Morgunblaðið - 04.01.1984, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984
Þrír Danir fór-
ust í þyrluslysi
Kaupmannahöfn 3. janúar, frá Ib Björnbak, fréttaritara Mbl.
ÞRÍR Danir, tveir flugmenn og einn verkfræðingur, eru taldir af eftir fyrsta
þyrluslysið í tengslum við olíuvinnslu Dana í Norðursjó.
Þyrlan, sem er af gerðinni Bell
212, fór frá Esbjerg á sjötta tím-
anum í gærkvöldi og stefndi á
olíuborpall undan ströndinni en
þangað er þriggja stundarfjórð-
unga flug. Fyrstu 15 mínúturnar
var eðlilegt talstöðvarsamband
við þyrluna en nokkru síðar heyrð-
ist veikt neyðarkall.
Víðtæk leit var þegar hafin og
um nóttina tóku þátt í henni 9
skip, 2 þyrlur og ein flugvél. Allir
um borð í þyrlunni höfðu á sér
neyðarsendi, en aðeins hefur
heyrst neyðarhljóð frá einum stað,
og sýnt þykir að mennirnir þrír
hafi allir farið í sjóinn með þyrl-
unni.
Mikið óveður var á þessum slóð-
um og víðar í Danmörku þegar
slysið varð.
Neyðarástand í kjöl-
far óeirða í Túnis
Tunisborg, Tunis, 3. januar. AF.
LÝST VAR yfir neyðarástandi í Túnis í dag og er útgöngubann í gildi frá
sólarlagi til dögunar eftir að miklar óeirðir brutust út í landinu í kjölfar
tvöföldunar á brauðverði. Öeirðirnar hófust í suðurhluta landsins en breiddust
í dag út til tveggja stærstu borganna í landinu, Túnis og Sfax. Eftir sumum
heimildum er haft, að allt að 25 manns hafi látið lífið.
Þegar íbúar höfuðborgarinnar,
Túnis, risu úr rekkju í morgun ríkti
hálfgert uppreisnarástand í borg-
inni. Háskólinn var umkringdur
fjölmennu lögregluliði og á helstu
götum borgarinnar var engin um-
ferð að undanskildum mótmæla-
göngum, sem Iögreglu- og hermenn
lögðu til atlögu við með kylfum og
táragassprengjum. Fyrstu mót-
mælin voru á fimmtudag í fyrri
viku eftir að stjórnin tilkynnti, að
brauðverð yrði hækkað um 115%
og að hætt yrði að niðurgreiða
hveiti og ýmsar aðra nauðsynjar.
Talsmaður frönsku ræðismanns-
skrifstofunnar í Sfax, annarri
stærstu borg Túnis, sagði í viðtali
við útvarpið í Monte Carlo, að
ástandið í borginni færi hríðversn-
andi.
„Fólkið er tekið til við að grýta
bíla og verslanir og það er mikil
æsingur í mönnum. Menn virðast
tilbúnir til að berjast og sumir eru
líka vopnaðir," sagði hann.
Talið er, að óeirðirnar hafi komið
stjórn Habib Bourguiba á óvart en
hækkanirnar eru liður í að koma
ríkisfjármálunum á réttan kjöl.
Síðustu tvo áratugina hefur brauð-
verð aðeins verið hækkað einu
sinni en laun og annað verðlag hafa
þrefaldast síðasta áratuginn.
Zhao Ziyang í Ameríkuför
Zhao Ziyang forsætisráðherra Kína, á fundi með bandarískum og kanadískum
fréttamönnum vegna heimsóknar sinnar til Norður-Ameríku. Kínverski utanríkis-
ráðherrann Wu Xueguan er til vinstri á myndinni. AP/símam
Tyrkir kalla her-
menn frá Kýpur
Sjö farast í óveðri
á Bretlandseyjum
London, 3. janúar. AP.
SJÖ manns að minnsta kosti, þar á
meðal fjögurra manna fjölskylda,
hafa týnt I1T1 í miklu óveðri sem
geysað hefur á Bretlandseyjum.
Samkvæmt upplýsingum brezku veð-
urstofunnar mældist vindhraðinn
186 km á klukkustund þegar verst
var.
Saknað er fjögurra sjómanna,
þar af tveggja bræðra, frá bænum
Sligo á vesturströnd írlands.
