Tíminn - 22.08.1965, Síða 5

Tíminn - 22.08.1965, Síða 5
SUNNUDAGUR 22. ágúst 1965 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediiktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán. innanlands — í lausasölú kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Stjórnarandstaða í stjórnarandstöðunni hefur Framsóknarflokkurinn harizt hinni jákvæðu baráttu. Að barátta hans hefur verið jákvæð sannast einfaldlega á því, að stjórnarliðið liefur kallað stjórnarandstöðu Framsóknarflokksins „óábyrg yfirboð og sýndarmennsku“- Sterkur jákvæður flokkur er ekki áhrifalaus, þótt hann sé í stjórnarandstöðu. Málefnabarátta Framsókn- arflokksins hefur borið mikinn árangur, vegna þess, hve sterkan hljómgrunn hún hefur fundið með almenn- ingi í landinu og stjómin hefur neyðzt til að taka upp mörg af baráttumálum Framsóknarmanna í einu eða öðru forml En menn munu minnast þess, hvernig Sjálfstæðisflokk- urinn hagaði sér í stjórnarandstöðunni 1956—58, í hvert sinn, sem Mbl. minnist á óábyrga stjórnarandstöðu Framsóknarflokksins. Það hefur ekki staðið á liðveizlu og samþykki Framsóknarmanna, er þau mál hefur borið fyrir Alþingi, er til framfara mega horfa, og mætti þar nefna mörg daémi til sönnunar. Hins vegar var Sjálf- stæðísflokkurinn bókstaflega á móti öllum málum í stjómarandstöðu 1956—58, en hafði ekkert jákvætt mál fram að færa, svo menn muni. Hann var neikvæður í orði og á borði, og mun enginn stjórnmálaflokkur á ís- landi hafa barizt jafn óheiðarlegri baráttu. Meðal stærstu mála, sem Sjálfstæðisflokkurinn beindi sérstaklega geiri sínum að í stjórnarandstöðu, voru þessi: LandhelgismáliS: Sjálfstæðisflokkurinn neitaði alger- lega að standa að útfærslu landhelginnar i 12 sjómíl- ur. Skrifaði Mbl. undir ritstjórn Bjarna Benediktssonar allt sumarið 1958 — er nota átti sérstaklega til að afla útfærslunni fylgis meðal þjóða heims — þannig, að það beinlínis sigaði brezkum herskipum á íslandsmið. Raforkumálin: Sjálfstæðisflokkurinn beitti öl'lum brögðum til að koma í veg fyrir, að íslenzka ríkisstjórnin fengi hagstætt lán til að hrinda Efra-Falls-virkjun í framkvæmd. Lét flokkurinn framámenn sína segja vest- ur í Bandaríkjunum, að lán til íslenzku ríkisstjórnarinnar jafngilti aðgöngumiða kommúnista að ráðherrastólum. Kjaramálin: Sjálfstæðisflokkurinn tók upp heilaga kjara- og verkfallsbaráttu og taldi atvinnuvegina geta borgað miklu hærra kaupgjald, þótt staðfest væri 1 skýrslum alþjóðastofnana, að þá væru kjör launþega betri hér á landi en í flestum nágrannalöndum, og kaupmáttur tímakaupsins miklu meiri en hann er nú, þrátt fyrir mikla framleiðsluaukningu síðustu ár vegna óhemju aflauppgripa. Þessar kauphækkanir tók Sjálf- stæðisflokkurinn strax aftur með lögum, þegar hann komst til valda að nýju með aðstoð Alþýðuflokksins. Gott, sem sagt, gott Mbl. telur lýsingu Eysteins Jónssonar á efnahagsá- standinu ranga. Eysteinn sagði m.a., að upplausnar- ástand rikti í efnahagsmálum vegna þess að verðbolgu- framkvæmdir soguðu skipulagslaust til sín fjármagn og vinnuafl frá atvinnuvegunum, sem væru í úlfakreppu vegna rekstrarfjárskorts, gætu ekki vélvæðzt né hækk- að kaup sem þyrfti, né keppt um nauðsynlegt vinnuafl. Mbl.-menn ættu að lesa ályktanir samtaka atvinnuveg- anna, sem komast að sömu niðurstöðu í meginatriðum og Eysteinn Jónsson. Mbl. segir hins vegar: Þetta er gott, svona á það að vera- TÍMINN___________________ Áhrif stjórnarkreppunnar í Grikklandi á NATO Konstantín konungur ræddi fyrlr skömmu vinsamlega við blaSa- menn. Hér er hann ásamt nokkrum stjórnmálamönnum. Tsirimokos mun standa hægra megin við hann. HUGSANLEG áhrif stjómar kreppuimar í Grikklandi á Atlantshafsbandalagið era með al hinna óheillavænlegri hliða hennar. Austurarmur banda- lagsins hafði áður orðið fyrir alvarlegri lömun vegna átak anna milli Grikkja og Tyrkja út af Kýpur. Nú er forsætis ráðherra TyrWands í heimsókn í Rússlandi í fyrsta sinni síð an árið 1931 og er einmitt að reyna að bæta sambúðina milli landanna. Samtímis ætlar gríska þjóðin að sundrast vegna pólitískra átaka. Þetta eykur enn á þá upp- dráttarsýki, sem gert hefir vart við sig í Atlantshafsbanda laginu síðan Stalín féll frá. Heita má, að Frakkland sé orðinn óvírkur þátttakandi. Bretar eru svo illa staddir fjár hagslega, að þeir eru farnir að hugleiða að leggja minna af mörkum en áður. Portúgal er á öndverðum meiði við banda menn sína í nýlendumálum og hefir þegar sent mikið af sínum litla herafla t.il