Morgunblaðið - 04.01.1984, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 04.01.1984, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984 24 Við ormatínslu úr saltfiski. 47.000 lestir af salt- fiski fluttar út í fyrra Kostnaður vegna hreinsunar selorms nam um 100 millj. kr. „ÆTLA má, að saltfiskframleiðslan á síðasta ári hafi oröið um 48.000 tonn, en hún var um 60.000 tonn 1982. Þess ber að geta, að árin 1982 og 1981 voru metár í saltfiskfram- leiöslu um áratugaskeið. Helmingur þorskaflans á árinu 1982 var unninn í salt, en 1983 er talið að 44% af þorskaflanum eða 131 þús. tonn af 298 þús. tonna þorskafla hafi farið til saltfiskverkunar. Rúmlega helmingur af fram- leiðslunni eða 24.520 tonn fóru til Portúgal og 8.575 tonn til Spánar, en þessir tveir markaðir ásamt ít- alíu og Grikklandi voru sem fyrr stærstu kaupendur að íslenskum saltfiski," sagði Sigurður Har- aldsson hjá Sölusamtökum ís- NÁMSKEIÐ fyrir dönskukennara verður haldið í Norræna húsinu, fostudaginn 6. og laugardaginn 7. janúar nk. og stendur frá kl. 9—17 báða daga. Fyrirlesari og stjórnandi verður Merete Biorn, cand. mag., sem kunn er fyrir gerð kennslubóka í dönsku fyrir útlendinga, ennfrem- lenzkra fiskframleiðenda, er hann var inntur eftir saltfiskframleiðsl- unni og gangi sölumála. Alls voru flutt út á árinu 47.435 tonn af saltfiski til 15 landa í 4 heimsálfum. Um þessi áramót eru litlar sem engar birgðir af blaut- verkuðum saltfiski og saltflökum í landinu, en rúmlega 1000 tonn af þurrfiski, að mestu ufsi. Afskipanir gengu vel allt árið, fiskurinn líkaði vel, en afdrifarík reyndist fyrir saltfiskframleiðend- ur sú ákvörðun Portúgala sl. vor að hafna algerlega fiski sem ekki hafði verið hreinsaður af selormi. Ætla má að hreinsun selorms úr fiskinum hafi kostað saltfisk- framleiðendur um 100 milljónir kr. ur verður Hanne Marie Winkel, kennari frá Kaupmannahöfn, leiðbeinandi á námskeiðinu. Fjallað verður um notkun hljómbanda, myndbanda, mynd- máls og söngtexta í tungumála- kennslu. Námskeiðið er opið öllum dönskukennurum á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. (FrétUtilkynning.) aukalega og er þá ekki tekið tillit til aukinnar rýrnunar og hærri vaxtakostnaðar sem af þessu leiddi. Kostnaður vegna selormahreins- unar og aukinn vaxtakostnaður framan af árinu vógu þungt í slakri afkomu saltfiskframleið- enda á árinu. Þyngst vó þó óhjá- kvæmileg lækkun markaðsverðs vegna hágengis dollarans. Stöðug styrking Bandaríkjadollars gagn- vart Evrópugjaldmiðlum hefur valdið kaupendum saltfisks mjög þungum búsifjum, sem orðið hefur að mæta með lækkun verðs í doll- urum. Til marks um styrkingu dollarans má nefna að frá áramót- um 1981 hefur dollarinn hækkað gagnvart portúgalska escudos um 150%, gagnvart peseta um 100% og lírunni um 80%. Verðbólga í þessum löndum er á bilinu 12—20% á ári og er því ljóst að styrking dollarans er langt um- fram venjulegar verðlagshækkanir og því er mjög erfið samkeppnisað- staða saltfisks við innlend matvæli og matvæli frá öðrum Evrópuþjóð- um í þessum helztu markaðslönd- um okkar,“ sagði Sigurður Har- aldsson. Námskeið fyrir dönskukennara Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Vanda útgerðar verður að hluta að deila niður „ÞAÐ er nú ekki komiö svo langt enn, að hægt sé að segja til um hvers konar skattheimta gæti til komið sem þáttur í lausn á rekstr- arvanda útgerðarinnar. Það kemur ekki að þessari skattheimtu fyrr en það er ákveðið, sem talað er um að geti gerzt áður en til hennar gæti komið,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, í