Morgunblaðið - 04.01.1984, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984
Ólympíukvikmynd
Setti Rut heims-
met í hástökki?
ÝMISLEGT bendir til aö Kol-
brún Rut Stephens hafi stokkiö
hœrra en nokkur önnur kona í
heimi í hástökki án atrennu, en
hún stökk 1,43 metra á jólamóti
ÍR-inga á annan dag jóla.
I metabók Guinness er norska
stúlkan Inger Abrahamson sögö
eiga hæsta stökk í heimi án at-
rennu, 1,35 metra, en þaö geröi
hún í Heroya í Noregi 14. marz
1965.
Hástökk án atrennu er hvergi
meistaramótsgrein nema á is-
landi og atrennulaus stökk ekki
keppnisgreinar lengur nema hór.
Aöeins hefur verið keppt annars
staöar i atrennulausum stökkum
i Noregi og Svíþjóö.
Þá er líklegt aö engin kona hafi
stokkiö lengra í þristökki án at-
rennu en Rut, sem stokkiö hefur
8,07 metra, enda hvergi keppnis-
grein nema á íslandi.
Dalglish frá í
a.m.k. einn mánuð
Þórsarar sigursælir
— Bandarískt fyrirtæki gerir mynd um íslensku Olympíufarana
Bandarískt kvikmyndafyrirtæki
vinnur nú aö því að gera kvik-
mynd um íslensku óiympíu-
farana. Menn frá fyrirtækinu
dvöldu hér á landi um tíma á dög-
unum, en háldu utan í fyrradag,
og þann tíma sem þeir dvöldu
hér unnu þeir við kvikmyndatök-
ur. Jakob Magnússon, hljómlist-
armaóur, aöstoðar viö gerö þess-
arar myndar.
Aö sögn Gísla Halldórssonar,
formanns íslensku ólympíunefnd-
arinnar, er mynd þessi fyrst og
fremst ætluð sem sjónvarþsmynd
og mun a.m.k. veröa sýnd í Banda-
ríkjunum og hér á landi. Hún er
hugsuö sem kynning á íslandi og
íslensku íþróttafólki. Reiknað er
með aö myndin veröi 30 til 40 mín-
útna löng.
Eins og áöur sagöi dvöldu menn
frá bandaríska fyrirtækinu, sem
framleiöir myndina, hér á landi á
dögunum og hófu þeir þá kvik-
myndatökur. Þeir mynduöu sund-
menn viö æfingar — þá sem koma
til greina á Ólympíuleikana, og
einnig mynduöu þeir Einar Vil-
hjálmsson viö æfingar, en hann
dvelst hér á landi yfir jólin. Einar
náöi sem kunnugt er frábærum
árangri á síöastliönu ári — náöi
níunda besta árangri í heiminum á
árinu í spjótkasti.
Morgunblaöinu er kunnugt um
aö haft var samband viö skíöa-
menn þá sem komu helst til greina
á Ólympíuleikana í Sarajevo en þar
sem val þeirra var ekki tilkynnt fyrr
en á gamlársdag vannst ekki tími
til aö mynda þá viö æfingar aö
þessu sinni. Bandaríkjamennirnir
munu koma hingað til lands í apríl
eöa maí í vor og vinna áfram aö
gerö myndarinnar og þá munu þeir
aö öllum líkindum kvikmynda
skíöafólkið.
Þeir hafa í hyggju aö mynda
mikið á sumarleikunum í Los Ang-
eles og veröur myndin aö mestu
leyti byggö upp á þeim. - SH.
svo reiöur var hann,“ sagöi Fag-
an, sem bætti því viö aö þaö væri
mikill missir fyrir Liverpool aö
Dalglish yröi frá keppni í svo
langan tíma. „Kenny er frábær
leikmaöur sem gerir sérstaka
hiuti í hverl.im leik.“
Fra Bob H.nnessy, tréttamanni Morgunblsösms i Engiandi.
KENNY DALGLISH veröur a.m.k. einn mánuð frá keppni meö Liver-
pool vegna meiósla þeirra er hann hlaut í leiknum gegn Manchest-
er Uníted á Anfield í fyrradag.
