Morgunblaðið - 04.01.1984, Side 36

Morgunblaðið - 04.01.1984, Side 36
Þ etta lestu í dag: Þeir sem hallmæla Reykhólafénu færi fram haidgóð rök Sjá bls. 25. fftttiiiÞlfifetfr Lg. TIL DAGUGRA NOTA MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1984 VERÐ I LAUSASOLU 20 KR. UM 160 manns verða atvinnulausir í Grundarfirði frá og með næsta fimmtudegi. í Hraðfrystihúsi Grund- arfjarðar hefur verið sagt upp um 80 manns og hjá Sæfangi um 50 manns. Taka uppsagnirnar í fiskvinnslunni gildi á fimmtudag. Báðir togarar staðarins, Runólf- ur og Sigurfari, eru stopp og hafa verið það frá því um jól. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins hafa áhafnir þeirra, um 30 manns, látið skrá sig atvinnu- lausa, þar sem óvíst er hvenær togararnir munu halda til veiða. Að sögn Kristjáns Guðmundsson- ar hjá Hraðfrystihúsinu er það hráefnisskorturinn, sem uppsögn- unum veldur, en einhverjir verða áfram í frystihúsunum við viðhald og málningarvinnu. Vonir standa til að togararnir haldi til veiða upp úr miðjum janúar. Nokkur vinna er nú við skelfiskvinnslu í Grundarfirði, en ein vinnslustöð hefur leyfi til skelfiskvinnslu þar. 1,5 milljónir ullartrefla fyrir 90 milljónir til Rússlands: 100 manna aukning starMiðs Alafoss ÁLAFOSS hefur gert samning við Sovétrfkin um framleiðslu á einni og hálfri milljón ullartrefla á þessu ári, en hér er um að ræða þrisvar sinnum fleiri ullartrefla fyrir sovéskan markað en á sl. ári. Að sögn Guðjóns Kristinssonar verksmiðjustjóra þýðir þessi stóri samningur að fjölga verður starfsmönnum Álafoss um 100 á árinu, þ.e. úr 300 í 400. Utflutningsverðmæti ullartreflanna fimmtán hundruð þúsund er um 3,3 millj. dollara eða um 90 millj. kr. Afgreiðslutími ullartreflanna er fram í desember á þessu ári, en þér er um að ræða þrjár gerðir trefla í stærðunum 150 sm til 220 sm, en þeir eru úr ull og bandi frá Álafossi. Guðjón kvað verksmiðjuna búa yfir nær öllum þeim véla- kosti sem þarf til þess að prjóna upp í samninginn, en þó kvað hann fyrirtækið þurfa að leita eftir nokkrum vélum sem væru til innanlands. Þegar hefur nokkru starfsfólki verið bætt við vegna ullartreflanna, en á sl. ári framleiddi Álafoss hálfa milljón trefla fyrir Rúss- landsmarkað. Samningurinn nú upp á 1,5 milljón trefla er stærsta verkefnið fyrir einn aðila, sem Álafoss hefur á hendi fyrir árið 1984. Stóriðjunefnd leitar erlendra eignaraðila að kísilmálmverksmiOju: Rætt við fulltrúa 8—9 fyrir- tækja frá þremur löndum STORIDJUNEFNI) hefur átt könnunarviðræður við fulltrúa átta eða níu fyrirtækja í Bretlandi, Japan og Noregi í því skyni að finna samstarfsaðiía að byggingu og rekstri kísilmálmverksmiðju við Reyð- arfjörð. Einnig hefur fjölmörgum fyrirtækjum í Bandaríkjunum verið kynnt málið skriflega og síðari hluta janúarmánaðar eru væntanlegir til landsins fulltrúar tveggja fyrirtækja í l'ýzkalandi til viðræðna við fulltrúa í stóriðjunefnd. Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður stóriðjunefndar, sagði í viðtali við blm. Mbl. í gær, að nefndin hefði látið út- búa sérstakan kynningarbækl- ing um fyrirhugaða kísilmálm- verksmiðju í því skyni að finna erlenda samstarfsaðila. Hann sagði að nefndin miðaði starf sitt við það, að alveg eins væri líklegt að erlendir aðilar, einn eða fleiri, yrðu eigendur að meirihluta verksmiðjunnar, en auðvitað yrði það endanlegt ákvörðunaratriði ríkisstjórnar og Alþingis, þegar þar að kæmi. Aðspurður um undirtektir þeirra, sem nefndin hefur átt viðræður við, sagði Birgir: „Það er enginn vafi á því að allmörg fyrirtæki hafa áhuga á að fyígj- ast með þessu og fá frekari upplýsingar um gang mála, en hvort það endar með því að þau séu tilbúin til að láta slag standa og fara í samstarf er svolítið erfitt að átta sig á á þessu stigi. Það tekur sinn tíma að það skýrist, og ég á ekki von á að það gerist fyrr en með vor- inu.