Óttast er að þeir séu ekki lengur í
lifenda tölu eftir að bát þeirra
hvolfdi á vatninu Gill.
Fjögurra manna fjölskylda í
Arklow á austurströnd írlands
fórst er tré, sem rifnað hafði upp
með rótum, skall á bifreið hennar.
Tveimur konum var bjargað stór-
slösuðum úr bifreiðinni og liggja
þær þungt haldnar á sjúkrahúsi.
Þrír menn til viðbótar fórust af
völdum veðursins í Skotlandi og
Norður-Englandi. Veðrið raskaði
samgöngum stórlega og tepptust
helztu þjóðvegir í norðurhéruðum
Bretlandseyja af snjó, þök rifnuðu
af húsum, rafmagnslínur slitnuðu,
bátar slitnuðu upp frá bólfærum
og fresta varð ferjuferðum á ír-
landshafi og Ermasundi. Um 20
Gjaldþrota-
met í Englandi
London, 3. janúar. AP.
ALDREI hafa jafnmörg ensk fyrir-
tæki verið lýst gjaldþrota á einu ári og
í fyrra, en þá voru 12.466 fyrirtæki
lýst gjaldþrota.
Gjaldþrotaskiptum fjölgaði 1983
um 12% frá 1982, og miðaö við 1981
er fjölgunin 51%.
Um 70% fyrirtækjanna sem lýst
voru gjaldþrota 1983 voru smásölu-
verzlanir, bílasölur, byggingafyrir-
tæki, fyrirtæki í vefnaðariðnaði og
hönnunarfyrirtæki. Sambærilegar
tölur fyrir Skotland liggja ekki
fyrir.
þúsund manns voru án ljóss og
hita.
Björgunarþyrlur brezka flug-
hersins björguðu 11 sjómönnum
og einni konu af norska gasflutn-
ingaskipinu Eva Tholstrup við
strendur Wales við erfiðar að-
stæður. Þyrlurnar urðu að at-
hafna sig í vindhraða sem mældist
120 km á klst. Einnig björguðu
þær slösuðum manni af ferju í
Ermarsundi.
Ankara, 3. janúar. AP.
Tyrkir munu draga 1500 hermenn
frá tyrkneska hluta Kýpur til að
styðja tilögur valdhafa í tyrkneska
hlutanum um friðsamlega lausn
Kýpurdeilunnar, samkvæmt upplýs-
ingum utanríkisráðuneytisins í Ank-
ara.
Brottflutningur hersins fer
fram í janúar og febrúar. Samtals
eru 25 þúsund tyrkneskir hermenn
á Kýpur, þar sem þeir hafa verið
frá innrás Tyrkja 1974, sem leiddi
til klofnings eyjarskeggja.
Rauf Denktash leiðtogi Kýpur-
Tyrkja bauðst til þess á mánudag
að útborgin Varosha í Famagusta
yrði sett undir stjórn Sameinuðu
þjóðanna til að grískir Kýpurbúar
gætu snúið aftur til heimila sinna
og fyrirtækja þar.
Jafnframt bauðst Denktash til
að opna flugvöllinn í Nikósíu, sem
verið hefur lokaður frá innrásinni
1974 og setja hann undir yfirráð
íkveikjusprengjur sprungu í borg-
unum Dungannon og Armagh City á
Norður-írlandi í morgun og hlaust af
Sþ. Hvatti Denktash Kýpur-
Grikki að samningaborðinu til að
freista þess að ná samkomulagi
um friðsamlega sambúð, þar sem
forsjónin ætlaði þjóðarbrotunum
tveimur að búa hlið við hlið á
eynni.
þeim talsvert tjón.
Lögreglan skellti skuldinni á
hinn ólöglega írska lýðveldisher,
IRA. Herinn lýsti hróðugur ábyrgð
á morði á sjálfboðaliða í yarnar-
sveitum brezka hersins í N-lrlandi,
UDR.
Sjálfboðaliðinn, sem var 25 ára
rafvirki, var veginn úr launsátri á
mánudagskvöld skammt frá
heimabæ sínum Castlederg nærri
írsku landamærunum. í árásar-
hópnum voru margir menn, að sögn
lögreglunnar, og komust þeir und-
an suður yfir landamærin. Skutu
þeir á sjálfboðaliðann með hríð-
skotarifflum.
