Tíminn - 22.08.1965, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 22. ágúst 1965
TÍMINN
9
lýðræði og frelsi til að skapa
sanna menningu og efla mann-
réttindi.
Eins og áður er sagt, gerir
sérstök nefnd áætlun yfir starf-
semi æskulýðshallarinnar ár
hvert frá apríl til september —
það er sumarstarfið og svo
vetraráætlun frá oktober og út
marz. Þessi áætlun er auðvitað
gerð samkvæmt umsóknum sem
borizt hafa um aðstöðu til nám-
skeiða og fræðslustarfsemi.
lEinnig eru ýmis félaigasatm-
'bönd hvött til starfs og þátt-
töku af forystumönnum og full
trúum.
Nöfn nokkurra þátttakandi
sambanda og starfshópa á
þessu misseri sumarið 1965 gef
ur nokkra hugmynd um fjöl-
breytni, áhuga og eðli þessarar
starfsemi.
Hinn S. og 4. apríl var nám-
skeið fyrir ritstjóra æskulýðs-
blaða og tímarita, stjórnað og
kostað af sambandi æskulýðs-
ritstjóra í Hamborg.
Sömu daga var námskeið fyr-
ir barnavemdarstarfsfólk.
Hinn 5—9 s. m. var nám-
skeið fyrir félagsmálaráðu-
nauta, þá heimilisráðgjafa, upp
eldismálanámskeið, heimilis-
fræðsla fyrir ungar húsfreyjur,
helgamámskeið fyrir unga
stjómmálaforingja, námskeið í
móttöku útlendinga, söngmála-
námskeið, fóstruskóli, hand-
knattleiksnámskeið, barna-
söngva- og bamadanskennsla,
blokkflautunámskeið og gítar-
grip, bam í hættulegum heimi,
leiðbeiningar í fyrstu um-
önnun ungbarna, félagsleikir,
sænsk-þýzk vika, gamalmenna-
hjálp, vandamálin í Suður-Af-
ríku, þýzk-dönsk söngvika, al-
þjóðlegt námskeið fyrir for
ingja ungtemplara og svona
mætti lengi telja.
Það var þetta síðasttalda fyr
ir Aiþjóðasamtök Ungtemplara,
sem ég kynntist nokkuð. Og
þar eð það gefur góða hugmynd
um starfstilhögun yfirleitt skal
hér nánar að því vikið.
Alþjóðasamband ungtempl
ara var stofnað fyrir tveim eða
þrem árum og nefnist Inter-
national Goodtemplar Youth
Federation (IGTYF) og skal
efla samstarf ungs bindindis-
fólks um heim allan án tillits
til þjóðernis, kynþátta, trúar-
bragða eða félagsforma.
Það var í fyrsta sinni, sem
samtök þessi efna til námskeiðs
eða fræðslu á sameiginlegum
vettvangi, og var það í Rein-
bek í sumar dagana 10—17
júlí. Stjórnandi var Marcel
Hebbelinck frá Belgíu hieð að
stoð Arvids Johnson frá Nor-
egi, en framkvæmdastjóri Kurt
Kirchner frá Hamborg. En all-
ir þessir menn standa framar-
lega í bindindissamtökum og
félagsstarfi æskulýðs hver
í sínu landi.
Námskeiðið hófst með stuttu
ávarpi um tilhögum þess og
með hvaða hugarfari skyldi unn
ið þessa daga, sem kennt yrði.
Bregður það nokkru Ijósi yfir
allar starfsaðferðir og háttu á
þessum stað, að nú var minnt
á, að allir þátttakendur höfðu
fengið bréf þar sem þeir voru
beðnir að hafa með sér eftir-
farandi hluti ef mögulegt væri:
Hljóðfæri helzt gítar,
Söngbækur,
Tvö Ijóð og lög á móðurmáli
sínu,
Myndaræmur og filmur frá
landi sínu sérstakl. um bindind
isstarfið og upplýsingar um það
á hverjum stað. Ljóð, sögu eða
söngva helzt þjóðlegt frá hverju
landi sem nota mætti í dag-
skrárefni undir fyrirsögninni,
„Við horfum á heiminn út um
gluggann“.
Þjóðbúning og grímu, en
síðast og þó helzt og fremst:
Gott skap.
Söngur, almennur söngur við
einföld ljóð undir ljúfum auð-
lærðum lögum skipar algjör-
lega öndvegi í leiðbeiningar-
starfinu. Ort hafði verið sér
stakt erindi, um samstarfið
sjálft og var það margendur-
tekið eins og viðlag, unz allir
kunnu og sungu af krafti: „We
alltogether do better and bett-
er.“ stóð þar. Og var ' ekki
skáldskapnum fyrir að fara, en
því fremur vakti það fjör, kát-
ínu og samhug til átaks.
Hvað eftir annað var staðið
upp til að dansa og syngja milli
ávarpanna. Og enginn fékk bók
staflega leyfi til að tala nema
örstutta stund í einu, jafnvel
Framhald á bls 12
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
Kanntu að biðja
afsökunar?
Oft heyrist orðið „Pardon“
í enskumælandi löndum „Af-
sakaðu" er auðvelt orð í munni
og oft notað um einskisverða
eða lítilsverða smámuni.
En þegar eitthvað meira er
um að vera í samskiptum fólks
en olbogaskot í strætisvagni
eða óvarkárni á gangstéttinni
getur hljómur þessa orðs orð-
ið dýpri, vandinn meiri.