samtali við Morgunblaðið. í áramótaávarpi sínu í Morg- unblaðinu segir Þorsteinn meðal annars, að við núverandi að- stæður dugi hefðbundin leið fiskverðshækkunar og gengis- fellingar ekki til lausnar þessum vanda. Því verði að einhverjum hluta að deila honum niður á þjóðfélagið. Ríkisvaldið sé því með öðrum orðum.dæmt til þess að taka vandann að einhverju leyti á sínar herðar. Fyrr eða síðar verði að mæta því með skattheimtu. Er Þorsteinn var inntur eftir því í hvaða formi umrædd skatt- heimta gæti orðið, kæmi til hennar, sagði hann, að útilokað væri að segja til um það. Hvort að það yrði einhver viðbótar- skattheimta eða hvort eitthvað yrði skorið niður. Það, sem hann væri að benda á, væri það að ef jafna þyrfti þessu áfalli niður á þjóðarheildina, þá yrði það ekki gert nema að taka þá peninga af skattpeningum. Annaðhvort með viðbótarskattheimtu eða að dregin yrðu saman einhver þau útgjöld, sem nú væru ákveðin til þess að fá fjármagn þannig. Leystu menn vandann með lán- tökum kæmi fyrr eða síðar að því, að skattgreiðendur yrðu að borga brúsann. Hann væri því fyrst og fremst að vekja athygli á því, að ef að hluta til væri far- in einhver leið af þessu tagi, þá endaði það með því að fólkið sjálft þyrfti að borga, það væri ekki um aðra undankomuleið að ræða. Þorsteinn sagði ennfremur, að nauðsynlegt væri að eitthvað lægi fyrir í þessum málum áður en fiskverð yrði ákveðið 1. febrú- ar og væntanlega yrði unnið að því af krafti. Þetta er algjör- lega óskrifað blað — segir Kristján Ragnarsson um lausn á vanda útgerðarinnar „VIÐ í samstarfshópnum um lausn á vanda útgerðar og stjórnun fisk- veiða höfum enn ekkert séð um þaö hvernig leysa megi vanda út- gerðarinnar, en mér skilst að þaö styttist mjög í það. Við fundum mikið um þessi mál nú, en þetta er algjörlega óskrifað blað eins og mál standa," sagði Kristján Ragn- arsson, formaður og framkvæmda- stjóri LÍÚ, í samtali við Morgun- blaðið. Er Morgunblaðið bar undir Kristján skoðun formanns Sjálf- stæðisflokksins, Þosteins Páls- sonar, um að vandi útgerðarinn- ar verði ekki leystur með hefð- bundinni fiskverðshækkun og gengisfellingu og að til þess gæti komið að mæta yrði vandanum með skattheimtu, sagði Kristján, að hann fagnaði því, að menn sýndu einhvern skilning á þessu ástandi. Sér virtist Þorsteinn hafa sýnt það, að hann gerði sér grein fyrir því, að þarna væri óleystur vandi, sem ætti eftir að fást við og yrði meginviðfangs- efnið á næstu vikum. Um sjónvarpsleikritið „Ég er“ — eftir Guðrúnu Jacobsen Þegar ég las krítik blaðagagn- rýnenda um sjónvarpsleikrit Þor- steins Marelssonar — Ég er — kom mér í hug hve fólk skyggnir hlutina á ólíkan hátt, hvort sem um er að ræða útvarps- eða sjón- varpsefni, myndverk eða sögubók. Því er það ekki ósjaldan sem blaðagagnrýni kemur eins og köld skvettá framan í mann. Til að mynda hvað snertir um- mæli Ólafs M. Jóhannessonar um verkið í Morgunblaðinu í dag, 28. desember, þar er hvergi að finna hinn minnsta samúðarvott með Sveini skallapoppara, sem Laddi leikur af slíkri snilld, að það er eins og hann lifi eigin reynslu. Ólafur skrifar sýna rýni eins og púritani af allra verstu sort. Þarna er andinn að koma yfir eiginmanninn við samningu á tón- verki, og hressir sig á einhverju sterkara en flóaðri mólk til að halda sér vakandi, þegar eiginkon- an, kvenrembusvínið, á leiðinni upp metorðastigann, kemur ask- vaðandi, rífur andann úr sam- hengi við semjandann — og heimtar að hann fari að sofa! Hún lofar meira að segja að vera góð ef hann gegnir. Hvernig góð? Klappar hún eiginmanninum hlýlega