Aögerö var gerö á Dalglish í
gær, en hann kinnbeinsbrotnaöi
er hann lenti í samstuöi við Kevin
Moran, miðvörö United. Blóð
rann úr augum og nefi Dalglish
eftir óhappiö og varö hann aö
yfirgefa leikvöllinn þegar í staö.
Leikur liöanna var mjög haröur
— jaöraöi viö aö vera grófur —
enda mikið í húfi fyrir liöin sem
berjast á toþþi 1. deildarinnar.
Þegar Moran braut á Dalglish
dæmdi dómarinn aukaspyrnu á
United en margir voru á þvi aö
hann hefði frekar átt aö refsa
Moran þar sem brotiö var mjög
gróft: hann stökk á Dalglish meö
fæturna á undan sér. Moran
meiddist einnig nokkuö en lék
meö allan tímann þó blóöugur
væri. Síöan voru saumuö nokkur
sþor í hann eftir leikinn.
Graeme Souness, fyrirliöi Liv-
erpool, varö æfur af reiöi er
Dalglish meiddist, hljóp aö Mor-
an og steytti hnefana framan í
hann. Joe Fagan, framkvæmda-
stjóri Liverpool, sagöist hafa
þurft að róa Souness. „Ég varö
aö standa á fætur i varamanna-
skýlinu og fara að hliöarlínunni til
aö róa hann. Hann heföi getaö
gert eitthvaö kjánalegt af sér,
— á Akureyrarmótinu innanhúss
ÞÓRSARAR voru sigursælir á Ak-
ureyrarmótinu í innanhúss-
knattspyrnu sem haldiö var milli
jóla og nýárs. Þór varð Akureyr-
armeistari í sex flokkum, KA í
þremur.
í sjötta flokki sigraöi KA í leikj-
um b- og c-liða 2:1 en Þór sigraði í
keppni a-liðanna 5:4 eftir vita-
spyrnukeppni. Þór varð því Akur-
eyrarmeistari í 6. flokki. Þór varö
einnig meistari í fimmta flokki:
vann reyndar alla leikina: 2:0 í
c-liöinu, 3:0 i b-liöinu og 4:3 í a-liö-
inu.
KA sigraöi auðveldlega í b- og
c-liöaleikjunum í 4. flokki: 4:0 og
5:1, en Þór vann í keppni a-liöanna
5:4 eftir framlengingu og víta-
spyrnukeppni. Þór varö því meist-
ari. Þór vann einnig 3. flokkinn;
vann alla leikina þrjá: 5:2 í c-liöinu,
4:0 í b-liöinu og 7:4 í a-liöinu.
KA varö Akureyrarmeistari í 2.
flokki, sigraöi 5:4, en í þessum
flokki tefldi hvort félag aöeins fram
einu liöi. I 1. flokki var einnig eitt
liö frá hvoru félagi: Þór var meist-
ari, sigraöi 3:1. Þrjú liö kepptu í
meistaraflokki karla, KA, Þór og
Vaskur. KA varö Akureyrarmeist-
ari, sigraöi Vask 10:0 og Þór 6:5.
Þór sigraöi Vask 8:0. í keppni
b-liöa meistaraflokks sigraöi Þór,
liöiö vann KA 2:0.
Þór varö meistari í meistara-
flokki kvenna, sigraöi KA 3:2, þrátt
fyrir aö KA heföi yfir 2:0 í hálfleik.
Þór sigraöi einnig í keppni b-liöa
kvennaflokksins, vann þá 3:1 eftir
framlengingu.
í Old Boys-flokki sigraöi KA ör-
ugglega. Liöið sigraöi Þór örugg-
Iega3:1. - SH.
FRI tilkynnir þátttöku
í víðavangshlaupi heimsins
ÍSLENSKIR langhlauparar fá aö
spreyta sig í keppni við mestu
hlaupara heims á næstunnni, því
Frjálsíþróttasamband íslands
hefur tilkynnt þátttöku í heims-
meistaramótinu í víðavangs-
hlaupi, sem fram fer í New York
25. mars næstkomandi.