Flestir reyna að breiða yfir
mistök sín og yfirsjónir í
lengstu lög og má telja það
eðlilega viðleitni og sjálfsvörn.
Þeir leitast við að láta vini og
samferðafólk gleyma þeim eða
þá að réttlæta mistökin í ræðu
eða riti.
Við verðum því að játa, að
þeir, sem biðja auðmjúklega
fyrirgefningar á mistökum í
orði eða verki eru eiginlega
í sérflokki. Og slík framkoma
sannar samkvæmt sálfræðileg-
um ályktunum mjög þroskaða
skapgerð. Það eru nánast sönn
mikilmenni, sem geta af inni-
leika og einlægni kannast við
að þeim hafi yfirsést og dæmt
sig sjálfa á sama hátt og flest-
ir dæma aðra.
Smámenni og lágsiglt fólk
vill allt annað fremur gera t.
d. bæði segja ósatt og svíkja
lit, blekkja og múta en kann-
ast við, að það hafi breytt
rangt eða haft rangt fyrir sér.
Það skortir siðferðislegt hug
rekki. Og í stað þess að komast
að raun um að hreinskilnisleg
og heiðarleg viðurkenning á
göllum eða mistökum mundi
gera hvern mann meiri að
heiðri og virðingu, þá er enda-
laust lotið óttanum við að játa
hið sanna og álitið að orðin:
„Þetta var rangt hjá mér,“ séu
veikleika merki.
Ef til vill er það af skorti
á sannri stórmennsku sem flest
um okkar finnst svo erfitt að
viðurkenna mistök sín, og staul
ast niður af tignartróni sjálfs-
ánægjunnar til að biðja afsök-
unar, þegar þess þarf með.
„Ég vil játa mínar yfirtroðsl-
ur,“ stendur í einhverri bæn.
En sú játning er frammi fyrir
Guði. Og það er flestum auð-
velt. En „trúaða fólkið,“ sem er
svo innilega ánægt með aðstöðu
sína gagnvart Guði og að sjálfs
síns sögn fullt af syndavitund
og auðmýkt frammi fyrir hon-.
um, það þarf líka að muna,
„að sá, sem segist elska Guð,
en elskar ekki 'samferðafólk
sitt á lífsleiðinni, segir ósatt.“
Að játa yfirsjón og móðganir
við aðra fyrir Guði en neita
að biðja viðkomandi afsökunar
er áreiðanlega ekki kristilegt.
Sannleikurinn er sá, að flest
okkar eiga meira en nóg af
mannlegum hégómaskap, sem
er okkur bæði meðvitaður og
ómeðvitaður.
Og þessi hégómaskapur verk
ar á þann hátt, að við erum
hrædd við að viðurkenna, að
við séum ekki eins góð og vit-
ur eins og við þykjumst vera
og viljum vera. Þannig viljum
við ekki krenkja sjálfsálitið
með „óþarfa játningum." Og
þarna — og það er verst —
stendur „trúaða fólkið" og
„góða fólkið" freistingunni
næst, eða hún hefur mest og
sterkust tök á því, smbr. rödd
freistarans: „Guð mun fela engl
um sínum að sjá um, að þú
steytir ekki fót við steini.“
En auðvitað höfum við í
raun og veru engu að tapa,
en allt að vinna. Þetta ættu
sérstaklega stjórnmálamenn að
athuga. Ef þeir tækju nú allt
í einu upp á því að viðurkenna
hreinskilninslega og með fullri
dirfsku, að þeir eða þeirra
flokkur hefði haft rangt fyrir
sér í vissum málefnum, og auð-
vitað er það oft tilfellið, þá
mundu þeir auka geysilega það
traust, sem við almennir kjós-
endur getum sýnt þeim og þá
virðingu, sem við getum borið
fyrir þeim.
Allir vita að — errare hum-
anum est — það er mannlegt
að skjátlast.
Skólastjóri eða dómari, sem
uppgötvar að hann hefur dæmt
og refsað ranglega, en biður
afsökunar og veitir fullar sárá-
bætur, mun eignast sakborning
inn, hvort sem það er nemandi
eða borgari, að vini ævinlangt
og finna virðingu sína í skóla
og dómsal aukast verulega en
ekki minnka.
Það er dapurleg tilhugsun, að
vita hve mörg ógæfan nær tök-
um á mörgum bæði meðal vina
og nágranna og þó ekki sízt
í fjölskyldum og heimilislífi, af
því að fólkið hefur ekki hug
til að segja í fullri einlægni
og góðvild: „Afsakaðu,* ,fyr-
irgefðu" „ég hafði rangt fyrir
mér.“
Hve mörgum hjónaböndum
gætu þau orð bjargað, ef þau
væru sögð nógu snemma, áður
en hatur og óvild, misskilning-
ur og rangsleitni hafa lokað
öllum leiðum og dyrum. Fátt
gæti fremur komið í veg fyrir
hjónaskilnaði með öllum þeirra
geigvænlegu afleiðingum.
Hvers vegna ættum við alltaf
að óttast að gera það sem er
göfugt og stórmannlegt, endur
speglar Guðs náð í vitundinni
og sannar sterkan og drengi-
legan persónuleika.
Gætum við bent á nokkurt
atvik, þar sem sú manneskja
varð ekki meiri og göfugri að
virðingu, sem þorði að standa
upp og segja: „Afsakið, en ég
viðurkenni að mér hefur skjátl
azt.“
Árelíus Níelsson.