Sjálfboðaliðinn er sá fyrsti sem
fellur í valinn á þessu ári í ofbeldis-
átökum mótmælenda og kaþólskra,
sem staðið hafa í hálft fimmtánda
ár.
Genscher
beinbrotnar
Nonnweiler, 3. janúar. AP.
Hans-Dietrich Genscher, utanríkis-
ráðherra Vestur-Þýzkalands, bringu-
beinsbrotnaði er bifreið hans var ekið
út af hraðbraut með þeim afleiðingum
að hún fór þrjár veltur áður en hún
staðnæmdist á hvolfi.
Atvikið átti sér stað skammt frá
bænum Nonnweiler í Saarland er
Genscher var á leið frá Saarbruck-
en til Bonnar. Bifreiðinni var ekið á
miklum hraða er hún rann til á
hálkublettum.
Ásamt Genscher voru í bifreið-
inni einkabílstjóri hans og lífvörð-
ur. Hlutu þeir aðeins smáskrámur.
Genscher nýtur umönnunar lækna
á heimili sínu og er óvíst að hann
þurfi að leggjast inn á sjúkrahús.
Fyrrverandi hermenn úr Víetnamstríðinu:
Útilegumenn í
Washingtonfylki
Fork.s, Washington 3. janúar. AP.
í AUÐNUM Washingtonfylkis í
Bandaríkjunum eru í felum nokkr-
ir fyrrverandi hermenn úr Víet-
namstríðinu, sem forðast allt sam-
neyti við annað fólk og afla sér
lífsviðurværis með þeirri tækni
sem þeir lærðu í frumskógum Víet-
nams.
Þessar upplýsingar koma frá
bandarískum hermálayfirvöld-
um sem segja að hermennirnir
fyrrverandi hafi ekki treyst sér
til að hefja á ný eðlilegt líf eftir
það taugaálag sem stríðið reynd-
ist verá og vegna þeirrar stríðs-
andúðar sem þeir mættu þegar
þeir sneru heim. Þeir hafi þess í
stað kosið að gerast útilegumenn
í óbyggðum.
„Þarna í skógunum er yndælt
og geðþekkt fólk sem vill bara fá
að vera í friði og segist ekki vilja
búa í heimi þar sem hrækt er
framan í það,“ segir Bruce
Webster sálfræðingur sem kann-
að hefur þetta mál.
Vitað er um 85 fyrrverandi
hermenn sem snúið hafa á ný til
byggða eftir að hermálayfirvöld
hófust handa um að gera eitt-
hvað í málum þeirra. Ekki er vit-
að hve margir dvelja þar enn.
Yfirvöld hafa veitt eitt hundr-
að þúsund dölum í verkefni sem
miðar að því að hjálpa útilegu-
mönnunum í Washingtonfylki og
öðrum þeim sem á aðstoð þurfa
að halda til að komast í sátt við
þjóðfélagið á ný eftir Víet-
namstríðið.
Marvin, 33 ára gamall fyrrver-
andi sjóliði, sem ekki vildi að
ættarnafns síns yrði getið, sagði
í viðtali við AP að hann hefði
lifað í hellum og holum trjábol-
um af og til í áratug, veitt sér til
matar og klæðst fötum úr hjart-
arskinni.
Hann sagðist hafa þjáðst af
ofsóknaræði og fengið martrað-
ir, og farið á fund sálfræðingsins
Webster sem taldi sig finna hjá
honum merki um ákveðna teg-
und hugsýki sem brýst út nokkru
eftir að það álag er horfið sem er
orsök hennar.
Marvin sagðist hafa verið
fjögur ár í sérsveitum Banda-
ríkjahers í Víetnam, en komið
heim þegar hann særðist árið
1971. Þá þegar hefði hann kosið
að hverfa úr mannhafinu og
dvaldist í skógum Colorado, Wy-
oming og Montana og loks í
Washingtonfylki.
Hann kvaðst hafa forðast öll
tengsl við annað fólk, „því ég
þoldi ekki að láta snerta mig“,
sagði hann.
IRA byrjar árið með
sprengingum og vígum
Belfast, 3. janúar. AP.