“ Varðandi stöðu mála við kís- ilmálmverksmiðjuna sagði Birgir, að nú þegar hefði verið unnin mikil undirbúnings- vinna. Búið væri að gera samn- ing um kaup á ofnum, sem væri stærsta fjárfestingin í búnaði verksmiðjunnar. Þó væri unnt að hverfa frá samningnum, hann stæði fram á mitt næsta ár. Því þyrfti vafalaust að taka ákvörðun á þessu ári um hvern- ig eignaraðild yrði háttað. Birgir sagði í lokin að vegna umræðna um innlenda og er- lenda eignaraðild að verksmiðj- um sem þessari, þá teldi hann það mjög óviturlegt og mikla áhættu sérstaklega með nýjar verksmiðjur sem þessa, að ís- lenska ríkið ætti mjög stóran hluta. Um það væri Járnblendi- verksmiðjan á Grundartanga bezta dæmið. Hann sagði það mest áríðandi að sínu mati, að við værum inni í öllum rekstr- arþáttum, ættum aðild að stjórn, tækjum þátt í mark- aðssetningu o.s.frv., enda kæmi að því fyrr eða síðar að við yfir- tækjum rekstur. Guðbjörg IS fiskaði fyrir um 54 milljónir á síðasta ári GUÐBJÖRGIN frá ísafirði varð aflahæ.sti skuttogari landsmanna á síðasta ári með 5.345,5 lestir að verðmæti tæpar 54 milljónir króna. Ottó N. Þorláksson frá Reykjavík var á sama tíma með næstmesta aflann, 5.143 lestir, en aflaverð- mæti var aðeins 38,6 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins náðu ekki aðrir togarar að fiska meira en 5.000 lestir á síðasta ári. Stafar þessi verðmætamunur fyrst og fremst af því, að afla- samsetning Ottós er óhagkvæm- ari en Guðbjargarinnar. 65,8% af afla Ottós er karfi og þorskur að- eins 13,1%, en karfinn er mun verðminni en þorskurinn. Þorsk- ur er hins vegar 60,7% af afla Guðbjargarinnar og karfi 19,3%. Guðbjörgin landaði síðast á gamlársdag, en Ottó lauk veiðum fyrir jól. Fjórir bílar fuku út af Höfn í Hornnflrdi, 3. janúar. MIKIL ófærð hefur verið hér á Höfn og í nágrenni undanfarið. Hefur fólk átt í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar af þessum sökum. Þrír bflar fuku útaf við Dynjanda, sem er bær um 7—8 km frá Höfn. Lögreglubíll fór til aðstoðar bíl- unum þremur, sem lent höfðu útaf, og varð hann þá fyrir því óhappi eins og hinir þrír, að fjúka útaf. Lögreglubíllinn fór alveg heila veltu og hafnaði á hjólunum á ný. Einn jeppi af hinum þremur hafn- aði á toppnum og sá þriðji lenti á hliðinni úti í skurði. Fjórði bíllinn slapp hins vegar óskemmdur. Engin slys urðu á mönnum, en mjög mis- vindasamt er oft á þessum stað og hefur það valdið óhöppunum. — Steinar. , Morgunblaðið/ RAX Starfsstúlkur Alafoss hf. unnu kappsamlega að því í gær að ganga frá ullartreflum upp í nýgerða samninga við Sovétmenn. Ríkissjóður 1983: Skuldir við Seðlabanka jukust um 1301 milljón GREIÐSLUAFKOMA ríkissjóðs við Seðlabanka íslands versnaði um l. 233 m. kr. á árinu 1983. í ágúst sl. var greiðsluhallinn áætlaður 1.206 m. kr. Greiðsluafkoman varð því lakari en áætlun um 27 m. kr., en í þeim áætlunum voru greidd gjöld A-hluta ríkissjóðs um 15,9 milljarða króna. Heildarskuldir ríkissjóðs við Seðlabankann námu í árslok 1983 1.456 m. kr., þar af um 68 m. kr. vegna uppfærslu lána vegna verð- bótaþátta. Grundarfjörður: 160 manns at- vinnulausir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.