Tíminn - 22.08.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.08.1965, Blaðsíða 2
2 TÍMINN SUNNUDAGUR 22. ágúst -965 - frægastí leík- ari Frakklands ii. Einn af helztu þjóðarhelgi- dómum Frakklands er rúm- lega fertugur, grannholda, frem ur lágvaxinn maður, sem ba’k við grímu hversdagsins sker sig, hvað útllt og látbragð snertir, í engu úr milljónum franskra miðlungsborgara. Þessa dag grímu leggur hann á kvöldin til hliðar í búnings herberginu í Iitla leikhúsinu sínu við Lýðveldístorgið í hjarta Parísarborgar, og fram á sviðið gengur Bip: Snjóhvítt andlit, þar á stór lifrauður munnur og tvö dapurleg augu, stækkuð með kolsvartri strika umgerð, yfir þeim rísa svartar MMjjjpHi . wálÉll íbjúgar brúnir. Marcel Marceau, frægasti og dáðasti leikari Frakklands .mæl ir aldei orð af vörum á leik sviði og segir þó fram marga dramatíska sögu á svo áhrifa mikinn og Listrænan hátt með augunum og höndunum einum saman, að áhorfandinn heyrír jafnt sem sér látbragðsleikna frásögn hans. Þeim íslending um, sem séð hafa Marcel Marce au á sviði eða leik hans í kvik myndinni „Les enfants du Paradis", mun eins farið og þeim alþjóðlega áhorfenda- skara, sem á síðari árum hafa kynnzt list Marceaus á leik- ferðum hans um hálfan heim inn. Engum mun nokkru sinni líða slíkur viðburður úr minni. „Les enfants du Paradis" er ekki einungis ef til vill fræg asta kvikmynd, sem Frakkar hafa nokkum tíma skapað (og það er vissulega mikið sagt) vegna þess að hún er sigur- hrós fransks anda yfir kúgun og ytri niðurlægingu — en myndin var gerð 1944, þegar járnuð hermannastígvél Þjóð verja glumdu enn taktfast gegn um breiðgötur Parísar og ógn arstjórn og kvalaþorsti herra- þjóðarinnar náði hámarki sínu á franskri grund —, heldur ekki síður af þeirri ástæðu, að Marcel Marceau kom þar í fyrsta sinn fram í sviðsljós frægðarinnar, sem staðgeng- 111 Marcel Carnés, er fór með aðalhlutverkið. Marcel Marce- au stóð þá á tvítugu. Pantó- míma eða látbragðsleikuí er ævaforn listgrein, sem hafði þegar náð mikluni þroska riieð Grikkjum. Eiris og ÖH 'rnik- il og söpn list er patómíman eínföld, — eða virðist a.m.k. vera Það í fljótu bragði — en listrænn tjáníngarkraftur hennar stendur í öfugu hlut falli við einfaldleika leikaðferð anna. Látbragðsleikur, sem sér- hver velskólaður sviðsleikari verður að kunna meiri eða minni skil á —helzt meiri, er listgrein, sem sérstaklega heiðr ar áhorfendurna með því að höfða á óvenjulega sterkan hátt til hugmyndaauðgi og hugsana starfsemi hvers og eíns. Mót- leikari hins sýnilega einmana míma í miðljósi hins stóra, auða sviðs, er með svörin á hraðbergi í huga og hjarta hvers einstaks áhorfenda. Leikhúss- salurinn allur er eitt leiksvið og mótleikararnir skipta hundr uðum; þeir rétta mímanum stiga tíl að klifra í, staf til að styðja sig við eða rós til að bera að vitum sér. Hið ein- stæða listræna franska undur, Marcel Marceau, hefur endur- vakið þessa listgrein að fullu Að vísu hafa ítalir, Frakkar (Rouffle og Etienne Decroux) og síðar Bretar (Chaplin) og Bandaríkjamenn (Harold Lloyd og Buster Keaton) átt 1 ... . ;......................................................................:................ .................................................................. ágæta fulltrúa þessarar göfugu, þöglu leiklistar, en það væri samt allt að því helgisiðabrot að bera list þeirra saman við kraftaverk Þau, sem Marcel Marceau gerir á sviði. Hann notar nær engin hjálparmeðul, önnur en þau, sem eru hon um meðfædd, og svo miðljósið; svo langt hefur hann þróað list sína, að jafnvel hinn minnsti vottur af leiktjöldum eða einföldustu munir á svið inu mundu aðeins hafa trufl 'andi og neikvæð áhrif á sam band hans víð áhorfendurna. Dúkræmu eða einstakt blóm má í hæsta lagi þola. Búning ur hans er ætíð hinn sami, einföld aðskorin satín-treyja yfir röndóttum bol og hvítar, gúlpandi brækur, sem ná hon um niður á miðja kálfa Ein faldleikinn sjálfur á sviði og í einkalífi. Ólíkt hinum mat- glöðu og sídrekkandi löndum sínum, snæðir Marcel Marceau helzt fábrotinn mat ínnan fjögurra veggja heimilis síns í París. Oft verður fyrir val- inu cotelette agneau nature með hráu eða linsoðnu græn- meti, og hann drekkur gjarn an eina flösku af sódavatni með matnum, — örsjaldan rauðvín. Hann forðast sem heitan eld allan feitan og þung an mat, sem kynni að slá sér niður á gallinu, því á hverju sýningarkvöldi eru á sinn hátt gerðar svipaðar kröfur til hæfni anda hans og líkama eins og tíl líkamshreysti ólympískra spretthlaupara, sem eiga að færa heim gull- verðlaun. Marcel Marceau hef ur aldrei horfið af sviðinu í sýningarlok án þess að taka með sér gullna viðurkenningu. Halldór Vilhjálmsson. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK: Prentnám - Forskóli Verklegt forskólanám í prentiSnum hefst í Iðn- skólanum í Reykjavík hinn 1. sept. 1965. Umsóknareyðublöð fyrir námsvist og nánari upp- lýsingar verða látnar í té í skrifstofu skólans 23. — 27. ágúst kl. 10 — 12 og 14 — 18. Iðnskólinn í Reykjavík Félag íslenzkra prentsmiðjueigenda. nFERÐIR VIKULEGA TSL ^ SKANDINAVÍU 6Ffí-I/CF£LAG BLADBURDARFOLK Allir þeir, sem hafa áhuga á að bera út blöð í vetur, eru góðfúslega beðnir að hafa samband við afgreiðslu Tímans í Bankastræti 7, —sími 12323

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.