Morgunblaðið - 04.01.1984, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.01.1984, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984 „ Af Kurvdum af Srr*xhuir\dcxkyr\i, er (sessí besLi \joxb Ku c(t-i r i rv.a •" ásí er... TM Reg u.S. Pal Otl.—all rights ceswved 61983 Los Angetes Times Syndicate ... að komast að því, til hvers þú komst í þennan heim. hann? Sjáðu hérna. Hér er einn sem er eins og sá sem ég fór með á bíó í gær! HÖGNI HREKKVÍSI íþróttir í Keflavík — seinni hluti Skúli Magnússon, Keflavík, skrifar: „Taflfélag Keflavíkur var stofn- að 5. jan. 1932 af 12 félögum. Fyrsti form. var Sveinn Þor- valdsson. Lengst af starfaði fé- lagið af krafti, þó fámennt væri í fyrstu. Átti það ýmsa ágæta skákmenn. Meðal helstu forvíg- ismanna þess voru Helgi Guð- mundsson læknir og Einar Bjarnason kaupmaður. Þeir eru nú báðir látnir. Félagið hélt uppi æfingum í I. og II. flokki og efndi snemma til skákkeppni Kefla- víkur. Sigurvegarinn hlaut titil- inn Skákkonungur Keflavíkur. Fyrstur hlaut þann titil Sveinn Þorvaldsson. Teflt var við ýmis nágrannafélög, t.d. í Hafnarfirði og á Stokkseyri. En lengst var samstarfið við Kjósverja og teflt var við þá í mörg ár heima og heiman. (Faxi, mai 1943.) í ársbyrjun 1945 keypti félagið lítið hús við Hafnargötu, þar sem nú er verslunin ísbarinn. Þar fóru fram skákæfingar og félagsfundir. Um svipað leyti var fyrst keppt um titilinn Skák- meistari Suðurnesja á vegum taflfélaga á svæðinu. (Faxi, febr. 1945.) f ársbyrjun 1946 voru félagar um 50. Mikið líf var í félaginu um þetta leyti, og sama ár komst einn félagi skákfélagsins, Hjálmar Theodórsson, í lands- liðið. (Faxi, des. 1946.) Félagið starfaði fram til 1963, sennilega með einhverjum hléum. íþróttabandalag Suðurnesja var stofnað 1. des. 1947 af íþrótta- félögum á Suðurnesjum. Fyrsti form. ÍBS var Ragnar Friðriks- son, Keflavík. Félagar í banda- laginu voru þá 605, þar af 285 í UMFK, sem var eina aðildarfé- lagið frá Keflavík. (Ársskýrsla fSÍ 1947-48.) Knattspyrnufélag Keflavíkur var stofnað 12. júií 1950 af 69 félögum. Ýmsir þeirra voru úr UMFK, en fannst lítið gert þar fyrir knattspyrnuna, meira fyrir frjálsar íþróttir. Þó íbúar í Keflavík væru þá tæplega 3.000, ríkti nokkur óvissa um það, hvort tvö íþrótta- félög gætu skaðlaust þrifist í bænum. En sá ótti reyndist ástæðulaus. Er fram liðu stundir skilaði hæfileg samkeppni betri og jafnari árangri keflvískra íþróttamanna en áður þekktist. (Faxi, des. 1950.) Trúlega hefur stofnuri KFK ýtt enn frekar undir fram- kvæmdir við íþróttasvæðið við Hringbraut. Arið 1950 voru veittar tæplega 17.000 kr. frá ríkinu, fyrir milligöngu íþrótta- fulltrúa ríkisins, til vinnu við malarvöll á svæðinu. Ekki er mér þó kunnugt hvenær fyrsti knattspyrnuleikurinn fór þar fram. Fyrsti formaður KFK var Eyj- ólfur Guðjónsson, en einn aðal- hvatamaður að félagsstofnun- inni var Ársæll Jónsson. Annar maður sem mikið hefur komið við sögu félagsins er Sigurður Steindórsson, sem var formaður þess 1964-1981. Fram til 1960 var knattspyrna ein aðalíþrótt félagsins. Enn- fremur sundið. Skautaáhugi var mikill á fyrstu árunum, einnig skákáhugi. Árið 1954 hófust handboltaæfingar við frumstæð skilyrði í gamla Krossinum í Njarðvík. Ekkert íþróttahús var þá í Keflavík. En árið 1958 var íþróttahúsið við barnaskólann tekið i notkun. Ásamt UMFK hefur KFK ver- ið burðarás íþrótta í Keflavík sl. áratugi. Árið 1980 voru