Þátttakendur í hlaupinu veröa
fæstir sex og flestir níu frá hverri
þjóö, en keppnin er stigakeppni
rikja í millum. Keppt er í karla-,
kvenna- og unglingaflokki, en að-
eins veröur send sveit í karlahlaup-
iö, sem er 12 kílómetrar.
Islenskir hlauparar hafa einu
sinni áöur tekiö þátt í þessu hlaupi.
Var það áriö 1978 er hlaupiö fór
fram í Glasgow og voru þá sjö
hlauparar sendir til keppni og lík-
lega veröur sami fjöldi sendur til
hlaupsins í New York.
Hlaupiö i New York er hiö 72. i
rööinni fór fyrst fram 1903. Árið
1973 tók Alþjóöafrjálsíþróttasam-
bandíö hlaupiö upp á arma sína og
hefur hlaupiö veriö við þaö kennt
síöan. Hlaupiö hefur nær alltaf ver-
iö haldiö í ríkjum Vestur-Evrópu og
er þetta í fyrsta sinn sem þaö er
haldiö handan Atlantshafsins.
Víöavangshlauþiö verður háö á
Meadowlands-veöhlaupabrautinni
í East Rutherford í New Jersey í
umsjá New York Road Running
Club. Keppnisstaöurinn er örstutt
frá Manhattan en handan Hud-
son-fljótsins. - ágás.
• Einar Vilhjálmsson. Hann er einn þeirra sem Bandaríkjamennirnir
mynduöu við æfingar hér á landi á dögunum.
Þess má geta aö margir töldu
aö Graeme Souness heföi veriö
heppinn aö sleppa viö brott-
rekstur í byrjun leiksins er hann
braut mjög gróflega á Ray Wilk-
ins. Souness er ekkert lamb aö
leika sér við og gefur aldrei
þumlung eftir. Þaö þótti því
sþaugilegt að einmitt hann skyldi
vera araastur út í Moran.
• Dalglish ásamt eiginkonu sinni Marina og börnum þeirra: Paul,
Lynsey og Kelly. Myndin var tekin skömmu fyrir jól.
Félagaskipti í
frjálsíþróttum
ÁTTA frjálsíþróttamenn höfóu
tilkynnt félagaskiptí til Frjáls-
íþróttasambandsins nú um ára-
mótin. í hópnum eru þrír lands-
liósmenn.
Af landsliösfólki hafa Gísli Sig-
urösson og Óskar Thorarensen
tilkynnt félagaskipti úr KR í IR og
Valdís Hallgrímsdóttir úr KR í
UMSE. Gísli og Óskar hafa keppt
í landsliði í fjölþrautum og Valdís
í spretthlaupum.
Einnig hefur sprettharöasti
Borgfiröingurinn um þessar
mundir, Erlingur Jóhannsson, til-
kynnt félagskipti úr UMSB í
Breiöablik í Kópavogi. Þá hefur
Kristjana Hrafnkelsdóttir tilkynnt
félagaskipti úr FH í HSÞ, Kristfn
Einarsdóttir úr HVI í UBK, Jó-
hann Ingibergsson úr ÍR í FH og
Sigrföur Markúsdóttir úr KR í
Aftureldingu í Mosfellssveit.
Drengjamet í
stangarstökki
GEIR Gunnarsson, efnilegur
skagfirskur frjálsíþróttamaóur
sem keppir fyrir KR, setti nýtt
innanhússmet í drengjaflokki í
stangarstökki á næstsíöasta
degi liðins árs er hann stökk
4,02 metra.
Geir er á nítjánda aldursári og
því setti hann met sitt á næstsíö-
asta degi sinum í drengjaflokki.
Hann stökk 3,80 metra utanhúss
sl. sumar og er því í greinilegri
framför. Geir átti sjálfur eldra
drengjametiö, 3,70 metra, en
þaö setti hann f marz í fyrra.
— ágás.