Afríku. Nú er svo að sjá sem aust ur armur bandalagsins sýni enn meiri veiklunarmerki en áður. Tyrkir virðast líta svo á, að takast ætti að gera ein- hýéfá’ kbnar samninga við Rússa ti*l þéss að tryggja sér stuðníng þeirra í deilunni um Kýpur. Grikkir óttast þessa tilraun að sjálfsögðu, en þeir sjálfir virðast ekki einu sinni færir um að koma í veg fyrir sína eigin eyðileggingu. ÁTÖKIN í Grikklandi hafa nú staðið í rúman mánuð. Þau hófust út af gríska hemum, en í honum hefir allt fram að þessu ríkt góður agi og traust stjórn. Samsæri meðal hers- höfðingjanna og mótbrögð gegn þeim ullu átökum milU Kon stantíns konungs, sem vill halda hemum ópólitískum, og George Papandreou, sem er óvenjulega vinsæll stjórnmála maður, en hann vildi „hreinsa til“ meðal hershöfðingjanna og treysta fylgi þeirra við „lýð- ræðíð'. Allt fram að þessu má heita að herinn hafi verið eina at- kvæðamikla stofnunín í Grikk landi, sem ekki hefir átt í illvígum og lamandi innbyrð is deilum. En ef verulega illa tekst til, getur svo farið, að herinn hafi enga rikisstjórn að verja og þjóðin öU verði sjálfri sér sundurþykk. Eíns og málin horfa við þegar þetta er skrif að, virðist gríski herinn naum ast geta komið að gagni til annars en að verja Konstantín konung og fylgismenn hans gegn vaxandi ógnun múgstjórn ar. HRYGGILEGT er, en satt engu að síður, að herír Tyrkja og Grikkja hafa að undan- förnu miklu fremur verið bún ir undir stríð hvor við annan en stríð við einhvern hugsan legan óvin Atlantshafsbanda- lagsins. í sumar sem leið rændu tyrkneskar árásarsveit- ir stöðvar grískra Kýpurbúa á eynni. Þá munaði mjög litlu að Grikkir færu í stríð við banda þjóð sína Tyrki. Enn er of snemmt að spá, hvernig grísku stjómarkrepp unni ljúkí. Ólíklegt virðist þó, að henní geti lokið á annan veg en þann, að miður horfi, séð frá sjónarhóli stuðnings- manna Atlantshafsbandalags- ins. Óennilegt virðist, að Pap- andreou nái aftur völdum, en fari svo virðist einsýnt, að hann víki mbörgum herforingj um frá störfum og byrjaðí í herforingjaráðinu. Hann myndi síðan skipa í stöðurnar frjáls lynda ef ekki vinstri-sinnaða menn, sem styddu stefnu hans. Ganga mætti út frá því sem gefnu, að aðgerðir Papandreou spilltu aga og stjórn í hern um. Verði raunin aftur á móti sú, að takast megi að mynda stjórn, sem aðhyllist hinar kunnu aðferðir konungsins, er alvarleg hætta á, að til of- beldisátaka dragi innan lands og herinn kynni að neyðast til að kveða Þau niður. Annar kosturinn er spilltur hgr, en hínn er beiting hervalds gegn pólitískum deiluaðilum. í TYRKLANDI hefir eins konar hlutleysisstefna verið að búa um sig smátt og smátt síðan Bandaríkin lögðu niður eldflaugastöðvar sínar þar í landi. Svo hefir virzt sem stefna þessí snérist framar öðru um Kýpur, en afleiðing anna á eftir að gæta víðar en þar. Nú virðist enn ákveðnari hlutleysisstefna vera í uppsigl ingu meðal margra stuðnings- manna Papandreou, og þeir hafa mikinn hug á áð fjariægja þá herforingja, sem eru á önd verðum meiði. Færa má að því nokkur rök, að rangt hafi verið i öndverðu að gera Grikki og Tyrki að- ila að Atlantshafsbandalaginu, þar sem hvorugir geta svo mikið sem látizt vera „Norð- ur-Atlantshafsþjóð‘. Auk þess eru báðar þjóðirnar frá fornu fari fullar tortryggni ef ekki haturs hvor í annarrar garð. Engu að síður lánaðist þetta þolanlega allt fram að því, að Kýpur-meinið tók að grafa um sig. Meðal annars voru í báð um löndunum mjög hentugir staðir fyrir stöðvar flugflota, herskipaflota og eldflauga, og sú aðstaða styrkti til muna hindrunarmátt Atlantshafs- bandalagsins. EN nú orðið má heita að áhrifin af aðild þessarra tveggja þjóða að Atlantshafs- bandalaginu séu orðin nei- kvæð. Hvorki Grikkir né Tyrk ir hafa fengizt til að þoka um þumlung í Kýpurdeílunni og báðir reynast jafn ófúsir á að ganga til samninga vegna alhliða hagsmuna Atlantshafs bandalagsins. Báðar þjóðimar búa heri sína miklu fremur undir átök þeírra sín í milli en varnir gegn hugsanlegum ó- vini Atlantshafsbandalagsins úr norðri. Og nú hefir gríski herinn gegn vilja sínum sogast inn í pólitískt rifríldi, sem tví- mælalaust ræður meiru eða minnu um öriög hans sjálfs. Hvernig svo sem Þessu þrefi kann að lykta má efalaust gera ráð fyrir, að afleiðingar þess veiki gríska herinn að mun, að minnsta kosti um óákveðinn tíma, og Atlantshafsbanda- laginu yrði minni stoð að honum en ella, ef það þyrfti til hans að grípa.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.