Morgunblaðið - 04.01.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984
27
Ólína Steindórs-
dóttir — Minning
Fædd 12. maí 1928
Dáin 24. desember 1983
I þann mund að hátíð ljóss og
friðar gekk í garð, slokknaði lífs-
neisti stórbrotinnar konu, vinkonu
minnar Ólínu, sem einatt var
nefnd Gógó. Löngu og ströngu
stríði við manninn með ljáinn var
lokið.
Enda þótt dauðinn væri í sjón-
máli, áttu vinir hennar þá hjart-
ans von, að Gógó fengi enn um
hríð að una í skauti fjölskyldunn-
ar, sem henni var svo kær. Vonin
brást. Ei heldur entist Gógó ævin
til að njóta lífsins í því húsi
draumanna, sem reis af grunni og
stendur nú sem óbrotgjarn minn-
isvarði um eljusemi og hlýju
þeirra, sem gæddu það lífi.
Gógó var einn af stofnendum
kvenfélags Bæjarleiða og var hún
formaður þess um tveggja ára
skeið. Henni þótti vænt um þetta
litla félag og okkur félagsmönnum
þótti vænt um hana.
Gógó hafði létta lund og var því
hrókur alls fagnaðar, hvort sem
var á fundum, ferðalögum eða
gleðistundum. Þegar krafta þvarr
til fundasetu, var hún ávallt hjá
okkur í anda.
Að lokum vil ég þakka þrettán
ára vináttu og allar góðu stund-
irnar, sem við áttum saman. Öll-
um ástvinum Gógóar sendum við
Sverrir, eiginmaður minn, innileg-
ar samúðarkveðjur.
Svo lengi sem mér endist líf,
mun ég tendra ljós á jólum í minn-
ingu þess lífsins ljóss, er sloknaði
á aðfangadegi ársins 1983. Friður
Guðs mætti fylgja kærri vinkonu
til sólarstranda. Söknuður minn
er sár.
Jóhannes úr Kötlum orti svo:
„Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá,
að lokkar oss himins sólarþrá
og húmið hlýtur að dvína,
er hrynjandi geislar skína.
Vor sál er svo rík af trausti og trú,
að trauðla mun bregðast huggun sú.
Þó ævin sem elding þjóti,
guðs eilífð blasir oss móti.
Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást,
að hugir í gegnum dauðann sjást.
Vér hverfum og höldum víðar,"
en hittumst þó aftur — síðar.“
Bára.
Varla líður sá dagur að ekki séu
í blöðum og útvarpi tfunduð fræki-
leg afrek í íþróttum eða öðrum
þáttum mannlegs lífs, sumir
stökkva hærra en aðrir, til eru
þeir sem skara fram úr í listum
eða vísindum allskonar. Allt eru
þetta vafalaust hin merkustu af-
rek og ekki ber að lasta þau, en
stundum hvarflar að mér að van-
metin séu mörg þau verk mann-
anna sem minna láta yfir sér og
margir drýgi þær dáðir sem ekki
eru minni gerðar en þau afrek sem
mest er látið með.
En því er þetta rifjað upp hér og
nú, að þegar minnst er ólínar
Steindórsdóttur hlýtur að koma
upp í hugann það ofurmannlega
þrek sem hún sýndi i sinni löngu
sjúkdómsiegu. Enginn sem með
fylgdist gat annað en orðið snort-
inn af þeirri takmarkalausu lífs-
löngun sem hún var haldin og því
fullkomna hatri sem hún sýndi
dauðanum.
Kynni mín af Ólínu hófust ekki
fyrr en hún var orðin fullorðin
kona í blóma lífsins og þau gengu
í hjónaband, hún og Einar Pálsson
uppeldisbróðir minn. Áður hafði
hún verið gift og misst mann sinn.
Ekkert þekki ég til þess manns, en
ég get mér þess til að hann hafi
verið myndar- og mannkostamað-
ur og ræð ég það af þeirri stað-
reynd að börn þeirra þrjú, sem ég
hef lítillega kynnst, bera þess öll
vitni að vera af úrvalsfólki komin,
jafn gjörvileg og þau eru til orðs
og æðis.