á vangann, býður honum góða nótt, og lokar síðan hurðinni hljóðlega á eftir sér? Ónei. Hún gerir allt vitlaust, svo rifrildið og það sem því fylgir, augnlos eig- inmannsins, verður langtum há- vaðasamara öðrum íbúum hússins en hin kyrrláta drykkja ektamak- ans. Jæja. Hið upprennandi sin- fóníutónskáld ræður sig (eða er það gustukaverk tengdafólksins?) kennara við heimavistarskóla úti á landi. Meðal annars — þurfa kennarar úti á landi að vera nokkurskonar allslagsmenn — vera jafnfærir að kenna íslenzku, dönsku, ensku, stærðfræði, náttúrufræði að við- bættum fótalyftingum Jane Fonda? Ég er svo aldeilis hlessa! Og þá förum við nú aldeilis að kynnast fleiri rembusvínum en eiginkonunni. Það eru nú til að mynda nemendur skólans — mikið geta nú annars krakkar verið kvikindislegir þegar þeir eru komnir í hóp. — En hversvegna leggja þeir kennarann í einelti, einu manneskjuna sem á virkilega bágt í þessum selskap, í stað þess að læða rottueitri í lýsi skólastjór- ans, sem er svo þurrkuntulegur og steinrunninn í skólameistara- starfinu, að það kviknar ekki einu sinni á brosi í andlitinu á honum við tilhugsunina um sameiningar- átið, sem hann hefur boðið til, með hreppsnefndinni og öðrum frammámönnum sveitarinnar, þegar kella hans og krakki koma heim af fæðingardeildinni? Sjerrítertur ráðskonunnar eru reyndar fyrir bí — í öngum sínum hefur kennarinn nappað úr búrinu tveim sjerríflöskum og drukkið sig fullan. Það er ekki drykkfelldur maður sem verður fullur af inni- haldinu úr tveim flöskum af léttu víni. Ég get fullvissað Ólaf M. Jó- hannesson um það, að sá maður er algjör viðvaningur í faginu. Nú jæja. Sveinn poppari, eigin- maður, tónskáld, kennari og faðir lítils drengs sem trúir á pabba, talar við son sinn í síma áður en eiginkonan hringir og tilkynnir honum lögskilnaðinn. Og ekki ber á öðru. — í samræð- um barns og föður upplýsist að það er kominn frændi á heimilið. Skyldi nýi paþbinn líka vera að klífa stórstigann með stresstösk- una sína undir hendinni? Guð varðveiti þá vesalings barnið, því fólk á uppleið kann að eta og drekka án þess að hneyksla ná- ungann. „Þennan gaffal og þennan hníf og þessa skeið í þennan rétt. — Þetta glas og hitt glasið undir þennan drykk og hinn drykkinn. — Það er betra að kunna sig, og drekka ekki hvítvínið með steik- inni og rauðvínið með humarnum. Ættingjar og vinafólk veit hvað hentar svona fínu fólki til afmæl- is- og jólagjafa. — Það sem vantar í seríurnar frá Bing og Gröndal, nema eitthvert dýrara patent sé komið á markaðinn — ég veit það ekki. Skólastúlka af mölinni og Sveinn skallapoppari eru rekin úr skóla og verkið endar opið í báða enda. Það væri nú ekki svo vitlaust að spá í endinn eða upphafið hvað verður nú um þessa tvo utanveltu- besefa. — Borgarstúlkan, sem að sögn skólastjórans, þessa um- skiptings frá þefaraárunum, er frá vafasömu heimili, hún hafnar meðal annars um óákveðið tímabil í helgarathvarfi konunnar við Grjótagötu í Reykjavík því vita- skuld hefur svona lagleg unglings- stúlka flosnað upp frá heimili sínu þegar miðaldra móðirin krækti sér í plastpokamann í Glæsibæ, líkt og unglingspiltur hrekst að heiman til frænku eða aldraðrar ömmu þegar nýr pabbi tekur sæti hans á heimilinu eftir skilnað for- eldranna. Sveinn poppari klárar sig af tónverkinu sínu þegar hann hefur fundið öruggan samastað í tilver- unni — Lífsstoðina — hið nývígða alkaból, þar sem sumir þeir sem misst hafa geðheilsu sína um stundarbil munu ugglaust heimta hana aftur. (íuðrún Jacobsen er ritböíundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.