ w I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.