Þegar Einar og ólína gengu í
hjónaband voru þeir til sem óttuð-
ust að allnokkur aldursmunur
þeirra yrði þeim þrándur í götu
hamingjusams lífs, en ég held að
allar efasemdir hafi horfið sem
dögg fyrir sólu þegar þau stofnuðu
heimili og allir sáu að þar var
hamingja í húsi, enda hafði Ólína
þá eftirsóknarverðu gáfu að gæða
mötuneyti sitt anda rausnar og
hlýju.
Það varð Ólínu mikið hamingju-
efni er þeim Einari var úthlutað
lóð undir einbýli á eftirsóknar-
verðum stað. Það hús er nú risið
fyrir frábæra elju Einars, sem
ekki hefur unnað sér hvíldar síðan
grunnur var tekinn og til þessa
dags.
Allir vinir Ólínu hefðu kosið að
sjá hana veita því húsi sína giftu-
drjúgu forsjá, svo sem henni hefði
verið svo lagið. En illar nornir
hafa fengið því ráðið að henni
auðnaðist aldrei að flytja í sitt
nýja hús og gat aðeins átt þar fáar
ögurstundir sem henni voru samt
mjög dýrmætar.
Eins og áður er að vikið átti
Ólína þrjú börn með fyrri manni
sínum. Tvær dætur eiga þau Einar
og er þeirra raun mikil að missa
móður sína á viðkvæmasta aldri.
Ekki þarf fjörugt ímyndunarafl
til að skilja þá erfiðleika sem þvi
hefur verið samfara að standa ein
uppi með þrjú börn eins og ólína
fékk að reyna, þegar hún varð
ekkja. Hún varð því að vinna utan
heimilis til að sjá heimilinu far-
borða. Lengi vann hún við af-
greiðslu hjá Bifreiðastöðinni Bæj-
arleiðum. Er það bæði erfitt starf
og vanþakkiátt, en hún leysti það
af hendi með annálaðri prýði, sem
og önnur störf er hún vann síðar,
svo sem gæslustörf á leikvöllum
borgarinnar.
Ég vil að iokum þakka fyrir
hönd okkar hjóna fyrir mikla
vinsemd okkur sýnda á umliðnum
árum og þá ekki síður þá ágætu
alúð er hún sýndi fósturforeldrum
okkar Einars í þeirra veikindum
og elli.
Tíminn einn fær læknað þann
trega sem eiginmanni og börnum
er búinn en minningin um góða
konu lifir í hugum þeirra er hana
þekktu.
Rósant Hjörleifsson
í dag fer fram útför kærrar
vinkonu minnar. Kynni okkar hóf-
ust árið 1972 og reyndist hún upp
frá því mér afar trygg og hjálp-
söm. Gógó var afar glæsileg kona
sem ekki var annað hægt en að
taka eftir hvar sem hún fór. Þótt
við umgengumst ekki daglega
tengdumst við vináttuböndum
sem enginn aðskilnaður fær slitið.
Má segja að mér hafi verið þungt
um hjartarætur er Gógó sagði mér
að hún væri með illkynja sjúkdóm.
Vonin um að bati næðist fylgdi
Gógó öll þessi ár.
Gógó giftist árið 1948 Sigurgeiri
Guðjónssyni og eignaðist með
honum 2 drengi og 1 stúlku, en
missti hann árið 1962 og stóð þá
uppi með börnin sín, þá aðeins 34
ára gömul. Fór hún þá að vinna á
Bifreiðastöð Bæjarleiða og vann
þar um nokkurra ára skeið. Árið
1962 giftist hún eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Einari Pálssyni,
og eignaðist með honum tvær dæt-
ur. Þegar ég hugsa um hjónaband
hennar og Einars finnst mér það
bæði hafa verið aðdáunarvert og
fagurt. Svo sannarlega stóð hann
við sitt heit. Hann reyndist börn-
um hennar sem besti faðir og
styrkti þau á alla lund, hvort sem
var til náms eða annarra hluta.