félagar í KFK um 980. (Suðurnesjat., 10. júlí 1970. Faxi, 1. tbl. 1976.) íþróttabandalag Keflavíkur var stofnað 18. mars 1956 af UMFK og KFK. Um leið sögðu þau félög skilið við iBS. fbúar í Keflavík voru þá um 4.000 og þar sem tvö íþróttafélög voru starfandi, var fyllilega grundvöllur fyrir sér- stöku íþróttabandalagi. Um leið voru ráðamenn bæjarins fúsari til stuðnings við félögin. Hinar sveitarstjórnirnar á Suðurnesj- um höfðu þá lítið stutt íþróttafé- lögin, og því varð ÍBS aldrei verulega sterkt, hvorki fjárhags- lega né keppnislega. Stofnun IBK glæddi enn frek- ar íþróttalíf í bænum eins og bú- ist var við. Fyrsti form. banda- lagsins var Hafsteinn Guð- mundsson og var hann lengst af forystumaður þess og um leið helsti forvígismaður íslenskrar knattspyrnu um árabil. ÍBK starfar á svipuðum grundvelli og önnur íþrótta- bandalög. Þar starfa sérráð sem sjá um sameiginlegar æfingar í hinum ýmsu íþróttagreinum. Stjórn bandalagsins annast yfir- stjórn íþróttamála í Keflavík. Undir merkjum ÍBK mæta kefl- vísk lið til leiks heima og heiman. (Faxi, des. 1955. Grein e. Hafstein Guðmundsson. Faxi, mars 1956. Stofnun ÍBK.) Golfklúbbur Suðurnesja var stofnaður 4. mars árið 1964, að frumkvæði Kristjáns Pétursson- ar og Ásgríms Ragnars. Stofn- endur voru um 80. Land undir golfvöll fékkst á grónum túnum í Leirunni í landi Stóra-Hólms og Hrúðurness. Þar var leikið fyrsta sumarið. Árið 1965 var myndað hlutafélag innan klúbbsins sem keypti Hrúðurnessland, en land Stóra- Hólms hefur klúbburinn á leigu. Félagar í klúbbnum hafa stækkað golfvöllinn, seinast sumarið 1980. Bygging nýs golfskála stendur nú yfir. Félag- ar í GS eru úr flestum byggðar- lögum á Suðurnesjum, en Kefl- víkingar eru þar mjög fjölmenn- ir. Ýmsir félagar klúbbsins hafa verið í fremstu röð íslenskra golfleikara. (Faxi, sept. 1967.) Unnið að síðasta frágangi í sjúkrastöðinni Vogi í Grafarvogi. Vogur: Hljómar mjög illa í fallbeygingum Rannveig Þorvaldsdóttir, Sauð- árkróki, skrifar: „Velvakandi. I tilefni af nýafstöðnu vali á nafni á sjúkrastöð SÁÁ við Graf- arvog í Reykjavík leyfi ég undir- rituð mér að fara nokkrum orðurr um nafnvalið. Ég sendi tillögu um nafn og íhugaði í fullri alvöru, að velja átti nafn á sjúkrastöð við Grafarvog í Reykjavík, en ekki nafn á býli í sveit, refabú, hænsnabú eða veit- ingastað. Ég valdi nafnið Hjálp- arhella, orðið þýðir bjargvættur, orðið er kvenkyns eins og orðið sjúkrastöð og vekur ósjálfrátt traust þess, er segir það. Nafnið Vogur, sem valið var fyrir sjúkrastöðina, hæfir á engan hátt sjúkrastöð, og orðið hljómar m.a. mjög illa í fallbeygingum. Með þökk fyrir birtinguna. Þessir hringdu . . . Vextir af kredit- kortalánum og verð- tryggðum skuldabréfum Albert Þorbjörnsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri fyrirspurn til þeirra, sem annast kreditkortaþjónustu, þ.e. úgefend- anna: Hver ákveður hámark vaxta sem kreditkortafyrirtækin mega taka vegna lánafyrirgreiðslna til viðskiptavina sinna? Þá langar mig að beina þeim til- mælum til dómsmálaráðherra, að hann láti rannsaka hið hrikalega vaxtaokur, sem átt hefur sér stað í sambandi við verðtryggð skulda- bréf við fasteignakaup. Eg veit um mörg dæmi þess frá því síðast á árinu ’82 og byrjun ’83, að fólk var látið skrifa upp á slík bréf án þess að íbúðirnar hefðu verið lækkaðar í verði, eins og vera bar, þegar eft-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.