Svo sannarlega var hún Gógó
gæfumanneskja. Hún þurfti að
ganga í gegnum reynsluskeið en
hún komst út úr því sterkari
manneskja. Hún upplifði mikla
hamingju með börnin sín sem eru
mesta myndarfólk. f vor var hún
þess megnug, þótt helsjúk væri, að
vera við fermingu dóttur sinnar og
síðast en ekki síst sá hún draum
sinn rætast að flytja inn í nýja
húsið þeirra. Ég veit að fyrir það
var hún þakklát. í desember fór
vinkonu minni að hraka og vissum
við að stutt yrði nú til endaloka.
Þegar jólahátfðin var að ganga í
garð kvaddi svo Gógó þetta til-
verustig, umvafin ást eiginmanns
síns og barna sem höfðu vakað
nótt og dag henni til styrktar. Er
ég nú kveð vinkonu mína, sem
heldur nú til heimkynna sem
okkur öllum eru ætluð, bið ég
henni blessunar og bið guð um
styrk fólki hennar til handa. Um
leið tileinka ég henni þennan sálm
H.P.:
„Ég lifi í Jesú nafni,
í Jesú nafni ég dey,
þó heilsa og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti ég segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.“
S.Heiðberg.
i Faöir okkar og tengdafaöir. I*
HELGI GUÐMUNDSSON,
aælgætisgeröarmaöur.
Hólmgaröi 54,
lést aö kvöldi nýársdags.
Guöríöur M. Helgadóttir, Gunnar Ármannsson,
Guömundur Helgason, Svava Viggósdóttir,
Aróra Helgadóttir. Ásta Helgadóttir, Jóhannes Kr. Árnason,
Elin Helgadóttir, Þorbjörn Friöriksson.
t
Fósturmóöir mín,
ÓLAFÍA G. BLÖNOAL
fré Grjótoyri,
Áabraut 5, Kópavogi,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. janúar kl
15.00.
Unnur Pálsdóttir.
t Útför móöursystur minnar, HJÖRDÍSAR BALDVINS, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.30. Maia Siguróardóttir.
t Útför mannsins míns, föður, tengdafööur og afa, KRISTINS ÞORSTEINSSONAR, Miökoti, Vestur-Landeyjum, fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 7. janúar kl. 2 e.h. Ferð veröur frá BSÍ kl. 11 fyrir hádegi. Anna Ágústa Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
t Maöurinn minn og faöir okkar, ÞÓRARINN SIGURÐSSON, Hraunbrún 22, Hafnarfiröi, veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni föstudaginn 6. janúar kl. 13.30. Guörún Sigurbergsdóttir, Einey Guöríöur Þórarinsdóttir, Sigurbergur Þórarinsson.
t Móöir mín og fósturmóöir okkar, HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR frá Sigtúni, Vestmannaeyjum, veröur jarösungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Oddlaug Valdimarsdóttir, Svala Sölvadóttir, Pétur Jónsson.
t Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför móöur okkar og tengdamóöur, STEFANÍU ERLENDSDÓTTUR, Hofsvallagötu 60. María Dalberg, Hallgrímur Dalberg, Ólöf Geirsdóttir, Árni Brynjólfsson, Þórdís Geirsdóttir, Guöbjartur Eiríksson, börn og barnabörn.
t Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, GUDBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Eíösvallagötu 9, Akureyri. Börnin.
t Alúöarþakkir minar, og fjölskyldu minnar, færi ég öllum þeim sem vottuöu okkur samúö sína og vináttu vegna andláts mannsins míns, JÓNS ADILS, leikara. Jóhanna Aöils.
t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fósturfööur, afa og bróður, GESTSJÓSEFSSONAR frá Hlíö, Klapparstíg 17. Einnig sendum við þakklæti til starfsfólks 14G Landspítalanum. Guö blessi ykkur öll. Ólafia Jónsdóttir, Árni Ólafsson, Erna R. Sigurgrímsdóttir, Sigurgrímur 1. Árnason, Magnús Jósefsson, Ólafía Hjartardóttír.